Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 8
8 10. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR VINNUMARKAÐUR Ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins og full- trúi sveitarfélaganna áttu sam- ráðsfund í Ráðherrabústaðnum í gærmorgun. Fundurinn lofaði góðu, að mati Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Ríkisstjórnin gerði grein fyrir sinni verkefnaáætlun. „Fundurinn bar keim af sam- ráði. Það fellur vel að okkar kröf- um að eiga samræður til að finna leiðir út úr vandanum,“ segir Gylfi. „Menn sammæltust um það að eiga sem mest samskipti og samræður. Það er ýmislegt sem við höfum kallað eftir og viljum fá að hafa áhrif á.“ - ghs Forseti ASÍ: Segir fundinn hafa lofað góðu VINNUMARKAÐUR Karlar úti á landi eru með næstum helmingi hærri heildarlaun en konurnar, eða 38 prósent, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar á kynbundn- um launamun. Á höfuðborgar- svæðinu er þessi munur rúm tíu prósent. „Þessi munur er meiri en nokkurn grun- aði og vekur ugg í brjósti, þar sem þessi mikli launa- munur er meðal þeirra starfs- stétta sem krefj- ast menntunar,“ segir Maríanna Traustadóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ, meðal ann- ars í Fréttabréfi ASÍ. „Þessar nið- urstöður eru ekki hvetjandi fyrir ungar menntaðar konur að leita starfa og starfsframa á lands- byggðinni.“ Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags, segir tölurnar „sláandi“ og skýr- ingarnar séu „væntanlega marg- þættar“. Líklegast þykir henni að karlar á landsbyggðinni vinni lengri vinnutíma en konurnar, þeir fái frekar yfirborganir og séu duglegri að sækja sér þær. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna líka að leiðréttur kynbund- inn launamunur er 19,5 prósent á landinu. Þetta þýðir að karlar eru að jafnaði með 19,5 prósent hærri heildarlaun en konur þegar tekið er tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugeira, ábyrgðar og þess hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launa- fólk. Á landsvísu er kynbundinn launamunur 22,4 prósent í einka- geiranum en í opinbera geiranum mældist kynbundinn launamun- ur aðeins meðal starfsmanna með framhaldsskólamenntun og er þá rúm 28 prósent. Maríanna Frið- jónsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ, segir í grein á vef ASÍ að ástandið sé skárra í opinbera geiranum. Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri ASÍ, segir að miðað við þessa könnun virðist launaákvarðanir úti á landi mis- muna konum frekar en körlum „en hvaða skýringar eru á því höfum við ekki farið ofan í enn þá. Það hlýtur að vera úrlausnarefni í framhaldinu“. ghs@frettabladid.is Karlar miklu launahærri Karlar á landsbyggðinni fá miklu hærri heildarlaun en konurnar. Formaður Afls starfsgreinafélags segir tölurnar „sláandi“. Vinnutíminn líklega skýringin. HJÁLPARSTARF Árlegt söfnunar- átak ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum er hafið í ellefta sinn. Söfnunin stendur yfir til 28. febrúar og er unnin í sam- vinnu við grunnskóla landsins. Næstu vikur munu grunnskóla- börn ganga með bauka í hús og safna fyrir máltíðum fyrir ABC börnin. ABC barnahjálp sér nú um 13.000 fátækum börnum í Asíu og Afríku fyrir menntun. Undanfarna mánuði hefur gengi krónunnar verið það óhagstætt að ekki hefur reynst unnt að sjá börnum í sumum skólunum fyrir skólamáltíðum. Með söfnuninni verður reynt að koma skóla- máltíðum á ný í alla skóla ABC. Reikingur söfnunarinnar er 15- 14-110000, kt. 690688-1589. - kg Börn hjálpa börnum: Safnað fyrir skólamáltíðum Pantaðu ráðgjöf á landsbanki.is, í útibúinu þínu eða í síma 410 4000. F