Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 12
12 10. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 113 Velta: 341 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 322 +1,43% 952 +2,68% MESTA HÆKKUN STRAUM.-BURÐA. 14,43% BAKKAVÖR 1,49% MESTA LÆKKUN MAREL FOOD SYST. 2,64% ÖSSUR 0,62% FØROYA BANKI 0,43% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,89 +0,00% ... Atlantic Airways 166,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 565,00 +0,00% ... Bakkavör 2,04 +1,49% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 117,00 -0,43% ... Icelandair Group 13,40 +0,00% ... Marel Food Systems 59,00 -2,64% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 2,22 +14,43% ... Össur 96,70 -0,62% Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands dróst saman um sem nemur 65,2 millj- arða í janúar, eða um 15,2 prósent. Um áramót stóð gjaldeyrisforðinn í 429,4 milljörðum en var í lok janúar kominn í 364,2 milljarða króna. Þá kemur fram í tölum Seðlabank- ans að á næstu 30 dögum séu tæplega 89,4 milljarðar króna af forðanum, gjaldeyrislán, verðbréf og innstæður, á gjalddaga. Séu þær greiðslur dregn- ar frá gjaldeyrisforðanum um áramót stendur hann í tæpum 275 milljörðum. Upphæðin sem er á gjalddaga nemur rétt tæpum fjórðungi gjaldeyrisforð- ans. Komið hefur fram gagnrýni frá hag- fræðingum sem fjallað hafa um efna- hagsmál á að gjaldeyrisforði Seðla- bankans kunni að vera ofmetinn vegna þess hve stór hluti hans hefur verið á gjalddaga á hverjum tíma. Því nýtist ekki nema hluti hans sem neyðarforði, komi til þess að grípa þurfi til forð- ans. Um áramót voru rúm 30 prósent á gjalddaga á næstu 30 dögum. Á vef Seðlabankans kemur fram að erlend verðbréf, sem nema rúmum helmingi af gjaldeyrisforðanum, hafi lækkað um 28,6 milljarða króna í jan- úar og seðlar og innstæður hafi lækk- að um 37 milljarða. - óká KULDALEGUR SEÐLABANKI Seðlabanki Íslands hefur birt upplýsingar um stöðu gjaldeyrisvaraforðans um síðustu mánaðamót. Hann hefur heldur dregist saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjórðungur forðans nálgast gjalddaga Danske Bank, umsvifamesta fjár- málafyrirtæki Danaveldis, hefur þurft að leita á náðir danska ríkis- ins eftir fjármagni í kjölfar gríð- arlegs samdráttar á síðasta ári. Þá hefur verið gefið út að 350 starfs- mönnum bankans verði sagt upp. Hagnaður bankans nam einum milljarði danskra króna á síðasta ári. Það jafngildir tæpum tuttugu milljörðum íslenskra, og er langt undir væntingum. Í hittifyrra var hagnaðurinn fimmtánfalt meiri og því um verulegan samdrátt að ræða. Mestu munar um afskriftir lána og niðurfærslu á viðskiptavild National Irish Bank, sem er í eigu Danske Bank. Forsvarsmenn Danske Bank hafa tilkynnt að þeir ætli að leita í björgunarsjóð hins opinbera og óski eftir 26 milljörðum danskra króna til að mæta samdrættinum. „Við erum að fara í gegnum verstu þrengingar síðan í síðustu stóru kreppu,“ segir Peter Strarup bankastjóri í samtali við Jyllands- Posten. - jab STÚRINN BANKASTJÓRI Umsvifamesti banki Danmerkur ætlar að sækja sér aur í sjóði hins opinbera. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mikill samdráttur hjá Danske Bank Kreppa hefur numið land í Lett- landi. Hagvöxtur þar dróst saman um 10,5 prósent á milli ára á fjórða ársfjórðungi í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum hagstofu lands- ins, sem birtar voru í gær. Þetta kemur til viðbótar 4,6 prósenta samdrætti á þriðja fjórðungi í fyrra. Samkvæmt svokölluðum þumal- fingursreglum er kreppa runnin upp þegar hagkerfið dregst saman tvo ársfjórðunga í röð. Þetta er mesti samdráttur sem mældist innan aðildarríkja Evr- ópusambandsins á fjórðungnum. Ekki batnar það þegar rýnt er í verðbólguna, sem