Tíminn - 04.12.1983, Qupperneq 10

Tíminn - 04.12.1983, Qupperneq 10
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 Sagan endurtekur sig: Systkin þá - og systkin nú ■ í gærkvöldi frumsýndi íslenska óperan tvær stuttar óperur eftir Gian Carlo Menotti, Símann og Mid- ilinn. Síminn hefur ekki sést á sviði hériendis fyrr, en Miðillinn var sýnd- Iðnó árið 1952. Þá fór Guð- ur munda Elíasdóttir með hlutverk svikamiðilsins og Þuríður Pálsdóttir með hlutverk dóttur hennar, Món- iku. Þá var leikstjóri Einar Pálsson bróðir Þuriðar. Svo skemmtilega vill til, að í uppfærslu íslensku óper- unnar fara systkini með sömu hlutverk, Móníku syngur Katrín Sig- urðardóttir, en leikstjóri er bróðir hennar Hallmar Sigurðsson. Þau eru frá Húsavík og vön leikhúsi frá blautu barnsbeini, þvi að faðir þeirra, Sigurður Hallmarsson, er þjóðkunnur leikari. Við hittum þau að máli fyrir æfingu fyrr í vikunni og báðum þau að segja frá þessum tveim verkum. „Síminn er stutt grínópera,1' segir Hallmar. „Par greinir frá því að Benn nokkur kemur í heimsókn til vinkonu sinnar, Lucyar mcð fangið fullt af gjöfum og liggur greinilega mikið á hjarta. Hann reynir að stynja upp erindinu, en það gengur illa. Alltaf þegar það er komið fram á varir hans, þarf Lucy ýmist að svara símanum eða hringja og tala við einhvern í símann. Á þessu gengur lengi. Loks sér Benn að við svo búið má ekki standa. Einhverju sinni þegar Lucy er í símanum, læðist hann út. Skömmu síðar hringir hann í hana og í gegnum símann tekst honum að bera upp erind- ið, sem er bónorð. Lucy játast honum þegar í gegnum símann. Óperunni lýkur á því að hún segir:Þú verður að lofa mér að glcyma ekki... Augunum þínum? segir hann. Nei. Vörunum þínum? Nei. Höndunum þínum. Nei. Hverju þá? Símanúmerinu! Þar með lýkur óperunni. Þetta er svona léttur farsi, bæði leik- rænt og tónlistarlega. 1 tónlistinni er hermt eftir þeim sem Lucy talar við í það og það skiptið, en hún líka í leiðinni lýrísk og falleg." Þá er það Miðillinn. „Það er nú öllu erfiðara mál að tala um,“ segir Hallmar. „Miðillinn er verk, sem er allt annars eölis og ég vil helst ekki rekja söguþráðinn vegna þeirra sem ég vona að eigi eftir að koma og sjá sýninguna. Ég get þó sagt að verkið fjallar um svikamiðil, konu sem heldur miðilsfund á heimili sínu og þangað kemur fólk sem hefur látið blekkjast af henni. Á fundinum verður hún fyrir óvenjulegri reynslu, eins konar snert- ingu að handan og það setur hana úr jafnvægi. Hún veit ekki hverju hún á að trúa og hverju ekki og miðilsfundurinn dregur dilk á eftir sér, sem ég vil ekki greina nánar frá." svipuðum aldri og ég er núna. Þar að auki er Þuríður minn aðal söngkennari og þess vegna þykir mér ennþá vænna um að vinna þetta hlutverk með henni. Við höfum að vísu verið saman á sviði áður. Það var í Meyjarskemmunni, en þetta er miklu meira sérstakt fyrir mig.