Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 ænmtm >.«'', 3>i .4*.j .«. .o*>i\ Hættulegt færi Vfkings í leiknum í gærkvöld gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jón Gunnar Bergs er sekúndubroti á undan Gunnari Gunnarssyni og hreinsar frá. Jón :insaði boltann útaf. Guðmundur Ásgeirsson markvörður er að standa upp, Ólafur Bjömsson og Jóhann Grétarsson fylgjast með. Víkingar áttu fá öiiuur færi en þettá í knum, og notuðu þau ekki, Blikarnir notuðu eitt sinna og komast því áfram í Bikamum. Tímamynd Árni ki? I náð Óskar I I íslandstneistarar Víkings heillum horfnir — Blikar léku til sigurs Einar ¦ Sigurður Grétarsson skaut Blikun- um í fjögurra liða úrslit Bikarkeppni Knattspymusambands íslands í gærkvöld. Sérlega glæsilegt mark Sigurðar var hápunktur mikils baráttuleiks. Blikamir áttu sigurinn skilinn, áttu betri færi og sóttu meira. Ef heppnin hefði verið með og Sigurjón Kristjánsson á skotskónum hefðu Blikar átt að vinna leikinn 3-0. . Breiðabliksliðið virkaði sannfærandi í leiknum, og lék góða knattspyrnu. Það gerðu Víkingar reyndar oft líka, en allan brodd vatnar þó í sókn liðsins. Strax á fjórðu mínútu fengu Víkingar færi, Guðmundur Ásgeirsson markvörður Breiðabliks missti frá sér bolta eftir saklaust skot, og Jón Gunnar Bergs náði að pota knettinum burt frá þeim Heimi Karlssyni og Gunnari Gunnarssyni. Eftir þetta tók Breiðablik völdin, Ómar Rafnsson átti gott langskot á 5. mín. rétt framhjá og Siggi Grétars annað á 9. mínútu af sömu tegund. 5 mínútum síðar komst Hákon Gunnarsson inn í sendingu Víkinga og eftir fallegan þrí- hyrningaleik með Sigurði átti Hákon hörkuskot á Víkingsmarkið sem Ög- mundur varði mjög vel í horn. Blautur Kópavogsvöllurinn var háll í gærkvöld, og bar leikurinn mikinn keim af því. Menn voru til að byrja með óöruggir með boltann, og tvisvar þurfti Ögmundur að verja vel sendingar félaga sinna á markið, þar eð knötturinn skaust oft óútreiknanlega af vellinum, og urðu þá saklausustu sendingar stórhættulegar. ¦ Þónlis Hver verdur markakóngur? Oddur irT. Jón Diðriks ingöngu A-lágmarksfólk að Þetta gerir það að verkum, að ætti að ganga vel fyrir sig, og ð fer helst enginn sem ekki á ¦ Hver verður markakóngur fyrstu deildar í sumar? Þetta er spuming sem margir knattspymuáhugamenn gæla við að geta í svör við, og heldur era línurnar famar að skýrast í því efni. Að sjálfsögðu getur allt gerst enn, en Iflclegt verður að teljast að einn þeirra 6 sem markahæstir era nú, hreppi hnossið. Að vísu era nokkrir þar aftar sem gætu blandað sér í baráttuna, en sex efstu eru þessir: Ingi Björn Albertssón Val.......8 Hlynur Stefánsson ÍBV.........7 Guðjón Guðmundsson Þór......6 Kári Þorieifsson ÍBV..........5 Sigurður Grétarsson UBK.......5 Sigþór Ómarsson ÍA ..........5 Vestmannaeyingar hafa skorað flest mörk í fyrstu deild, 20. Þeir eiga líka tvo menn á listanum, þeir hafa skorað samtals 12 mörk, og þegar mörk Ómars Jóhannssonar bætast við