Tíminn - 05.06.1983, Page 16

Tíminn - 05.06.1983, Page 16
SUNNUDAGUR 5. JUNI1983 16 „Mörgum léttir að Steingrímur varð forsætisráðherra" Það hefur greinilega mælst vel fyrir hja sjálfstæðis- mðnnum sem og mörgum öðrum að embætti forsætisráðherra kom í hlut Steingríms Hermanns- sonar en ekki Geirs Hallgrímssonar. í þingflokki Sjálfstæðísflökksins voru þó nokkrir þingmenn sem töldu þaö fráleitt að forsætisráðherraembættið kæmi ekki í þlut Sjálfstæðisflokksins. Þar í hópi voru þeir Matthías Bjarnason, Árni .Johnscn, Þorsteinn Pálsson og fleiri. Geir gerði eins og kunnugt er tillögu um það inn í þingflokk Sjálf- stæðisflokksins, að forsætisráðherraembættið kæmi í hlut Sjálfstæðisflokksins og var þá væntanlega meö sjálfan sig í huga, scm forsætisráðherraefni, þó ekki kæmi það fram í tillögunni. Þessa tillögu'felldi þingllokkurinn eins og kunnugt er, vildi frekar fá fleiri ráðuneyti, og að Framsóknarflokkurinn fcngi forsætisráðherraembættið. Þingmaður Framsókn- arflokksins sagöi í þessu sambandi: „Ég tel þaö næsta öruggt, að það að þingflokkurinn felldi þessa tillögu, sýni að þingllokkurinn telur sig ekki eiga þann foringja í Gcir, sem hann gjarnan vildi vera. Þingllokkurinn var þarna að undirbúa jarðveginn fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem verður haldinn í haust, og láta Geir vita að hann yrði ekki endurkjörinn sent formaöur flokksins. 'Hafa ntenn í þingflokknum eflaust scð að það gæti reynst þeim erfitt að fclla sjálfan forsætisráðherrann, en þaö skipti Itins vegar cngu máli mcð utanríkisráðherra, sem er Itvort eð er hálfgcrt kveðjuemhætti." Ungur sjálfstæðismaður sagði: „Það var mörgum ákveðinn lcttir að Steingrímur varð forsætisráð- herra, því þar með er áframhaldið að mörgu leyti auðveldara. Ég tel að þessi niðurstaöa hafi undir- búiö jarðvcginn fyrir það sein koma skal." Einn þingmaður Sjálfstæöisflokksins úr rööum hinna yngri sagði: „Geir þekkir sitt hcimafólk mæta vel, og því kom það honum ekki á óvart að tillaga hans um aö hann yröi forsætisráðherra skyldi fclld. Ég held að það hafi ekki verið Itonum fast í hendi að verða forsætisráðherra, þó Itann 'hafi sjálfsagt talið þaö betri kostinn." - Því er spáð að sumir yngri þingmanna Sjálf- stæðisflokksins ntuni eiga heldur erfitt uppdráttar á næstunni, einkum þeir sem Itvað harðast stóðu gegn samstarfinu við Framsóknarflokkinn. Er staða vara- formannsins Friðriks Sóphussonar talin veikari nú en oft áöur, einkum innan þingflokksins, þar sem hann er litinn hálfgerðu hornauga. Ellert B. Schram er einnig sagður munu eiga í erfiðleikum á næstunni. þar sem hann lagði nú í valdabaráttu við Ólaf G. Einarsson um formennskuna í þingflokknum og tapaði henni. Þá spá menn því að Gunnar G. Schram geri ekki miklar rósir á næstunni. Hann verði að bíöa síns vitjunartíma. Hann hafi í raun þrennt á ntóti sér: Hann hafi unniö kosningasigur, sem honum hafi ekki vcrið fyrirgcfinn og þcir Matthías Á. og Ólafur G. ciga að hugsa honum þcgjandi þörfina; Itann sé vinur dr. Gunnars Thoroddsen, sem sé allt að því ófyrirgefanleg synd og í þriðja lagi hafi hann þetta ófyrirgcfanlcga forsætisráðherraútlit. sem sé ekki við hæfi. nema hjá útvöldum. eða eins og einn alþingismaðurinn orðaði það og hló við: „He has the prime ministerial look!" Landsfundur — formannsslagur Allir viðmælcndur Tímans voru á einu máli um að Geir Hallgrímsson. formaður flokksins yrði ekki í framboði til formanns á Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins n.k. haust. 