“ Gerir ekki hlutverk þitt miklar kröfur til leiks? Katrín, sem leikur dóttur miðilsins, er spurð hvort hér sé um að ræða stærsta óperuhlutverk hennar til þessa og hún segir svo vera. „Ég fór með hlutverk Papagenu í Töfraflautunni í fyrra og var einnig með í Mikadóinum. En þetta er stærsta hlutverkið mitt, bæði sönglega og leikrænt. Bæði í Símanum og í Miðlinum mynda tónlist og leikur eina heild, tónlistin er notuð til að magna upp stemmninguna í leiknum." „Jú, það gerir það óneitanlega, en í því sambandi má geta þess að það er einn lærður Iqikari með okkur í sýning- unni, Viðar Eggertsson, sem fer með hlutverk mállauss pilts, sem er til heimil- is hjá miðlinum. Það hefur verið mikill styrkur fyrir mig, og ég held alla leikar- ana, að hafa Viðar með. „Það hefur verið gott fyrir mig sem leikstjóra líka," bætir Hallmar við, „og ég held að það mætti kannske vera meira samstarf milli leikara og söngvara. Ég held að þeir geti miðlað miklu hver til „Það er gífurlega gaman fyrir mig að fara með þetta hlutverk á móti Þuríði. Hún söng sjálf hlutverk Móniku þegar Miðillinn var sýndur í Iðnó og var þá á Hvernig finnst þér að leikstýra óperu Hallmar? Ertu þræll hljómsveitarstjór- ans og tónlistarinnar? „Ef ég er það, þá vil ég meina að ég sé það á jákvæðan hátt. Það cru ekki þungir hlekkir sem ég er í. Auðvitað setur höfundur miklar skorður, ég tala nú ekki um í þessum tveim verkum, þar sem höfundur tónlistar og texta er einn og sami maðurinn. Éger alls ekki þeirrar skoðunar að tónlistin beri dramað ofur- liði. Þetta samtvinnast í mjög fínofið band og hvort styrkir annað. Auðvitað er ópera alltaf frábrugðin venjulegu leikriti. En ég held að ef vel tekst til þá vegi tónlistin fyllilega upp á móti þeirri tillitssemi sem leikstjóri verður óhjá- kvæmilega að sýna söngvurunum, sem alltaf verða að hafa hugann við að koma röddinni rétt til skila og leyfa henni að njóta sín." Nú óttast margir að nútíma ópera geti ekki höfðað til þeirra. Er tónlist Menott- is aðgengileg eins og það er kallað? „Jú, mjög. Hún er ekki nútímatónlist í þeim skilningi, sem venjulega er lagður í það orð. Hún er lagræn og aríurnar eru áheyrilegar og grípandi. Annars er tón- listin mjög fjölbreytileg og alitaf trú þeirri stemmningu sem ríkir í leiknum hverju sinni. -JGK Þegar Miðillinn var settur upp í Iðno 1952 — Spjall við Guðmundu Elíasdóttur, söngkonu ■ Þótt ótrúlegt megi virðast var Miðillinn ein af fyrstu óperunum sem sett var upp í Reykjavík. Ótrúlegt, því að það voru ekki liðin nema 5 ár frá því að óperan sló í gegn á Broadway þar til hún var flutt hér í landi þar sem engin óperuhefð var til og nútímaóperur eru enn þann dag í dag, jafn sjaldgæfar á sviði og hvítir hrafnar í náttúrunni. Það var hópur nokkurra fullhuga sem réðist í þetta stórvirki og enn þann dag í dag gleðjast þeir sem sáu og heyrðu, yfir endurminningunni um Miðilinn í Iðnó 1952. Guðmunda Elíasdóttir söngkona söng Böbu svikamiðil í þeirri uppfærslu og það var hún sem fyrst fékk þá hugmynd að setja verkið upp í Reykjavík. HelgarTíminnfékkað spjalla við hana og fékk hana til að rifja upp þessa merkilegu frumraun nútímaóperu á Islandi. ■ Guðmunda, klassísk úpera hafði varla sést á íslandi 1952, en þá farið þið af stað með nútímaóperu, sem hafði verið frumsýnd aðeins urfáum árum áður. Hvað varð til þess að þið lögðuð í þetta fyrirtæki? Byrjunin varð sú aðég heyrði Miðilinn á plötu. Ég spilaði hana aftur og aftur