Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.04.1983, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 bókafréttir Nýbókum samband Nóbelshafans Isaac Bashevis Singer við bróður sinn: Eins dauði er annars brauð Clive Sinclair: Thc Brolhers Singer Gctin úl af Allison & Busby Jiddíska rithöfundinum Isaac Bashcv- is Singer.'sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1978, hefur vcrið lýst sem „mesta skáldsagnahöfundi sem nú er uppi“. Hann er einnig, 78 ára gamall, einn af þeim afkastamestu. „Hann skrif- ar alla morgna, hvern einasta dag lífs síns,“ segir útgefandinn hans, „og afköst hans eru ótrúleg." I bók sinni, sem fjallar um samband nóbelshafans og eldri bróður hans, held- ur Sinclair því fram að Singer hafi verið svo sleginn af bókmenntalegum hæfi- leikum bróður síns og eldri systur að hann hafi ekki getað skrifað fyrr en hann var orðinn fertugur. En skyndi- legur dauði Israel Joshua Singer árið 1944 hafi leyst skáldsagnahöfundinn Is- aac úr læðingi. Allison & Busby eru nú einnig að gefa út bestu skáldsögu eldri Singerbróðurins, The Brothers Ashken- azi, sem fjallar um samkeppni milli syst- kina. Þar að auki mun (kvenna-)forlagið Virago gefa út sjálfsævisögulegu skáld- söguna Deborah eftir systur Singers, Esther Krietman, sem bjó í London þar til hún lést a'rið 1954. Saman mynda þessar þrjár bækur flókinn vef tilfinninga sem sameinuðu og sundruðu hinni at- hyglisverðu Singer fjölskyldu - og eru enn að verki. Sinclair eyddi tveimur dögum með lsaac Bashevis Singer í New York árið 1979 til þess að ræða við hann um eldri bróðurinn: „Hann var herra minn og hetja, eina manneskjan sem ég hef dýrkað“, sagði Isaac. „Hörmulegasti dagur Iífs míns er dagurinn sem hann dó.“ Það var Israel Joshua sem fór mcð Isaac frá Póllandi til Ameríku árið 1935, útvegaði honum vinnu og kynnti hann fyrir fyrsta útgefanda sínum „Án hans“, sagði Isaac, „var ég gjörsamlega úrræða- laus.“ En Isaac hafði ungur náð góðum árangri í Varsjá og brátt fannst honum velgengni bróður síns í Ameríku hindra sig. Þá fór einnig í taugarnar á honum • að félagar hans á meðal innflytjendanna héldu því fram að hann ætti áhrifum fjölskýldunnar að þakka hvaðeina sem honum gekk vel. Sinclair segir að Isaac hafi ekki byrjað á neinu umtalsverðu sja'lfstæðu verki í Bandaríkjunum fyrr en að bróðir hans dó áratug síðar. Þegar hann svo loks hófst handa líktist bygging fjölskyldusagna hans, eins og The Family Moskat ogThe Estate, mjög skáldsögum Israels Joshua, The Broth- ers Ashkenazi og The Family Carnov- sky, að gerð. „Þær fjalla allar um sundurleitni", segir Sinclair. „Ég geri ráð fyrir því að allar fjölskyldusögur geri það. En á meðan Joshua gerir öllum jafn hátt undir höfði einbcitir Isaac sér að Orlofshús V.R. Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshús V.R. sumarið 1983 Umsóknir á þar til gerð eyðublöð þurfa að berast skrifstofu V.R., Húsi Verzlunarinnar 8. hæð í síðasta lagi föstudaginn 29. apríl 1983. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: að Ölfusborgum að Húsafelli í Borgarfirði að Svignaskarði í Borgarfirði að lllugastöðum í Fnjóskadal að Laugarvatni að Einarsstöðum, Norður-Múlasýslu í Vatnsfirði, Barðaströnd Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsunum á tímabilinu 15. maí til 15. september sitja fyrir dvalarleyfum til 20. maí n.k. Leiga verður kr. 1.200.- á viku og greiðist við úthlutun. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir 2. júní n.k. fellur úthlutun úr gildí. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 14. maí n.k. kl. 14.00 og hafa umsækjendur rétt til að vera viðstaddir. Orlofsstyrkir Auglýst er eftir umsóknum um orlofsstyrki sumarið 1983. Ákveðið hefur verið að úthluta allt að 175 styrkjum að fjárhæð kr. 2.000.- hverjum. Þeir sem verið hafa fullgildir félagsmenn í V.R. í 10 ár eða lengur hljóta forgang við úthlutun fyrstu 100 styrkjanna. Fullgildir félagar í a.m.k. 5 ár hljóta þá styrki sem enn verður óráðstafað. Skilyrði fyrir úthlutun styrkja eru þau sömu og við úthlutun dvalarleyfa í orlofshús V.R., þ.e. þeir sem dvalið hafa í orlofshúsum V.R. s.l. 5 ár eiga ekki rétt á orlofsstyrk. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu V.R. í síðasta lagi föstudaginn 29. apríl n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi Verzlunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur aðalpersónunni. Hann hefur mestan áhuga á því að komast að sjálfinu í gegnum skáldskap- inn, en Joshua notaði skáldsöguna til að túlka söguna, sérstaklega það sem henti gyðinga í Evrópu. Ég er ekki viss um að Joshua hefði skrifað fleiri skáldsögur hefði hann lifað, honum var farinn að finnast skáldskapurinn of léttvægur til að geta komið hryllingi sögunnar til skila." Á meðan bræðurnir kepptu vinsam- lega sín á milli í New York bjó systir þeirra Hinde Esther í ömurlegu hjóna- bandi í Hampstead í London. „Hún átti fyrsta bókmenntalega neistann í okkar fjölskyldu", sagði isaac um systur sína. „Hún hafði hæfileika en hún dó of ung.“ Esther hafði flúið aftur til fjölskyldu sinnar í Varsjá eftir nokkurra ára hjóna- band en neyddist síðan til að snúa aftur til eiginmanns síns. Þegar hún kom aftur til London skrifaði hún skáldsögu sem hún byggði á bernskureynslu sinni sem dóttir fátæks gyðingaprests. Það um- hverfi fegruðu þeir bræður síðan mjög í ævisögum sínum, en sem kona í rétttrún- aðarfjölskyldu buðust Esther ekki sömu tækifæri og bræðrum hennar og reynsla hennar var öll önnur. Esther gaf sögu sína út á jiddísku árið 1936. Sonur hennar Maurice Carr, þýddi hana síðan tíu árum síðar, en hún vakti ekki mikla athygli. Það gerðu önnur skáldsaga hennar og smásagnasafn held- ur ekki. Carr, sem nú býr í Tel Aviv og hefur gefið út skáldsögu undir dulnefn- inu Martin Lea, fræddi Sinclair um það að Isaac hefði engan áhuga á fjölskyldu sinni og því sem meðlimir hennar tækju sér fyrir hendur á bókmenntasviðinu. En það er ýmisiegt. Brett Singer, dóttir Josephs sonar Joshua, gaf út ■ Singer-bræðurnir - Israel Joshua t.v. og Isaac Bashevis t.h. Isaac dáðist svo mjög að eldri bróður sínum að það stóð honum fyrir þrifum sem rithöfundi. fyrstu bók sína, The Petting Zoo, fyrir fjórum árum og seldi kvikmyndaréttinn að henni nýlega. Eiginkona Josephs, June Flaum Singer, skrifaði bókina „The Debutantes" sem nú er á meðal mest seldu bóka í Bandaríkjunum. Ekki er vitað til þess að rithöfundar fjölskyld- unnar hafi þegið neina aðstoð frá Nóbels- verðlaunahafanum. „Hann kærir sig ekki um að tilheyra neinni fjölskyldu,“ sagði Carr biturlega við Sinclair. Vinir Singers segja að hann sé svo upptekinn við skriftirnar að hann hafi ekki tíma fyrir neitt annað. „Um þessar mundir er ég með tíu skáldsögur í höfðinu,“ sagði hann þeim nýlega. Næsta bók hans, The Penitent, er væntanleg í janúar, en hún er fyrsta skáldsaga hans sem fjallar um Israels- ríki. Útgefandinn segir að hún sé póli- tískt ádeiluverk: „Isaac hefur mjög blendnar tilfinningar til þess hvernig Zionisminn hefur vikið frá lögmálum gyðingatrúarinnar." „Hann er einfaldlega rekinn áfram við skriftirnar", segir útgefandinn. Sinclair álítur að þau áhrif sem gyðingaofsóknir nasista höfðu á Singer séu orsök hinna feykilegu afkasta. „Hann er sakbitinn yfir því að hann skuli hafa lifað þegar aðrir fórust og að uppspretta listar hans sé heimurinn sem lagður var í eyði. Hann bara verður að halda áfram að skrifa um hann.“ Frá Hússtjórnar- skólanum á Varmalandi Næsta ár gefur skólinn kost á námi í handíð og hússtjórn. Fyrri önn hefst í byrjun september 1983. Væntanlegir nemendur skulu hafalokið grunnskóla- námi. Nánari upplýsingar í skólanum. Skólanefnd. B.S.A.B. Aðalfundur almennrar deildar Byggingasamvinnufélagsins Aðalbóls verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl kl. 20.30 í mötuneyti félagsins að Miðleiti 1-3 í Reykja- vík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn almennrar deildar B.S.A.B. Frá Fósturskóla íslands Umsóknir um skólavist næsta skólaár þurfa aö berast skólanum fyrir 1. júní n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans. Skólastjóri. Notuð rafstöð Vil kaupa 8-10 kW notaða rafstöð (helst Lister). Tilboð sendist blaðinu, merkt: Þ.S. -412.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.