Tíminn - 17.04.1983, Qupperneq 27
SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983
—♦ ■»
^ "
1 .±
■ Þetta er þjónustumiðstöðin í Ferienpark Daun sumarhúsahverfinu. Þórey Einarsdóttir, blaðamaðurá
Vikunni og Anders Hansen blaðamaður á Morgunblaðinu eru fremst á myndinni.
■ Hér sést yfir nokkur sumarhúsanna, en því miður var skyggni ekki það gott, að fallegt landslagið njóti
sín sem skyldi á myndinni.
Sumarhnsin í Ferienpark Daun
slógu í gegn hjá blaðamönnum
Nýr sumardvalarstaður, sem Flugleiðir bjóða upp á ferðir til í sumar
■ Þó svo að Bitburger Pilz brugghúsið
dragi ferðamennina til borgarinnar, þá
er ýmislegt annað hægt að gera sér til
dundurs þar, ss. að skreppa í siglingu á
Bitburger See, sem er reyndar stöðuvatn
sem Bitburgerbúar bjuggu til fyrir
nokkrum árum, og þá einkum með það
í liuga að laða að sér ferðamenn.
.Umhverfi Bitburg er einnig mjög
aðlaðandi, og ábyggilega vel til göngu-
ferða fallið. Stutt er til lítilla sveitaþorpa
í kringum Bitburg, og hefur hvert þeirra
um sig sinn ákveðna „sjarma."
Þá býr Bitburg yfir talsverðu af
sögulegum menjum, svo sem í bygg-
ingarlist. Þar eru leifar Rómarmúrsins,
kirkjan Liebfrauenkirche, sem er mjög
falleg og ráðhús þeirra Bitburgbúa er
fornt, en því er vel viðhaldið.
I aðeins 5 kílómetra fjarlægð frá
Bitburg er Otran, sem er rómversk villa
frá 1. öld eftir Kristburð, og Bitburgbúar
segja þegar þeir lýsa því sem þar er að
finna: „Þarna má finna fallegar mósaík-
myndir, sem sýna að þegar á fyrstu öld
eftir Krist voru Rómverjar „gestir"
okkar!“ Yfir ferðamannatímann, sem
stendur frá því í maí og út október, þá
eru einnig alls konar skemmtanir haldn-
ar í Bitburg. Þeirra vinsælust og stærst
er „Evrópulandamærasamkoman" sem
er alþjóðleg þjóðlagahátíð, sem alltaf er
sótt af gífurlegum fjölda fólks. Hátíð
þessi er ávallt haldiri aðra helgina í
júlímánuði. Þá syngja þúsundir manna
og dansa . á götum úti í Bitburg, og teyga
Bitburg Pilz óspart.
Stutt frá Bitburg, nærri þorpinu Gond-
orf er villidýragarður, þar sem landeig-
endur úr því umhverfi hittast og skjóta
dýrin. Þetta geta ferðamennirnir horft á,
og dýr þau sem aðallega eru veidd þarna
eru villisvín, hirtir, gemsur og steingeit-
ur, en þeir sem heppnir eru, geta
hugsanlega fylgst með bjarndýraveiðum.
Þá má geta þess að hægt er að stunda
útreiðar í Bitburg, leika tennis, fara á
sjóbrettum á vatninu, og fleira og fleira.
snyrtistofu, barbecuekofa, minigolfi
o.fl.
Hjá Sæmundi fengum við þær upplýs-
ingar að verðlag er ntismunandi, eftir
því á hvaða tíma ntaður vill leigja sér hús
cða íbúð. Háannatíminn, frá 2. júlí til
2().ágúst er dýrastur. Þá kostar ein vika
í stúdíó 630 mörk, ein vika í íbúð (miðað
við 4) 770 mörk og vika í sumarhúsi á
sama tíma 045 ntörk. 9. apríl til 2. júlí
og 20,ágúst til 8. októbcr kostar dvölin í
Ferienpark Daun mun minna, en í
stúdíóíbúðunum sem eru 36 fermetrar
kostar vikan þá 455 mörk í íbúðunum
sem eru 50 fermctrar, 665 mörk og í
sumarhúsunum sem eru 75 fermetrar
735 mörk.
Innifalið í verði eru rúmföt, hand-
klæði, borðbúnaður, aðgangur að inni-
sundlaug, sauna, borðtennis, barnarúm,
sjónvarp, sími og bílastæði.