og varð heltekin af því sem ég heyrði. Og í hrifningarvímunni þá hugsaði ég með mér, „þetta hlutverk verð ég að syngja." Hvað var það við verkið sem hreif þig svona? Ég varð alveg uppnumin af efninu, dramanu sem þarna skeður. Þessu gífur- lega afli sem þessi kona breiðir um sig og er svo miskunnarlaust flett ofan af. Og í fávisku minni hugsaði ég ekkert út í ekónómíuna, eða þjóðfélagslegar að- stæður okkar gagnvart listinni. Við þekktum bókmenntirnar, hver sem er getur fengið prentuð eftir sig ómerkileg- ustu kver og fengið jafnvel alþingisstyrk fyrir. En þegar kom að tónlistinni horfðu málin öðru vísi við. Það var gífurleg barátta fyrir hljómlistarmenn að fá viðurkenningu á sinni list. Við vorum svo miklir nýgræðingar á því skilnings- sviði. Það klingir ennþá í eyrum mér þessi fatala setning;„Hann eða hún syng- ur bara svo Ijómandi vel og hefur þó aldrei lært neitt". En þetta voru raddir sem maður heyrði meðal almennings. En það voru líka til mjög skilningsríkar manneskjur. Ég byrjaði á því að hafa samband við Einar Pálsson og hann hreifst strax af verkinu. Síðan stækkaði hópurinn, Þur- íður Pálsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Svanhvít Egilsdóttir, Guðrún Þorsteins- dóttir og Ólafur Magnússon frá Mosfelli. Núna eiga íslendingar óperuhús, þar sem hægt er að æfa og flytja verk þótt aðstæður séu ófullkomnar á alþjóðlegan óperumælikvarða. En við byrjuðum á þessu af hreinum ídealisma, peningalaus og aðstöðulaus. Ég átti ekki einu sinni hljóðfæri til að æfa mig við. En við unnum dag og nótt og aldrei eitt augna- blik hvarflaði að okkur að við værum að afla fjár. Núna finnst mér þessi spurning stundum vera of fyrirferðarmikil; „Hvað fæ ég fyrir þetta?" En það er ekki fyrir það að syngja að við verðum að hafa til hnífs og skeiðar. Það kemur enginn og borgar símareikninginn okkar eða kynd- ir upp ofninn fyrir okkur. Fyrst þurftum við að útvega okkur nótur. Ég í fávisku minni eða góðri trú setti traust mitt á Skandinavisk Musik- forlag í Kaupmannahöfn, skrifaði þeim og bað um pertítúrinn. Þeir svara mér eftir stuttan tíma og segjast hafa sent mér hann. En hann kom aldrei. Þeir kenndu tollinum á íslandi um og sögðu að ef tollverðir á íslandi héldu að músík væri smyglvara, þá yrðum við því miður bara að kompónera okkar eigin músík hér uppi. En nú var Einar Pálsson kominn með „blod pá tanden" og við vorum bæði að verða brjáluð af biðinni. svo var það einhverju sinni að Einar hringir í mig og ég kem í símann upp úr baði og segi, „ég hringi til Schirmer í New York." Það hreif, þeir sendu okkur pertítúrinn um hæl. Einar rauk með hann til Magnúsar Ásgeirssonar, ljóða- þýðanda og hann þýddi textann á stór- brotið mál. Og þá hefst þín glíma við Böbu svikamiðil? Já, ég fékk aðstöðu upp á lofti í Iðnó. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur var afskap- lega skilningsríkt fólk og það á mikinn sóma skilinn fyrir að hafa lagst á sveif með okkur, þessum vitfirringum. Því að það vildi oft brenna við að fólk sem hlustaði á verkið af plötunni sagði:„Guð,' 1 Guðmunda Elíasdóttir. Mynd: Róbert

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.