Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 23.10.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 nútíminnl „FLÝTUM OKKUR HÆGT” — segir Sveinn Kjartansson, bassaleikari í Kikk en hljómplatan með þeim kemur ekki út fyrr en eftir áramót a is to ist for Bush Road... Crass didn't quito get to feed the 5,000 when they visited lceland last month. but they did pull a phenomenal 4,500 - one tenth of the island's population - more than The Fall, Clash or Stranglers before them. Does this make lceland Europe's largest anarchist's commune? Or does it more simply mean onetenthofthe island's population have been bred without ears? More importantly, how many llamas turned up?... Andsoasthesunsinks ibind the grey buildings of HBby Street the dark dot ÍLÍnto the slime, to gwhoknows flbrought „Er 1/10 hluti ís-, lendinga fæddur án eyrna?” - spyr NME- tímaritið eftir Crass- tónleikana hér ■ Þaö hefur ekki veriö mikið skrif- að um tónleika Crass á friðarhátíð hér í bresku popppressunni en þó örlár á einu og einu gullkorni hér og þar. Þanniggetur nýjasta NME tímarit- ið um þessa tónlcika f 12 línum eða svo og cr all frjálslega farið með staðreyndir um okkur cyjaskeggja að vanda cn orðrétt hljóðar klausan I eitthvað á þcssa lcið: „CRASS náðu ekki alvcg að brauðfæða 5(X)0in þegar þau heim- sóttu ísland f síðasta mánuði en þau trckktu. ótrúlcga, 4500 manns - tíunda hluta af íbúafjölda cyjarinnar - meir cn Thc Fall, Clash og Strang- lers á undan þcim. Þýðir þctta að ísland sc stærsta anarkistasamfélag í Evrópu? Eða cr skýringin cinfaldlega sú að tfundi hluti íbúa eyjarinnar er fæddur án eyrna? Það sem cr mikil- vægara hve mörglamadýr komu?...“ Þá höfum við þaö cn Nútíminn telur samt að mikilvægasta spurning- in af þeim öllum sé: „Heldur brcskur almenningur sem les þcssi orð að allir hér hafi öryggisnælu í cyra og nefi og hárið sett f gadda með gólflakki?" í lokin má geta þess að Steve Ignorant í Crass scndi bréf fyrir skömmu upp á klakann þar sem hann þakkar öllum aðstandcndum friðar- hátíðar fyrir frábærar móttökur og góða tíma á íslandi. -FRI Garða- lunds- listinn ■ Þá kenutr lusti vinsældalistinn ui lel.igsheiinilinu Ciarðahnuliu i (iarða- bæ oa xirðist al honuiii að dæma að krakkarnir séu álfka ihaldsstiinir og úmhverfið. allasega er ganila brýnið Dautl Ihraie a toppiiuuil liia þeilll og t\o log lita enn al prululista.iuin sem kevrður \ar i gegn síðtist. I Ií4tI og Freeze. Xnnað er ekki uni lisiann aðsegja. nema eeta þess að breska dúóiö Wlitiin a t\o loe a lioimm eil þeir luila \akið mikla atlngli að uiulanlormi. prýiltlu iii.a lorsiðu Souiuls-timarilsiiis nú i Inrjun þessa mánaöar ■ „Platan okkar kemur ekki út fyrr en eftir áramót“, sagði Sveinn Kjartansson, bassaleikari hljómsveitarinnar Kikk í spjalli við Nútímann í vikunni en sem kunnugt er munu Steinar gefa út breið- skífu með frumsömdum lögum hljóm- sveitarinnar efnilegu. „Upphaflega var stefnan sett á jólin það verður víst ekki af því í þetta sinn. Við ætlum að fá erlendan