er lítið eftir. Hlynur og Kári eru því til alls líklegir. Ingi Björn er líklegur til að verða markakóngur, hann er markahæstur nú, og hefur skorað helming marka Vals í deildinni. í Valsliðinu er heldur enginn annar stórskorari í augnablikinu. Guð- jón Guðmundsson hefur einnig skorað helming marka síns liðs, og við Sigurð Grétarsson aðalmarkaskorara Breiða- bliks keppir enginn þar. Aftur á móti skora auk Sigþórs bæði Hörður Jóhann- esson og Sveinbjörn Hákonarson í Skagaliðinu. - Út frá þessu, og reyndar ýmsu öðru er spá umsjónarmanns þess- arar síðu að baráttan muni standa milli Inga Bjarnar, Guðjóns og Sigurðar, þó að sjálfsögðu hinir séu líklegir til að blanda sér í baráttuna. En Blikar sóttu áfram og Sigurður skaut beint á Ögmund úr góðu færi á 35. mínútu. Fjórum mínútum síðar átti Sigurjón Kristjánsson að skora, fékk góða fyrirgjöf frá Hákoni alfrír, en Ögmundi tókst að koma fótum fyrir skot Sigurjóns. í lok hálfleiksins kom mikil syrpa hjá dómara . leiksins Þorvarði Björnssyni sem sýndi þremur leik- mönnum Breiðabliks gula spjaldið á sömu mínútunni. Fyrst Benedikt Guðm- undssyni fyrir brot, þá Sigurði Grétars- syni fyrir að dangla í Stefán mið- vörð Halldórsson, og að lokum Sigurjóni Kristjánssyni, en þá vissi enginn fyrir hvað. -Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik, en strax í byrjun síðari hálfleiks bætti Siggi Grétars úr. Sigurður fékk boltann fram eftir aukaspyrnu, rauk af stað og sendi mikið þrumuskot á Vík- ingsmarkið sem Ögmundur varði meist- aralega í stöng og út. Þar hélt maður að Stefán Halldórsson hefði boltann, en Sigurður var eldsnöggur smeygði sér innfyrir Stefán og þrumaði knettinum viðstöðulaust í netið. Glæsilegt mark. Eftir þetta rann á bikarstemming með helst engum færum en mikilli baráttu. Víkingar voru heldur meira með boltann, og átti Jóhann Þorvarðarson gott skot af löngu færi sem Guðmundur varði, og Andri Marteinsson átti skalla á markið eftir að Guðmundur hafði misst fyrirgjöf Hciniis frá sér. Það varði Benedikt á línu. 1 lok leiksins komst Sigurjón Kristjánsson einn inn fyrir vörn Víkinga, en fór illa með, lék sig í þröngt færi og skaut allt of snemma, framhjá. Sigurður Grétarsson var bestur Blik- anna, aðrir sprækir, en Guðmundur markvörður ósannfærandi. Ögmundur bestur Víkinga, og eini maðurinn sem lék þar af klassa. Gunnar Gunnarsson var þó góður á köflum. Þorvarður Björnsson dæmdi, ekki mjög illa, en hefur örugglega dæmt einhvern tíma betur. umsjón: Samúel Örn Erlingsson Framdagiirínn 1983 ¦ Næsikoiuaiidi snnnudag, 24. júlí vcrö- ur haldinn Framdagur 1983. Framdagur- inn er árlegur viðburður þcirra Frainmara Og vcrður haldinn á félagsvæðinu við Safaniýri. Dagskrá dagsins er mcð licfð- bundnu sniði, cn þó er þcssi Frumdagur svolítið sérstakur. Fram á ncfnilcga, eins og áðnr hcfur komið fram 75 ára afmæli, v á þcssu ári, og því vcrður meira um dýrðir en vcnjulcga. Dagskrá Framdagsins~ er f stuttu máli sú, að leikin verður