Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 30
26 10. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. ómskoðun, 6. frá, 8. forsögn, 9. pili, 11. fyrir hönd, 12. rusl, 14. veldis, 16. tveir eins, 17. margsinnis, 18. í viðbót, 20. í röð, 21. murra. LÓÐRÉTT 1. lengdareining, 3. sjúkdómur, 4. skynja, 5. lík, 7. sviptur veruleikaskyni, 10. mánuður, 13. sjáðu, 15. málmur, 16. þvottur, 19. íþróttafélag. LAUSN LÁRÉTT: 2. ómun, 6. af, 8. spá, 9. rim, 11. pr, 12. drasl, 14. ríkis, 16. tt, 17. oft, 18. auk, 20. aá, 21. urra. LÓÐRÉTT: 1. yard, 3. ms, 4. upplifa, 5. nár, 7. firrtur, 10. maí, 13. sko, 15. stál, 16. tau, 19. kr. LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég hlusta á Hercules and Love Affair, Bonnie Prince Billy og Antony and the Johnsons.“ Sara María Skúladóttir klæðskeri. Auglýsingasími – Mest lesið „Fyrsta hugsunin sem upp kemur er eiginlega sú að manni þykir eiginlega vænna um þau en áður,“ segir séra Þórhallur Heimisson sem hefur starfrækt hjónabands- ráðgjöf um árabil eða allt frá því hann kom frá námi árið 1996. Verulega athygli vakti í gær grein undir fyrirsögninni „Snjó- bylur“ sem birtist í tímaritinu Portfolio, og má nálgast hana á portfolio.com, sem byggist að veru- legu leyti á viðtali við forsetahjón- in Ólaf Ragnar Grímsson og Dor- rit Moussaieff. Í greininni takast hjónin á og merkja má augljósan pirring þeirra á milli. Má líklega telja það einsdæmi á heimsvísu að þjóðhöfðingjahjón takist opin- berlega á með þessum hætti. Þór- hallur, sem er helstur sérfræðing- ur í hjónaböndum á Íslandi, segir, með fyrirvörum, þó að samkvæmt þessu sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því að hjónaband for- setahjónanna sé að steyta á skeri. Greinin hefst á því að blaðamað- ur sækir þau hjón heim á Bessa- staði. Meðan Ólafur Ragnar fer með ræðu sem hann virðist hafa farið með oftar en tölu verður á komið, um Björk og Ólaf Elíasson, þá leiðist Dorrit augljóslega. Og grípur loks inn í, eftir að hafa leik- ið sér við hund þeirra, Sám, sem er blanda af íslenskum og þýskum fjárhundi, og segist hafa varað við efnahagshruninu fyrir margt löngu. Ólafur Ragnar bendir henni á að þetta megi ekki hafa eftir en hún segir „víst“. „Þú getur ekki sagt þetta,“ segir Ólafur og Dorrit svarar: „En ég sagði það nú samt.“ Blaðamaðurinn Joshua Hammer greinir frá því þegar hjónin karpa um þetta og fær tveimur dögum síðar símhringingu frá Dorrit þar sem hún segir að hann geti vel, kæri hann sig um, haft allt eftir henni sem sagt var. Víða er komið við í greininni sem unnin var í desember á síðasta ári. Hammer hittir Dorrit í Lond- on og þar segir Dorrit að Ólafur Ragnar sé barnalegur þegar við- skipti séu annars vegar. Og þau eigi fátt annað sameiginlegt en að tala bæði ensku og hafa gaman af því að fara á skíði. Sjálf segist hún gjarnan vilja hafa farið til að mótmæla en sér hafi verið bannað það af eiginmanni sínum. Og þetta sé því svipað og að vera giftur araba. Þórhallur segir þetta bera dám af ástandinu, eldri hjón í hremmingum. „Hann er að leiðrétta hana og hún hann eins og hjón gera: Æi, Óli minn, reyndu nú að átta þig á þessu. Svo endar þetta á því að þau eru á einhverjum tónleikum sem henni greinilega drepleiðist. En hún blikkar blaðamanninn og tekur í hönd Ólafs. Annars er þessi grein ágæt úttekt á því hvers konar blindu forsetinn hefur verið sleginn sem við öll,“ segir Þórhallur. Og telur enga ástæðu til að hafa áhyggjur af hjónabandinu miðað við þessa grein. Það sé heiðarlegt og heilbrigt að ræða um málin frekar en að loka þau af. jakob@frettabladid.is ÞÓRHALLUR HEIMISSON: SÆTT OG KRÚTTLEGT HJÁ FORSETAHJÓNUM Ástæðulausar áhyggjur af hjónabandi Ólafs og Dorritar ÓLAFUR OG DORRIT Sennilega er einsdæmi að þjóðhöfðingjahjón takist á á opinber- um vettvangi sem nú er raunin. SÉRA ÞÓRHALLUR HEIM- ISSON Segir greinina ekki kalla á áhyggjur af sam- bandi þeirra hjóna enda betra að tala út en loka ágreining inni. Ákveðið hefur verið að stofna íslenskan tónlistark- lúbb í Þýskalandi sem nefnist Norðrið. Markmiðið er að styðja við bakið á íslenskum tónlistarmönnum og hljómsveitum sem eru að hasla sér völl í Þýskalandi. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (Útón), Höfuðborgarstofa, Iceland Express og Admirals Pal- ast-leikhúsið, sem Helgi Björnsson rekur, standa að verkefninu. „Hugmyndin er búin að vera að fæðast í nokkurn tíma. Iceland Express komu til okkar og spurðu hvernig samstarf við gætum búið til. Við fórum þá að tala við tónleikahaldara í Þýskalandi um hvernig svona hugmynd gæti virkað,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Þýskaland hefur verið að eflast mjög sem markaður fyrir íslenska tónlist. Margir íslenskir tónlistarmenn eru komnir á mála hjá útgáfufyrirtækjum í Þýskalandi eða eru með þýska umboðsmenn og bókunarskrifstofur. Það er því rétti tíminn fyrir Útón að beina athygli sinni þangað,“ segir hún. Hún segir aðstoð Helga Björns- sonar við verkefnið skipta miklu máli. „Hann er reynslubolti og er í tengslum við markaðinn í Þýska- landi. Við höfum þróað þessa hugmynd með fimm aðilum í Þýskalandi, fjórum Þjóðverjum og Helga,“ segir Anna Hildur. Helgi segir mikinn áhuga á íslenskri menningu í Berlín, ekki síst í tónlistinni. „Fjölmargir íslenskir listamenn starfa hér og borgin er sífellt að verða vinsælli áfangastaður íslenskra háskólanema í skiptinámi,“ segir hann. Skipulögð verður tónleikaröð á tónlistarklúbbum í nokkrum borgum í Þýskalandi. Fyrir utan Admir- als Palast í Berlín er þegar búið að koma á samstarfi við virta tónleikahaldara í Köln og Hamborg. Stefnt er að því að ná sambærilegum samningum í þremur borgum til viðbótar. Lay Low ríður á vaðið og opnar Norðrið formlega með tónleikum í Þýskalandi í mars. - fb Norðrið stofnað í Þýskalandi HELGI BJÖRNSSON Helgi, sem rekur Admirals Palast í Berlín, hefur aðstoðað Útón við stofnun nýs tónlistarklúbbs í Þýska- landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta er lygilegt, bara alveg frá- bært,“ segir handritshöfundurinn Marteinn Þórsson. Teiknimyndin Niko-leiðin til stjarnanna, kom sá og sigraði á finnsku kvikmynda- verðlaununum, Jussi. Hún var valin besta kvikmyndin, fyrsta teiknimyndin í sextíu ára sögu verðlaunanna. Marteinn skrif- aði handritið að myndinni ásamt Hannu Tuomainen og voru þeir jafnframt hlutskarpastir í sínum flokki, fengu verðlaun fyrir besta handritið. Marteinn var viðstadd- ur hátíðina og líkir henni við Edduna. „Þetta er í raun finnski Óskarinn.“ Marteinn þurfti þó ekki að spreyta sig á hinu flókna finnska tungumáli því myndin er öll unnin fyrir enskan markað. Aðspurður hvernig það hafi komið til að hann skrifi fyrir finnska teiknimynd segir Marteinn að hann hafi unnið nokkur verkefni fyrir írska fram- leiðslufyrirtækið Magma. Það sé meðframleiðandi að myndinni og hafi fengið hann til að koma að handritsgerðinni. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að hreindýradrengurinn Niko er sannfærður um að eitt af jóla- sveinahreindýrunum sé pabbi hans og ákveður að leggja upp í ferðalag til fjallsins þar sem jólasveinninn býr, finna föður sinn og láta hann kenna sér að fljúga. Marteinn hefur verið búsettur á Írlandi um nokkurt skeið og skrif- að handrit að fjölmörgum teikni- myndum, fyrir bæði Þýskalands- markað og Danmörku. Hann hefur næg járn í eldinum og er meðal annars að skrifa handrit að ann- arri teiknimynd sem mun að ein- hverju leyti byggja á ævintýrinu um dvergana sjö. - jma Marteinn vann finnska Óskarinn ÓTRÚLEGUR SIGUR Marteinn, til hægri, og framleiðandi myndarinnar, Hannu Tuomainen, halda á Jussi-styttunni. Teiknimynd hefur ekki unnið verðlaunin Besta myndin frá upphafi verðlauna- hátíðarinnar. LANGAR AÐ LÆRA AÐ FLJÚGA Hrein- dýrið Niko leitar föður síns sem hann heldur að dvelji hjá jólasveininum. Símon Birgisson listfræðinemi þykist hafa sýnt sig í að hafa meira nef fyrir vendingum í Seðla- bankanum en gengur og gerist. Og hrósar happi því hann bauð upp á veðmál á Facebook-síðu sinni – lagði undir bjórkippu – að Davíð Oddsson myndi ekki fara úr Seðlabankanum þrátt fyrir tilmæli Jóhönnu Sigurðardóttur þar um. Leikarinn Rúnar Freyr Gíslason stökk til og veðjaði á móti en Rúnar Freyr hefur löngum verið talinn mikill stuðningsmað- ur Davíðs og mikill vinur Gísla Marteins Baldurssonar. Og þá blandaði sér einnig í leikinn Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrum borgarstjóri og þingmaður, og taldi Davíð á förum en Símon vissi lengra en nef hans nær. Páll Óskar Hjálmtýsson er sjaldan fjarri góðu gamni þegar Eurovision er annars vegar. Næstkomandi laugardagskvöld verður hann með tónleika á Nasa ásamt kvennasveitinni Elektru. Og þá verður hann gæinn í „græna herberginu“ fyrir RÚV og fjallar um forkeppnina sem sá sérfræðingur sem hann er meðan Euruvision-drottn- ingarnar Eva María Jónsdóttir og Ragn- hildur Steinunn verða á stóra sviðinu. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á morgun Rýnt í ábyrgðir þjóða vegna innstæðutrygginga. Þáttatekjur teknar fyrir í orðskýringu. Joseph E. Stiglitz fjallar um kreppuna. Í Markaðnum á morgun VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Björg Thorarensen. 2 Jennifer Figge. 3 Vegna súrefnisskorts.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.