Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 ÁRMULA11 SllVII 81500 Offsetprentari Óskum eftir aö ráða offsetprentara, en einnig kemur til greina starfsþjálfunarnemi eöa hæðar- prentari til offsetnáms. PRENTSMIÐJAN SmiðjuVegi 3, Kópavogi Sími: 45000 éldclcL HF. GABI RAFMAGNS- KYNDINGAR VERÐLÆKKUN sem byggist á stööugu gengi. 18 kw rafhitaketill kostaði fyrir gengisfellingu kr. 21.000.00 hann ætti því að hækka i 23.000.00 kr. í dag. Við ætlum að lækka verðið niður í 19.400.00 19.400.00 eða um 3.600.00 kr. og aðra katla lækkum við sambærilega. Þetta gerum við meö þeim hætti að safna saman 15 pöntunum og ná þannig magnafslætti. Þeir, sem hafa áhuga á að vera með í dæminu, eða kynna sér málið frekar, hringi í síma 77 6 90, eða kvöldsíma 8 52 17. Geymið auglýsinguna ög segiö nágrönnum ykkar frá henni. Síml 44566 nir - Breytingar - Viöhald MKKKM A¥ amvirki *S\f kemmnvAni KAnauAMs«» Skemmuvegi 30 — 200 Kópavoguc. ORION f réttir I ■ Húsið sem Loftorka býður mönnum að skoða. Lof torkuhús í Mosf ellssveit til sýnis um helgina: 150 m'HÚS FYHR 750 ÞÚSUND KRÓNUR Mosfellssveit/Borgarnes: Fyrirtækið Loftorka s.f. í Borgarnesi býður vænt- anlegum húsbyggjendum og öðrum húsaáhugamönnum að skoða steypt einingahús sem fyrirtækið hefur fram- leitt og reist að Árlandi 2 í Mosfells- sveit (næst Vesturlandsveginum í byggðakjarnanum í brekkunni ofan við Brúarland), um helgina, þ.e. frá kl. 13-18 í dag og á morgun. Húsið er byggt úr steyptum samloku- einingum, með 10,5 cm þykkum járn- bentum burðarvegg innst, því næst 7,5 cm einangrun og yst 7 cm steinsteyptri járnbentri veðurkápu. Lagt er fyrir rafmagni í veggi og loft. Samsetning húsanna fer fram á byggingarstað og er húsunum skilað uppsettum með gleri í gluggum, úti og bílskúrshurðum, frá- gengnu þaki og köntum og veggjum tilbúnum undir málningu utan sem innan. Sem dæmi um verð nefna þeir Loftorkumenn um 775 þús. krónur fyrir 150 fermetra hús á einni hæð. Loftorka mun framvegis einnig taka að sér að sjá alveg um bygginguna og skila húsunum þá tilbúnum að flytja inn í þau. Fyrirtækið hefur hönnuð á sínuni vegum og býðst til að gera mönnum föst verðtilboð. ‘ Loftorka s.f., sem er verktakafyrir- tæki í byggingariðnaði, hefur nú starf- að í 21 ár og séð á þeim tíma um margvísleg verkefni bæði stór og smá. Nefna má virkjanaframkvæmdir, hafn- argerð, vegagerð og malbikun. Jafn- framt hefur fyrirtækið unnið fyrir hús- byggjendur við grunnagröft, fyllingar, snyrtingar lóða, malbikun bílastæða og gangstíga. Framleiðsla „samloku eininga" hófst síðan fyrir nokkrum árum. Slíkar samlokur segja þeir ekki einungis henta í íbúðarhús heldur og atvinnuhúsnæði, vélageymslur gripa- hús og fleira. Af stórhýsum úr slíkum einingum má nefna: Seljaskóla og hús Osta- og smjörsölunnar í Reykjavík og íþróttahús í Mosfellssveit. - HEI Um 20 Stranda- menn kepptu í frjálsum Slrandir: Um 20 keppendur frá 7 félögum kcpptu á fyrsta frjálsíþrótta- móti Héraðssambands Stranda- manna á þessu