Tíminn - 23.10.1983, Qupperneq 11

Tíminn - 23.10.1983, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 jesúaði sig auðvitað og strauk ímyndað kusk af svuntunni, eins og sveitakvenna var vandi í þann tíð. En hún áttaði sig nú fljótt, gestunum var boðið inn og borið fyrir þau kaffi og meðlæti. Bjarni bróðir minn var um þetta leyti í Verzlunarskólanum, þá 16 ára gamall. Hann hafði ætlað í hjólatúr með Gísla Ólafssyni (bróður Davíðs Ólafssonar, Seðlabankastjóra) og nú frestuðu þeir hjóiatúrnum, svo Bjarni gætið aðstoðað sem túlkur með þeirri enskukunnáttu sem hann hafði aflað sér. Treystu okkur fullkomlega Lindberghhjónin vildu fyrir alla muni að við fjölskyldan drægjum okkur á engan hátt í hlé, að við sætum til borðs með þeim og svo framvegis. Eins man ég það að þegar Lindbergh fór í land til þess að komast á pósthúsið, þá skildu þau allan sinn farangur eftir fyrir ólæstum og opnum dyrum, þar á meðal tvær skamm- byssur. Pau treystu okkur greinilega fullkomlega og það er ef til vill merki- legt, jafn miklar hörmungar og þau höfðu liðið eftir barnsránið. Frúin var miklu mannblendnari en Lindbergh sjálfur og vildi láta vel að litlu frændum mínum. Sagt var reyndar að hún hefði farið með í þessa ferð til þess að jafna sig á barnsmissinum, en ekki skal ég segja um það. Lindbergh virtist mér heldur einrænn og stundum fór hann í gönguferðir um eyna einsamall, m.a. til þess að líta eftir flugvéiinni. Hann var hár vexti og dálítið lotinn, en hún var fremur lítil kona. Þegar Lindbergh fór þessa ferð sína í land á pósthúsið, þá man ég að fjöldi manns safnaðist að honum. Hann fann þá upp á því að fara út bakdyramegin og komast þannig óáreittur frá mannfjöld- anum. Nei, honum virtist ekki um fjöl- mennið gefið. Gífurlega frægur maður Mér er næst að halda að Lindbergh hafi um þetta leyti verið frægari maður en nokkur á okkar dögum. Þegar fréttir voru að berast af barnsráninu og réttar- höldunum vegna þess nokkru áður, þá stóðu allir á öndinni af eftivæntingu efti r nýjum fréttum. Einu sinni kom til okkar annar flugg- arpur, Salberg að nafni, og hann vildi endilega fá að leggja vélinni sinni við sama duflið og Lindbergh og fá að sofa í sama rúminu og hann. Svona lék mikill frægðarljómi um þennan mann. En við höfðum víst ekki mikinn skiln- ing á Söfnunargildi hlutanna í þann tíð, því eflaust vildi einhver eiga hjónarúmið foreldra minna núna, en þar sváfu þau Lindberghhjónin. Þetta rúm var selt þegar húsið var rifið niður og flutt til Grindavfkur, þar sem það var reist að nýju. Lindbergh gaf Birni bróður mínum fimm-kall fyrir túlksstörfin og einhverjir bentu honum á að ef til vill væri fimmkallinn meira virði en fimm króna, vegna gefandans. Ég held að Bjarni hafi átt seðilinn í tvö ár, - en fargað honum þá. Kreppan varð safnaranáttúrunni yfirsterkari. - AM 31. OKTÓBER UXF IFERÐAR Tíminn kennir Nákvæmnislaufið ■ Bridge er vinsælasta spil sem fundið hefur verið upp og líklega er ekki ofmælt að spilið sé almennasta tómstundagaman íslendinga. Ótrúlega margir spila bridge í bridgefélögum og klúbbum einu sinni eða oftar í viku og enn fleiri hittast reglulega í heimahúsum og taka slag. Langflestir þeirra sem spila bridge sér til gamans hér á landi notast við gamla góða Vínarkerfið, þó þeir sem stunda íþróttina af meiri alvöru hafi lagt það á hilluna, enda hefur þróun sagnkerfa verið mjög ör á síðustu árum. Sjálfságt stafar þessi tryggð við Vínarkerfið af því að lítið hefur verið skrifað um bridge á íslensku og þeir sem ekki hafa tök á að nálgast erlendar bridgebókmenntir læra bara Vínarkerfið af næsta manni. Og nú er víða komið fyrir Vínarkerfinu eins og gömlum munnmælasögum: það er kom- ið alllangt frá upprunalegu útgáfunni. Sá sem þetta ritar hefur orðið var við að margir hafa áhuga á að breyta til og læra nýtt kerfi, sérstaklega Precision Club eða Nákvæmnislaufið eins og það er kallað á íslensku. Að vísu hafa bækur um þetta kerfi verið þýddar á íslensku en þær eru nú allar löngu uppseldar og raunar úreltar. I'ví hefur svo um samist að í næsta Helgar Tíma hefjist bridge- kennsla þar sem farið verður yfir Ná- kvæmnislaufið. Þessir þættir yerða þá frekar miðaðir við þá sem einhverja nasasjón hafa af spilinu.einnig þá sem kunna meira en hafa hug á að skipta um kerfi. Hugmyndin er að þessir þættir birtist í 9 blöðum og í hverju blaði verði tekin fyrir ein opnunarsögn og helstu svör við henni. Auðvitað er ekki rúm fyrir að fara eins nákvæmlega útí þýðingu ein- stakra sagnraða og þörf er á en vonandi loknum þáttunum. Svona kennsluþættir verða auðvitað að miðast við óskir lesenda og því óskað eftir hugmyndum og ábendingum og spumingum frá lesendum. Ef í ljós kemur að áhugi er fýrir þessu efni kemur til greina að halda áfram og taka þá t.Ö. fyrir sérstakar sagnvenjur sem hægt er að bæta í grunnkerfið. - G.S.H. •• ERT ÞÚ BÚIN(N)ílM ADFAMIÐA? ÆJ« <dl® m ii>x«ai Framtíðar höraiim ínútímaþágu Falleg traust og örugg blöndunartæki fyrirkra hönnun Damixa blöndunartækjanna CZ&Tzrf. OKKAR VÖRUM ER ÓHÆTT AÐ TREYSTA - VIÐ BYGGJUM Á REYNSLUNNI Innflutningsdeild Sambandsins Byggingavörur - Holtagörðum - Sími 812 66

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.