Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 10. febrúar 2009 19 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 10. febrúar 2009 ➜ Tónleikar Myrkir músíkdagar 6-13. febrúar. Nánari upplýsingar á www.listir.is/myrkir 12.15 Emil Friðfinnsson og Þórarinn Stefánsson í Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. 20.00 Hjörleifur Valsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir í Lang- holtskirkju við Sól- heima. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Dr. Christopher C. Cooper flytur fyrirlestur um réttindi barns sem vísað er úr skóla á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri, Sólborg við Norðurslóð. 20.00 Dr. Vilhjálmur Árnason flytur erindið: „Vettvangsrannsóknir og viðmið siðfræðinnar“ í húsakynnum Reykjavík- urAkademíunnar við Hringbraut 121 (JL- húsið). Fyrirlesturinn er öllum opinn. ➜ Tónlist 20.00 Jónas Ingimundarson tekur á móti gestum og spilar og spjallar um tónlist í Salnum við Hamraborg í Kópa- vogi. Sérstakur gestur hans er dr. Bjarki Sveinbjörnsson. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Fræðsla Útþrá í Hinu Húsinu við Pósthússtræti milli kl. 16-19. Kynning fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára á þeim fjölbreyttu tækifærum sem eru í boði tengd námi, leik og starfi erlendis. ➜ Sýningar Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur yfir sýning Bjargeyjar Ólafsdóttir auk þess sem Thoas Graics sýnir ljósmyndir teknar úr lofti, í Skotinu. Ljósmyndasafn Reykjavíkur við Tryggvagötu, opið virka daga kl. 12-19 og um helgar kl. 13-17. Við erum hinir / hinir eru við Stein- grímur Eyfjörð hefur opnað sýningu í Galleríi 100° í húsnæði Orkuveitunnar að Bæjar hálsi 1, Reykjavík. Sýningin er opin mán.-föst. kl. 8.30-16. ➜ Leiðsögn 12.05 Pétur Gunnarsson rithöfundur fjallar um sýninguna Endurfundir í hádegisleiðsögn á Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Leiklist 20.00 Verkið Ást Fedru eftir Söruh Kane verður leiklesið í Borgarleikhúsinu. Leikstjóri er Hafliði Arngrímsson. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Myrkir músíkdagar eru í fullum gangi og eru hljómleikar á dag- skránni í dag: fyrirferðarmest er efnisskrá Camerata Jóns Leifs sem verða með tónleika í Lang- holtskirkju í kvöld en stjórnandi þeirra er Hákon Leifsson. Þar verða flutt verk eftir Ríkarð Örn Pálsson, Egil Ólafsson og Gunn- ar Þórðarson og eru þau öll frum- flutt hér á landi. Einleikari í verki Ríkarðs er Hjörleifur Pálsson en í verki Gunnars fer Sigrún Hjálm- týsdóttir með aðalhlutverk. Verk Ríkarðs Arnar er fiðlu- konsert sem hann kallar Dansa og stemmur og er hann saminn fyrir Hjörleif. Að sögn Ríkarðs „fellur þessi tónlist ágætlega að þeirri þörf fyrir millimúsík sem Ríkarð- ur telur æ nauðsynlegri tengingu milli akademískrar framúrstefnu og markaðspopps – aðalpólanna í íslensku tónlistarlífi“. Strengjatríó Egils heitir Herra Z og er í þremur köflum fyrir fiðlu, víólu og selló. Það er tileink- að Paul Klee og mynd sem hann málaði sem ber nafnið Herra Z en þar er umfjöllunarefnið maður með Zetu skrifaða á enni sitt. Paul Klee, sem var fiðluleik- ari, velti fyrir sér hvort tónsmíðar Schönbergs hefðu markað enda- lok fagurlistanna. Agli var þessi hugsun hugleikin við smíðar á verkinu. Tónleikunum lýkur síðan á verkinu La prière eftir Gunnar Þórðarson. Titill verksins er Bæn á íslensku og er samið við frum- samið ljóð eftir Albert Strickler. Tilurð verksins var vegna sam- vinnuverkefnisins Mosaík trílógía en það var þverfaglegt samstarfs- verkefni íslenskra og franskra listamanna sem fór fram í Alsace í Frakklandi. Listamennirnir fjór- ir sem boðið var til verkefnisins komu annars vegar frá Frakk- landi, Gerard Brand höggmynda- smiður og Albert Strickler ljóð- skáld, og hins vegar frá Íslandi, Gunnar Þórðarson tónskáld og Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran- söngkona. Þema verkefnisins er ‚bænin‘ í víðum skilningi. Mynd- listarmaðurinn Gerard Brand er þekktur sem mósaík-listamaður í Evrópu meðal annars fyrir að hafa þróað nýja tegund mósaík- listar, þrívíðar mósaíkhöggmynd- ir. Hann gerði átta skúlptúra af þessu tilefni og valdi hann þemað, ‚bænina‘ til að vinna út frá. Ljóðskáldið Albert Strickler vann í nánu samstarfi við hina listamennina átta ljóð innblás- in af þemanu og jafn mörgum skúlptúrum Gerards Brand. Ljóð Alberts Strickler eru ekki ein- göngu nátengd myndlistinni sem hann leggur út af heldur eru þau einnig inntakið fyrir tónlist Gunn- ars Þórðarsonar. Verkið var frum- flutt á sýningu mósaíkmyndanna í fornri kirkju í Rosheim í Frakk- landi síðastliðið sumar en það var Sigrún sem söng einsönginn. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og kemur hátt á fimmta tug lista- manna að flutningnum. pbb@frettabladid.is Verk eftir Ríkarð Örn, Egil og Gunnar TÓNLIST Verk eftir Gunnar Þórðarson verður frumflutt í kvöld á Myrkum músík- dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.