'Voru flcstir cinnig þeirrar skoðunar að Geir muni draga sig í hlc á kjörtímabil- inu sem utanríkisráöherra. og hætta þar með afskiptum af stjórnmálum. Viðmælendur Tímans voru hins vegar ólíkra skoðana, þegar þaö kom til umræðu hver yrði eftirmaöur Geirs Hallgrímssonar, og voru ,þá nrargir tilnefndir. Heyrðust nöfn eins og Friðrik Sóphusson, Þorsteinn Pálsson. Ellert B. Schranr. Matthías Bjarnason, Matthías Á, Mathieseit. Davið Odd: m og Ragnhildur Helgadóttir. Skiptust menn þó í tvær meginfylkingar. Annars \egar þá að Friðrik Sóphusson og Þorsteinn Pálsson yrðu næsti formaður og varaformaður flokksins. og hins vegar þá að Davíð Oddsson væri tvímælalaust framtíðarfor- mannsefni íiokkseigendafélagsins. en hann þyrfti aó sýna og sanria dug sinn í embætti borgarstjora áður en harin gæti tekið við formennskunni. og þvi þyrfti að fá einhvem af eldri mönnunum til þess að brúa bilið, þar til hann gæti tekið við. Áreiðanlegar heimildir Tímans henna, að Matthías Bjamason sé því mjög frábitinn að taka að sér formennskuna og má hann því teljast ólíklegur, en nafni hans Á Mathie- sen er hinsvegar sagður reiðubúinn. Alþýðuflokksþingmaður sagði um þetta mál: „Geir fcr út á næsta Landsfundi. Davíð Oddsson er formannsefni flokkscigendatélags Geirsliða. en þeir hinir sömu vilja fá einhvern til þess að brúa biliö, þar til Davíð getur tekið við, en þaö verður í fyrsta lagi cftir þrjú ár, að loknum nýjum borgarstjórnar- kosningum. þegar hann er búinn að tryggja Sjálf- stæðisflokknum áframhaldandi meirihluta í borgar- stjórn." Gunnarsliði sagði aðspurður um formannsefni: „Ég veit ekkert hver verður næsti formaður. Það hefur ekki verið mikið rætt ennþá. Hins vegar tel ég að það sé síður en svo sjálfgeGð að til formennsk- unnar veljist einhver þeirra sem nú verma ráðherra- stólana." Forystumaður úr röðum ungra Sjálfstæðismanna sagði eftirfarandi: „Það ergengið út frá því sem vísu að Geir muni draga sig í hlé sem formaður flokksins á næsta Landsfundi. Það er meira segja oft sagt að hann muni hætta í ráðherraembættinu á kjörtíma- bilinu, enda er oft litið á utanríkisráðherraembætt- ið sem einskonar kveðjustarf í stjórnmálunum. Margir þeir sem hugsað hafa Geir þegjandi þörfina undanfarin ár, hafa hægt á sér og afstaða margra til Geirs hefur breyst, til Itins betra. Ég tel að það sé vegna þess að þeir menn sem hvað hatrammastir hafa veriö gcgn honunt. eru að komast að þeirri niðurstöðu að Geir muni fá jákvæðan dóm í stjórnmálasögunni, auk þess sent æ fleiri sjá að Geir er heiðviröur maður og greindur. Ég held því áð það sc að skapast sá jákvæði jarðvegur sem þarf, til þess að Geir geti sáttur drcgið sig í hlé frá stjórnmálunum." Hvort andstæðingar Geirs eru á sama máli og ungi sjálfstæðismaðurinn hér að ofan, skal látið ósagt um hér, cn vitnað næst í orð annárs ungs sjálfstæðismanns, scm tjáði sig um formannsefni flokksins: „Friðrik getur vart sóst eftir formennsk- unni. í þeirri erfiðu og einangruðu stöðu sem ltann cr í. í þingflokknum. Slíkt yrði fljótlega pólitískur dauðadómur yfir lionum - hann nær ekki sínum málum fram í þingflokknum og'sem fallinn formanns- kandídat, myndi hann enn frekar einangrast." „Spurning hvort Davíð kærir sig um formennskuna“ Davíð Oddson var eins og áður er getið, títt oröaður