Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 2
2 10. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Lilja, leikurðu enn við hvurn þinn fingur? „Á hverjum degi, öll kvöld og allan sólarhringinn ef út í það er farið.“ Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona fagn- ar 30 ára leikafmæli um þessar mundir. LÖGREGLUMÁL Bráðabirgðaniður - staða krufningar hefur ekki varpað ljósi á dánarorsök konu á fertugsaldri sem fannst látin í dúfnakofa í Kapelluhrauni á fimmtudag. Lögregla ræðir nú við vitni sem gætu varpað ljósi á ferðir konunnar. Meðal annars hefur verið rætt við aðila sem tengd- ust hinni látnu og sambýlismanni hennar og fólk sem þekkir til í Kapelluhrauni. Ljóst er að sam- býlismaður konunnar var í för með henni á svæðinu þar sem hún fannst síðan látin. Konan fór inn um glugga á einum kofanna. Þar fannst hún nær klæðlaus þegar eigendur dúfnanna fóru til að huga að þeim síðdegis á fimmtu- dag. Sambýlismaður konunnar hefur verið færður í gæsluvarð- hald, en enginn annar verið hand- tekinn vegna málsins. - jss, kg Látna konan í dúfnakofanum: Rætt við vitni STJÓRNMÁL Sturla Jónsson, sem var áberandi í mótmælum vöru- bílstjóra síðastliðið sumar, er genginn til liðs við Frjálslynda flokkinn. „Í raun kom mér það á óvart hvað þessi litli flokkur hefur margt fram að færa og virðist standa upp úr þegar kemur að málefnum atvinnulífsins,“ segir Sturla, sem hugði á framboð til Alþingis á eigin vegum fyrir skömmu og hafði tryggt sér listabókstafinn A til verksins. Sturla segir of snemmt að segja til um hvort hann hyggi á þingframboð fyrir flokkinn. „En ef mönnum líst á það að maður komi með þeim af fullum krafti í það þá stendur maður alveg galopinn fyrir því,“ segir hann. - sh Galopinn fyrir þingframboði: Sturla Jónsson til Frjálslyndra ÞÝSKALAND, AP Greint var frá því í Berlín í gær að hinn 37 ára gamli Karl-Theodor zu Gutten- berg, framkvæmdastjóri Kristi- lega sósíalsambandsins (CSU), muni taka við embætti efna- hagsmálaráðherra í þýsku sam- bandsríkisstjórninni af Michael Glos. Glos sagði um helgina að hann vildi hætta. Afsögn hans var óvænt, nú í miðri efnahags- kreppunni og þegar aðeins um hálft ár er til kosninga í landinu. CSU er systurflokkur Kristi- lega demókrataflokksins (CDU) í Bæjaralandi, eiginlega sjálfstæð Bæjaralandsdeild kristilegra. - aa Stjórnmál í Þýskalandi: Nýr ráðherra efnahagsmála MENNTAMÁL Katrín Jakobsdóttir hefur skipað nýja fulltrúa í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna í stað þeirra sem vikið var úr stjórninni. Haraldur Guðni Eiðsson verður for- maður stjórn- arinnar frá og með 9. febrúar næstkomandi og Auður Lilja Erlingsdóttir verður varafor- maður. Þau eru bæði nýir full- trúar mennta- málaráðherra í stjórninni. Auk þeirra taka Finnur Frið- riksson, sem einnig er fulltrúi menntamálaráðherra, og Eyja Margrét Brynjarsdóttir, sem er fulltrúi fjármálaráðherra, sæti í stjórninni. - gb Lánasjóður námsmanna: Nýir fulltrúar skipaðir í stjórn DÓMSMÁL „Ég varaði eindregið við þessu því þetta var algerlega fyrirséð, en það var bara ekki tekið mark á mér. Ég lít svo á að Alþingi hafi sett niður við samþykkt þessara laga sem í fólst augljóst stjórnarskrárbrot,“ segir