Tíminn - 05.06.1983, Qupperneq 8
I
8
Útgefandi: Framsoknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Odður
V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Magnússon,
Heiður Helgadóftir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristin Leif sdóttir, Samuel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útiitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir,
María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 210.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Sjómanna-
dagurinn
■ Sjávarútvegur er áhættusamur atvinnuvegur. Þaö er
sjaldan á vísan að róa hvað aflabrögð snertir og vinnu-
umhverfi sjómanna er oft óblítt á norðurslóðum og krefst
sinna fórna. En sjóinn verður að sækja og afli að berast á
land því ella verður ekki Iifað á íslandi.
Það eru margtuggin sannindi að sjósókn er undirstöðu-
atvinnuvegur íslensku þjóðarinnar. Lífskjör allra lands-
manna byggjast á aflabrögðum. Það eru ekki einvörðungu
hagsmunamál sjómanna og útgerðarmanna að vel veiðist.
Það njóta allir góðs af miklum afla og sömuleiðis verður
minna til skiptanna þegar illa gengur á sjó.
Þessu finna íslendingar áþreifanlega fyrir um þessar
mundir. A síöasta ári veiddist engin loðna, sem um mörg
undangengin ár var mikil búbót og loðnuafurðir umtals-
verð útflutningsafurð. Jafnframt fór þorskafli þverrandi.
Af þessum sökum komu upp alvarleg efnahagsvandamál,
sem ekki verða leyst með öðru móti en að skerða lífskjör
allra landsmanna. Vetrarvertíð í ár var léleg í flestum
verstöðvum og síst bætir það úr þeim vandræðum sem fyrir
voru.
Það segir fljótt til sín á öllum sviðum þjóðlífsins þegar
afli bregst eða minnkar. Útflutningur dregst saman,
viðskiptajöfnuður verður óhagstæður, gjaideyrir verður af
skornum skammti. Atvinna dregst saman, fyrst hjá þeinr
er við fiskvinnslu starfa og síðan á öðrum sviðum og
framkvæmdir dragast saman.
Á sama hátt færist fjörkippur í allt efnahagslífið þegar
afli glæðist. Þá hækkar ekki aðeins hlutur sjómanna heldur
er óhætt að segja að hlutur okkar allra fari batnandi.
Oft er því haldið fram, að óhæft sé að treysta á einhæfan
og stopulan atvinnuveg og að skjóta beri stoðum undir
fjölbreyttara atvinnulíf. Mikið er til í því, en þótt hér rísi
stóriðjufyrirtæki og smærri iðnaðarfyrirtæki þá er og
verður sjávarútvegurinn höfuðatvinnuvegur íslendinga.
Það hefur líka sýnt sig, að marglofuð stóriðja getur verið
stopul og brugðið til beggja vona um afraksturinn af henni
ekki síður en af útgerðinni.
Sjómannastéttin er tiltölulega fámenn sé miðað við öll
þau störf sem unnin eru í þjóðfélaginu. En skipin eru þeim
mun betur mönnuð. Það hefur löngum verið harðsótt sókn
á íslandsmið og er það enn. Skip hafa stækkað og
veiðitækni fleygt fram og aðbúnaður um borð er orðinn
miklu betri en áður var. En vetrarveðrin á miðunum eru
hin sömu og áður fyrr, og það er ekki fyrir neinar liðleskjur
að sækja björgina í Ægisfang. Því er það, að þeir einir sem
hafa dug og kjark ílengjast á sjónum.
Það er eðlilegt að miklu sé kostað til sjávarútvegsins.
Endurnýja veröur flotann skipulega og sjómenn eiga
kröfu á að skip þeirra séu eins góð og kostur er á og
aðbúnaður og vinnuaðstaða samkvæmt ströngustu
kröfum. Það er óþarfi að sjá eftir því fjármagni sem fer í
uppbyggingu flotans, því það skilar sér margfaldlega aftur
sé á heildina litið, þótt benda megi á mörg dæmi um miður
grundaða fjárfestingu í sjávarútvegi. En hún er miklu
víðar en þar, sé betur að gáð.
