Tíminn - 14.08.1983, Qupperneq 17
SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983
17
kristna trú og sannfæring mín. Eg hataði aldrei
fangaverði mína, og nú óska ég þess í bænum
mínum að þeir fái að iðrast gjörða sinna. Einu
sinni tókst mér að komast yfir litla Biblíu, en
hermenn fundu hana fljótlega og rifu hana í tætlur
í ofsareiði.
í ágúst 1974 var ég enn á ný kominn í La
Cabana fangelsið. Þá voru fangar þar sviptir fæði
í 46 daga. Þegar það tímabil var á enda runnið gat
ég, og fimm aðrir fangar, aðeins farið ferða minna
í hjólastól. Beiðni okkar um læknishjálp var ekki
sinnt árum saman. Árið 1976 gáfu kúbönsk
yfirvöld mannréttindasamtökunum Amnesti Int-
ernational þær upplýsingar að ég þjáðist af
hörgulsjúkdómi vegna taugabilunar og ætti erfitt
með að hreyfa hendur og fætur af þeim sökum. í
meira en fjögur ár varð enginn árangur af viðleitni
minni til að afla læknishjálpar eða annarrar
aðstoðar.
ENDURHÆFING HAFIN
Árið 1979 sneri Kastró hins vegar við blaðinu
og lýsti því yfir að hann ætlaði að létta nokkrum
föngum vistina. Farið var með mig á venjulegt
sjúkrahús þar sem endurhæfing mín var hafin.
Um það leyti kom út á frönsku bók mín Fangi
Kastrós og þá var ákveðið að hætta meðferðinni
á sjúkrahúsinu. Ég var sendur í fangelsi á ný, í
þetta sinn í Combinadi del Este, þar sem ég dvaldi
þangað til ég var látinn laus í fyrra. í apríl 1981
fluttu hermenn mig í sérstakan refsiklefa, /as
œldas de castigo, cn í honum voru þá 67 manns
sem höfðu verið dæmdir til dauða, ýmist fyrir
glæpaverk eða af pólitískum ástæðum. Ég sá unga
menn og verkamenn leidda til aftöku fyrir það eitt
að hafa með friðsamlegum hætti látið í ljós andúð
á stjórninni. Fjórum mánuðum síðar voru aðeins
13 af þessuni 67 föngum enn á lífi.
í ágúst var búið að byggja sérstakan klefa þar
sem ég var hafður í algjörri einangrun. Veggirnir
voru málaðir mjallahvítir og loftið einnig, og þar
uppi var komið fyrir tíu Ijóskösturum sem alltaf
var kveikt á. Þessi skæru ljós í klefanunt hafa
valdið skemmdum á sjón minni.
Við hliðina á klefa mínum var leikfimisalur með
öllum venjulegum endurhæfingartækjum. Ég var
nú látinn æfa mig af kappi og ekkert slakað á, en
undir ströngu eftirliti. Yfirvöld höfðu þá þegar í
huga að láta mig lausan, en ætluðu fyrst að afmá
öll merki um þá harðneskju sem ég hafði verið
beittur á meðan á fangavistinni stóð. Kastró hafði
sjálfur sagt við marga sendiherra og stjórnmála-
menn, er áhuga höfðu á máli mínu, að ég mundi
ekki fara frá Kúbu fyrr en ég gæti gengið á eigin
fótum. Liðsforingjarnir í öryggislögreglunni
sögðu mér að ég væri eini fanginn sem ekki gæti
yfirgefið landið í hjólastól. Margir aðrir fangar
höfðu fengið að fara burt þannig á sig komnir, og
tveir slíkir, sem enn eru lamaðir, búa nú í
Bandaríkjunum.
VALLADARES
ENDURHEIMTIR MÁTT
Smám saman endurheimti ég mátt í fótleggina.
Ég fékk fæði sem skortur var á, mjólkurlítra á
hverjum degi, mikið kjöt, ávexti, grænmeti, og
fjörefni. Að nokkrum mánuðum liðnum gat ég
gengið á milli grindanna, fyrst hægt og haltrandi,
en síðar af meiri hraða og festu.