Aukalega greiðist fyrir rafmagn og
hreingcrningu að lokinni dvöl. Þá sakar
ekki að geta þess að sérstök leikstofa
fyrir börnin er í þjónustumiðstöðihni,
þar scm sérmenntaðar fóstrur annast
börnin ef þess er óskað, en ekki vissi
leiðsögumaður okkar í Daun, forstöðu-
maður Ferienpark hvernig það myndi
ganga fyrir þýskar fóstrurnar að gera sig
skiljanlcgar við íslensku börnin sem að
líkindum eiga eftir að dveljast þarna í
sumar. Það er nú mín skoðun, að börn
gcti fundið svo margt við sitt hæfi að gera
í Daun, að það eigi ekki að þurfa að loka
þau inni með þýskum fóstrom.
Þeir sem vilja skoða sig ttm, og ferðast
frá Ferienpark geta fundið sér ýmislegt
að gera, svo sem að skcða ómældan
fjölda fornra kastala, skreppa til
Frankfurt, Kölnar, Bonn, Koblénz og
Trier, ^vo einhverjar borgir séu nefndar,
en allar þessar borgir eru í radíus sem er
innan við 120 kílómetra frá Daun. Þetta
er aðeins til þess að gefa ykkur lesendur
góðir einhverja vísbendingu um hvað
verður boðið upp á, á þessum nýja
sumardvalarstað Flugleiða.
■ Þessi yfirlitsmynd af Daun sumarhúsasvæðinu ætti að gefa nokltuð góða mynd af skiplagningu svæðisins. Sumarhúsin
dreifast út frá bogagötunni, en fyrir ofan eru stærri mannvirki eins og íþróttaaðstaðan, íbúðahúsin og þjónustumiðstöðin.
Sumarhúsin í
Daun heilludu okkur
Er við kvöddum Bitburg og ókum sem
leið lá í áttina til Cochem, sem átti
samkvæmt áætlun að vera okkar næsti
gististaður, þá fékk fararstjóri okkar
héðan að heiman, Sæmundur Guðvins-
son, fréttafulltrúi Flugleiða því svo fyrir-
komið að við fengum að skoða sumar-
húsadvalarstað, sem Flugleiðir munu nú
í sumar selja aðgang að. Er þetta
sumarhúsaþorp á mörkum Daun og
Eifel og nefnist einfaldlega Ferienpark
Daun. Er skemmst frá því að segja að
við íslensku fréttamennirnir, og Sæ-
mundur örugglega líka, vorum svo heill-
uð af þessum sumarhúsakomplex, að
Georg Ebeling, þýski fararstjórinn okk-
ar þurfti næstum að beita okkur hörðu
til þess að við fengjumst til þess að leggja
af stað til Cochem.
Ferienpark Daun virðist bjóða upp
á allt það sem hugurinn getur girnst,
þegar maður hugleiðir hvað mann langar
að gera af sér í sumarfríi. Boðið er upp
á þrenns konar gistingu í Daun. í fyrsta
lagi í stúdíó-íbúðum, fyrireinn til tvo, í
öðru lagi í íbúðum fyrir fjóra, og í þriðja
lagi í stærri sumarhúsum, sem rúma
a.m.k. fimm. Húsin eru einstaklega
fallega innréttuð, auk þess sem þau
standa mjög fallega. Það er hreint ótrú-
legt hvað þetta svæði býður upp á
varðandi alla skemmti- og íþrótta-
aðstöðu. Þú getur leikið tennis innan
dyra sem utan, synt í innilaug eða
útilaug, lært reiðlistina, farið á veiðar,
farið á skíði, synt í vatninu, farið þar á
sjóskíðum, siglt, o.fl. o.fl. Þá ersauna á
staðnum, borðtcnnis, sjónvarp og sími í
hverri íbúð.
Stór þjónustumiðstöð veitir þér alla
þá þjónustu sem þig dreymir um, ss.
matsölu, aðgang að bar, bjórstofu,
■ Innisundlaugin er bæði stór og björt. Eiríkur S. Eiríksson, blaðamaður Dags á Akureyri er með á
í rrtr*9sp - rwT'fi
.
myndinni.
■ Tennishöllin, þar sem hægt er að leika innanhústennis er engin smásmíði enda margir vellir, sem ekki
sjást á þessari mynd,. Tímamyndir - AB