Tíminn - 04.12.1983, Side 8
8
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Bregöumst við
vandanum með
skipulegum hætti
■ Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, hefur að undan-
förnu beint athygli almennings að því gífurlega vandamáli, sem
nýjasta svarta skýrsla fiskifræðinga um þorskstofninn hefur lagt á
borð stjórnvalda og óumflýjanlegt er að takast á við. í ræðu, sem
ráðherrann flutti á Fiskiþingi og áður hefur verið vitnað til hér í
blaðinu, vakti hann máls á því, að nauðsynlegt gæti orðið að leggja
einhverjum togaranna og mjög brýnt væri að unnið yrði að því
máli á skipulegan hátt til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi.
Þjóðviljinn hefur að sjálfsögðu afflutt ummæli sjávarútvegsráð-
herra ogfullyrt m.a. að hann vilji leggja um þriðjungi togaraflotans
og senda það fólk, sem við það missti atvinnuna, í álverið í
Straumsvík! Á þessu plani er málflutningur helsta stjórnarand-
stöðuflokksins, og því eðlilegt að landsmenn hafi sannfærst um að
stjórnarandstaðan sé týnd.
Sjávarútvegsráðherra vísaði þessum málflutningi Alþýðubanda-
lagsmanna á bug í umræðum í þinginu og hvatti enn á ný til
ábyrgrar og raunsærrar umfjöllunar um þetta mikilvæga framtíð-
armál íslensks sjávarútvegs og þjóðarbúsins í heild.
„Eg hef aldrei nefnt ákveðna tölu skipa og síst af öllu hef ég
nefnt 30 skip,“ sagði ráðherrann. „Hins vegar hafa menn heyrt
slíkar tölur í umræðum um málið. Ég er þeirrar skoðunar, að.það
sé allsendis fráleitt, að það geti tekist að leggja með skipulegum
hætti 30 skipum. Við skulum hins vegar gera okkur fulla grein fyrir
því, að það mun reynast mjög erfitt að skapa skipunum
rekstrargrundvöll. Til þess er aflinn í reynd of lítill. Hvert skip,
sem mundi hverfa úr veiðunum, hvort sem það væri til annarra
veiða eða þeim væri lagt um stundarsakir, mundi vissulega gefa
hinum skipunum meiri möguleika, tryggja betur atvinnu fólks,
sem byggði á þeim skipum, og draga úr sóknarkostnaðinum.“
Sjávarútvegsráðherra minnti á, að hann hefði ekki vald til þess
að leggja ákveðnum skipum og sæktist ekki eftir slíku valdi. „Ég
vil hins vegar gjarnan að menn geri sér grein fyrir því, hvað það
er alvarlegt máí að gera það. Mér hefur fundist umræðan ganga
þannig fyrir sig í landinu undanfarið, að það sé ekkert mál að
leggja eins og 30 togurum. Það væri svona eins og að skreppa út
í mjólkurbúð. Það er nú öðru nær. Það mun skapa mikla
atvinnuerfiðleika í þeim byggðarlögum, sem verða fyrir því. Það
er auðvitað nauðsynlegt áður en lengra er haldið, að umræðan
byggist á skynsemi og að menn geri sér grein fyrir afleiðingunum.
Ég tel því enga goðgá að ég nefni það, að ef slíkt á að gerast með
skipulegum hætti, þá sé nauðsynlegt að fólkið missi ekki atvinnuna
og þá verði að huga að nýjum atvinnutækifærum í staðinn, því það
að missa út 200 þúsund tonn af þorski verður að sjálfsögðu til þess,
að atvinna fólksins í landinu verður minni en ella hefði orðið.“
Ráðherrann vék einnig að útúrsnúningum Alþýðubandalags-
manna um að hann vildi flytja sjómenn og verkamenn inn í álverið
í Straumsvík, og ítrekaði að hann hefði hvergi á það minnst í ræðu
sinni á Fiskiþingi, eins og hver læs maður gæti séð. Þar hefði hann
aðeins minnt á, að nú væri verið að ræða um að stækka álverið í
Straumsvík um helming, en ekki væru uppi neinar hugmyndir um
byggja upp orkufrekan iðnað á Vestfjörðum. Byggðir á
Vestfjörðum þyrftu að sjálfsögðu að vaxa og dafna eins og aðrar,
og hann sæi ekki, að þær gætu gert það nema með því að halda
hlutdeild sinni í fiskiveiðunum.
