Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 10. febrúar, 41. dagur ársins. 9.39 13.42 17.46 9.33 13.27 17.21 Opið sjö til tvö Lyfja Lágmúla - Lifið heil www.lyfja.is H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 RÚMSTÆÐI MEÐ LATEX HEILSUDÝNU ALLT AÐ 40% AFSLÁTTUR SVEFNSÓFAR ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR Verð frá 38.000 kr. HEILSUKODDAR30%AFSLÁTTURVerð frá5.530 kr. SÆNGURVER 30% AFSLÁTTUR Verð frá 3.710 kr. KING KOIL H EILSURÚM (Queen Size 153x203) Verð áður 15 5.455 kr. KOSTAR NÚ FRÁ 89.900 kr. COMODO SvefnsófiVerð áður 398.950 kr.KOSTAR NÚ 279.265 kr. Þrýstijöfnunar- svampsrúm (Queen Size 15 3x203) Verð áður 165.5 00 kr. KOSTAR NÚ 99.300 kr. FJÖLSTILLANLEG HEILSURÚM ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR ÚTSÖLUNNI LÍKUR Á LAUGARDAGINN 20-60% AFSLÁTTUR! Hvernig er stemningin heima?“ spurði félagi minn mig um dag- inn en sá hinn sami hefur verið við nám erlendis undanfarin misseri. Bara prýðileg, svaraði ég og setti broskarl fyrir aftan þá fullyrð- ingu, svona til að leggja enn frekari áherslu á orð mín en án árangurs. Hann fór að spyrja um ástandið. Vitanlega neyddist ég til að segja honum að kreppunöldur tröllriði hér öllu. Svo þungt væri yfir landi og lýð að svo virtist sem Þorvald- ur Gylfason væri orðinn boðberi bjartsýni hér á landi. Enginn virt- ist ósnortinn af ástandinu og jafn- vel virtist sem sumir hefðu smit- ast af fórnarlambablæti Björgólfs Guðmundssonar. EN fátt væri svo með öllu illt að ekki boðaði eitthvað gott. Í raun hefðu samræður og samskipti aldrei verið kómískari og einmitt núna. Án kreppunnar hefði ég aldrei orðið þess aðnjótandi að heyra skýringar Ingva Hrafns á því hvers vegna nýja ríkisstjórnin sé ómöguleg, honum þyki Ögmundur nefnilega algjör kommúnisti og Jóhanna ógisslega leiðinleg. Áhyggjuorð Bjarna Ben um að ríkisstjórnarviðræður Vinstri grænna hefðu tafið framgang mikil- vægra málefna hljóma enn sem tón- list í eyrum þeirra sem vita að sjálf- stæðismönnum þótti liggja mest á að leggja enn eitt frumvarpið eftir Sig- urð Kára um breytingar á áfengis- löggjöf eftir jólafrí. Skammir ungs sjálfstæðisfólks yfir óheftu tjáning- arfrelsi listamanna hafa líka tals- vert skemmtanagildi. Bréf seðla- bankastjóra og skammir yfir rangri notkun á bréfsefni voru svo kærkom- in viðbót ofan á allt annað auk dram- atískra frásagna af píslum Ólafs Klemenssonar, alþýðuhetju íhalds- ins, í baráttu við djöfulóða mótmæl- endur. Reyndar kysu samt vinstri sinnaðar mæður að hræða börn sín með frásögnum af Óla. Sagnahefðin væri við góða heilsu hér á landi sem endranær. SKEMMTUNIN sem vandræða- leg fyrstu skref sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu hafa vakið með mér varð þó svolítið tragíkómísk þegar sonur minn á sjötta ári útlist- aði skoðanir sínar á landspólitíkinni fyrir mér um helgina. „Mamma, ég vil að gamla ríkisstjórnin komi aftur og að Davíð stjórni alltaf.“ Við þessi orð drengsins rann þrennt upp fyrir mér. Í fyrsta lagi er augljóst að drengurinn hefur varið mikl- um tíma með afa sínum í Garðabæ. Í öðru lagi virðist sem sumum sé í blóð borið að elska leiðtogann. Og í þriðja lagi sá ég að jafnvel lítil börn átta sig á því að í raun hefur Davíð aldrei farið frá völdum hér á landi og virðist ekki ætla að gera það í bráð. Gamansögur kreppunnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.