Tíminn - 17.04.1983, Side 2

Tíminn - 17.04.1983, Side 2
2 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 Kvikmyndin lagði áhersiu á það sem við vitum ekki, sem við neitum ekki en erum aðeins að rannsaka, hvers vegna því er öllu trúað. Hvernig brugðust þeir, sem trúa á hin ýmsu fyrirbæri, við? Þeir tóku þetta sem opinbera neitun - vegna trúa'rinnar á hið gagnstæða. Vegna þess, að þeir trúðu á hið óskiijanlega og trú þeirra fann sér ekkert til stuðnings, þess vegna litu þeir á kvikmyndargerðar- mennina sem vantrúaða sem bæri að gagnrýna og jafnvel fordæma. Gleddist ef furðufyrirbæri væru staðreynd En ég er ekki vantrúaður. Ef ég heyrði, að Atlantis hefði fundist myndi ég gleðjast. Og það myndi gleðja mig jafn mikið að heyra, að samband hefði náðst við menningarverur utan jarðar- innar. Það væri mér ekkert sálfræðilegt áfall, eins og það kynni að vera fyrir suma aðra. Ég myndi ekki síður gleðjast yfir því, ef snjómaðurinn hræðilegi væri sendur til Moskvuháskóla þar sem ég starfa og við fengjum að vita, hvort hann kynni undirstöðuatriði talmálseðaekki. Eina krafan af ntinni hálfu, er að það sé vísindalega sannað. I stuttu ntáli, það er nauðsynlegt að gera greinarmun á því, hvað menn vilja sjá og hvað raunverulega er til. Það er ekkert sem er yfirnáttúrlegt, hvorki í sambandi við tilvist snjómannsins hræði- lega né við komu geimskips með geim- verur um borð. Hvort tveggja liggur innan marka hins mögulega. En eigi að trúa því, þarf að vera hægt að benda á raunverulegar staðreyndir. „Ókennilegur fljúgandi hlutur" er ekki geimfar, sem flytur verur frá öðrum stjörnum, heldur hlutur, sem fólk sér raunverulega. En túlkunin liggur utan marka hlutlægrar athugunar. Hún á rætur að rekjá'til tilhneiginga manns, áður fenginnar reynslu og margra ann- arra atriða. Því meira, sem maðurinn veit, því minni upplýsingar vantar hann og þeim mun frekar leitast hann við að komast út fyrir mörk algengra fyrirbæra. Hann þarf ekki að láta útskýra fyrir sér kjarn- sýrur, hann veit nægilega mikið um stýrifræði og það er ekki lengur áleitin spurning, hvort líf sé á Mars. Fólk hneigist til að trúa hlutum sem það hefur ekki sérþekkingu á Starfsvettvangur vísindanna er alltaf á mörkum hins óþekkta og hins þekkta, og þeir ryðja brautina frá hinu fyrrtalda til hins síðartalda. Vísindamenn eru efagjarnir gagnvart dularfullum uppá- komum á þeirra eigin sérsviði. Sál- fræðingar eru t.d. mjög efagjarnir gagn- vart öllum dulsálfræðilegum fyrirbrigð- um; líffræðingar og mannfræðingar gagnvart snjómanninum hræðilega; veðurfræðingar og haffræðingar að því er varðar Bermúda-þríhyrninginn; steingervingafræðingar gagnvart Loch Ness skrímslinu, o.s.frv. En sálfræð- ingur kann að vera veikur fyrir ókenni- legum fljúgandi hlutum, eðlisfræðingur getur trúað því að Loch Ness skrímslið sé til... Með öðrum orðum, fólk hneigist til þess að trúa hlutum, sem það hefur ekki neina sérstaka þekkingu á. Blaðamaðurinn vinur minn sagði bros- andi, er hann hafði hlýtt á mig; „Af þessu leiðir, að við, fréttamenn, sem ekki erum sérfræðingar í neinni grein náttúruvísinda, erum hneigðari til þess en aðrir að trúa því ótrúlega. “ „Við skulum segja, að það væri gott, ef blaðamenn gerðust stundum sál- fræðingar og íhuguðu hvaða áhrif birting fréttar hefur á hinn almenna lesanda," svaraði ég. Höfundur greinarinar dr. Petrovskí á sæti í sovésku uppeldisfræðiakademí- unni. Greinin er þýdd (stytt) úr mánað- arritinu Zjurnarlist-Sputnik, 1. hefti 1983 á vegum APN í Reykjavík. Tilhneiging til að trúa á furðuverk Fyrir nokkrum var ég beðinn að taka þátt í gerð sjónvarpskvikmyndar, sem átti að fjalla unt þennan sálfræðilega