knattspyraa frá klukkan 12.30 til klukkan 19.20 á Fram- svæðinu. Þar verður ro.a. hraðmót 5. og 6. flokks með 7 manna b'ð, leikur f flokki 40 ára og eldri, öðlingaflokki, leikur í 2. deild kvenna á íslandsmótinu, og svo sjálfur vígsluleikur nýja grasvallarins á Framsvæðinu, Frám gegn Bröndby IF frá "Danmðrku í þriðja aldursflokki. Bröndby er mikið stórveldi í Danmörku og fóstrar mikið af efnilegum knattspyrnuriiönnum, t.d. er hinn ungi Michael Laudrup úr því félagi. Þá verða einnig leiknir lejkir í raeistarafiokki karla í körfuknattleik og handknattleik í íþróttahúsi Aiftamýrar- skóla, sýning í sama skóla á ýmsum munura og minjum úr sögu Fram í 75 ár og rusína í kökuendanum, kaffiveitingar Framkvenna klukkan 14.00 í Framheimil- 5 Vestfjarðamet í sundi ¦ 5 Vestfjarðamet í sundi voru sett á Vestfjarðameistaramótinu í sundi sem haldið var á Isafirði fyrir og um síðustu helgi. Þar voru eingöngu keppendur frá íþróttaféiaginu Vestra á ísafirði, en kepp- endur komu ekki frá Bolungarvík, en þar er einnig öflugt suntistarf. Helsta metið sem sett var á mótinu var 800' metra skriðsund Ingólfs Arnarsonar, hann sigr- aði og synti á 9:56,75 mín sem er þrefalt met, þ.e.a.s. met í karlaflokki, piltéflokki og drengjaflokki. Þá synti Egill Kr. Björnsson 100 m skriðsund á 59,73 sek sera er Vestfjarðamet karla eins og 50 ro skriðsund hans í 27,05 sek. Sigurrós E. Helgadóttir setti þrjú Vestfjarðamet telpna, sigraði í 200 m fjórsundi kvenna á 2:52,09 raín, í 100 ra skriðsundi kvenna á 1:06,55 og í 50 m skriðsundi telpna á 30,40 sek. Afreksbikara mótsins, sem Volvo gaf, og nefndir eru Volvobikararnir, hlutu Egill Kr. Björnsson sem auk áðurnefndra meta sigraði í 200 m fjórsundi karla á 2:44,18, og Þuríður Pétursdóttir sem sigr- aði í 50 m bringusundi teipna á 38,81 sek og 100 m bringusundi kvenna á 1:24,27 mín. Mikill kraftur er nú í sundstarfinu á ísafirði, og mun fara þaðan 50 manna hópur til Vestmannaeyja á aldursflokka- meistaramót íslands, þar af 20 keppendur. Sundþjálfari á ísafirði er Ingólfur Gissur- arson, sá margfrægi sundkappi frá Akra- nesi. Vestraiiðið hefur sett yfir 50 Vest- fjarðamet iárinu. Leikir settir á að nýju ¦ Leikir þeir seraorðið hefur að fresta í annarri og þriðju deild í knattspyrnunni vegna votviðris og yfir höfuð slæms árferð- is hafa nú verið „negldir niður" að nýju. Leikirnir eru óvenju margir, enda hefur sums staðar urn landið staðið yfir leitNað knattspyrnuvelli staðarins frara undir þetta. Hafa þeir annað tveggja verið undir snjó eða aur, nema hvorttveggja hafi verið. Pá hefur orðið að fresta vegna samgönguerfiðleika. Þessir leikir hafa ver- ið settir á að nýju: 2. deild: Vopiialj...!.inhcrji-Víðir .... 3/8 kl 20 Garður...Víðir-Fram ...... 4/8klW Vopnaij...F.inlicrji-Frani .... 7/8 kl 14 rJaugard...Fram-KA...... 15/8 kl 19 3. deild Stykkish...SnæfeU-Ánnann .. 9/8kll9 Grenivik...Magni-Valur .... 9/8 kl 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.