Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 31. MARS 1983
sóknarsvið að ræða. Og þess er að vænta
að slík vísindi geti brugðið einhverju
nýju ljósi yfir það, sem með manninum
býr og þá ef til vill jafnhliða varpað
skímu út fyrir þann sjónhring, sem við
köllum jarðneskan. Hvað það snertir er
best að bíða og sjá hvað setur.
Tiltrú hjartans
^ Kristin trú er í grunni sínum og eðli
tiltrú hjartans til þess Guðs, sem Jesús
Kristur birti. Full tiltrú hjartans er
öruggari vissa en hvers kyns ytri sönnun.
Konan mín hefði aldrei getað sannað
mér, að henni þyki vænt um mig, ef ég
hefði ekki viljað verða henni samferða.
Jesús sannfærir þann, sem gefur honum
traust sitt og þiggur að verða honum
samferða, sannfærir um þann kærleika,
sem hvorki dauði né líf né neitt á himni
eða jörðu getur gert mann viðskila við.
„Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann
deyi. Ég lifi og þér munuð lifa. Enginn
skal slíta þá úr hendi minni“.
Þegar rennt er augum yfir langan
farinn veg getur maður staðnæmst við
óteljandi atvik, sum stór á almennan
mælikvarða, önnur smá og öðrum dulin.
Það getur verið bros í barnsauga á
kirkjugólfi eða geisli á hrukkóttu enni,
eitt óvænt orð eða hverful stund með
öðrum í einrúmi. Ég nefni þetta af því
að ég eignaðist svo margar góðar stundir
með einstaklingum og söfnuðum á ferð-
um mínum um landið og þar fékk ég
lærdómsríka reynslu. Af atburðum, sem
meira voru í sviðsljósi, ber vígslu Skál-
holtsdómkirkju hátt og afhendingu Skál-
holtsstaðar í hendur kirkjunnar. Stjórn-
arfundur Lútherska Heimssambandsins
hér í Reykjavík er mjög minnisstæður.
Mér er hugstæð Hjálparstofnun kir-
kjunnar, aðdragandinn að því, að hún
komst á fót, og starfsemi hennar utan
lands og innan síðan. Öll tækifærin, sem
buðust til þess að styðja presta og
söfnuði til góðra verka og hlynna að
kirkjulegum stofnunum, svo sem skólun-
um í Skálholti og á Löngumýri eru mikil
þakkarefni. Biskupsstarfið býður upp á
mörg tækifæri, en því fylgir sú byrði, að
maður er aldrei fær um að gegna þeim
sem skyldi, margt verður útundan og
hver áfangi lýkur upp nýjum.
Kom aldrei annað til greina fyrir þig
sem ungan mann, en að leggja stund á
guðfræði og síðar fræðimennsku og
þjónustu innan kirkjunnar?
Ég var ákveðinn í að reyna að verða
prestur, þegar ég var barn. Á síðari
hluta menntaskólaáranna hvarflaði huga
til annarra átta, ég þóttist hafa mikinn
áhuga á heimspeki og bókmenntum og
tungumálum. En þegar að því kom, að
ég skyldi hefja háskólanám, var ég aftur
orðinn algerlega ákveðinn í því að læra
til prests. Guðfræðinámið er líka víð-
feðma, þar gat ég fengið áhuga mínum
á heimspeki, tungumálum og bók-
menntum fullnægt, enda lagði ég stund
á slík: fræði erlendis til undirbúnings
undir hið eiginlega guðfræðinám. Og
þar varði ég miklum tíma í að kynna mér
önnur trúarbrögð en kristindóminn. Ég
er þakklátur fyrir þann kafla í lífi mínu.
Æskuástir mínar á guðfræði og prests-
skap hafa ekki dofnað við kynni og
reynslu, þær hafa glæðst með aldri og
veitt mér mikla hamingju.
Um tilvist guds efast ég
aldrei
Hafa aldrei komið upp innra með þér
efasemdir um tilvist guðs og um mikil-
vægi kirkjunnar og hlutverk hennar í
nútímanum?