Atli Gíslason, lögmaður og þingmaður Vinstri grænna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær segir að lög um fjármálafyrirtæki, sem breytt var í nóvember á síðasta ári, gangi gegn ákvæðum stjórn- arskrár og að réttindum sem stjórnarskránni sé ætlað að tryggja verði ekki breytt eða þau felld úr gildi með almennri lagasetningu. Héraðsdómur hafnaði því í gær að fresta máli sem höfðað var gegn Glitni meðan á greiðslustöðvun bankans stendur. Lög um fjármálafyrirtæki frá því í nóvember kveða á um að ekki sé heimilt að höfða eða halda áfram máli á hendur fjármálafyrirtækjum sem veitt hafi verið heimild til greiðslustöðvunar. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður stefnanda, Sigurðar P. Haukssonar, á hendur gamla Glitni segir ekki hægt að gera aðför að bönkunum meðan á greiðslustöðvun stendur. „En fái þessi dómur að standa geta fyrirtæki og einstaklingar höfðað mál gegn gömlu bönkunum og fengið fram dóm. Stjórnarskráin og Mannréttindasáttmáli Samein- uðu þjóðanna segja til um að hver og einn eigi rétt á að leita til óhlutdrægra dómstóla innan hæfilegs tíma, og að banna það með þeim hætti sem gert var í nóvember er auðvitað alveg út í hött. Það segir sig sjálft að fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, innlendra sem erlendra, mun vilja láta reyna á ýmislegt sem varðar viðskipti við þessa gömlu banka,“ segir Hróbjartur Jónatansson. - kg Héraðsdómur segir breytt lög um fjármálafyrirtæki ganga gegn stjórnarskrá: Segir Alþingi hafa sett niður ATLI GÍSLASONHRÓBJARTUR JÓNATANSSON TRÚARBRÖGÐ Dalaí Lama, leiðtogi Tíbeta og handhafi friðarverðlauna Nóbels kemur hingað til lands í júníbyrjun. Félagsskapurinn Dalaí Lama á Íslandi hefur frá 2005 unnið að því að fá hann í heimsókn. „Þetta er um tíu manna hópur sem kemur úr ýmsum áttum,“ segir Þórhalla Björnsdóttir. Hún hefur orð fyrir hópnum sem er skipað- ur læknum, sálfræðingi, félags- ráðgjöfum og mannfræðingi. „Allt saman fólk sem finnst ástæða til að standa í þessu.“ Meðan Dalaí Lama dvelst hér á landi mun hann halda fyrirlestur í Laugardalshöllinni þar sem hann fjallar um lífsgildi, viðhorf og leiðir til lífshamingju ásamt því að svara fyrirspurnum. Þórhalla segir ekkert ákveðið um hvort Dalaí Lama, sem hefur í hálfa öld búið í útlegð á Indlandi, hitti hér íslenska ráðamenn. „Eins og ástandið hefur verið hér í stjórnmálum þá hefur bara ekki gefist ráðrúm til að ræða það.“ Þórhalla er félagsráðgjafi sem hefur í nokkur ár verið með annan fótinn á Indlandi, þar sem hún býr rétt hjá Dalaí Lama í þorpinu McLeod Ganj í tæplega 2.000 metra hæð í Himalajafjöllunum í norð- vesturhluta Indlands. „Hann er nágranni minn og ég hef þekkt hann í langan tíma,“ segir Þórhalla, sem hefur lengi haft áhuga á að fá þennan merka boð- bera friðar og kærleika í heimsókn til Íslands. - gb Dalai Lama kemur til Íslands í byrjun júní og flytur fyrirlestur í Laugardalshöllinni: Kemur í boði nágranna síns DALAÍ LAMA Leiðtogi Tíbeta var í heim- sókn í Rómarborg í gær þar sem hann var gerður að heiðursborgara. FRÉTTABLAÐIÐ/AP IÐNAÐUR Forsvarsmenn fyrirtækis- ins Strokks eru í startholunum með verksmiðju sem skapa mundi 150 bein störf í fyrsta áfanga og fleiri ef hún verður