mældist 17,9 prósent þar í landi í maí í fyrra. Hærri tölur sjást ekki innan aðild- arríkja ESB, samkvæmt Associat- ed Press-fréttastofunni. - jab Kreppa í Lettlandi Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar að grípa til viðamik- illa aðgerða til að mæta snörpum samdrætti. Á meðal aðgerðanna er opinber aðstoð frá Japan og víðar, launa- lækkun á línuna og flutningur á framleiðslu bíla út fyrir landstein- ana. Þá verður tuttugu þúsund starfsmönnum sagt upp störfum. Uppsagnahrinan hefst við upp- haf nýs rekstrarárs í marslok og stendur fram á næsta ár. Þetta jafngildir 8,5 prósentum af öllu starfsfólki Nissan. Búist er við að tap fyrirtækisins á árinu nemi 265 milljörðum jena, jafnvirði 327 milljarða króna. Sala á nýjum bílum undir merkj- um Nissan dróst saman um 18,6 prósent á milli ára í desember í fyrra auk þess sem styrking jensins hefur komið sér illa fyrir útflutningsfyrirtæki á borð við Nissan. - jab Nissan boðar harðar aðgerðir Heildarviðskipti með hlutabréf námu þremur milljörðum króna í Kauphöllinni í janúar, eða 149 milljónum á dag að meðaltali. Á sama tíma í fyrra var heildarvelt- an rúmir 199 milljarðar króna. Í lok janúar var markaðsvirði skráðra fyrirtækja 207 milljarðar króna. Úrvalsvísitalan (OMXI6) stóð í 904,38 stigum í lok síð- asta mánaðar og heildarvísitalan (OMXIPI) stóð í 519,30. Þetta kemur fram í janúaryfir- liti Nasdaq OMX Iceland og Nas- daq OMX Nordic sem gefið var út í gær. „Mest viðskipti voru með Marel í síðastliðnum mánuði, eða rúmur 1,1 milljarður í 179 viðskipt- um. Næst á eftir var Straumur- Burðarás með rúmar 960 milljón- ir í 779 viðskiptum og síðan námu viðskipti með Össur rúmum 800 milljónum í 163 viðskiptum,“ segir í yfirliti Kauphallarinnar. Við- skipti með þrjú veltumestu félög- in námu rétt um 89 prósentum af heildarviðskiptum á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Þá kemur fram að Saga Capi- tal hafi verið með mestu hlutdeild kauphallaraðila á hlutabréfamark- aði í janúar, eða 24,7 prósent. Næst komu Nýi Kaupþing banki með 16,9 prósenta hlut, Nýi Glitnir banki 16,7 prósent og Nýi Lands- bankinn (NBI) með 15 prósent. Heildarviðskipti með skuldabréf í janúar voru hins vegar þau mestu í einum mánuði frá bankahrun- inu í október. „Viðskiptin námu alls 195 milljörðum. Veltumestu flokkarnir voru RIKB 10 1210 (30 milljarðar) og HFF 150224 (23 milljarðar). Markaðsvirði skráðra bréfa nam 1.690 milljörðum í lok janúarmánaðar.“ Með mesta hlutdeild kauphall- araðila á skuldabréfamarkaði var Nýi Glitnir með 22,1 prósents hlut. Á eftir fylgdu Straumur-Burðarás, MP Banki og Nýja Kaupþing. Helst er það svo að frétta úr samtölum norrænu kauphallar- samstæðunnar NASDAQ OMX Nordic að metvelta var með finnskar afleiður. Í janúar voru í finnsku kauphöllinni gerðir ríflega 2,9 milljónir samninga, en fyrra met var tæplega 2,6 milljónir samninga í apríl 2004. Í norrænu samstæðunni nam dagleg velta á hlutabréfamark- aði að meðaltali 353,8 milljörðum króna sem er nokkur samdráttur því hún var 434,5 milljarðar miðað við síðustu 12 mánuði. Heildar- markaðsvirði fyrirtækja á NAS- DAQ OMX Nordic var 61.361 millj- arður íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum kauphallarsamstæð- unnar, en var 76.756 milljarðar króna í janúar í fyrra. - óká Skuldabréfin ennþá í sókn Viðskipti með skuldabréf í janúar voru þau mestu í einum mánuði frá bankahruni. Heildarviðskipti með hlutabréf námu þremur milljörðum króna. NASDAQ OMX ICELAND VIÐ LAUGAVEG Í janúar voru mest viðskipti með hlutabréf Marel Food Systems í Kauphöllinni, rúmur 1,1 milljarður króna í 179 viðskiptum. Viðskipti með þrjú veltumestu félögin námu um 89 prósentum heildarviðskiptanna í mánuðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.