Tíminn - 14.08.1983, Side 10
HÚN HEFUR
SAUMAD
PRESTA
KRAGANA
Í40ÁR
Á heimili Jóns biskups Helgason-
ar lærði ung vinnukona, Anna
Kristmundsdóttir, þetta seinlega
og vandasama verk
■ „ÞENNAN HÉRNA ÁTTI SÉRA ERLENDUR
HEITINN í ODDA. HANN ER SAUMAÐUR ÚR
„CAMBRIDGE,“ ENSKU EFNI, SEM NÚ ER EKKI
LENGUR FÁANLEGT. JÁ, LÍKLEGA HEF ÉG
SAUMAÐ ÞENNAN KRAGA Á SÍNUM TÍMA.
ÞETTA EFNI VAR MIKLU FÍNNA OG BETRA EN
LÉREFTIÐ SEM NÚ ER NOTAÐ, EN UM ANNAÐ
EFNI ER EKKI AÐ RÆÐA.“
SÚ SEM HÉR TALAR ER FRÚ ANNA KRIST-
MUNDSDÓTTIR, 75 ÁRA GÖMUL, SEM FRÁ ÞVÍ
Á STRÍÐSÁRUNUM HEFUR SAUMAÐ PÍPU-
KRAGANA Á ALLA ÍSLENSKA PRESTA. ÞESSA
IÐN LÆRÐI HÚN SEM UNG STÚLKA OG HEFUR
EIN KUNNAÐ LISTINA HÉR Á LANDI ÁRA-
TUGUM SAMAN. EN HVAR LÆRÐI HÚN ÞETTA
OG HVERS VEGNA FÓR HÚN AÐ LÆRA ÞETTA.
ER HÚN KANNSKI PRESTSDÓTTIR?
„Nei, ég er fædd noröur í Stranda-
sýslu, í Goðdal í Bjarnarfirði og átti þar
heima til 1937, þegar ég fluttist til
Reykjavíkur og gerðist vinnukona hjá
herra Jóni Helgasyni biskup, og hans
ágætu konu Mörtu Maríu l lelgason að
Tjarnargötu 26. Já, þetta var mikið gott
fólk og vel tóku þau á móti ungri og
fátækri stúlku sem aldrci hafði farið út
fyrir sveit sína, þegar hún í fyrsta sinn
hélt til höfuðstaðarins. Þarna voru fimm
manns í heimili,' þvf dæturnar voru þá
enn þá heima og ég vann þarna öll
hússtörf og annaðist matseldina ásamt
Þórhildi Helgason, dóttur hjónanna.
Þarna var ég þar til þau hjónin létust,
eða til 1948.“
Varö það á biskupsheimilinu scm þú
læröir að sauina kragana?
„Já, ég lærði það þar. Þá voru kragarn-
ir innfluttir, en á stríðsárunum hættu
þeir að fást og þá fór ég að læra þetta og
naut hjálpar Þórhildar. Hún hafði þó
aldrei saumað kragana sjálf, en hún
hafði hins vegar hreinsað þá. Það er
mikið og vandasamt verk. Kragarnir eru
þvegnir, en svo þarf að strauja þá og
stífa og til þess er notað alveg sérstakt
stífelsi, sem ég lærði af Þórhildi að búa
til. Hún lærði þetta í Kaupmannahöfn.
Hérna sérðu efnin sem eru notuð í
stífelsið. í það þarf svonefnt rísstífelsi og
tvær tegundir af vaxi. Þetta er allt soðið
saman og þá verður til stífelsið sem ég
nota, - eða á að verða það, því stundum
getur þetta misstekist, það er svo vanda-
samt.
Getur þú lýst því nánar hvernig kraginn
er saumaöur?
„Já, þó það nú væri. Ég nota í hann
þrjár lengjur, sem hver er 1.80 mctrar á
lengd, en einnig þarf í þetta sérstaka
breidd af bendlum, til þess að nota í
líningu. Því miður fást þeir bendlar ekki
hér í búðum í réttri breidd, svo ég verð
að fá þá annarsstaðar frá. Einnig þarf ég
í þetta sérstaka teina. þeir eru úr kopar
og systursonur minn hefur smíðað þá
fyrir mig. Kragann strauja égþ.e. pífurn-
ar, með sérstökum lóðbolta og meðan ég
strauja nota ég sérstakt strekkibretti,
sem kraginn er festur á.
Jú, þetta er seinlegt vcrk. Það tekur
einn dag að meðaltali að sauma kragann
og þá er stífingin eftir, sem getur tekið
2-4 klukkutíma eftir atvikum."
Hvaö kostar svona kragi, Anna?
„Ég hef selt þá á 200 krónur. Já, það
gctur vel verið að það þyki lítið í
verðbólgunni, cn hvað ætli gamalt fólk
geti líka verið að fylgjast með svoleiðis.
Nei, ég sel þá auðvitað ekki hverjum
sem er, því þetta er hluti af embættisbún-
ingi. Svo endast þeir yfirleitt mjög lengi,
allt of lengi, segi ég stundum. Samt eru
það líklcga nokkur hundruð kragar sem
ég er búin að sauma í áranna rás og
auðvitað eiga sumir prestar nokkra
kraga, þrjá eða fleiri. Þeir verða að vera
í sérstökum stærðum, alvcg eins og
skyrtukragar, því prestarnir cru auðvit-
að misjafnlega hálsbreiðir. Þarna sérðu
nokkra mjög litla kraga. Þeir eru handa
kvenprestunum. Jú, mér finnst alveg
sjálfsagt að það séu til kvenprestar.
Erum við konurnar ekki að krefjast
jafnréttis á öllum sviðum og hvers vegna
þá ekki líka þarna?
Ég hef saumað kragana í ýmsum
breiddum og þarna er einn mjög breiður
kragi sem ég gerði fyrir sjónvarpið,
þegar þeir voru að mynda Jómfrú
Ragnheiði."
Hvert lá leið þín cftir aö þú fórst frá
heimili Jón Helgasonar?
„Þá fór ég að vinna á saumastofum og
vann á þremur saumastofum, nær tíu ár
á hverjum stað, því mér hefur alltaf þótt
gaman að vinna og þótt heldur dauflegt
eftir að ég hætti vegna heilsubrests fyrir
3 árurn. Síðast var ég hjá Model Maga-
sín.“
En ekki saumar þú kragana að eilífu,
verður farið aö flytja þá inn að nýju?
„Nei, ég var oft búin að segja við þá
prestana að ef þeir kæmu með einhvern
eða einhverja sem vildi læra þetta af
mér, þá skyldi ég kenna viðkomandi
það. Nýlega kom svo til mín kona,
Hcrdís Pálsdóttir, fósturdóttir séra
Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar í Hruna
og viidi læra þessa sauma. Hún er nú
byrjuð í námi hjá mér og gengur bara
ágætlega." -AM.
SUNNBDAGUR 14. AGUST 1983
■ Fjórir kragar. sem Anna hefur saumað. Fremst til vinstri er kragi Brynjólfs biskups úr sjónvarpsgerð leikritsins Jómfrú
Ragnheiður en til hægri við hann gamall kragi úr cnsku „cambridge". Að ofan eru þeir kragar sem prestar vorir bera (lestir nú.
(Tímamynd G.E.)
■ Anna með léreftslengjurnar þrjar sem þarf i hvern
(Tímamynd G.E.)