pródúser á plötuna og flýta okkur bara hægt, frekar að vanda eins til plötunnar og kostur er“, sagði Sveinn. „Við erum búin að taka upp demo-upptökur sem pródúser- inn er að pæla í erlendis þessa dagana. Síðan kemur hann væntanlega til lands- ins og fer að vinna með okkur", sagði Sveinn. Hvaða pródúser er þetta sem þið eruð að spá í? „Sá sem sennilegast mun pródúsera stykkið heitir Gcoff Calver og er góð- kunningi íslendinga held ég að ég megi fullyrða", svaraði Sveinn án þess að hika nokkuð né stama. Scm fyrr segir er það hljómplötuútgáf- an Steinar sem mun gefa út hljómplötu hljómsveitarinnar sem verður með 8-10 lögum á. Verður hún tckin upp í Hljóðrita. Að sögn Sveins hefur verið nokkuð mikið að gera hjá hljómsveitinni undan- farið bæði við dansleikjá- og tónleika- hald. „Eitthvað af þeim lögum sem munu verða á plötunni höfum við leikið undanfarið við hvurn okkar fingur“. „Aðsókn að tónleikum nefur samt verið frekar dræm ef satt skal segja. Ég veit hreinlega ekki hver ástæðan er. Það er alltaf röflað þegar skorti tónleika en þegar þeir eru haldnir þá mætir enginn. Ekki treysti ég mér til að segja hvað sé að“, sagði Sveinn. Nú hafið þið leikið mikið á dans- leikjum. Er stefnan sú að Kikk verði áfram bæði dans- og tónleikasveit í framtíðinni? „Ætli við þraukum ekki böllin út þar til hjómplatan kemur út en þá förum við sennilegast að hætta þessu dansleikja- stússi“, svaraði piltur. „Okkur finnst allt í lagi að spila á dansleikjum þar sem við spilum okkar músík og tónlist sem er innan okkar ramma, þ.e. gott rokk. Við eltumst ekki við vinsældalistana. Setjum bara hit-lög- in á tape og spilum í pásunum. Þannig er nú það“. Aðspurður sagði Sveinn loks að það væri líklegast bara betra að platan kæmi ekki samhliða öllum hinum plötunum sem út koma um jólin. „Það er eins og ég hef áður sagt ekkert sniðugt að vera að kasta til hendinni með hljómplötu- gerðina. Frekar að fara sér hægt og gera enn betur". _jói. /4 0íó'aDU3:ii/. & 13t i ■'■ 1 SKARRA EN HÁSETINN ■ Guðmundur Rúnar Lúðvíksson sló í gegn í óskalagaþáttum í fyrra með lögunum Háseta vantar á bát og Súr- mjólk í hádeginu. Það fannst mér og finnst hallærisleg lög. Annað lagið tveggja hljóma og hitt þriggja. Ástæðan fyrir vinsældum laganna hugsa ég að sé sú að það gátu allir lært þau á ör- skömmum tíma. Um leið og maður hafði heyrt fystu línuna, þá vissi maður hvernig næsta var, og svo framvegis. En hvað úm það. Guðmundur Rúnar er nú kominn á aðra plötu sem heitir Gall- abuxur og þó ég sé ekki hætis hót heillaður af henni, þá er hér um mikla framför að ræða. Lagasmíðunum hefur farið mikið fram og er það vel. Guð- mundur syngur hér skár en gömlu lögin en samt engan veginn vel. Á fyrri hlið plötunnar, sem er 6 laga, leika topp- hljóðfæraleikarar, frægir menn, eins og Bjössi Thor, Pálmi Gunnars og Bjössi Þórarins undir. Eru þetta stuðlög, með smá skallapoppfíling í, en það er líka allt í lagi. Á hlið B eru lögin þrjú úr kvikmyndinni Nýtt líf sem hljómsveit sú sem Guðmundur Rúnar er