stækkuð. Þá mundi fjöldi manns fá störf á hönnunar- og byggingartíma. Ef semst um orkukaup er hægt að hefja hönnun þegar í stað og opna verksmiðjuna árið 2012. Undanfarna 18 mánuði hefur verið skoðað að koma verksmiðj- unni upp í Þorlákshöfn. Nú hafa könnunarviðræður farið fram við Þeistareyki ehf. og er þá horft til Húsavíkur. „Okkur var vel tekið og við skynjum að það sé aukinn skiln- ingur á því að hægt sé að fara fleiri leiðir en álframleiðslu. Við bjóðum upp á orkufrekan iðnað í hátækni sem skapar græna afurð, ekki ósvipað því sem er við Krossanes á Akureyri nú. Ísland þarf á svona verkefni að halda til að auka fjölbreytni og bæta í útflutning,“ segir Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks. Hann segir bæði Þorlákshöfn og Húsavík koma til greina. Báðir staðirnir séu nálægt orkusvæðum og hafnirnar séu nægilega stórar fyrir starfsemina. „Aðalatriðið er að þessi starf- semi komi til Íslands. Við erum í hörkusamkeppni um hana við önnur lönd, því þetta er senni- lega eftirsóttasti iðnaður í heimi,“ segir Eyþór. Franz Árnason, stjórnarfor- maður Þeistareykja, segir við- ræður á byrjunarstigi. Rætt hafi verið við fjóra aðila og framhald verði á þeim viðræðum. Hann segir horft til þess að sá aðili sem samið verði við komi að fjármögn- un frekari rannsóknarborholna. „Það er minn skilningur að Alcoa hafi ekki vilja eða getu til þess.“ Franz segir að reynt verði að flýta viðræðum, ekki síst í ljósi þess hve langt verkefni Strokks er komið. Strokkur var í samstarfi við fyrirtækið Becromal, sem nýver- ið var keypt af þýska fjölþjóða- fyrirtækinu Epcos. Eyþór segir Epcos hafa haft 200 milljarða í árstekjur í fyrra og því sé fengur af samstarfinu. Framleiðsla á sólarkísil er mun umhverfis- vænni en á áli. Engu að síður þarf að fara fram umhverf- ismat á verk- smiðjunni. Eyþór segir að ef samningar náist geti hönnunarvinna hafist strax. kolbeinn@frettabladid.is Sólarkísilverksmiðja verði opnuð árið 2012 Fyrirtækið Strokkur gæti opnað sólarkísilverksmiðju árið 2012 sem myndi skapa störf fyrir 150 manns. Forsvarsmenn horfa til Húsavíkur eða Þorláks- hafnar og eru í viðræðum um orkuöflun. Reynt verður að flýta viðræðum. HÚSAVÍK Strokkur hefur átt í viðræðum við Þeistareyki um orkukaup fyrir sólarkísil- verksmiðju sem gæti skapað 150 störf. Náist samningar rís verksmiðjan á Húsavík. Fyrirtækið hefur einnig átt í viðræðum við bæjarstjórn Þorlákshafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EYÞÓR ARNALDS SJÁVARÚTVEGUR Fiskimjölsverk- smiðjur HB Granda hafa tekið á móti rúmlega 5.000 tonnum af gulldeplu það sem af er febrú- armánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda. Gulldeplan heldur sig mest á 100 til 200 metra dýpi á nóttunni en á daginn syndir hún niður á rúmlega 500 metra dýpi. Á heimasíðu HB Granda kemur fram að gulldeplan, sem kallast laksesild á Norðurlandatungu- málunum, sé erfiðari í vinnslu en annar uppsjávarfiskur, og stafi það aðallega af því hve smár fisk- urinn sé og hve mikill vökvi ber- ist með honum við löndun. Gulldepla nær um það bil sjö sentimetra stærð. - kg Fiskimjölsverksmiðjur: 5.000 tonn af gulldeplu KATRÍN JAKOBSDÓTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.