ári, sem fram fór að Sævangi nýlega. Helstu sigurvegarar voru: Valdimar Bragason sem sigraði í 100 m hlaupi á 12,2 sek., Guðjón Fr. Jónsson sem stökk 5,91 m í langstökki, Stefán Gíslason sem stökk 11,78 m í þrístökki, Ragnar Torfason sem stökk 1,65 m í hástökki og Magnús Bragason sem sigraði í öllum köstunum. Kúlunni kastaði Magnús 11,54 m., kringlunni 37,46 m. og spjótinu 37,62 m. í kvenna- flokki sigraði Fríða Torfadóttir í kúluvarpi með 9,33 m. og í spjótkasti á 23,05 m. Langstökkið vann Sólrún Jónsdóttir með 4,13 m., og kringlu- kast: Elín Ragnarsdóttir með 27,02 m. Fyrir mótið kepptu 13 ára og yngri strákar í Geislanum frá Hólmavík og Neista frá Drangsnesi í knattspyrnu.' Geislinn sigraði með 3 mörkum á móti engu. -HEI Hrísey og Eyjaf jörður: Sæmilegur afli á sjó, erf ið tíð hjá bændum Hrísey:Að sögn fréttaritara Tímans í Hrísey hefur verið þar erfitt tíðarfar framan af sumri, svo og í utanverðum Eyjafirði. Þrátt fyrir það hefur sæmi- lega aflast á sjó. Síðast liðinn mánudag kom togarinn Sæfell inn með 160 tonn eftir 6 daga veiðiferð. Samsetning aflans var 85 tonn karfi, 50 tonn grálúða og 25 tonn þorskur, og telst það nokkuð góður túr. Góð afkoma hefur verið hjá tveim rækjubátum sem gera út frá Hrísey og togbátarnir hafa aflað þolanlega. í>á hefur afli trillubáta glæðst. Menn í Hrísey eru því vonbetri um að nú fari að birta til í aflabrögðum, en veiði var lé'.eg frá áramótum og fram eftir sumri. Sama verður samt ekki sagt um afkomu bænda í utanverðum Eyja- firði. Talsvert ber þar á kali í túnum og úthagar hafa ekki tekið við sér ennþá. Margir bændur eru nú fyrst að ljúka við að bera á öll tún, því ekki hefur verið fært um þau sakir bley tu. Ástand- ið er því ekki gott, enda er einsýnt nú að sláttur getur ekki hafist fyrr en síðustu daga júlímánaðar. í>að er því eðlilegt að margir bændur eru nú uggandi um sinn hag vegna árferðisins. -ÞB „Leggjum höfuðáherslu á sjálfstæði sveitarfélaga“ ■ „Hjá sýslunefndum er enn það eina, sem eftir er af stjórnarfarslegu valdi landsbyggðarinnar. Afnám þess valds er í andstöðu við yfirlýst sjón- armið flestra landsmanna um vald- dreifingu", segir í ályktun sem gerð var á aðalfundi sýslunefndar Norður- Múlasýslu sem haldinn var dagana 10.-12. júní s.l. á Seyðisfirði. „Sýslunefnd Norður-Múlasýslu leggur höfuð áherslu á sjálfstæði og sjálfs-ákvörðunarrétt sveitarfélaga, en jafnframt vaxandi samvinnu sveitar- félaga að margvíslegum málum“, segir enn fremur í ályktuninni. Pá vill sýslunefnd vekja athygli á að komið hefur verið á sýsluráði sem starfar milli aðalfunda. Sýslufundurinn samþykkti að kosnir skyldu tveir menn úr hópi sýslunefndarmanna í sýsluráð, ásamt sýslumanni, en hann er sjálf- kjörinn. Sýslunefnd ákvað einnig að taka fyrir úthlutunarreglur fyrir sýslu- vegi til endurskoðunar og fól sýsluráði að leita úrbóta á því sem kallað er ranglátar og úreltar úthlutunarreglur sýsluvegafjár í landinu. - ÞB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.