Kristin trúarvissa
er of dýrmætur
hlutur til þess að
menn geti haldið
henni án áreynslu,
ástundunar
og baráttu
■ í predikunarstól
Bjórpylsa
Bjórskinka
Bringupylsa
Goðaskinka
Hangikjöt
Kindakæfa
Lambaskinka
Lambasteik
Lifrarkæfa
GODA álegg á brauðið
- bragðgott og hollt
Lyonpylsa
Malakoff
Mortadella
Raftaskinka
Rúllupylsa
Servelatpylsa
Skinkupylsa
Spægipylsa
Veiðipylsa
G§ÐI
Engin sæmilega heilbrigð trú er átaka-
laus eða án spuminga. Trúarlíf er
ekki friðað fyrir baráttu fremur en
annað líf. Um tilvist Guðs efast ég
aldrei. f>að er ekki heldur úrslitaspurn-
ingin, hvort hann sé til eða ekki, heldur
hver hann er. Að einhver sé guð vita
allir menn: Við lútum einhverju valdi
og yfir öllu er einhver máttur, það er
enginn svo glær að neita því. Um leið og
þú skilur og viðurkennir, að þú ert
staddur í alheimi, sem þú ræður engu um
og að litlu leyti í, að þú réðst engu um
það, hvort þú varðst til eða ekki og hefur
hvorki hugmynd um né vald á því, hvað
bíður þín um daga þína hér á jörð eða
hvort eitthvað tekur við, þegar þú ert
allur, um leið viðurkennir þú tilvist
einhvers guðs. En hver er hann, hvernig
er hann? Er þetta ægistóra vald, sem
sveiflar stjörnuþokum um geiminn og
leikur að öreindum og lífsins geislum og
skuggum, aðeins blint lögmál eða dauðir
duttlungar í efninu? Ellegar er það
hugur, lifandi hugsun? Og gæti hugsast,
að þeim huga sé ekki sama um þig, vilji
kannski komast í samband við þig, opna
sig fyrir þér, gefa þér hugboð um tilgang
lífs þíns og tilverunnar og leiðbeina þér
um að lifa í samræmi við þann tilgang?
Þetta eru úrslitaspurningar. Kristin
trú svarar þeim. Hún byggir á Jesú Kristi
í því. Hann flutti þann boðskap, að
valdið sem öllu ræður sé faðir, hafi
hugarfar elskandi föður til mannsins og
alls sem lifir. Og þessi boðskapur birtist
ekki aðeins í orðum Jesú, heldur í
persónu hans og lífi. „Hver sem sér mig,
sér föðurinn", sagði hann. Og þá átti
hann við það, að jarðlíf hans, sem
mótaðist af kærleika, væri mynd af því,
hvernig Guð er, hjartalag föðurins væri
opinberað í honum. Kristinn maður
byggir traust sitt og líf á Kristi.
Gegnum Jesú heigast hjartu
í himininn upp ég líta má,
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá.
Þetta játar Hallgrímur í orðastað allra
kristinna manna.
Kristin trúarvissa er of dýrmætur
hlutur til þess að maður geti eignast hana
eða haldið henni án áreynslu ástundunar
og baráttu. Hún er gjöf, sem Guð einn
getur gefið, eins og lífið sjálft, en hún er
ekki óhúlt fyrir áraun, ekki fremur en
lífið. Og stríðandi trú, sem virðist blakta
í bili eins og slokknandi kveikur, vinnur
oft ótrúlega sigra. Því getur maður
kynnst hjá mörgu raunabarni.
Ég efast ekki um mikilvægi kirkjunn-
ar. En hitt er alltaf áleitin spurning,
hvort hún bregðist ekki Drottni sínum
og börnum hans. Þá spurningu ber ekki
að þagga niður. Hún og ýmsar aðrar eru
nauðsynlegar til þess að kirkjan og
kristnir einstaklingar haldi vöku sinni.
Attu þér einhver eftirlætisviðfangsefni
til hliðar við ævistarfið, einhvcrja tóm-
stundariðju, sem þú tekur fram yfir
aðra?
Hugurinn hefur líklega verið nokkuð
mikið bundinn við ævistarfið. Sjálfrátt
og ósjálfrátt hafa áhugamál og hugðar-
efni, sem ekki voru í beinum tengslum
við það, vikið til hliðar. Mig hefur til
dæmis alltaf langað í moldarverk á vorin
og í heyskap á sumrin, hefði ákaflega
gjarnan viðjað eignast aðstöðu til þess
að umgangast skepnur meira, einkum
hesta, og koma upp trjágróðri á ein-
hverjum bletti. En slíkt varð aldrei
annað en draumar til að gamna sér við í
huganum. Ég hef mikla þörf fyrir útivist,
hef stundum haft garð til að dunda í
stund og stund, ég elska fjöll og hef átt
góðar stundir í faðmi þeirra, færri þó en
ég vildi.
Fjallablær, ég þekki þig,
þó mig væri að fínna
oftast fjær en á við mig
utan mæra þinna.
Ég get ekki sagt, að verkahringur
minn hafi boðið upp á ríflegar tómstund-
ir. En á móti kemur það, að verkefnin
hafa verið margvísleg ogfjölþætt, það er
tilbreyting og viss hvíld að fara úr einu í
annað. Ég hef alltaf unað mér vel heima
og notið allra tiltækra næðisstunda þar,
enda átt gott heimili, nærgætna konu og
góð börn. Hef reyndar oft þurft að vinna
talsvert heima. Bækur eru nægar til að
grípa í til afþreyingar, bæði gamlir
ævivinir og aðrar, sem gaman er að
kynnast. Sjónvarp notum við lítið,
reyndar ekki nú um sinn. En þykir gott
að hlusta á tónlist, verk gömlu meistar-
anna á því sviði verða aldrei þurrausin,
eru alltaf fersk uppspretta yndis og
svölunar. JGK