Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 10
10 10. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
UTANRÍKISMÁL Norðurlönd ættu
að taka ábyrgð á loftrýmiseftir-
liti og loftrýmisgæslu yfir Íslandi.
Þetta er meðal þess sem lagt er til
í skýrslu sem unnin var fyrir nor-
rænu ráðherranefndina og afhent
var í Osló í gær.
Það er Thorvald Stoltenberg,
fyrrverandi utanríkis- og varn-
armálaráðherra Noregs, sem fór
fyrir smíði skýrslunnar. Honum
var falið það verkefni af norrænu
utanríkisráðherrunum í júní á síð-
asta ári að vinna óháða skýrslu um
norræna samvinnu í utanríkis- og
öryggismálum næstu tíu til fimmt-
án árin. Það gerði hann í samstarfi
við sérfræðinga frá öllum löndunum
fimm.
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra tók við skýrslunni fyrir
hönd norrænu ráðherranefndar-
innar í gær, en Ísland gegnir nú
formennskunni í henni. Við það
tækifæri sagði Össur, að hann
teldi hugmyndina um norræna
loftrýmisgæslu á Íslandi athyglis-
verða og hún yrði tekin til nánari
umræðu hérlendis.
Á kynningarfundinum í norska
utanríkisráðuneytinu í Osló í gær
sagði Stoltenberg um tillöguna að
„það sem gerist á og í kringum
Ísland er mikilvægt, ekki bara fyrir
Ísland heldur okkur öll“.
Í skýrslunni segir um þetta efni:
„Í fyrsta áfanga gætu norrænu ríkin
sent lið til herstöðvarinnar í Kefla-
vík og tekið þátt í hinum reglulegu
æfingum „Norðurvíkingur“ sem
íslensk stjórnvöld skipuleggja. Í
næsta áfanga gætu þau tekið yfir
hluta af loftrýmisgæslunni sem
NATO hefur skipulagt. Norræn
samvinna um loftrýmisgæslu gæti
þannig orðið fyrirmynd samstarfs
milli aðildarríkja NATO og sam-
starfslanda í verkefninu „Samstarf
í þágu friðar“ (e. Partnership for
Peace).“
Alls eru í skýrslunni kynntar
þrettán tillögur að efldu samstarfi
Norðurlandanna á sviði utanríkis-
og öryggismála. Auk loftrýmisgæsl-
unnar snúa þær að friðargæslu,
öryggi á norðurslóðum (ekki síst
hinni væntanlegu siglingaleið yfir
Norður-Íshaf), vörnum gegn tölvu-
árásum, samnýtingu sendiráða, nor-
rænni samstöðuskyldu og fleiru.
Almennt tóku ráðherrarnir fimm
undir tillögur Stoltenbergs, sem
verða útfærðar nánar og ræddar
á næsta fundi ráðherranna, sem
haldinn verður í Reykjavík í vor.
audunn@frettabladid.is
Norðurlöndin tryggi
öryggi lofthelginnar
Samkvæmt tillögum að efldu samstarfi Norðurlandanna á sviði utanríkis- og
öryggismála, sem lagðar voru fram í gær, er mælt með að norrænu ríkin fjögur
sem ráða yfir flugher axli ábyrgð á eftirliti og gæslu í íslensku lofthelginni.
NORRÆNAR LOFTVARNIR Norskar orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
THORVALD
STOLTENBERG
LÖGGÆSLA „Það ástand sem ríkti í
Reykjavík þá daga sem svokölluð
„búsáhaldabylting“ stóð yfir var
grafalvarlegt.“
Svo segir í tilkynningu frá
Landssambandi lögreglumanna
vegna þeirrar umræðu sem átt
hefur sér stað varðandi innflutn-
ing á bifreiðum frá lögreglunni í
Danmörku. Landssamband lög-
reglumanna segir það enn frem-
ur miður að fjölmiðlar þessa
lands skuli tortryggja aðgerðir
ríkislögreglustjórans sem miðað
hafi að því að útvega lögreglu-
mönnum við störf viðeigandi
hlífðarbúnað þá ströngu daga
sem mótmælin áttu sér stað. Þær
bifreiðir sem hafi átt að fá lán-
aðar hingað til lands séu hluti
af staðalbúnaði lögreglu í hvaða
landi sem er. - jss
Landssamband lögreglu:
Óeirðabílarnir
hluti af staðal-
búnaði lögreglu
FÓLK „Þetta kemur kannski ekki
beint á óvart því keppnin er þess
eðlis að allir ættu að eiga jafnan
séns. En dómurunum virðist lít-
ast vel á hugmyndirnar okkar og
það er ánægjulegt,“ segir Arnar
Lárusson, liðsstjóri íslensks liðs
sem komið er áfram í aðra umferð
í Fly Your Ideas-keppninni sem
flugvélaframleiðandinn Airbus
efndi til í október. Markmið keppn-
innar er að hvetja til nýrra hug-
mynda sem geta mótað framtíð flug-
iðnaðarins og eflt vistvirkni hans.
