Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 6
6 10. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Einnota bleiur á Íslandi eru allar innfluttar. Vegna hruns íslensku krónunnar hefur bleiuverð hækkað mikið síðustu mánuðina. Bónus og Krónan eru þó með bleiur sem kosta u.þ.b. helmingi minna en „vinsæl“ merki. Erik Eriksson læknir hefur pælt í bleiumark- aðinum. „Ég á sjálfur fjögurra mánaða son og við hjónin höfum gert óformlega gæða- og verðkönnun,“ skrifar hann. „Við höfum komist að því að Euroshopper-bleiurnar sem fást í Bónus eru að meðaltali 50% ódýrari en sambærilegar bleiur (Pampers, Friskies, Hugg- ies o.s.frv.), 15 kr./stk. á móti 30-35 kr./stk. Jafnframt eru þær rakadrægari. Þetta er einnig reynsla annarra foreldra sem við þekkjum. Orðið á götunni er að bleiuútbrot komi síður með þessum bleium. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti. Tel VIP-bleiurnar í Krónunni ekki með í þessari úttekt þar sem gæði þeirra eru mjög léleg.“ Vinnufélagi minn mælir aftur á móti með VIP- bleiunum og því legg ég til að fólk athugi málið sjálft. Það munar um minna, börn nota um 5.000 bleiur fyrstu æviár sín svo ef maður sparar 15 kr. með hverri eru það samtals 75.000 kr. Ekki amaleg innborgun á sparnaðarreikning barnsins það! ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Neytendur: Um gæði bleia Sparið með ódýrari bleium ALÞINGI Jón Magnússon alþingis- maður hefur sagt sig úr þing- flokki Frjálslynda flokksins. Hann er um leið genginn úr flokknum. Hann upp- lýsti um þessa ákvörðun við upphaf þing- fundar í gær og jafnframt að hann ætli að starfa utan þingflokka. Jón varð þingflokks- formaður Frjálslynda flokksins í haust. Kristinn H. Gunnarsson var varaformaður og tekur við skyldum formanns þar til annað verður ákveðið. - bþs Jón Magnússon þingmaður: Hættur í Frjáls- lynda flokknum SEÐLABANKINN Davíð Oddsson, for- maður bankastjórnar Seðlabank- ans, var í London á fundum með fulltrúum helstu viðskiptabanka Seðlabankans erlendis þegar Jóhanna Sig- urðardóttir for- sætisráðherra sendi honum bréf og óskaði eftir afsögn hans. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar segir að í ferðinni, sem stóð frá 31. jan- úar til 5. febrúar, hafi Davíð átt fjölmarga fundi með fulltrúum bankanna. Um árlega fundi sé að ræða, sem ákveðnir hafi verið með löngum fyrirvara. - bj Seðlabankastjóri í London: Hitti fulltrúa viðskiptabanka DAVÍÐ ODDSSON Skipholti 50b • 105 Reykjavík Bifreiðaeigendur athugið! Tímareimaskipti. Bremsuviðgerðir. Kúpplingsviðgerðir. Smurþjónusta. Tímapantanir í síma 5355826 JÓN MAGNÚSSON ALÞINGI Jaridí jaridí jarí, voru orðin (ef orð má kalla) sem Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins, valdi til að lýsa ræðu Steingríms J. Sigfús- sonar, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, í umræðum um hval- veiðar á Alþingi í gær. Eftir að Jón Gunnarsson, Sjálf- stæðisflokki, hafði rakið aðdrag- anda síðari tíma hvalveiða Íslend- inga og hvatt ráðherra til að hrófla ekki við fárra daga gamalli reglu- gerð Einars K. Guðfinnssonar um atvinnuhvalveiðar fór Steingrímur yfir sín sjónarmið. Gagnrýndi hann Einar fyrir ákvörðunina enda styddist hún ekki við góða stjórnsýsluhætti. Kvaðst Steingrímur vera að viða að sér sjónarmiðum úr ýmsum áttum og gaf til kynna að von gæti verið á efnislegri afstöðu undir vikulok. Þingmenn fjögurra flokka lýstu sig hlynnta hvalveiðum. Einar K. tók vitaskuld undir með Jóni flokksbróður sínum og sagði ákvörðunina frá í lok síðasta mán- aðar fullkomlega eðlilega. Framsóknarmennirnir Siv Frið- leifsdóttir og Magnús Stefánsson sögðu sinn flokk vilja sjálfbæra nýtingu á auðlindunum og raun- ar benti Magnús Steingrími á að teldi hann vafa leika á lagagildi reglugerðar Einars, þar sem rík- isstjórnin var þá starfsstjórn, gæti hann einfaldlega gefið hana út á ný, óbreytta. Kristinn H. Gunnarsson, Frjáls- lynda flokknum, sagði reglugerð- ina í samræmi