við formanninn, en einn ungur sjálfstæðis- imaður sagði m.a. er slíkt kom til umræðu: „Það er spurning hvort Davíð hefur áhuga á að hlaupa frá mjög spennandi verkefnunt í borgarstjórn, sent hann er rétt byrjaður á. til þess að fara að bjarga málum eldri manna í llokknunt, sem í fáu hafa sýnt að þeir væru reiðubúnir til þess að skilja það að ný kynslóð og ný viðhorf eru tekin við í þjóðfélaginu. Síðar verður Davíð cflaust reiðubúinn, en á næsta Landsfundi þarf að kjósa mann f formennskuná. sem gctur brúað biliö, þar til Davíð vill taka við, og því þarf þaö að vcra cinhver úr röðum þeirra eldri, sem væri auðvelt að láta hætta þegar þar að kcmur. Mér detta í hug nöfn eins.og Matthías Bjarnason, eða Ragnhildur Helgadóttir. og heyrist mcr reyndar að margir telji hana vænlegan millibilskost. Éinn af eldri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sagði; „Ég tel Friðrik Sóphusson mjög hæfan og frambærilcgan mann og held að hann standi nokkuð vel aö vígi að ná kjöri sem formaður. Þá tel ég að Þorsteinn Pálsson sé maður scm eining gæti.orðið unt. t.d. í varaformanns sætið, cf Friörik yrði formaður. Annars tel ég báða þess menn koma til greina í formannssætið og hygg að það geti náðst brciðari samstaða í flökknum um annan þeirra eða báða, heldur en t.d. um einhvern af okkur eldri mönnunum." Albertsmaður sagði: „Ég tel Friðrik koma sterk- lega til greina í formennskuna. Hann er góður og hæfur maður,- fer ekki með offorsi og er samninga- lipur og umburðarlyndur. Meö góða revnslu að baki sent varaformaður flokksins, hefur hann góða möguleika á því að ná kjöri. og hann hefur margt það til aö bcra, sem kæmi sér vel fyrir flokkinn að sjá í formanni sínum. Nú. að Friðrik undanskildum. þá hallast ég helst aö nöfnum eins og Þorstcinn Pálsson og Davíð Gddsson. Þetta eru báöir eldklár- ir. duglegir og færir menn. Við erum sem sagt ekki á neinum hrakholum með formannsefni - a.f þeim er nóg í flokknum, þannig að flokkurinn þarf ekki að óttast formannsleysi á næstunni." Einn yngri þingmanna Sjálfstæðisflokksiris sa.göi uni formannskjörið á næsta Landsfundi: „Það er crfitt aö átta sig á því hver verður næsti formaður flokksins. Ég tel að ráðherrar tlokksins og vara- formaðurinn hafi nokkurt forskot. þó svo að vara- formaöurinn sé eitthvað veikari nú en hann hefur verið. Friðrik mun hugsanlega sækjast eftir því að verða kjörinn formaður flokksins. en þá einungis aö hann viti af sterkum og breiöunt stuðningi - jafnframt því sem hann mun þá væntanlega revna að fá eínhvern yngri þingmannanna, Þorstcin Pálsson líklegast, til þcss að t’ara fram nteö sér og keppa að varaformannskjörinu." Það má því teljast næsta öruggt að næsti formaðúr flokksins verður annað tveggja: Formaður úr röðum eldri þingmanna til þess að brúa ákveðið tíntabil. þar til Davíð Oddsson er reíðubúinn að taka viö formennskunni, eða að einhverjir yngri þingmann- anna nú. Friðrik Sóphusson og Þorstcinn Pálsson líklegast, Ellert B. Schram er einnig nefndur, taki við forystunni. og þá ekki til Jtess að brúa neitt ákveðið tímabil, heldur til frambúðar. Eru margir þeirrar skoðunar að ef svo verður. þá sé Friðrik ekki nógu mikill „leader" til þess að leiða þennan stærsta stjórnmálaflokk þjóðarinnar, þannig að Itann verði þá að líkindum varaformaður flokksins áfram, en Þorsteinn Pálsson formaður. Eru þessir tveir taldir geta starfað vel saman, en