Auk fiskiskipaflotans eiga íslendingar mörg og góð
kaupskip og eru sjálfum sér nægir með flutninga frá
landinu og til. Það er mikilvægasta líftaug okkar til
umheimsins og hefur löngum ráðið úrslitum um sjálfstæði
þjóðarinnar. Sá hluti sjómannastéttarinnar sem á þeim
flota starfar vinnur einnig mikilsverð störf fyrir þjóðar-
heildina og er ómissandi hlekkur í atvinnu- og framleiðslu
keðjunni.
Sjómönnum eru og færðar þakkir fyrir störf þeirra og
óskað allra heilla á sjómannadaginn, og íslensku þjóðinni
óskað til hamingju með sjómannastétt sína. oó.
„Við erum í álögum
ógnarjafnvægisins”
• • A.LDREI í SÖGUNNI HAFA MANNSLÍFIN VER-
IÐ METIN JAFN LÍTILS OG Á ÞESSARI ÖLD. Hundruð
þúsunda Armena í Tyrklandi 1915. Skotgrafir og eiturgas fyrri
heimsstyrjaldarinnar, sem hrifu á brott heila kynslóð ungra
manna. Ógnartími Stalíns, sem kostaði milljónir Iífið. Seinni
heimsstyrjöldin, sem kostaði meir en fimmtíu milljónir manna
lífið, þar á meðal sex milljónir Gyðinga, tuttugu niilljónir
Rússa og hundruð þúsunda Sígauna. Ótal fórnarlömb, sem
nýlendustyrjaldirnar kröfðust að seinni heimsstyrjöldinni
lokinni, þegar nýlendurnar börðust fyrir sjálfstæði. Borgara-
styrjöldin í Kína. Tvær til þrjár milljónir létu iífið í
styrjöldinni í Kóreu. Hundruð þúsunda fórnarlamba í
„violencia" í Kólumbíu. Fjöldamorð í Alsír. Milljónir fallinna
í Indókína. Hundruð þúsunda fórnarlamba kommúnista í
Kambódíu. Og morðöldurnar í Úganda. Og „rauða skelfing-
in“ í Eþíópíu. Og þá höfum við ekki minnst á þær milljónir
manna, sem ekki hafa fallið fyrir vopnum, heldur vegna
óréttlætis í skiptingu valds og velferðar. En nútímatæknin
getur gert allt þetta að smámunum á nokkrum klukkustund-
um. Hvers eigum við að vænta það sem eftir er af þessari öld?“
Þetta er kafli úr bók, sem kom út hér á landi fyrir fáeinum
dögum. Hún nefnist „Kirkja og kjarnorkuvígbúnaður -
Friðarumræðan af sjónarhóli kirkju og kristinna safnaða", og
er þýðing á bók, sem kom út árið 1979 á vegum Samkirkjulega
friðarráðsins í Hollandi. í henni er margt forvitnilegt ekki bara
um vígbúnaðarkapphlaupið og kjarnorkuvopnin, heldur líka
um hina siðfræðilegu afstöðu kristinna manna til þeirrar ógnar
við tilveru mannkynsins, sem hangir yfir okkur öllum í formi
kjarnorkuvopna.
Hollenska kirkjan þurfti þegar á árum
HEIMSSTYRJALDARINNAR SÍÐARI AÐ TAKA AF-
STÖÐU TIL PÓLITÍSKRA MÁLEFNA. Um það segir m.a.
í bókinni:
„Þetta framlag til umræðunnar um kjarnorkuvopnin (þ.e.
bókinjer framhald þeirrar umræðu, sem kalvínska kirkjan í
Hollandi hefur reynt að halda uppi allt frá lokum seinni
heimsstyrjaldarinnar. Á þann hátt leitast hún við að vera
kirkja, sem lætur sig mikilvægustu vandamál samtímans
varða. Árin 1933-1945 opnuðust augu okkar fyrir einkennum
guðlausra valda. Þá laukst upp fyrir mörgum, hvað traustið á
vonina um guðsríki getur þýtt. Næstu ár á eftir var oft fjallað
um stríð og frið, en síðan vaknaði spurningin um gereyðingar-
vopnin.
Tvö orð vísa til skelfinga þessara tíma: Auschwitz og
Hírósíma. Auschwitz er tákn einnar þjóðar - gyðingaþjóðar-
innar - sem markvisst var unnið að útrýmingu á, en nasistar
töldu einnig aðrar þjóðir og þjóðarbrot til óæðri kynstofna og
leituðust við að útrýma þeim skipulega. Hírósíma er tákn
hömlulausrar útrýmingar á óbreyttum borgurum en útrýming
af því tagi varð eðlilegur liður í gangi stríðsins þegar á leið.