í, Qmen 4 er í. Leika þeir sjálfir undir, hrátt með trommum, bassa og gítar. Af lögunum Slor og skítur og Út á dekkið er Hásetalykt og mér leiðast þau. Mun betur kann ég við vangalagið, Ég man ekki alveg hvar, sem hljómar þó eins og mörg önnur. Levi’s auglýsingin á plötuumslaginu tekur sig bara vel út. -Jól. IOSJOU5 MAMMON Æ æ æ ■ Þetta finnst mér virkilega slæm plata, því miður. Söngurinn virkilega lélegur, útsetningar einhæfar og tilbreytinga- snauðar og lagasmíðarnar í daprara lagi. Þetta eru ekki góðir dómar sem ég vélrita en þetta er nú bara einusinni svona. Platan sem ég er svona hrifinn af heitir „Mammon" og það eru bræðurnir Páll og Sigurbjörn Sigurbjörnssynir sem gefa hana út undir nafninu Sápa (vel við hæfi). Þeir semja jafnframt alla texta og öll lög á plötunni utan eitt. Páll leikur auk þess á bassagítar. Hefði þessi plata komið út fyrir svona, ja 10 árum, hefði hún sjálfsagt þótt allt í lagi en ekki í dag. Þó eru það tvö lög á plötunni sem eru bara nokkuð góð ef satt skal segja og ágætlega útsett. Það er annars vegar lagið Missir sem er eingöngu leikið og lokalagið, ísabella, sem er falleg „ball- aða“. Missir er skemmtilegt lag og gítarleikurinn algjör snilld. Sá sem þar leikur með Hank Marvin sánd á hreinu, er Vilhjálmur „Galdrakarl“ Guðjóns- son. Leikur hann einnig á saxófón í laginu og gerir það vel. Fugl hvíslaði í eyra mér að Villi hefði hlustað einu sinni á lagið, sótt gítarinn og saxófóninn og spilað þetta beint inn á. Og það tókst skrambi vel. Hljómplatan er tekin upp í Hlust af Rafni Sigurbjörnssyni, og er sándið bara nokkuð gott. Umslagið er glatað. -Jól. ■ Poppmarkaðurinn. Það er dulítil nýjung sem okkur Nútímamenn langar að reyna að gera að reglu- legum þætti á síðum Nútímans. Poppmarkaðurinn yrði smáauglýs- ingadálkur Nútímans þar sem allt tengt popptónlist gæti birst. T.d. óskum eftir að ráða söngvara/ hljómborðsleikara o.sv.frv. Eða gít- arleikari óskar eftir að komast í heavy-metal band og eitthvað í þá veruna. Kaup, sala eða leiga á hljómtækjum og hljóðfærum væri tilvalið að auglýsa á Poppmarkaðin- um. Nú hljómsveitir gætu auglýst á Poppmarkaðinum tónleika eða dans- leiki á eigin vegum. Ef einhvern vantar Bowie-plötu í safnið hví þá ekki að auglýsa eftir henni á Popp- markaðinum. Poppsíða í ætt við Nútímann hlýtur að vera réttasti vettvangurinn til að auglýsa allt tengt popptónlist því popparar gleypa í sig poppsíðurnar. Og nú reynir á þetta. í næsta Nútíma hefur Poppmarkað- urinn göngu sína og þið getið þá sent hingað, eða hringt auglýsinguna ykkar, og auðvitað komið með hana hingað. 5 lína auglýsing kostar 200 krónur. Listinn 1. DA.VID BÖWIE/ MODERN LOVE 2. RYAN PARIS/ DOLCE VITA 3. UB40/ RED VINE 4. POUL YOUNG/ WHEREVER I... 5. GRAND MASTER FLASH../ MESSAGE 6. FREEZE/ I/Ú 7. WHAM/ WHAM RAP 8. WHAM/ CLUB TROPICANA 9. STATE OF GRACE / TOUTCHING THE TIMES 10. DEPECHE MODE/ EVERYTHING COUNTS IIIjomsst-iiiii \\ M \\| nieð l\ti Itig a lislaiiuni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.