það er nú reyndar einnig sagt um þá Þorstein og Davíð. Þrátt fyrir ráðherralista Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni núna, þá ganga menn út frá því, að hann sé ekki fyrirboði þess sem koma skal á Landsfundinum næsta, er nýr formaður verður kosinn. heldur verði ákvcðið að yngja upp í flokksstarfinu. og reyna að finna eitt sterkt andlit. seín hvað breiðust fvlking sjálfstæðismanna gæti sameinast um sem formann, en auðvitað veröiir ekkert ljóst í þeim efnum fyrr en á Landsfundinum sjálfum. Mætti þó segja blaðamanni að frant til þess tíma, (Landsfundur veröur í október cða nóvem- ber) ætti eftir að halda marga leynifundi, þar sem hrossakaup mikil um vegtyllur og hverskonar tyllur eiga eftir að fara fram. Sjálfstæðisflokkurinn - sterkasta stjórn- malaaflið? Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa einatt núið flokksmönnum því um nasir, að það sem helst stæöi flokknum, og þá einkum þingflokknum fyrir þrifum. væri að ráðherracfni þingflokksins væru jafnmörg og þingmennirnir. Ekki dró úr slíkri stríðni, nú cftir að Geir Hallgrímsson, formaður flokksins féll af þingi. því þá sögðu gárungarnir og glottu við tönn: „Það eru 24 ráðherraefni í Sjálfstæðisflokknum." Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sjálfur lýst flokknum á þá vegu að í rauninni væri flokkurinn ekki stjórnmálaflokkur í eiginlegri merkingu heldur „bandalag einstaklinga". Hvað um það - þessi flokkur, bandalag eða hvaða nafni sem á að nefna Sjálfstæðisflokkinn, hefur innan sinna vébanda langflesta einstaklinga allra stjórnmálasamtaka hér á landi, og ætti samkvæmt því að vera sterkasta stjórnmálaaflið í landinu. Hverjar skyldu skoðanir viðmælenda Tímans vera á því? Framámaður úr stuðningsmannaliði Gunnars: „Það verður að koma í Ijós hvort þessi flokkur er sterkasta stjórnmálaaflið - hann hefur ekki verið það að undanförnu. Ef það á að halda áfram. t.d. í þingflokknum að halda frá kjötkötlunum mönnum þeim sent ekki eru í náðinni hjá valdaöflunum í flokknum, þá endar slíkt að sjálfsögðu ekki með neinum friði, og veikir flokkinn sem stjórnmálalegt afl. En ef menn sjá Itins vegar að sér, og þiðnar klakinn í vitum þeirra, þá getur allt horft til betri vegar." Þingmaður Alþýðuflokksins sagði: „Sterkasta stjórnmálaaflið í íslenskum stjórnmálum í dag, eru framsóknarmenn beggja flokka. Það er bersýnilegt að þéttbýlisþingmcnn Sjálfstæðisflokksins og yngri þingmenn hans biðu ósigur. Sjónarmið þeirra biðu ósigur, og því er ekki rétt að tala um að þessi klofni flokkursésterkastastjórnmálaaflið í landinu í dag.“ Einn af yngri þingntönnum Sjálfstæðisflokksins sagði: „Ja, alla vega stærsta aflið. Ég reikna með að Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið séu báðir miklu agaðri stjörnmálaflókkar. Ef horft er á okkar flokk, þá hyggégaðagaleysið, eðastjómleys- iö. eins og það heitir. horft frá almennum félags- manni, sé talsvert vandamál. Auðvitað líður flokk- urinn einnig önn fyrir klofninginn sem varð við , myndun síðustu ríkisstjórnar. og það verður ugg- laust vandasamt verk fyrir þá flokksforystu sem tekur að líkindum við á næsta Landsfundi. að halda þessu saman svo vel fari. I Ijósi þessa, er það kannski ekki svo vitlaust að láta eldri þingmennina eina um ráðherrastólana að þessu sinni. þannig að hinir yngri geti nú á næstunni undirbúiö sig til þess að koma inn með nýja flokksforystu og nv