J Á R M Á L H E I M I L I S I N S STÖÐUMAT | HEIMILISBÓKHALD | RÁÐGJÖF • Greiðslujöfnun • Lengja lánstíma • Skuldbreyta vanskilum • Fresta afborgunum vegna sölutregðu • Fresta greiðslu afborgana og vaxta VIÐ FÖRUM MEÐ ÞÉR YFIR MÖGULEG ÚRRÆÐI HJÖRDÍS ÞÓRA SIGURÞÓRSDÓTTIR DÓMSMÁL Karlmaður situr nú í gæsluvarðhaldi og einangrun vegna rannsóknar á heiftarlegri líkamsárás í Mosfellsbæ. Tvær tennur voru meðal annars brotnar í fórnarlambinu með hnúajárni. Maðurinn sem fyrir árásinni varð kallaði lögreglu til. Hann reyndist vera illa farinn í andliti, báðar framtennur brotnar að hluta og, með umtalsverðar bólgur víða. Jafnframt voru áverkar á hnakka hans og hann kvartaði undan svima. Maðurinn sagði tvo menn hafa bankað upp á hjá sér. Er hann hafi opnað hurðina hafi annar byrjað að kýla hann með hnúajárni. Hafi barsmíðarnar byrjað í anddyri hússins og haldið áfram inn í eld- hús og inn í stofu þar sem hann hafi lagst í gólfið. Þá hafi verið sparkað í hann þar sem hann lá. Maðurinn kvaðst þekkja annan árásarmanninn, þann sem nú situr inni. Hinn árásarmanninn hafi fórnarlambið ekki þekkt en gat gefið nokkuð nákvæma lýsingu á honum. Þá gat hann lýst bíln- um sem mennirnir voru á og gaf einnig upp númerið á honum. Maðurinn, sem situr inni, var í gær dæmdur í Hæstarétti til að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun þar til á þriðjudag. - jss Árásarmaður í einangrun og gæsluvarðhaldi: Braut framtennur með hnúajárni DÓMSMÁL Nokkrar ábendingar hafa þegar borist sérstökum sak- sóknara sem rannsaka á mál tengd bankahruninu. Hann hefur tekið formlega til starfa og tekur meðal annars við ábendingum um grun- samlegt athæfi á vefsíðu sinni. „Við ætlum að sinna öllum þeim ábendingum sem okkur berast,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari. Hann kynnti starfsemi embættisins fyrir fjöl- miðlum á skrifstofu þess í gær. Embættið mun einnig taka við málum frá Fjármálaeftirlitinu og skattrannsóknarstjóra, en ekki er enn komið í ljós hvert umfang verksins verður, segir Ólafur. Hann segir starfsemina nú í nokkurs konar undanfarafasa, en svo muni starfsmenn demba sér í einstök mál. Þrír starfsmenn hafa verið ráðn- ir, auk Ólafs. Einn kemur frá efna- hagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra og tveir frá lögreglu höfuðborgar- svæðisins. Þá hefur verið samið við Sigurð Tómas Magnússon, áður settan ríkissaksóknara í Baugs- málinu, um að vera lögfræðilegur ráðgjafi embættisins. Ólafur hefur birt upplýsingar um hlutabréfaeign og tengsl við fjármálafyrirtæki á vefsíðu emb- ættisins, serstakursaksoknari.is. Ólafur segir að hans hlutabréfa- eign hafi einskorðast við hluta- bréf í Eimskipafélaginu, virði ein- hverra tuga þúsunda króna, sem hann hafi fengið í skírnargjöf. - bj Sérstakur saksóknari sem rannsaka á mál tengd bankahruninu tekinn til starfa: Ábendingar teknar að berast SAKSÓKNARI Ólafur Þ. Hauksson (til hægri) kynnti starfsemi embættis sérstaks saksóknara ásamt öðrum starfsmönnum embættisins í gær. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R FISKVINNSLA Karlar á landsbyggðinni fá næstum helmingi hærri heildarlaun en konurnar, samkvæmt nýlegri rannsókn á kynbundnum launamun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ? 1. Hver verður í forystu ráðgjafahóps um breytingar á stjórnarskránni, sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sett á fót? 2. Hvað heitir bandaríska kon- an sem varð fyrst kvenna til að ljúka sundi yfir Atlantshafið? 3. Hvers vegna voru tveir menn hætt komnir í lest togarans Ingunnar AK í Akraneshöfn á sunnudag? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.