Hvort tveggja leiðir í Ijós ótrúlega fyrirlitningu á mannlegu
lífi. Og bæði sýna þessi tákn, hversu langt mennirnir geta og
leyfa sér að ganga.
Það er ekki með nokkru móti hægt að ímynda sér allt það
sem mennirnir gerðu hverjir öðrum á þessum árum, og því
kann sú freisting að gera vart við sig, að setja þessa
óhugnanlegu atburði innan sviga í mannkynssögunni sem
óvenjulega atburði, er manninum séu framandi. En það er
óhugsandi; fyrst og fremst vegna þess að fórnarlömbin voru
venjulegt fólk, það var venjulegt fólk sem vann ódæðisverkin
og venjulegt fólk, sem fylgdist með þeim. Ungu kynslóðinni
reynist einkum erfitt að skilja þetta, en á meðal okkar eru enn
margir sjónarvottar. Framvinda sögunnar eftir 1945 gefur ekki
tilefni til að álíta, að Hírósíma og Auschwitz heyri fortíðinni
til. í rúma þrjá áratugi hefur öryggi okkar hvílt á gereyðingar-
mættj og ógnunum."
Og af reynslunni hefur kirkjan í Hollandi dregið sínar
ályktanir, eða svo vitnað sé til bókarinnar á öðrum stað:
„Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar leiddu árekstrar við
■nasismann af sér nýja meðvitund innan kirkjunnar- mismikla
eftir aðstæðum - um það, að pólitísk ábyrgð og andleg ábyrgð
verða ekki ætíð auðveldlega aðgreindar. Þegar við lítum
aftur til þessara tíma finnst okkur það svo sjálfsagt að kirkjan
léti pólitísk málefni til sín taka, að maður getur ekki annað
en lesið um það með hryllingi, að leiðtogar kirkjuþings
kalvínsku kirkjunnar í Hollandi sinntu ekki beiðni, sem þeim
barst á fjórða áratugnum, um að mótmæla gyðingaofsóknum
í Þýskalandi. Nú hefur hún lært sína lexíu. Hver einasti
predikari og sérhver prestur lærði þá lexíu á stríðsárunum, að
þær aðstæður geta myndast að hin trúarlega ábyrgð hlýtur að
koma fram í pólitískri virkni“.
s
I BÓKINNI ER FJALLAÐ NOKKUÐ ÍTARLEGA UM
VÍGBÚNAÐARKAPPHLAUPIÐ SÍÐUSTU ÁRATUG-
INA FRÁ ÝMSUM HLIÐUM. Einnig er gerð grein fyrir því,
hvað af notkun kjarnorkuvopna leiðir. Þetta eru auðvitað
upplýsingar, sem víða liggja fyrir, en þeim er þarna komið
fyrir í stuttu og aðgengilegu máli. Minnt er á það, að nú eru
minnst 40 þúsund kjarnavopn í heiminum, og heildareyðing-
armáttur þeirra er um 1.2. milljón sinnum sprengiafl Híró-
símasprengjunnar. Sprengjurnar sjálfar eru sennilega fleiri en
50 þúsund. „í kjarnavopnaverksmiðjunum er unnið af kappi.
í Bandaríkjunum bætast 3 kjarnasprengjur við daglega.
Bandaríkin eru að hrinda metnaðarfyllstu kjarnorkuvopnaá-
ætlun sinni í 20 ár í framkvæmd. Sovétríkin leggja sífellt drög
að fleiri vopnakerfum. SALT og aðrir sáttmálar hafa ekki
bundið enda.á áframhaldandi þróun og fullkomnun gereyðing-
arvopnanna", segir þar.
