Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég hef verið að æfa tvisvar á dag alla virka daga, líka á laugardög- um, frá einum og hálfum upp í tvo tíma í allan vetur og líka síð- asta sumar,“ segir Magnús Ingi Helgason, Íslandsmeistari í tví- liða og tvenndarleik í badminton, sem undirbýr sig nú fyrir Evrópu- mót landsliða sem fer fram dagana 11. til 14. febrúar í Liverpool. „Við Helgi Jóhannesson höfum verið að keppa á Evrópumótaröðinni og þetta er framhald af því.“ Magnús segist hafa tekið þátt í keppninni áður; tvisvar í a-keppni og jafn oft í b-keppni. „Í fyrra skiptið sem við tókum þátt í a dutt- um við niður í b og komumst ekki í a í næsta b. Við unnum hins vegar b árið 2007 og lentum í 13. sæti í a 2008,“ útskýrir Magnús. Hann telur raunhæft að stefna á annað sætið í ár í riðlinum leiki lánið við íslenska liðið, sem þau Magn- ús, Helgi og Atli Jóhannessyn- ir, Karítas Ólafsdóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir og Tinna Helgadótt- ir, systir Magnúsar, skipa. Magnús segir þau systkini, sem eru Íslandsmeistarar í tvenndar- leik, hafa spilað saman síðan 2002. „Reyndar er óalgengt að systkini leiki saman, að minnsta kosti til lengdar. En við erum sæmilega samheldin. Rífumst ekki á vellin- um. Skiljum ágreiningsefnin eftir fyrir utan hann,“ segir Magnús. Hann æfir ásamt systur sinni hjá TBR, en bæði þjálfuðu áður undir leiðsögn föður síns, Helga Magnús- sonar hjá Víkingi. Það var einmitt fyrir tilstuðlan hans sem Magnús byrjaði að æfa badminton fimm ára og varð þess fljótt áskynja að hann vildi leggja íþróttina fyrir sig. „Ég fann að ég var betri í þessu en fót- bolta þannig að badminton varð ofan á þótt það séu kannski meiri peningar í boltanum.“ Magnús, sem er 29 ára, hefur því æft badminton í ein 24 ár og er hvergi nærri hættur. „Nei, ég á nokkur ár inni þar sem ferillinn er alltaf að lengjast í badminton eins og í öðrum íþróttagreinum. Broddi Kristjánsson er til dæmis enn að spila, 49 ára gamall, og hann var í úrslitum í tvíliðaleik á Íslandsmót- inu í fyrra,“ bendir hann á og bætir við að utan keppninnar í Liverpool sé ýmislegt á döfinni. „Vonandi náum við inn á HM landsliða í Kína í maí ef fjármunir leyfa og svo á HM í haust, sem er stærsti við- burðurinn,“ segir hann bjartsýnn. roald@frettabladid.is Afrek í öllum greinum Magnús Ingi Helgason byrjaði ungur að æfa badminton og hefur unnið titla í öllum aldursflokkum þess. Fram undan er Evrópumót landsliða í vikunni þar sem Magnús reiknar með að ná ágætisárangri. Magnús á langan og farsælan feril að baki í badminton og hefur verið að keppa á Evrópumótaröðinni undanfarna mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALÞJÓÐLEGI NETÖRYGGISDAGURINN er í dag. Í tilefni af því stendur SAFT fyrir málþingi um rafrænt einelti í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð frá klukkan 14.30 til 16.15. Gestir eru beðnir um að til- kynna þátttöku á saft@saft.is. Skógarsetrið Næstu viðburðir og námskeið: Heilunarskólinn: Grunnnámskeið í miðlun 2ja kvölda námskeið 23.og 24. febr. nk. Reiki I 2ja kvölda námskeið 9. og 10. mars nk. Tarot námskeið 3ja kvölda námskeið 23. – 25. mars nk. Skráning og uppl. í síma 5551727 , sigrun@skogarsetrid.is og www.skogarsetrid.is Fyrir dömur og herra. Nýkomið úrval af vönduðum kuldaskóm úr leðri, gæruskinn- fóðraðir. Margar gerðir. Dömuskór, verð frá: 19.700.- til 21.700.- Herraskór,verð frá: 15.900. - til 24.775.- Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Íslensk framleiðsla Íslensk hönnun Íslensk framtíð Landsins mesta úrval af íslenskum sófum Roma 3ja sæta sófi kr.115.110,- Patti húsgögn – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is 20% verðlækkun NERVIDIX Segðu BLESS við taugaóróa og stress. Upplifðu innri frið og skýrari fókus – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. Gildir til 15. 2. 09 20% verðlækkun DEPRIDIX Segðu BLESS við depurð og tómleikatilfinningu. Finndu lífsorkuna á ný – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. 20% verðlækkun ENERGIX Segðu BLESS við orkuleysi. Örvaðu orkuflæðið og einbeitinguna – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 4 48 32 0 1/ 09

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.