Tíminn - 17.04.1983, Page 9

Tíminn - 17.04.1983, Page 9
SUNNUDAGUR 17. APRIL 1983 9 menn og málefni Viðnam gegn verðbolgunm er aðalmál kosninganna Spá Vinnuveitenda- sambandsins ■ t>að hefur að vonum vakið ugg, að Vinnuveitendasamband íslands hefur birt efnahagsspá', sem reiknar með því að verðbólgan komizt upp í 110% á þessu ári, ef engar nýjar viðnámsað- gerðir verða gerðar á árinu. Rætist þessi spá er fyrirsjáanlegt stórfellt atvinnuleysi og mikil rýrnun á kaupmætti almennings. Hér myndi þá skapast svipað atvinnuleysi og í ná- grannalöndunum, t.d. Bretlandi og Danmörku. ' Þessi spá þarf hins vegar ekki að. koma á óvart. Það var strax ljóst, að samvinna Alþýðubandalagsins og stjórnarandstöðunnar á nýioknu þingi um að stöðva vísitölufrumvarp forsætisráðherra myndi hafa hrikaleg- ar afleiðingar. Samkvæmt vísitölufrumvarpi for- sætisráðherra átti að fresta vísitölu- greiðslunum 1. mars um einn mánuð og nota þann tíma til undirbúnings frekari aðgerðum. Jafnframt var lagt til að gera ýmsar breytingar á vísitölu- kerfinu. Hefðu þessar fyrirætlanir náð fram að ganga, væru horfurnar í efnahags- málum allt aðrar en þær eru nú, þótt frekari ráðstafanir hefðu verið nauð- synlegar. Þær ráðstafanir hefðu orðið mun auðveldari, ef vísitölufrumvarpið hefði verið samþykkt og þannig lagður grundvöllur að áframhaldandi aðgerð- um. Það verður þjóðinni dýrt, að Alþýðubandalagið gerði samkomulag við stjórnarandstöðuna um að stöðva vísitölufrumvarpið. Þess vegna blasir nú framundan hvorki meira né minna en 110% verð- bólga, ef ekki verður tafarlaust og rösklega tekið í taumana eftir kosn- ingarnar 23. apríl. Verður kosið aftur í sumar eða haust? Þótt horfurnar í efnahagsmálunum séu svo dökkar framundan, að verð- bólgan getur að óbreyttum aðstæðum komizt upp í 110% á þessu ári, virðast Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- bandalagið ætla að halda því til streitu, að aftur verði kosið til Alþingis á þessu ári. Á nýloknu Alþingi hafði samstaða þingflokkanna um kjördæmamálið nær rofnað sökum þess, að Alþýðubanda- lagið og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu að meginskilyrði, að það ákvæði yrði sett inn í frumvarpið um stjórnarskrár- breytinguna, að efnt skyldi strax til þingkosninga eftir að hún hafði verið samþykkt. Jafnframt vildu þessir flokkar, að þing yrði kallað saman strax að loknum kosningunum 23. apríl. Þeir fóru ekki dult með, að þetta ætti að verða stutt þing, sem væri fyrst og fremst haldið til að afgreiða stjórnarskrárbréytinguna. Það ætti því að verða hægt að efna til nýrra þingkosninga síðasta laugardag í júní eða fyrsta laugardag í júlí. Vegna harðrar andspyrnu Fram- sóknarflokksins sættu þeir sig við það, að umrætt ákvæði yrði ekki sett í stjórnarskrárfrumvarpið. Hins vegar hefur ekkert komið fram, sem bendir efalaust til þess, að þeir ætli ekki að knýja fram þingkosningar í sumar eða haust. Vafalítið verður það líka niðurstað- an, ef þessir flokkar fá sæmilega út- komu í kosningunum. Þá verða efna- hagsmálin enn einu sinni lögð til hliðar og verðbólgunni gefinn laus taumurinn a.m.k. fram á haustið. Eina leiðin til að hindra slfka öfug- þróun er að veita Framsóknarflokkn- um brautargengi. Niðurtalningin Það hefur einkennt kosningabarátt- una til þessa, að allir stjórnmálaflokk- ar, nema Framsóknarflokkurinn, hafa varazt að gera skýra grein fyrir því, hvaða efnahagsúrræða þeir vilja grípa til að kosningum loknum. Það hefur að vísu ekki staðið á þeim að birta stefnuskrár með fögrum lof- orðum, en í þær allar hefur vantað það, sem mestu máli skiptir, hvaða efnahagsráðstafanir á að hefjast handa um að loknum kosningum. Aðeins Framsóknarflokkurinn hef- ur bent á ákveðna leið, lögbundna niðurtalningu á hækkunum, sem nái jafnt til vaxta, kaupgjalds, fiskverðs, búvöruverðs og annarra þátta fram- leiðslukostnaðarins, sem íslenzk stjórnarvöld geta