Um vígbúnaðarkapphlaupið segir m.a.: „Nýjungarnar eru
oft á tíðum afleiðingar framfara í cigin tæknikunnáttu fremur
en viðbrögð við nýjustu gerðum andstæðingsins, jafnvel þótt
háttalag hans sé alltaf látið réttlæta eigið framtak. Það segir
því öðru fremur eitthvað um ameríska tæknikunnáttu að
Bandaríkin hafa verið fyrri til með nær allar mikilvægar
nýjungar. Stóri vandinn - og hér rekumst við á enn eitt lögmál
vígbúnaðarkapphlaupsins - felst í því, að það tekur 7-15 ár að
þróa og framleiða nýtt vopnakerfi. Bíði annar aðilinn eftir því
að hinn sé búinn að koma sér upp sams konar kerfi, hefur
hann þegar dregist mörg ár aftur úr'. Aukin tæknikunnátta og
hæfni eigin vísindamanna ýtir líka á eftir nýjum landvinning-
um í vígbúnaði. Á þeirri stundu, sem smíði nýs vopns er lokið,
er það tæknilega löngu orðið úrelt.Jafnframt rekur löngunin
til að ná andstæðingnum eða fara fram úr honum á eftir
tækniþróuninni, og þar með lokast vítahringurinn. Rökin eru
ekki bara: annars verður andstæðingurinn fyrri til, heldur
líka: við verðum að gera okkur í hugarlund, hvað andstæð-
ingnum gæti dottið í hug, og byrja svo að vinna að því. Stóru
vopnaframleiðendurnir hafa sérstakar deildir til þess arna.
Með því að smíða eitthvað nýtt sýna þeir, að þetta gætu
Rússarnir hugsanlega líka gert, og sanna þar með um leið
nauðsyn nýjungarinnar."
Hér er birt yfirlit úr bókinni um helstu tækninýjungar í
vígbúnaði frá árinu 1945 og hvenær hvort risaveldanna um sig
náði tökum á þeirri tækni.
Yfirlit um helstu tækninýjungar í vígbún-
aðinum:
Hnndnrikin Sovétrikui
kjarmirku>prcn«ya i<n.\ 1949
\ rtnissprrnwja 1 952 I95.Í
l.anj'(lra,«:ar >prcn«yu!lii‘:vclar I9öl 1956
U,i}'inlr«ia lú.vll
Lanjidra-'iar landcldllaujiar I9.'>7 1057
kjarmirkukalliatar i‘r>4 1058
l.aiifidra-}: kafliátacldflau;: I'WiO I96t
MK\ i>já «:rcin 2 aA ulani I‘Xf) l<K>H
(ia«'ncldflau«'akcrfi io::> I96>9
MIKN isja •'rcin 2» l‘)7U 1975
Nilh*inda>prcn«ya (>«*nnilc«:ai l'IHtl
M\K\ i a tilrauna>ti«:ii
K)KS i>ja licr aA nctVini pmfaA l‘X>6-107 1
■ MRV=I1eiri en einn kjarnaoddur á hverri eldflaug.
MIRV=kjarnaoddarnir á sömu eldflaug eyða mismunandi
skotmörkum. MARV=hver kjamaoddur er stýranlegur.
FOBS=vopn sem eru send á braut um jörðu og sem hægt er
að beina gegn skotmarki á jörðu áður en fyrstu umferð er
lokið. Bönnuð skv. SALTII samningnum.
Hvaða ályktanir draga SVO HOLLENSKIR
KIRKJUNNAR MENN AF VÍGBÚNAÐARKAPP-
HLAUPINU? Þær eru auðvitað margar, en látum hér nægja
eina tilvitnun úr bókinni í viðbót:
„Fyrsta ályktunin er sú, að áhrif ógnarjafnvægisins á líf
okkar séu mun meiri en þorri manna hefur hugboð um. Við
erum í álögum þess. Áhrif þess á fjölmörg svið lífs okkar munu
ekki þverra, því það hefur í sér fólgna skýlausa kröfu um vald
sjálfu sér til handa: það er ekki um neitt að velja, það grillir
ekki í neina aðra leið til þess að tryggja öryggi. Þarfir kerfisins
eru óþrjótandi vegna þess, að grundvöllur þess er óttinn. Og
samkvæmt Hebreabréfinu dæmir óttinn manninn til ævilangr-
ar þrælkunar.
Önnur ályktunin er á þá leið, að aðeins verði sigrast á þessu
„samfélagi óttans" - en þannig er komist að orði um
ógnarjafnvægið í „áliti“ kirkjunnar frá 1962 - með því að
bjóða því birginn með samfélagi hugrekkisins, sem hefur
losað sig undan lögmáli kerfisins".
Sem þýðir með öðrum orðum hvatningu til virkrar baráttu.
-ESJ
Elías Snæland
Jónsson,
ritstjóri, skrifar