grundvöll trúar á furðuverk, „Hinn brennandi leyndardómur aldarinnar" nefndist myndin. Ég ræddi áætlunina unt gerð myndarinnar við stjórnandann og höfund handritsins og lagði til að sýnt yrði, hvernig sálræn tilhneiging til þess að trúa á furðuverk gctur skapað blekk- ingu þar sem fólk virðist sannfært um, að mat þess sé hlutlægt. í kvikmyndinni var á engan hátt reynt að sanna eða afsanna eitthvað sérstakt. Við buðum fólki að koma, sem stað- hæfði, að það hefði sjálft séð snjómann- inn hræðilega, eða var trúað á það, að það hefði fengið réttar upplýsingar frá þeim, sem höfðu séð hann. Við buðum einnig fólki, sem hafði efasemdir um tilvist hans. Einnig buðum við fólki, sem trúði á leyndardóm Bcrmuda þríhyrn- ingsins svo og þeim, sem ekki gerðu það. Með öðrum orðum, við kynntum and- stæð sjónarmið. Þrátt fyrir það höfðum við áhuga fyrir því, sem að baki bjó - hinni sálrænu tilhneigingu - fremur en sjálfum staðreyndunum. ■ Teikning af vitsmunaverum frá öðrum hnetti sem komið hafa til jarðarinnar í fljúgandi furðuhlut. Því miður reynast sögur um kynni manna af slíkum geimverum ekki hafa við rök að styðjast. ■ Einu sinni sagði blaðamaður, sem ég þekki, við mig: „ Veistu hvað, cg hef séð „ókennilegan fljúgándi hlut"? „Ég trúi því.“ svaraði ég rólega. Blaðamaðurinn varð ákaflega undr- andi: „Neitarðu ekki, að slíkt sé hugsan- legt? En þú sem ert vísindamaður? „Hverju á að ncita? Öll sjáum við öðru hvoru eitthvað ókennilegt fljúgandi í loftinu. Það væri annað mál, ef þú hefðir séð geinifar mcð mönnum af annarri stjörnu um borð. Ef þú gerðir það, þá væri það talsvert annað." „Já, mér finnst afstaða þín skynsam- leg. Þegar allt kemur til alls, þá sviptir hún mig ekki þeirri von, að ég hafi séð það, sem ég vildi sjá.“ „Það er rétt hjá þér. Það er eðlileg löngun að sjá furðuverk..." Ég geri ekki ráð fyrir því, að ég sé manna best fallinn til þess að leggja mat á furðuleg og ótrúleg fyrirbæri, sem stundum má sjá frásagnir af á síðum dagblaða og tímarita. Þau cru langt frá því að vera nokkur tilviljun og eru í samræmi við mannlega löngun til þess að stíga yfir mörk hins þekkta inn á svið, sem ekki er til nein bein vísindaleg skýring á. Rökin eru einföld: Úr því vísindalegar og tæknilegar framfarir hafa gert ótrúlega hluti mögulega, hvcrs vegna skyldu menn þá ekki stíga nýtt skref inn á svið ímyndunarinnar? Sérfræðingar í duiarfulium atburðum eru ekki til Þar sem ég cr ckki sérfræðingur í fljúgandi diskum, snjómanninum hræði- lcga eða Bermuda þríhyrningnunt (í alvöru talað hcld ég að slíkir sérfræðing- ar séu ckki til) og get ekki hcldur sannað né afsannað tilvist þcssara fyrirbrigða, get ég aðeins stungið upp á samcigin- lcgum grundvclli til umræðna um allt þetta frá allt öðru sjónarhorni. Sameig- inlegan grundvöll til umræðna, kapp- ræðna og deilna um hið furðulega og óþekkta er að finna á sviði sálfræðinnar. Maðurinn hefur sálræna tilhneigingu til þcssað trúa á hið furðulega-stundum gagnstætt allri skynscmi, stundum í fullu samræmi við hana. í sálfræði er þessi almcnna regla þckkt undir hcitinu „or- ientation". Hugtakið er skilgreint sem sálrænn fúsleiki til ákvcðins forms skynjunar, skilnings, hugmynda og mats á hlutum. Þetta fyrirbæri, sem mikið hefur verið rannsakað, virðist liggja til grundvallar trú á allt það, sem manninn hefur langað til að trúa, eða honum hefur verið bent á. Fólk hefur til að bera ýmsar forsendur fyrir þessum áhrifum, en tilvera fyrir- bærisins er ómótmælanleg. Sálarfræði og fljúgandi furðuhlutir: HVERS VEGNA SJÁ SUMIR FURDU HLUTI í LOFTI EN AÐRIR EKKI? eftir Arthur Petrovskí

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.