Sjávarútvegsráðherra minnti á, að það væru í reynd allir
sammála um, að flotinn væri of stór miðað við þann afla, sem veiða
má. Það væri því eðlilegt að spyrja, hvernig ætti að fækka
skipunum, hvernig hægt væri að gera það þannig að það kæmi sem
minnst við íbúa landsins. „En þegar verið er að leggja það út á
þann veg, að verið sé að ráðast að hagsmunum einhverra
ákveðinna byggðarlaga og ákveðins fólks, sem draga eigi nauðung-
arflutningum í önnur fyrirtæki, þá er mér alveg nóg boðið.“
Sem betur fer hefur umræðan um þessi mál verið málefnaleg á
Fiskiþingi og öðrum þeim vettvangi, þar sem þessi mál hafa verið
rædd af alvöru síðustu dagana. Unnið er að mótun fiskveiðistefnu
fyrir næsta ár í samvinnu við hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Miklu
varðar fyrir allt þjóðfélagið að tekið sé á málunum af ábyrgð og
sanngirni, en flokkspólitískt gaspur afgreitt með viðeigandi hætti.
-ESJ
skuggsjá
Bestu skáld-
sögur eftir-
stríðsáranna?
Það þarf nokkurt hugrekki til þess
AÐ ÆTLA SÉR AÐ VELIA „BESTU SKÁLDSÖGUR
VORRA TÍMA“. Smekkur manna og viðhorf til bókmennta
eru það ólík, að vonlaust er að standa að slíku vali svo að
öllum líki. Þetta hefur þó markaðsráð breskra bókaútgefenda
- „Book Marketing council“ - gert og birt niðurstöðu, sem
vakið hefur miklar deilur í Bretlandi.
Hér er um að ræða tilraun til þess að auka sölu á skáldsögum
í Bretlandi. Þeir, sem stjórna markaðsráði þessu, telja að þær
bækur, sem þannig eru valdar og síðan auglýstar sérstaklega
í febrúar og mars 1984 sem „Bestu skáldsögur vorra tíma“,
muni seljast samtals í um einni milljón eintaka.
Þriggja manna dómnefnd var skipuð til þess að velja bestu
skáldsögurnar. Upphaflega var bugmyndin að valdar yrðu
góðar viðtökur almennings þegar hún kom út árið 1978 og
m.a. Bookerverðlaunin bresku.
Listinn hefur valdið verulegum
DEILUM í BRETLANDI. Bæði hefur verið deilt um, hvort
bestu skáldsögur viðkomandi höfunda hafi orðið fyrir valinu,
en ekki síður hitt, hvort aðrir höfundar hafi ekki átt mun meiri
rétt á því að komast á listann.
Einn þeirra, sem hefur harðlega gagnrýnt valið, er rithöfu-
ndurinn Anthony Burgess. Segir hann smekk dómaranna
furðulegan. Hann var þá beðinn að leggja fram eigin lista, sem
hann gerði snarlega og eru skáldsögur Waughs þær einu, sem
birtast á báðum listunum. Hann valdi í stað hinna eftirfarandi
skáldsögur: The Mansion eftir William Faulkner, V eftir
Thomas Pynchon, The Natural eftir Bernard Malamud, The
Image Men eftir J.B. Priestley, The Naked and the Dead eftir
Norman Mailer, Pale Fire eftir Vladimir Nabokov, Invisible
Man eftir Ralph Ellison, Facial Justice eftir L.P. Hartley, The
Sot-Weed Factor eftir John Barth, The French Lieutenant’s
Woman eftir John Fowles, Balkan-skáldsögur Oliviu Manning
og Rabbit-skáldsögur John Updike.
Ýmsir hafa gert sér það til gamans síðan listinn birtist að
búa til sinn eigin lista, og kemur þar skýrt í Ijós hversu ólíkur
smekkur manna er. Fjöldi annarra höfunda hefur þar verið
tilnefndur, og fyrir flestum þeirra má færa mjög góð rök. Það
er cinfaldlcga nánast vonlaust verk að ætla sér að velja fáeinar
skáldsögur úr þeim fjölda góðra bókmenntaverka, sem samin
hafa verið á enska tungu síðustu þrjá til ljóra áratugina.
-ESJ.
J.D.Salinger
ITHE CATCHERÍNTHE RYEI
XnthonyPoweÍl
A DANCE TOTHE
EvelynWaugh
SW0RD OF HONOUR
William Golding
I LORD OF THE FLIES I
ElizabethTaylor
ANGEL
bækur eftir 12 höfunda, en þeir urðu þrettán. Þar sem í
nokkrum tilfellum er um skáldsagnaflokk að ræða, eru
skáldsögumar mun fleiri en höfundarnir, eða 30 talsins.