ráöherraefni til næstu kosninga og næstu stjórnar." Ungur sjálfstæðismaður: „Ég held nú að Alþýðu- baltdalagið sé sterkasti flokkurinn. og hef reyndar oft óskaö þess að Alþýðubandalagsmenn Itefðu aðrar skoþanir en þeir hafa. SjálfstæðisfTokkurinn er þó alls ekki mörg flokksbrot. eins og iöulega er haldiðfram. því flókksfélagárnir erúallirmeð sömu meginskoöariir. Stðan greinir þá á unt aðferðir. markmið o.fl. í einstökum málum. Þannig að þetta er líklega frekar spurning um manngerðir en nokkuð annað. Þér að segja, þá held ég að aðalskiptingin hjá sjálfstæðismönnum séþessi: Þeir eru annaðhvort fyrirgreiðslupólitíkusar eða hug- sjónamenn." Aibertsmaður sagði: „Ég er bjartsýnn á að fullar sættir séu aþ takast í flokknum. Mér t'innst aö ■Borgarnesfuridurinn hafi markað tfmamót, þvt síða'tt hann var haldinn hefur verið jákvæðara og betra að starfa í flokknum. Þetta með fylkingar í flokknum. einkum og sér í lagi, þettá með nýjar fylkingar, ungir á móti gömlum, dreifbýli á móti þéttbýli. þetta er tóm vitleysa. Það er verið að búa til vandamál. Það er auðvitað svo í öllum flokkum. að menn eru með og ittóti samstarfi við ákveðna flokka, en flokkar klofna ckki í fvikingar. þött meirihluti ákveöi að ganga til santstarfs við éinn aðila. Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið sterkari en í dag." Einn eldri þingmanna Sjálfstæðisflokksins: „Flokkurinn er mjög sterkur í dag - örugglega sterkasta stjórnmálaaflið. Það verður friður og eining í þingflokknum þetta kjörtímabil, því ungu mennirnir sem eru eitthvað óánægðir með þetta stjórnarmynstur. eru það „loyal" að þeir munu styðja ríkisstjórnina með ráðum og dáð." Þingmaður Framsóknarflokksins sagði: „Sjálf- stæðisflokkurinn líður fyrir þann klofningsem verið hefur í honum. Hvort það að ungu mennirnir voru virtir að vettugi við myndun þessarar ríkisstjórnar, á eftir að veikja flokkinn enn. þori égekki að dæma um, en hallast þó heldur að því. Þá mún það há flokknum þessi togstreitta sem myndast hefur á rnilli kjördæma, og þar á ég að sjálfsögðu við þéttbýlis- þingmenn og dreifbýlisþingmenn, en að mínu mati hefur sú spenna farið vaxandi. Hún varð verulega áberandi þcgar kjördæmamálið var hvað heitast, magnaðist enn þegar átök voru um hvort ganga ætti til stjórnarsamstarfs við okkur eða ekki, og nú mun tíminn einn leiða í ljós, hvort um heilt á eftir að gróa með þessum stríðandi öflum. Ef svo verður ekki, þá er mín skoðun sú að ckki sé hægt að telja Sjálfstæðisflokkinn sterkasta stjórnmálaaflið á ís- landi, þó enginn véfengi að flokkurinn er stærsta aflið." / hnotskurn Svo mörg voru þau orð... Þá er líklega vænlegast að reyna að draga einhverjar ályktanir af ofan- greindu: Ágreiningur sá sem átti sér stað í þingflokki Sjálfstæðisflokksins stóð einkum um það hvort Framsóknarflokkurinn væri æskilegur samstarfsað- ili eða ekki. Ekki liggur Ijóst fyrir samkvæmt framangreindu, hvort sá ágreiningur á eftir að verða flokknum jafndýrkeyptur og til að mynda ágreining- urinn sem leiddi til klofnings flokksins fyrir liðlega þremur árunt. en þó telja flestir að það sé ólíklegt. Ungu mennirnir í þingflokknum munu þó vænt- anlega ekki sitja hljóðir þann tíma sem þessi ríkisstjórn situr, heldur undirbúa yfirtöku á sem flestum sviðum í flokknum. Öruggt ntá telja að Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins verði ekki í framboði til for- mannskjörs