Þannig var líkamlegt ástand mitt mánuðum
saman. Fangaverðir neituðu mér um að ganga utan
veggja endurhæfingarsalarins. Ég komst að því
seinna að þeir vildu halda endurhæfingu minni
fullkomlega leyndri. Þeir sáu fyrir sér hvílíkt
áróðursbragð það yrði þegar ég kæmi úr fangelsi
og þyrfti ekki á hjólastól að halda eins og flestir
áttu von á. Um þær mundir hvarflaði hins vegar
ekki að mér að endurhæfingin væri aðdragandi að
því að ég yrði látinn laus. Ég var í algerri
einangrun. Ég hélt að framkoman við mig væri
liður í viðleitni stjórnvalda til að halda aftur af
mótmælahreyfingu sem krafðist þess að ég fengi
læknishjálp. í hverri einustu viku kom fulltrúi frá
öryggislögreglunni á fund minn og reyndi að
sannfæra mig um að allir hefðu brugðist mér, og
meira að segja fjölskylda mín vildi búa áfram á
Kúbu. Ég trúði ekki einu einasta orði af þessum
málflutningi, en ég hafði heldur ekki hugmynd um
hve öflug og umfangsmikil baráttan utan fanga-
veggjanna fyrri frelsi mínu var orðin. Meðferðin
hélt áfram. En að loknum hverjum endurhæfmgar-
tíma varð ég samt enn að setjast í hjólastólinn til
að komast í klefann minn eða á salerni.
REYNT AÐ FLEKKA
MANNORÐ
VALLADARESAR UTAN
KÚBU
Stjórnvöld á Kúbu höfðu þegar reynt að flekka
mannorð mitt erlendis með því að sýna falsað kort
þar sem fram kom að ég hefði verið starfsmaður
öryggislögreglu Batista, og gefið var í skyn að ég
hefði þá pyntað fólk. Þegar ég var látinn laus
■ Teikning sem Valladares gerði meðan á fangavist hans stóð.
TRÚHNEIGÐIR OFSÓTTIR
I Combinado del Este sá ég cinnig fjóra Votta
Jehóva, sem líklega eru þar enn. Á Kúbu hefur
mörgum kirkjum kaþólikka vcrið lokað og hefð-
bundnar guðsþjónustur bannaðar. Menn geta
varla fagnað jólunum, og jafnvel lítil jólatré eru
litin hornauga sem vottur um gagnbyltingarhugar-
far. Aðcins örfáir, og þá oftast eldra fólk, taka þá
áhættu að sækja guðsþjónustur. Ungt fólk sem
þær sækir fær á sig stimpilinn „óvinir byltingarinn-
ar" og á á hættu að vera.rekið úr skóla.
Ég hitti mann í fangclsinu sem dæmdur hafði
vcrið í sex ára fangavist fýrir að skrifa upp kafla
úr Biblíu fyrir vini sína og samstarfsmenn. Á
Kúbu er mjög erfitt aö vcrða sér út um Heilaga
ritningu. Einu sinni fluttu nokkrir prestar frá
Jamaíka cintök af Biblíunni til Kúbu. Þær voru
teknar af þeim og ekið til verksmiðju sem
endurvinnur úrgangspappír. Einu sinni þegar
José María Rivera Díaz, scm cr mótmælcndatrúar
og fyrrum ráðherra, var staðinn að því að lesa litla
Biblíu sem smyglað hafði verið inn í klefa hans,
var hann barinn á hrottalegan hátt af forstjóra
fangelsisins og öðrum yfirmönnum þess. Þegar þcir
fóru frá honum lá hann í blóði sínu. Jafnvcl þcgar
verið cr að leiða fanga fyrir aftökusvcit fá þcir
ekki fyrst að tala við prest.
NÁKVÆMT EFTIRLIT MEÐ
FJÖLSKYLDUM FANGA
Nánir ættingjar fanga hafa ekki leyfi til að koma
einum eða öðrum óskum um aðbúnað þeirra á
framfæri við yfirvöld. Ef þcir fara að forvitnast
kemur öryggislögreglan í heimsókn, og þeim er
sagt að óheimilt sé að spyrjast fyrir um heimsókn-
ir til fanga. Þeim er heldur ekki leyft að hitta
fjölskyldur annarra fanga. Ef þrír eða flciri
ættingjar pólitísks fanga koma saman gcta þeir átt
von á að verða ákærðir fyrir samsæri. Nákvæmt
eftirlit er haft með fjölskyldum fanga. í maí 1979
var fjölskyldu minni neitað um leyfi til að fara frá
Kúbu og svili minn missti vinnuna. Ástæðan var
sú að ég neitaði að skrifa undir bréf þar sem stóð
að ég væri ekki höfundur ljóða minna og fordæmdi
útgefendur og aðra þá sem fjallað höfðu um
fangclsisvist mína erlendis. Vinum mínum og
ættingjum var bannað að heimsækja mig.
