Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 5
1 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 m fréttir Kópavogskaupstaður ræður fatlað fólk til starfa hjá sér: „SIAÐIÐ SIG FULLKOMLEGA A VIÐ ÞÁ SEM HEILBRIGÐIR ERU” — segir Björn Þorsteinsson bæjarritari ■ „Midað við þá reynslu sem við höfum fengið að undanförnu sé ég ekki hvað ætti að hamla mönnum að ráða fatlað fólk til starfa eins og hverja aðra. Það er a.m.k. Ijóst að það fólk sem við höfum verið að ráða hefur staðið sig alveg fullkomlega á við þá sem heUbrigð- ir eru,“ sagði Björn Þorsteinsson, bæjar- ritari í Kópavogi, spurður hvort hann telji að vinnuveitendur gætu sér að skaðlausu ráðið fatlað fólk til fleiri starfa en hingað tU. En Kópavogskaupstaður réði m.a. nýlega 5 fatlaða tU starfa hjá bænum, bæði til útivinnu og í skrif- stofustörf. Björn kvaðst að vísu hræddur um að ráðamenn Kópavogs yrðu að viðurkenna eins og sjálfsagt fleiri, að þar hafi ekki verið hugsað nægilega mikið út í þessi mál fyrr en nú að undanförnu. En ljóst sé orðið að virkileg ástæða sé til að taka sig á í þessum efnum umfram það sem gert hefur verið. Atvinnufulltrúi bæjar- ins hafi mikið kynnt sér málefni fatlaðra. Hann hafi gengið ötullega fram um að sannfæra menn um að fatlað fólk sé jafn gott starfsfólk og hverjir aðrir. í gegn um hann hafi verið reynt.að stuðla að því að fatlaðir yrðu síður en svo útundan við ráðningar, sérstaklega við ráðningar í sumarstörfin. Bærinn hafi því ráðið marga sem eitthvað éru fatlaðir, heyrn- arskertir, sjónskertir eða fatlaðir á ann- an hátt. „Og þetta unga fólk hefur fullkomlega sannfært okkur um að atvinnufulltrúinn hefur rétt fyrir sér“, sagði Björn. Auk þess hefur Kópavogur nú annað sumarið í röð haft hóp þroska- heftra í vinnu við sérstök verkefni - Sólskinshópinn svonefnda. Aðstæður innanhúss sagði Björn hins vegar víða geta komið í veg fyrir að hægt sé að ráða alvarlega hreyfihamlað fólk til starfa, t.d. fólk í hjólastólum. Á bæjarskrifstofum Kópavogs kvað hann nú búið að koma upp stólalyftu og jafnframt sé verið að lagfæra aðrar aðstæður til þess að allir eigi að geta komist upp í gegn um skrifstofumar. I Félagsmálastofnun Kópavogs hafi svip- aðar framkvæmdir verið í gangi, þannig að aðstæður að þessu leyti hafi verið að breytast undanfarin tvö ár, sérstaklega núna í sumar. En auðvitað taki svo sinn tíma að fá fatlað fólk til að átta sig á þessum breytingum og leggja út í það að koma sjálft á staðinn til að sinna sínum erindum. ■ Þessi félagi úr „Sólskinshópnum“, sem saman stendur af þroskaheftum einstaklingum ásamt verkstjórum, vinn- ur að ýmsum sérverkefnum fyrir Kópa- vogsbæ. Tímamynd: Ari. Góðar aðstæður hér til segl- bretta- siglingar ■ „Það geta allir lært á seglbretti. Eg byrjaði að kenna hér 3. júní og það hafa komið 50 nemendur, karlar og konur á aldrinum 10-55 ára,“ segir Rudi Knapp frá Austurríki, sem nú kennir Islending- um að sigla á seglbrettum í Nauthólsvík- inni. Þessi íþrótt átti upphaf sitt í Kaliforníu og varð þar fyrst vinsæl 1967 og síðan hefur iðkun hennar breiðst út til Evrópu og hefur orðið hálgert æði. Eða algjört æði ef menn vilja heldur hafa það þannig. Eru menn ekki alltaf að detta í sjóinn meðan þei reru að læra þetta? Það gerir ekkert til. Það eru allir í sérstökum búningum, sem eru lokaðir í hálsinn og fæturna, þannig að þótt maður detti í sjóinn blotnar hann ekki né kólnar. Og það helst loft inni í búningunum þannig að þó að einhver detti sekkur hann ekki. Búningarnir virka eins og flotholt. Hvað er maður lengi að læra að sigla á þessu? Nemendur eru auðvitað alltaf mis- munandi fljótir til í þessu sem öðru, en eftir 10 tíma geta allir siglt á seglbretti. Menn eru auðvitað ekki orðnir neii^r snillingar eftir 10 tíma, en þá kunna þeir að sigla og það er þess virði. Eru góðar aðstæður til að stunda þetta sport hér? Mjög góðar. Það er nóg vatn að sigla á og nógur vindur í seglin. Það er það sem þarf. Það getur verið erfitt að sigla hér en líka mjög spennandi. Að svo mæltu snárast Rudi í búning- inn góða og sýnir blaðamönnum, listir sínar um hríð. Hann er annars bygginga- verkfræðingur frá Innspruck í Austurríki en hingað til lands kom hann sem skíðaþjálfari á vegum skíðadeildar Ármanns. Hann hefur um nokkurt skeið verið leiðsögumaður og skíðakennari á vetrum fyrir íslenska ferðamenn og talar ágæta íslensku. Sem sagt, námskeiðið kostar 1200 krónur og Rudi hefur síma 71651 og verður hér við seglbretta- kennslu fram í lok september. -JGK ORION Ijöruborðinu í Nauthólsvík. Á innfelldu myndinni er hann að setja saman brettin fyrir Tímamyndir Ámi Sæberg ■ Rudi Knapp sýnir listir sínar í nemendur sína. Bjargaði dreng frá drukknun ■ Tíu ára gamall strákur á Akureyri bjargaði 4 ára gömlum dreng frá drukknun á Akureyri á fiinmtudag. Þannig var að krakkar voru að leik í skurði við húsgrunn við norðanverða Fjölnisgötuna á Akureyri. Skurður þessi er fullur af vatni og vinsælt hjá krökkum að búa sér til fleka og sigla á honum enda mun hann vera talsvcrt breiður. Hinn 10 ára, Jóhann Konráð Birgis- son, var ásamt félaga sínum á fleka í skurðinum er tvær stúlkur kölluðu til þeirra og sögðu að sá 4 árk Kristinn Þór lngibjörnsson væri í vatninu. Tókst Jóhanni að ná í hárið á honum og draga hann upp úr vatninu. Var Kristinn svo fiuttur á sjúkrahús en honum mun ekki verða meint af þessu. -FRl Herstöðvaand- stæðingar: Mótmæla flugstödvar- samningi ■ Framkvæmdanefnd Samtaka her- stöðvaandstæðinga hefur isent frá sér ályktun þar sem mótmælt er nýgerðum samningi um flugstöðvarbyggingu á KeflavíkurflugveHi og varað við því að framundan séu ýmsar framkvæmdir á á landi. -JGK Lést eftir fall 1 útilaug ■ Tæplega tveggja ára görrtul stúlka lést á Borgarspítalanum á fimmtudag en þar hafði hún iegið síðan um helgina er hún féll í útilaug við heimili sitt í Hafnarfirði. Hún var meðvitund- arlaus er komið var að henni og var hún strax flutt í sjúkrahús.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.