Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 10. febrúar 2009 23 Búum við á besta stað blessa skyldum kúna Íslendingar eiga það sem aðra vantar núna Öllum standa opnar dyr andans kraft skal virkja þá er best að borða skyr búkinn til að styrkja H ÍV T A H Ú S IÐ / S ÍA STYRKIR ÍSÍ úthlutaði í gær rúm- lega 46 milljónum króna í styrki til íþróttamanna. 37 milljónum var veitt úr afrekssjóði ÍSÍ og rúmlega 9 milljónum króna úr sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna. Athygli vekur að aðeins einn íþróttamaður er á A-styrk hjá sam- bandinu en það er Ásdís Hjálms- dóttir spjótkastari. Hún fær tæpar 2 milljónir króna í styrk á árinu. Átta íþróttamenn eru á B-styrk sem er rúm milljón á ári. Þar koma nýir inn Þormóður Árni Jóns- son júdókappi, sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson og Viktor Kristmannsson fimleikamaður. Fyrir voru á B-styrk Baldur Ævar Baldursson og Jóhann Rúnar Kristjánsson hjá Íþróttasambandi fatlaðra, skíðakappinn Björgvin Björgvinsson og sundfólkið Jakob Jóhann Sveinsson og Ragnheiður Ragnarsdóttir. A-landslið kvenna í knattspyrnu fékk hæsta styrkinn, eða 7 milljón- ir króna, vegna þátttöku sinnar í lokakeppni EM næsta sumar. - hbg Úthlutað úr afrekssjóðum ÍSÍ í gær: Ásdís sú eina á A-styrk EFNILEG Spjótkastkonan öfluga, Ásdís Hjálmsdóttir, er eini íþróttamaðurinn sem kemst á A-styrk hjá ÍSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI LA Galaxy hafnaði fyrsta tilboði AC Milan í David Beckham. „Við höfnuðum þessu tilboði og þurfum að binda enda á þenn- an sirkus,“ sagði Tim Leiweke, framkvæmdastjóri AEG, sem á Galaxy-félagið. Beckham er í láni hjá Milan til 9. mars og vill gjarna vera lengur hjá félaginu. „Það er auðvitað möguleiki að skoða það mál að lána Beckham út tímabilið. Þá þarf að koma gott tilboð svo félagið og stuðnings- menn þess verði ekki fyrir von- brigðum,“ sagði Leiweke og bætti við að Beckham hefði ekki beitt félagið neinum þrýstingi vegna málsins. „David hefur gert okkur ljóst að ef okkar ákvörðun er sú að fá hann til baka þá muni hann koma til baka. Hann mun heldur ekki verða eins svekktur með þá niðurstöðu og fjölmiðlar vilja vera láta,“ sagði Leiweke. - hbg Framtíð Beckhams óljós: Galaxy hafnaði tilboði Milan BECKHAM Verður hjá AC Milan að minnsta kosti mánuð í viðbót. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Shaun Wright-Phillips, leikmaður Man. City, var í gær dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusam- bandsins. Hann mun missa af leikjum gegn Portsmouth, Liver- pool og West Ham. Rory Delap sparkaði Phillips niður í leik Man. City og Stoke um helgina. Phillips svaraði fyrir sig með því að sparka til Delaps. Dómari leiksins tók Delap af velli en sá ekki sparkið hjá Phillips. Það náðist aftur á móti á sjón- varpsmyndavélar og þær voru notaðar til að setja Phillips í leikbann. - hbg Shaun Wright-Phillips: Á leið í þriggja leikja bann SHAUN WRIGHT PHILLIPS Missti stjórn á skapi sínu um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn með króatíska ríkisfangið, Eduardo, mun spila með króatíska landslið- inu á morgun gegn Rúmeníu. Eduardo fótbrotnaði á hræði- legan hátt fyrir ári og hefur ekki leikið með aðalliði Arsenal síðan. Hann hefur leikið tvo leiki með varaliði Arsenal. Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata, segir að Eduardo muni spila um hálftíma í leiknum. „Það er frábært að fá hann aftur og hann er tilbúinn,“ sagði Bilic. - hbg Eduardo hjá Arsenal: Mun spila með landsliðinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.