MÓÐIR OG SYSTIR
VALLADARESAR
OFSÓTTAR
Öryggislögreglan hafði í hótunum við móður
mína - háaldraða - og systur. Dag nokkurn
þröngvuðu þeir móður minni til að skrifa undir
skjal þar sem stóð að ég væri óvinur alþýðunnar
og að ég verðskuldaði einangrun og annan slíkan
aðbúnað í fangelsinu, og ætti að vera byltingar-
mönnum þakklátur. Móðir mín skrifaði undir til
að forða því að systir mín yrði einnig dæmd til
fangavistar.
) W,
irrn ■ V 1 \-T «...
TTT r i
rr~i i ■ í .1 1 ... ....
It' i t L L-J.
L1 ’, 1 TTi
i 1 »
f ]
írpr 1 l • K ■ "
T7- J í 1..
' T i •
fi * < • J »
Íl:é '1 : ‘ ■' r—
1 £(*’1 I 1 t V . !
L i T i r '
[f'ii- 7 V ' «rrr-t ‘r—
.X —A,,,. ...X, ... >w..
■ Horft á fugla fljúga frjálsa úr fangagarði.
Teikning eftir Valladares, gerð í fangclsi.
átti ég auðvelt með að sýna fram á að þetta
sönnunargagn var einskis virði. Ef ég hefði verið
einn af pyntingamönnum öryggislögreglunnar
hefði ég verið tekinn af lífi eða hnepptur í
varðhald strax og byltingarmenn náðu völdum. í
stað þess hlaut ég stöðuhækkun í upplýsingamálæ
ráðuneytinu, og var orðinn fullgildur starfsmaður
þegar ég var handtekinn.
ORLOG ROBERTO
Á Kúbu er ungt fólk og ófullveðja sent í
fangabúðir fyrir afbrot sem í fæstum löndum er
tilefni fangelsisdóms. í Combinado del Este
fangelsinu hitti ég tólf ára gamlan dreng, Roberto
að nafni. Á nóttunni heyrði ég hann gráta og kalla
á móður sína. Til að þagga niður í honum skvettu
verðirnir á hann köldu vatni eða hentu í hann
flöskum, og stundum hýddu þeir hann með reipi.
Afbrot Robertos var ekki merkilegt. Eitt sinn
þegar hann var á gangi sá hann byssu liggja í sæti
bifreiðar sem háttsettur embættismaður í innan-
ríkisráðuneytinu átti. Hann tók byssuna og skaut
úr henni upp í loft til að vera sniðugur.
Þegar Roberto kom í fangelsið var hann settur
með venjulegum afbrotamönnum. Nokkrum
dögum seinna varð að fara með hann á sjúkrahús
því fjórir fangar höfðu tekið sig saman um að
nauðga honum. Þegar hann kom aftur var litið á
hann sem kynvilling og hann var sendur í þá deild
fangelsisins sem vistaði samkynshneigt fólk.
Margoft aftur varð hann að fara á sjúkrahús vegna
kynsjúkdóma. Á Kúbu eru margir hans líkar.
Systir mín var margsinnis yfirheyrð og varð að
búa við sífelldar hótanir. Einu sinni kom liðsfor-
ingi á heimili hennar og sýndi henni dómsskjal þar
sem stóð að hún hefði verið dæmd í tólf ára
fangelsi. Systir mín hafði ekki sætt neinni ákæru
og aldrei verið leidd fyrir rétt. Liðsforinginn
skipaði henni að koma mcð sér í kvennafangelsi.
Eftir tólf stunda stapp var henni sagt að eftir væri
að ganga frá nokkrum formsatriðum og hún gæti
farið heint á meðan og beðið þar. Yfirvöld vonuðu
að nteð hótunum af þessu tagi gætu þeir skclft
fjölskyldu mína. Þeim tókst það líka. Systir mín
er núna í Bandaríkjunum og verður að sæta þar
meðferð geðlækna.
HÆGT AÐ SÝNA SKÁLDIÐ
Viku áður en ég yfirgaf Kúbu var farið með mig
á fund dr. Alvarez Cambra í höfuðstöðvum
öryggislögrcglunnar, en hann hafði yfirumsjón
með endurhæfingu minni. Það var Cambra sem
hafði látið þau orð falla í viðtölum við tímarit að
færustu sérfræðingar á Kúbu hefðu rannsakað mig
og komist að því að ég þjáðist af hörgulsjúkdómi
vegna taugabilunar. Farið var með mig á íþrótta-
leikvang og Cambra gerði mér grein fyrir því að
innan mjög skamms tíma mundi ég geta gengið
óstuddur og ég yrði að venja ntig á það. í heila
viku voru þrotlausar æfingar þar sem ég var látinn
ganga upp og niður stiga, þjálfa mig í leikfimisaln-
um og jafnvel fara í gönguferðir í mikilli hita-
svækju.