á næsta Landsfundi, og jafnframt eru taldar miklar líkur á því að Geir segir af sér embætti utanríkisráðherra á þessu kjörtímabili, og rými þar með einn ráðherrastól, fyrir einunt þeirra sem telja má til yngri þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík - Birgir ísleifur Gunnarsson er helst orðaður við slíka arfieifð. Albertsmenn segja að Albert hafi ekki látið af guðföðurhlutverki sínu sent guðfaðir síðustu ríkis- stjórnar í því sjónarmiði að tryggja sér ráðherrastól í núverandi ríkisstjórn, en allir aðrir viðmælendur Tímans hafa fullyrt að Albert hafi séð það út í vetur, að hann fengi aldrei ráðherrastól í þessari ríkis- stjórn. nema hann tryggði sér fylgi Geirs og hans fylgisveina. Ef marka má orð eins úr dr. GunnarsThoroddsen liðinu. þá eru Gunnars/Geirsfylkingar síður en svo úr sögunni, þó að dr. Gunnar Thoroddsen hafi dregið sig í hlé. því það var haft eftir einum úr' Gunnarsliðinu að ef valdaklíkur flokksins ætluðu að halda áfram að halda Gunnarsntönnum Trá kjötkötlunum, þá væri friður síðúr en svo frantundan. Sverrir Hermannsson. iðnaðarráðherra hefur augsýnilega-svikið út ráðherrastól sinn með því að gera kosningabandalag við þrjár ólíkar fylkingar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, og virðist sem hann hafi aflað sér ntikilla óvinsælda með tiltækinu, enda er hann nefndur Júdas Sjálfstæðisflokksins. Líklegast er talið að Friðrik Sóphusson verði kjörinn næsti formaður Sjálfstæðisflokksins, en þó þykir Þorsteinn Pálsson allt eins líklegur. þar sem hann er talinn vera meiri skörungur en Friðrik. Líklegasta forntannsefni Sjálfstæðisflokksins er þó talinn vera Davíð Oddsson. borgarstjóri, cn hann tckur næsfa víst ekki við formennskunni í haust. þar sem ltann mun vilja endurvinna borgina til handa Sjálfstæðisflokknum. og sýna um leið fram á sinn eigin dugnað næstu þrjú árin. eða út þetta kjörtíma- bil. Verói það ofan á. að bíða eftir Davíö, þá inun einhver þingmaður úr röðum eldri þingmanna Geirsliðsins, verða fenginn til að brúa bilið. Sjálfstæðismenn telja að það hafi verið mun aúðveldara fyrir Framsóknarflokkinn en Sjálf- stæðisflþkkinn að tefla fram nýjum andlitum í ráðherrastólana, þar sein það hafi verið pólitísk staðrevnd aö Framsóknarflokkurinn hafi þurft að losa sig við menntamálaráðherra síðustu ríkisstjórn- ar. ungu mennirnir hafi hafnað Ólafi Jóhánnessyni og Halldór Ásgrímsson hafi skákað Tómasi Árna- syni i prófkjöri. - en Sjálfstæðismennirnir sem sátu í ríkisstjórn Geirs Hallgrimssonar 1974 til 1978 hafi allir sóst eftir því aö fá ráðherrastól á nýjan leik. Þær raddir sem telja Sjálfstæðisflokkinn sterkasta ■ stjórnmálaaflið í landinu í dag, hevra fremur undantekningum til, hvort sem leitað er til sjálf- stæðismanna eða fulltrúa annarra flokka. Allir eru sammála um að flökkurinn sé stærsta aflið, en sjálfstæðismenn segja sjálfir að agaieysi, forystu- leysi. klofningur og fleira standi flokknum fyrir þrifum og geri það að verkum að hann sé ekki það 'sterka afl sent hann annars gæti verið. Það er því að öllum líkindum óhætt að álykta sem svo, að Sjálfstæðisflokkurinn muni, a.m.k. framan af þessu stjórnarsamstarfi, eða þar til næsti Lands- fundur hefur ákvarðað forystu flokksins, verða jafn óþekkt og óútreiknanleg stærð í íslenskunt stjórn- málum og hann hefur verið undanfarin þrjú ár. - AB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.