Miðað var við skáldsögur, sem komið hafa út í frumútgáfu á
enskri tungu frá iokum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Nefndin hóf valið með lista með rúmlega 200 skáldsögum,
sem þeir töldu koma til greina. Upplýst hefur verið, að ekki
hafi verið ágreiningur í nefndinni um niðurstöðuna; samkomu-
lag hafl orðið um alla þá 13 höfunda, scm valdir voru, en í
sumum tilvikum hafi verið erflðlejkum bundið að ákveða,
hvaða skáldsaga tiltekins höfundar skyldi valin.
Og hver var svo NIÐURSTAÐAN? Jú,
nefndin taldi eftirfarandi skáldsögur þær bestu, sem samdar
hefðu verið og gefnar út á enska tungu frá stríðslokum:
ANIMAL FARM eftir George Orwell. Þessi pólitíska
dæmisaga, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu undir
heitinu „Félagi Napoleon", var fyrst gefin út árið 1945. Þetta
er fræg lýsing á því, sem gerist þegar hinir kúguðu (í þessu
tilviki dýr) gera byltingu og losa sig vi kúgarana (mennina).
Fyrirmyndin var sýnilega þróunin í Sovétríkjunum.
MANSERVANT AND MAIDSERVANT eftir Compton-
Burnett. Þetta er skáldsaga frá árinu 1947 og lýsir átökum á
viktórínsku heimili í Englandi.
THE CATCHER IN THE RYE eftir J.D. Salinger. Fræg
skáldsaga um baráttu æskumannsins í hörðum heimi. „Bjar-
gvætturinn í grasinu" hefur sagan verið nefnd á íslensku. Þetta
er ein af þremur bandarískum skáldsögum á breska listanum.
Hún kom fyrst út árið 1951.
A DANCE TO THE MUSIC OF TIME eftir Anthony
Powell. Hér er um að ræða viðamikið verk - samtals 12
skáldsögur -, sem lýsir yfírstéttarlífi í Bretlandi á þessari öld.
Fvrsta sagan í skáldsagnaröðinni kom út árið 1951 en sú
síöasta 1975.
SWORD OF HONOUR eftir Evelyn Waugh. Þetta cr röð
þriggja skáldsagna, sem komu út á árunum 1952 til 1961 og
segja frá ferli aðalpersónunnar í breska hernum. Waugh er
þekktastur hér á landi sem höfundur Brideshead Revisited.
LORD OF THE FLIES eftir William Golding, nýútnefndan
Nóbelsverðlaunahafa. Áhrifamikil saga um villimennskuna í
mannskepnunni. Hún kom fyrst út árið 1954. Hérlendis hefur
hún birst undir nafninu „Flugnahöfðinginn“.
ANGEL eftir Elizabeth Taylor. í þessari sögu segir frá ferli
skáldsagnahöfundar. Líklega sú bók, sem hvað mest hefur
komið á óvart á listanum umdeilda.
LOLITA eftir Vladimir Nabokov. Fræg skáldsaga frá árinu
1955 um ástir miðaldra manns og unglingsstúlku.
TAKE A GIRL LIKE YOU eftir Kingsley Amis. Lýsing á
lífi í bresku landsbvggðarhéraði skömmu eftir stríðið eins og
það kemur ungri laglegri kennslukonu fyrir sjónir. Sagan kom
fyrst út 1960.
HERZOG eftir Saul Bellow. Líkasttil kunnasta skáldsaga
bandaríska Nóbelsverðlaunahafans, frá 1961.
THE RAJ QUARTET og STAYING ON eftir Paul Scott.
Hér er um fímm skáldsögur að ræða, sem birtust á árunum
1966-1977 og lýsa hnignun breskra yfirráða á lndlandi.
THE HONORARY CONSUL eftir Graham Greene. Ein
af vinsælli skáldsögum Greene, þótt deilt sé um hvort ýmsar
aðrar sagna hans séu ekki mun betri. Hún er frá árinu 1971.
THE SEA, THE SEA eftir Iris Murdock. Þessi saga hlaut
Elías Snæland
Jónsson,
ritstjóri, skrifar
ladimir NaboKóvl
LOLITX
KingsIeyAmis
Saul Bellow
HERZOG
Paul Scott I
THERAJlQUARTET
andSTAYINGONl
Graham Greene
íEHONORARY CONSULj
IrisMurdoch
THESEA,
THESEA,