Loks var mcðfcrðinni lokið og nú gátu yfirvöld
á Kúbu sýnt öllum heiminum mig. Farið var nteö
mig um borð í flugvél sem flaug til Parísar. En
ráðabrugg Kúbustjórnar með endurhæfingu mína
heppnaöist ekki. Strax og ég var frjáls greindi ég
frá því að ástæðan fyrir þvi að ég væri ekki lengur
í hjólastól væri sú aö ég hefði á endanum hlotið
þá læknishjálp sem beðið haföi verið um.
HÓTANIR
Frá því í dcsember á síðasta ári hafa mér borist
margar nafnlausar hótanir, en þær breyta í engu
þeirri staðföstu ætlun minni að afhjúpa grimmdar-
verk stjórnarinnar á Kúbu. Þegar ég var staddur
í París var hringt í mig og maður sem kvaðst starfa
í kúbanska sendiráðinu þar hcimtaði að fá að hitta
mig vegna þess að hann hefði í fórum sínuni
„sönnunargögn" sent mundu verða gerð opinber
ef ég hætti ekki „gagnbyltingarstarfi" mínu. Svar
mitt varö til þess að liann lagði á. Nokkru síðar
var hringt og því hótað að kvikmynd sem tekin
var af mér viö æfingar yrði sýnd opinberlega. Ég
býsl við að þeir hafi verið að vonast til að gcta
þaggaö niður frásagnir mínar um lömunina. Loks
skrifaöi Fídel Kastró Georges Marehais formanni
franska kommúnistaflokksins brcf þar sem hann
staðhæfði aö ég væri moröingi og hótaði að birta
sannanir fyrir því. Ég hvatti Kastró til þess
opinbcrlcga að birta þessi sönnunargögn. Ég hcf
ckkcrt að óttast.
ANDÓF ER AÐ HEFJAST
ÁKÚBU
Almenningur á Kúbu er smám saman að vakna
til vitundar um ástandið. Þúsundir vcrkamanna
eru byrjaðir að skipuleggja óháð verkalýðsfélög.
Nýlcga voru fimm andspyrnumcnn í verkalýðs-
hrcyfingunni dæmdir til dauða og lífi þeirra var
aðcins þyrmt vcgna alþjóðlcgra mótmæla. Tugir
verkamanna hafa verið scndir til fangavistar, og
ellcfu vcrkamcnn ciga von á dauðadómi fyrir að
brenna uppskcru sína fremur en sclja hana
yfirvöldum á málamyndarverði.
Hundruö • samlanda minna eru geymdir bak
við lás og slá vcgna þess að þeir ncita að fallast á
„pólitíska cndurhæfingu". Árum saman hefur
þctta fólk lifað klæðalítið, án læknisaðstoðar, án
heimsókna cða annarra samskipta við fólk utan
fangelsisveggja. Amnesti International og mann-
réttindanefnd Samtaka Ameríkuríkja hafa tekið
málstað þcssa fólks en fá ekki við ráðið.
Nýlega hef ég haft frcgnir af hefndaraðgerðum
gcgn mörgum kúbönskum menntamönnum sem
árum saman hafa dvalist í fangelsum eða í
vinnubúðum. í lok maí var Andrés Vargas
Gómcz, skáld fyrrum sendifulltrúi - sonarsonur
Máxímo Gómczar lciðtoga sjálfstæðisbaráttunnar
á Kúbu - látinn laus úr fangelsi illa á sig kominn.
Hann hafði hlotið mjög slæma meðferð og var sagt
að hann fengi aldrei að yfirgefa landið. Sömu sögu
cr að segja af framkomu yfirvalda við skáldið
Angel Cuadra, sósíalistann Ricardo Bofill, fé-
lagsfræðinginn Enrique Hernández, stærðfræðing-
inn Adolfo Rivero og marga fleiri.
Ríkisstjóminni á Kúbu hefur tekist að framfylgja
kúgunaraðgerðum sínum árum saman; hún hefur
pyntað andófsmenn og grafið þá afskiptalaust.
Nú þegar kommúnistar hafa farið með völd á
Kúbu í aldarfjórðung er ekki lengur hægt að
áfsaka glæpi þeirra með tali um byrjunarerfiðleika
stjórnskipunarinnar. Engin heimspeki og engin
tákn geta réttlætt að Kastróismi fái óáreittur að
drepa óvini sína.