2.350 nemendur skráðu sig til
leiks í keppninni og af þeim komust
86 lið í aðra umferð. Auk íslenska
liðsins komst einungis lið frá Dan-
mörku áfram af Norðurlandaþjóð-
unum. Hugmynd þeirra Arnars,
Andrésar Gunnarssonar og Ásgeirs
Bjarnasonar er að setja þunnar
sólarorkusellur á flugvélar sem
framleiða rafmagn fyrir farþega-
rýmið. Þannig sé hægt að minnka
kolefnisútblástur flugvélanna, auk
þess sem í þessu felist mikill sparn-
aður fyrir flugfélögin. Strákarnir
stunda allir nám í verkfræði við
Háskóla Íslands. Vinskapur þeirra
nær raunar lengra aftur, því þeir
voru allir saman í bekk í Mennta-
skólanum í Reykjavík á sínum tíma.
Arnar segir þægilegt að vinna með
félögum sínum. „Við þekkjumst
það vel að við sleppum við að þurfa
að testa einhverja punkta hver á
öðrum,“ segir Arnar og hlær.
Vinningsliðið í keppninni hlýtur
30.000 evrur í verðlaun. - kg
Íslenskt lið gerir það gott í alþjóðlegri flugiðnaðarkeppni:
Komnir áfram í aðra umferð
ÞAULKUNNUGIR Þeir Arnar Freyr Lárus-
son, Andrés Gunnarsson og Ásgeir
Bjarnason heimsóttu Icelandair um síð-
ustu helgi þar sem þessi mynd var tekin.
SRÍ LANKA, AP Kona grunuð um að
vera úr röðum uppreisnarhreyf-
ingar Tamílatígra drap í gær 20
stjórnarhermenn og átta óbreytta
borgara í sjálfsvígssprengju-
tilræði á eftirlitsstöð þar sem
hermenn voru önnum kafnir við
að stýra straumi flóttafólks frá
átakasvæðinu á norðurhluta eyj-
arinnar. Þar reynir fjölmennt lið
stjórnarhersins nú að flæma síð-
ustu sveitir uppreisnarhers Tam-
ílatígra frá vígjum sínum.
Þetta var fyrsta sjálfsmorðs-
sprengjutilræðið í meira en
mánuð á Srí Lanka. Það þykir vís-
bending um að nú ætli skærulið-
ar Tamílatígra í auknum mæli
að beita hryðjuverkum í baráttu
sinni, eftir því sem hallar undan
fæti hjá þeim hernaðarlega. - aa
Borgarastríðið á Srí Lanka:
Mannskætt
sjálfsvígstilræði ALÞINGI Endurskoðun á skipan bankaráða ríkisbankanna þriggja
er eitt af því sem ný ríkisstjórn
ætlar að taka til skoðunar.
Jóhanna Sig-
urðardóttir for-
sætisráðherra
upplýsti það í
svari við fyrir-
spurn Geirs H.
Haarde, Sjálf-
stæðisflokki, á
Alþingi í gær.
Geir kvaðst
telja að vel
hefði tekist til
við skipan í ráðin og undraðist
að nýja ríkisstjórnin ætlaði að
„hreinsa út“ þar líkt og víða ann-
ars staðar.
Jóhanna mótmælti því að um
hreinsanir væri að ræða; ríkis-
stjórnin viðhefði aðeins eðlilega
stjórnsýslu. - bþs
Jóhanna Sigurðardóttir:
Stokkað upp í
bankaráðunum
BRETLAND Jeremy Clarkson,
umsjónarmaður BBC-bílaþátt-
arins vinsæla, Top Gear, sem
sýndur hefur verið á Skjáeinum,
hefur beðist afsökunar á að kalla
Gordon Brown, forsætisráðherra
Bretlands, „eineygðan, skosk-
an fávita“ í viðtali. Clarkson lét
ummælin falla í viðtali við ástr-
alskan blaðamann, þar sem efna-
hagskreppan var til umræðu.
BBC hefur fallist á afsökunar-
beiðni Clarkson og hyggst ekki
aðhafast frekar í málinu.
Talsmenn Downingstrætis 10
segja að Clarkson hafi rétt á að
túlka efnahagskreppuna á sinn
eigin hátt. - kg
Clarkson um Gordon Brown:
Eineygður,
skoskur fáviti
FINNLAND Alexander Stubb, utan-
ríkisráðherra Finnlands, telur
tillögur Thorvalds Stoltenberg
um varnarsamstarf Norðurland-
anna áhugaverðar en inn á milli
séu vafalaust óraunhæfar tillög-
ur því að þjóðirnar hafi viljað fá
djarfar hugmyndir. Hann segir
að finnsk stjórnvöld geti velt
þessum tillögum fyrir sér fram
í apríl þegar norrænu utanríkis-
ráðherrarnir hittast aftur til að
ræða þær.
Stubb segir að tillögurnar
gangi ekki út á varnarbanda-
lag norrænna þjóða. „Þetta er
ekki hægt að kalla varnarbanda-
lag. Finnland verður áfram óháð
land sem ekki tilheyrir neinu
varnarbandalagi,“ segir hann í
viðtali við Helsingin Sanomat.
- ghs
Utanríkisráðherra Finnlands:
Áhugaverðar
tillögur
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
MÚMÍUFUNDUR Í EGYPTALANDI
Steinkista einnar af þrjátíu múmíum,
sem fundust nýverið í 2.600 ára gam-
alli gröf í Egyptalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP