Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 ■ Gian Carlo Menotti. var brautin rudd til frægðar, bæði fyrir höfundinn og verkið. Fleiri verk fylgdu í kjölfarið. Út- varpsóperan, Gantla konan og þjófur- inn, varflutt í NBCárið 1939,ogsíðan kom Eyguðinn upp hjá Metropolitan 1942. Og næst sló Menotti í gegn, þegar Miðillinn og Síminn voru sett upp á Broadway 1947, og Miðillinn er ennþá frægasta ópera hans. Verkið er kammerópera, harmleikur, þar sem segir frá konu sem hefur fé af syrgjend- um með því að þykjast vera miðill. Sjálfur segir höfundurinn um verkið: „Þetta er harmleikur konu sem er fangi milli tveggja heima, hins raun- verulega, sem hún skilur ekki og hins yfirnáttúrlega, sem hú trúir ekki á.“ Menotti skrifaði sjálfur óperutextann, eins og hans er háttur og haglegur texti, frábært næmi fyrir leikhúsi og tónlist sem hæfir anda verksins, allt hjálpaðist þetta að til að gera Miðilinn að 'geysivinsælu verki. Eins og nú hjá íslensku óperunni fylgdust Síminn og Miðillinn að í fyrstu Broadway upp- færslunni. Síminn er í allt öðrum anda.Það er líka kammerópera, en í gamansömum stíl með aðeins tveim persónum. Ungur maður verður að bíta í það súra epli að keppa við símann um hylli stúlkunnar sem hann fellir hug til og lúta í lægra haldi, þar til honum hugkvæmist það snilldar- bragð, að tala til stúlkunnar í gegnum símann. Fleiri óperur hafa komið frá Menotti eftir þessar tvær, kunnastar eru Kon- súllinn og Amahl og næturgestirnir, sem oftsinnis hefur verið sýnd í ís- lenska sjónvarpinu um jól. Auk óperuverka hefur Menotti sam- ið balletta og nokkur hljóðfæraverk. Hann hefur lengst af starfað í Banda- ríkjunum en býr nú í Skotlandi. Hann er talinn einn af fremstu óperu- höfundum þessarar aldar og hefur hlotið vinsældir og viðurkenningar í samræmi við það. -JGK OGSÍMINN tónsmíðum, en sagt er að honum hafi leiðst hin fræðilegu atriði tónlistarinn- ar í þá daga. Hann samdi aðra óperu á Mílanóárunum, Hafmeyjuna, sem hann byggði á ævintýri H.C. Ander- sens. Paö var svo fyrir atbeina hljómsveit- arstjórans fræga, Arturos Toscaninis, að Menotti lagði land undir fót og hélt til Bandaríkjanna árið 1928, sem styrk- þegi til frekara tónlistarnáms. Hann nam við Curtis Institute at Phila- delphia og lagði þar einkum stund á tónsmíðar. Hann hélt áfram að semja óperur, sú fyrsta sem hann samdi eftir að hann flutti til Bandaríkjanna, leit dagsins Ijós árið 1934 og nefndist Amalía fer á dansleik. Hún er enn í tölu þekktari verka hans og eftir að hún hafði verið færð upp á Broadway á svið þá hugsaði ég með sjálfri mér, „guð minn góður hvað það er gaman og hvað það er áreiðaniega tímabært." Þá á ég við að það hefur svo mikið gerst síðustu 30 árin, tónlistin ætti að eiga svo miklu greiðari aðgang að almenningi núna. Fólk hefur þroskast svo mikið í að hlusta. Pað hefur orðið svo mikil breyt- ing, en hún hefði ekki orðið ef við hefðum setið alla tíð hér á hólmanum. En heimurinn opnaðist okkur eftir stríðið samneyti milli þjóðanna fór að blómstra. Fólk fer allra sinna ferða og sér og heyrir nýja hluti, fólk fer til náms hvert sem er liggur við, þetta er eins og árstraumur. Heimurinn stendur okkur opinn og því fylgir með öðru að við kynnumst nútíma músík af öllu tagi. Núna ætti músíkin í Miðlinum ekki að vera svo nýstárleg í eyrum íslendinga. Og það júblar inni í mér gleðin yfir því að íslenska óperan er ekkert smeik við að leggja í þetta stórræði og fara ótroðnar götur. Ég vona að það verði fleirum til uppörvunar. Við megum aldrei standa í stað. Að öllum sígildu meistaraverkunum ólöst- uðum, þá þarf að kynna það sem er að gerast í dag. Það er hlutverk listarinnar og þróa og þroska. Sjón jafnt sem heyrn. Og hvernig tilfínning er það að fara sem áhorfandi og áheyrandi á Miðilinn eftir öll þessi ár? Ég var erlendis í sumar og þegar ég var komin heim, þá þyrmdi allt í einu yfir mig. Ég var búin að lifa með Böbu í 31 ár og nú átti ég allt í einu að deila henni með einhverjum öðrum. Og hverjum? Mér leið eins og ég væri að láta mitt kærasta í hendurnar á einhverjum öðrum. Ég braut heilann eins og brjáluð manneskja. Hver átti að deila Böbu með mér. Mér flaug allt í einu í hug ein leikkona sem mér fannst að hefði allt til að leika Böbu. Það er hún Margrét Helga Jóhannsdóttir, mér datt hún í hug þegar ég sá hana leika í Sölku Völku. En hún er ekki söngkona. Og ég lét þar við sitja. Síðan frétti ég að Þuríður Pálsdóttir ætti að fara með hlutverkið. Hún lék dótturina á móti mér í Iðnó og hún var yndisleg dóttir. Og það eru fáir jafn músíkalskir, tónvissir og alvarlega vinn- andi í sönglistinni og hún. Ég trúi því að með nægum tíma og þeim stuðningi hópsins, sem þarf á að halda til að koma Böbu lifandi frá sér, þá muni þetta takast. Ég er sannfærð um það að það munu allir leggjast á eitt til að þaðgerist. Og þegar ég hugsa um okkar erfið- leika, aðstöðuleysi, húsnæðisleysi og peningaleysi, þá verður mér líka Ijóst hvílíkt kraftaverk það er að söngvarar okkar skuli nú hafa sína aðstöðu til að æfa, að við skulum eiga okkar eigið óperusvið og eigi óperuhús, og ættu fjárráðendur ríkisins að hlúa svo að að þessi glæsilegi hópur af íslenskum söngv- urum, sem við eigum í dag geti stundað list sína og haft um leið salt í grautinn. - JGK ■ Viðar Eggertsson, Katrín Sigurðardóttir og Þuríður Pálsdóttir í Miðlinum. því ertu að brasa í þessu, það þekkir þetta enginn. Taktu fyrir eitthvað sem fólkið þekkir." Nei, fólk var ekki nýjungargjarnt, eða forvitið um það sem það þekkti ekki. Þannig hefur það alltaf verið, nema ég held að þetta hafi svolítið breyst núna síðustu árin. Fólk hefur viljað láta mata sig aftur og aftur á því sem það þekkir fyrir. Hugsaðu bara um þessa fjölmiðla- músík, þetta eyrnaglamur, sem flæðir yfir okkur. En hvað um það. Ég byrjaði að æfa mig snemma á morgnana, upp úr klukk- an 9 og var eins lengi að og ég gat tekið inn, án þess að verða eins og nál, sem hjakkar í sama farinu á grammófón- plötu. Þá hætta æfingarnar að þroska það innra með manni sem býr í viðfangs- efninu. Ég hélt að ég væri óhult þarna uppi, því að ég blóðskammaðist mín fyrir að hjakka tíma eftir tíma og dag eftir dag á sömu blaðsíðunum. og þegar skúringa- konurnar komu upp, þá þyrmdi yfir mig, „guð minn góður, þær halda auðvitað að ég sé algert iðjót.“ Svona getur maður nú verið viðkvæmur fyrir sjálfum sér og upptekin af því að verða sér ekki til skammar. En ef sköpun á listaverki á að eiga sér stað, ég vil segja í hvaða kategóríu listin er, þá verður maður að vera auðmjúkur þræll hennar. Maður verður að vera aigjörlega á valdi hennar, gefa sig henni allur meðan þetta púl ríður yfir mann, þessi bardagi við að ná valdi á teknísku hliðinni, svo að maður geti hætt að hugsa um hana. Og þá var komið að persónunni Böbu sjálfri. Ég var í þessum þrælabúðum í 6 mánuði. En ég verð að taka fram að ég var ekki ein. Ég hafði meistarann mikla, dr. Róbert Abraham Ottórsson, mér til halds og trausts og með ótæmandi þolin- mæði og skilningi var hann mér sú stoð sem ég þurfti á að halda. Ég hélt í reynsluleysi mínu að ég hefði skilið Böbu til botns með því einu að hiusta á plötuna. Héma heima hafði maður heyrt um spákonur og spíritista frá blautu barnsbeini og hjátrúin blómstraði í hverju horni. En ég átti eftir að reyna og sanna að það er annað að skapa slíka persónu og skilja hana, hreyftngar hennar, göngulagið hennar, þannig að hvert, mannsbarn sem á horfi trúi. Líka þama var sú guðsmildi yfir mér að hafa mér við hlið svona stórbrotið séní eins og hann Einar Pálsson. Hann var harður við mig, en í hörkunni á líðandi stund fann ég að hann skildi nákvæmlega, bæði teortískt og psýkiskt, líf og lífsmunstur þetta svikamiðils. Bæði manneskjuna og at- hæfí hennar sem hún svo fær að kenna á. Það koma alltaf stundir hjá manni, þegar manni finnst: „Þetta get ég ekki, ég hef ekki til bmnns að bera það sem þarf.“ „Ég man að ég sagði við Einar: „Guð minn góður, ég kvíði svo fyrir hláturssenunni. „Hann horfði á mig með sínum stóm brúnu alltsjáandi augum. „Það kemur. Kvíddu því ekki.“ Samæfingamar? Ef ég man rétt, þá voru þær næstum því jafn dramatískar og verkefnið sem við vomm að kljást við. Ef ekki hefði verið þessir tveir jöfrar, dr. Róbert og Einar Pálsson, þá hefði ég ekki getað gert það sem ég gerði, hvort sem það var nú gott eða sæmilegt, þar dæma aðrir um ég. Enn þann dag í dag hitti ég fólk á förnum vegi, sem segir: „Ég gleymi þér aldrei í Miðlinum.“ Og þá verður mér hugsað; hef ég aldrei gert neitt annað en að syngja Böbu? Mér verður hugsað til svo margra annarra hlutverka, Azucenu í II trovatore, Madalenu í Rigoletto, Nomirnar frá Endor í Oratorío Honeg- gers. Og ég labba áfram í þungum þönkum. Má ég samt spvrja, er Baba ■ Miðlinum hlutverk lífs þíns? Já Er það vegna baráttunnar sem þið háðuð til að gera þessa sýningu að veruleika? Það er fleira. Kombinasjón úr mörgu. Auðvitað verkið sjálft. Og eitt enn. Ég hef unnið í mörgum leikhúsum og aldrei fundið aðra eins samheldni og kammer- atskap og í hópnum sem færði upp Miðilinn 1952. Og það er undirstaða ekta og heiðarlegs árangurs í því verki sem á hverri stund er unnið, hvert sem það er. Hvernig voru viðtökumar? Bæði gagnrýnendur og þeir sem létu hafa sig í að mæta kváðu upp einum rómi og lofuðu sýninguna. Og nú er Miðillinn kominn á svið á nýjan leik Já. Þegar ég frétti af því í fyrra að íslenska óperan ætlaði að setja Miðilinn ■ Hallmar Sigurðsson og Katrín Sigurðardóttir. Tímamynd GE ■ Gian Carlo Menotti, höfundur operanna Síminn og Miðillinn, er ítalskur eins og nafnið gefur sterk- lega til kynna, fæddur í Cadeg- liano, smábæ i grennd við Mílanó árið 1911. Hann var af vel stæðu fólki kominn, tónlist var í hávegum höfð á æskuheimili hans og hann var barnungur þegar móðir hans hóf að kenna honum frumatriði tónlistarinnar. Hann var 6 ára þeg- ar hann byrjaði að semja tónlist og 11 ára þegar hann samdi sína fyrstu óperu. Dauði Pierrotts nefndist hún, en tónskáldið sagði síðar að hún hefði einkum verið athyglisverð fyrir þær sakir að allar persónurnar frömdu sjálfs- morð í þriðja þætti. Fjölskyldan fluttist til Mílanó og þar hélt Menotti áfram námi og þó einkum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.