ráðið við. Þannig vinni þjóðin sig út úr vandanum í áföngum. Því er haldið fram af andstæðingun- um, að þessi leið hafi verið reynd á því kjörtímabili, sem nú er að Ijúka. Það er bæði rétt og ekki rétt. Hún var reynd með efnahagsaðgerð- um, sem gerðar voru í árslok 1980. Þá var gripið til niðurtalningar á framan- greindum kostnaðarliðum. Þær að- gerðir báru góðan árangur. Rétt áður en gripið var til þessara aðgerða, höfðu sérfræðingar atvinnu- rekenda spáð því, að verðbólgan á árinu 1981 yrði að óbreyttum aðstæð- um milli 80-90%, en hún var um 60% á árinu 1980. Verðbólgan á árinu 1981 varð um 40%. Þetta var mest að þakka niðurtalningaraðgerðunum, sem gerð- ar voru í árslok 1980. Því miður náðist ekki samkomulag um það innan ríkisstjórnarinnar að halda þessum ráðstöfunum áfram. Al- þýðubandalagið var andvígt því og ekki fékkst nógur stuðningur frá Sjálf- stæðisflokksmönnum í ríkisstjórn- inni. Fleira kom líka til. Vinnuveitenda- samband íslands og Alþýðusamband íslands hafa ekki fullt umboð til að semja fyrir öll aðildarfélög sín. Þegar þessir aðilar ætluðu að gera hóflega kjarasamninga á síðastl. sumri, skárust viss samtök atvinnurekenda og laun- þega úr leik og gerðu sérsamninga. Flestar líkur benda til, að slíkur glund- roði í kjarasamningum muni færast í aukana. Það var af þessum ástæðum, að sú stefna var mörkuð á flokksþingi Fram- sólknarmanna í nóvember síðastliðnum, að niðurtalningaraðgerðir í framtíð- inni skyldu bundnar með lögum. Yald Alþingis Það hljóta allir að viðurkenna, að venjulegt ástand ríkir ekki í efnahags- málum landsins um þessar mundir. Framundan blasir við 110% verðbólga með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun og atvinnuleysi. Ástandið verður meira en geigvænlegt, ef verðbólgan kemst á þetta stig. Við slíkar aðstæður verður að grípa til óvenjulegra úrræða og beita því valdi, sem þjóðin hefur yfir að ráða, til að afstýra ófarnaðinum. Engin stofnun og engin samtök hafa vald og myndugleika til að grípa hér nægilega í taumana, nema Alþingi. Slíkt vald hefur það samkvæmt stjórn- skipunarlögunum. í raun réttri hefur það ekki aðeins þetta vald, heldur ber því öll skylda til að beita því undir þeim kringumstæðum, sem hér eru nú. Nær allar ríkisstjórnir hérlendis á sfðari áratugum hafa gripið til þess að beita þessu valdi Alþingis, þótt ástand- ið hafi ekki verið eins alvarlegt og nú. Hlálegt er að heyra leiðtoga Alþýðu- bandalagsins hneykslast yfir því, að Framsóknarflokksmenn skuli leggja til að gripið verði til lögbindingar undir þessum kringumstæðum. Á síðastliðnu ári stóðu þeir að því að gefin voru út, eins og frægt er, bráðabirgðalög um víðtæka lögbindingu varðandi kaup og kjör. Á ávöxtunum skuluð þið þekkja þá Það hefur sennilega komið ýmsum atvinnurekendum á óvart, að engum fremur má kenna um það en Geir Hallgrímssyni, Albert Guðmundssyni og öðrum slíkum leiðtogum Sjálf- stæðisflokksins, að atvinnuvegirnir urðu að greiða 15% launahækkun um næstseinustu mánaðamót, án þess að það kæmi öðrum en hátekjumönnum að gagni, þar sem launabætur hinna láglaunuðu fóru samstundis í verðbólguhítina. Fáir munu hafa boðað það af meira kappi en Geir Hallgrímsson og Albert Guðmundsson, að leggja bæri kapp á að styrkja grundvöll atvinnuveganna og tryggja þannig atvinnuöryggi og sæmileg lífskjör. Á kjörtímabilinu, sem nú er að Ijúka, hefur þó meginþorri þingmanna Sjálfstæðisflokksins og forustumanna reynt eftir megni að hindra allar við- námsaðgerðir gegn verðbólgunni og síðast gert bandalag við leiðtoga Al- þýðubandalagsins um að stöðva vísi- tölufrumvarpið, sem hefði frestað launahækkunum um einn mánuð með- an leitað hefði verið víötækari úrræða gegn verðbólgunni. Nú eru leiðtogar Sjálfstæðisflokks- ins farnir að lofa því enn á ný, að þeir skuli standa vörð um afkomu atvinnu- veganna. Kjósendur eiga að dæma flokkana meira af reynslunni en loforð- unum. Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Ástæðulaus ótti Svavar Gestsson var á beinni línu hjá DV 22. f.m. og birti blaðið flest svör hans daginn eftir. Meðal annars segir DV, að Hörður Jónsson í Kópa- vogi hafi spurt Svavar að því, hvort „Alþýðubandalagið væri tilbúið til að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokkn- um?“ Svar Svavars var á þessa leið: „Ég hefi enga trú á að Sjálfstæðis- flokkurinn sé tilbúinn til að fara í stjórn með Alþýðubandalaginu. Ég held, að þeir leggi ekki í það, jafnvel þótt unnt væri að finna einhvern sam- starfsgrundvöll fyrir slíka ríkisstjórn. Mér er mjög til efs, að Sjálfstæðismenn séu búnir að brjóta svo af sér viðjar kalda stríðsins að þeir þyrðu að efna til ríkisstjórnar með okkur.“ petta svar Svavars er skýrt. Það. stendur ekki á Alþýðubandalaginu að mynda stjóm með Sjálfstæðisflokkn- um. Svavar útilokar ekki, að unnt verði að finna samstarfsgrundvöll fyrir slíka stjórn. Hins vegar óttast hann, að Sjálfstæðisflokkurinn kunni að vera tregur til þess að fara í slíka stjórn. * Þetta er hins vegar ástæðulaus ótti hjá Svavari. Meira að segja ritstjórar Morgunblaðsins bíða hans með opnum örmum. Matthías Johannessen hefur skrifað heila bók um, að nýsköpunar- stjóm Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- bandalagsins (Sósíalistaflokksins) hafi verið besta ríkisstjórn á íslandi. Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason skrifuðu miklar greinar um það eftir kosningarnar 1979, að nú ættu Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- bandalagið að taka höndum saman. Skoðun þeirra er óbreytt. Aðalmál kosninganna Hér á undan var vikið að því, að flokkarnir fjórir, Alþýðubandalag, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðullokkur og Bandalag jafnaðarmanna, varist að nefna það í kosningastefnuskrám. sínum, hvaða efnahagsráðstafana skuli gripið til að kosninguimm loknum. í flokkakynningunum, sem síðan hafa farið fram, hafa þeir lítillega reynt að bæta úr þessu. Þeir hafa helzt bent á þá leið, að fulltrúum stéttanna verði hóað sanian og þeir látnir reyna að ná samkomulagi. Mcðan eiga Al- þingi og ríkisstjórn að halda að sér höndum og jafnvel efna til nýrra þingkosninga. Hvað myndi þetta samningaþóf taka langan tíma og hvaða árangur myndi nást? Vilmundur Gylfason taldi líklegt í spurningaþætti, að þetta gæti tekið allt að sex mánuði. Hvernig halda menn að efnahags- ástandið yrði eftir sex mánaða samn- ingaþóf og meðan yrði ekkert aðhafzt af Alþingi og ríkisstjórn? Þessi tími « hefði eyðzt í vinnudeilur og verkföll. Stórfellt atvinnuleysi væri komið til sögunnar og kaupmátturinn hefði rýrn- að gífurlega. Ef til vill væri hægt að þröngva launþegum til einhverra samninga eftir slík átök, en það er þó engan veginn víst. Framsóknarmenn hafna þessari leið Alþýðubandalagsins, Sjálfstæðis- flokksins, Alþýðuflokksins og Banda- lags jafnaðarmanna. Stefna Framsóknarflokksins er, að strax eftir kosningarnar 23. apríl grípi Alþingi rösklega í taumana til verndar kaupmætti launanna og atvinnuörygg- inu. Það verður strax fyrir 1. júní að gera ráðstafanir til þess, að verðbólgan þjóti ekki upp um 20-25%, eins og nú eru horfur á, ef ekkert verður aðhafzt. Það er meginmál þessara kosninga, hvernig brugðizt verður við verðbólgu- vandanum strax að þeim loknum. Málið er ákaflega einfalt. Ef kjósendur hafa trú á sex mánaða samningaþófi stéttanna, þá kjósa þeir Alþýðubandalagið, Sjálfstæðisflokk- inn, Alþýðuflokkinn eða Bandalag jafnaðarmanna. Ef menn telja hins vegar, að ekki sé um annað að ræða, eins og komið er, en að Alþingi grípi í taumana og dragi úr verðbólguhraðanum með niðurtaln- ingu í áföngum og reyni þannig að bjarga kaupmættinum og atvinnu- örygginu, þá veita þeir Framsóknar- flokknum brautargengi til að knýja þessa stefnu fram. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.