við vilja meirihluta Alþingis og að ráðherra væri að reyna að eyðileggja málið. Flokks- bróðir hans, Grétar Mar Jónsson, sagði hvalveiðar geta skilað upp undir fimm milljarða árstekj- um og allt að 300 störfum. Hann vildi reyndar líka veiða hnúfubak. Grétar kvaðst svo þeirrar skoðun- ar að bjóða ætti hvalveiðiheimildir upp. Sigurður Pétursson, Samfylk- ingunni, var sammála Grétari þar og hvatti Steingrím til að heimila í það minnsta hrefnuveiðar. Ekki voru allir jafn hrifnir. Núverandi og fyrrverandi umhverfisráðherrar fundu málinu allt til foráttu. Kolbrún Halldórs- dóttir sagðist þeirrar skoðunar að eitthvað allt annað en hagsmuna- mat hefði búið að baki ákvörðun Einars og upplýsti að hún hefði heyrt af fólki sem afpantaði 800 þúsund króna ferð til Íslands í síð- ustu viku vegna reglugerðarinnar. Lengra gekk Þórunn Sveinbjarn- ardóttir sem sagði að líklega hefði tilgangur Einars verið sá einn að koma nýrri ríkisstjórn í bobba með pólitískum klókindum. bjorn@frettabladid.is Hvattur til að halda hvalveiðikúrsi Einars Sjávarútvegsráðherra vonast til að geta tekið afstöðu til nýlegrar hvalveiðireglu- gerðar fljótlega. Þingmenn fjögurra flokka hvetja hann til að hrófla ekki við ákvörðun forvera hans. Siv Friðleifsdóttir kallaði ræðu ráðherra jaridí jaridí jarí. JÓN GUNNARSSON Vill að hvalveiðar verði stundaðar af myndarskap á Íslandsmiðum enda liggi til þess allar forsendur, hvort heldur er þinglegar, efnahagslegar eða fiski- fræðilegar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ALÞINGI Skattar verða ekki hækk- aðir í tíð núverandi ríkisstjórnar. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra fullyrti það í svari við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristj- ánssonar, Sjálfstæðisflokki, á Alþingi í gær. „En að fara að halda því fram hér að það eigi að fara að hækka hér skatta núna, kannski á næstu mánuðum eða svo, á fólkið í land- inu, það er bara fjarstæða,“ sagði Jóhanna. Bætti hún því við að vera kynni að í aðgerðaáætlun til næstu fjögurra ára kynni að koma til skattahækkana en þær myndu þá beinast að þeim sem hærri hefðu tekjurnar. - bþs Jóhanna Sigurðardóttir: Ætlar ekki að hækka skatta ÍSRAEL, AP Bilið milli þeirra Tzipi Livni og Benjamins Netanyahu hefur minnkað síðustu dagana fyrir þingkosningar í Ísrael, sem haldnar verða í dag. Skoðana- kannanir hafa lengi bent til þess að harðlínumaðurinn Netanyahu færi með sigur af hólmi, en Livni hefur verið að sækja í sig veðrið á síðustu metrunum. Livni er utanríkisráðherra og tók í haust við formennsku í Kad- ima-flokknum af Ehud Olmert forsætisráðherra, sem sagði af sér vegna spillngarmála. Netany- ahu var forsætisráðherra í nokkur ár á síðasta áratug og hefur ekki sýnt mikinn áhuga á að semja við Palestínumenn um frið. Hvorugum flokknum er þó spáð meira en 30 þingsætum á 120 manna þingi, þannig að sigur- vegarinn þarf að leita til annarra flokka um myndun samsteypu- stjórnar. Þar sem hægri flokkum hefur almennt vegnað vel í skoðanakönn- unum undanfarið virðist sem Net- anyahu muni eiga mun auðveld- ara með stjórnarmyndun en Livni, jafnvel þótt flokkur hennar fengi fleiri atkvæði en Likud. Allt stefnir í að þjóðernisflokk- urinn Yisrael Beiteinu verði þriðji stærsti flokkurinn. Leiðtogi hans er Avigdor Lieberman, sem meðal annars hefur barist fyrir því að Palestínumenn, búsettir í Ísrael, verði að lýsa yfir hollustu sinni við ríkið, að öðrum kosti missi þeir ríkisborgararétt. - gb Mikil spenna fyrir þingkosningarnar sem haldnar verða í Ísrael í dag : Sigurlíkur Netanyahus góðar KOSNINGASTEMNING Kosningavegg- spjald Netanyahus blasir víða við þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Ert þú búin(n) að lesa bréf Davíðs Oddssonar til Jóhönnu Sigurðardóttur? Já 48,2% Nei 51,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú farið í leikhús í vetur? Segðu skoðun þína á Vísir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.