Tíminn - 04.12.1983, Blaðsíða 12
12
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
8E$77 -í?
HJALPA HKOKKWRINN
KENWOOD CHEF
,,CHEF-inn“ er allt annað og miklu meira en venjuleg
hrærivél.
Kynnið ykkur kosti hennar og notkunarmöguleika.
GMBOÐSMENN:
REYKJAVÍK
JL-húsið, Hringbraut 121
Rafha hf., Austurveri
AKRANES
Rafþjónusta Sigurd. Skaga-
braut 6.
BORGARNES
Húsprýði
STYKKISHÓLMGR
Húsið
BÚÐARDALUR
Verslun Einars Stefánssonar
DALASÝSLA
Kaupfélág Saurbæinga,
Skriðulandi
ÍSAFJÖRÐCIR
Póllinn hf.
BOLCINGARVÍK
Verslun Einars Guðfinnssonar
HVAMMSTANGl
Verslun Sigurðar Pálmasonar
BLÖNDCJÓS
Kaupfélag Húnvetninga
SAUÐÁRKRÓKGR
Kaupfélag Skagfirðinga
Radío- og sjónvarpsþjónustan
AKUREYRl
Kaupfélag Eyfirðinga
HÚSAVÍK ,
Grímur og Árni
EGILSSTAÐIR
Verslun Sveins
Guðmundssonar
HELLA
Mosfell
SELFOSS
Kaupfélag Árnesinga
Radío- og sjónvarpsþjónustan
VESTMANNAEYJAR
Kjarni
ÞORLÁKSHÖFN
Rafvörur
GRINDAVÍK
Verslunin Bára
KEFLAVÍK
Stapafell hf.
Eldhússtörfin verða leikur einn
með KENWOOD CHEF
W Útboð
Tilboð óskast í að fullgera verkið.
„Brú yfir Grafarvog" fyrir gatnamálastjórann i Reykjavík.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík
gegn 1500 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 29. des. 1983 kl. 11
f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — iími 25800
Dráttarvél óskast
Vil kaupa dráttarvél með ámoksturstækjum.
Ursus kemur ekki til greina.
Má vera húslaus. Upplýsingar á sunnudag og
mánudag í síma 91-40263.
bókmenntir
EFTIR MANUÐ..
— „1984” eftir George Orwell
George Orwell:
1984
Hersteinn Pálsson og
Thorolf Smith íslenskuðu
Endurútgáfa,
1. útgáfa 1951
Árum saman hafa menn hugsað með
nokkrum ugg til áramótanna sem verða
eftir um það bil mánuð. Ástæðan er
þessi skáldsaga, sem ókennilegt forlag
gefur nú út öðru sinni á íslensku, og
orðið hefur hluti af hugsun og heimi
Vesturlandabúans: martröð George
Orwells um ástand mála í veröldinni árið
1984. Flestir munu þekkja eitthvað til
þeirrar heimssýnar sem hann birtir í
bókinni - þrjú stórveldi teygja sig um
heimskringluna og eiga í sífelldum styrj-
öldum sín á milli, 85% íbúa Eyjaálfu er
snauður og fávís skríll, Hugsanalögregl-
an eltist við alla þá sem sýna minnstu
merki sjálfstæðrar hugsunar, Flokkurinn
sem upphaflega kenndi sig við sósíalisma
hefur ráðist gegn sjálfu frelsiseðli manns-
ins og tjáningarþörf, tungumálið er ger-
ilsneitt og mun innan skamms ekki rúma
nein þau orð sem duga til að túlka nema
leyfilega hluti og tilfinningar. Alls staðar
eru stóreflis skilti: Stóri Bróðir hefur
gætur á þér.“ Mottó Eyjaálfu eru þrjú:
„Stríð er friður. Frelsi er ánauð. Fáfræði
er máttur.“ Sögunni er breytt að vild,
menn sem gera uppreisn máðir út af
öllum skýrslum og plöggum og bannað
er að tala um þá - ergó: þeir hafa aldrei
verið til. Svo mikil áhrif hefur þessi bók
haft að fjölmörg fyrirbæri úr henni eru
orðin að klisjum og frösum í öllum
umræðum um framtíðina og þjóðfélagið;
ef menn vantar rök til að ráðast gegn
sósíalisma, múghugsun, hvers konar ein-
ræði, skrifræði, tæknivæðingu et cetera,
þá er hægur vandi að segja: „Sjáið bara
1984. Er það svoleiðis sem koma skal?“
Satíra
Fyrst af öllu verður að taka fram að
bók Orwells er ekki spádómur um það
hvernig hann ímyndaði sér að þjóðfélag-
ið yrði á næsta ári - ártalið mun hafa
verið valið af því einu að Orwell hófst
handa við ritun bókarinnar árið 1948.
Hún er heldur ekki einhliða árás gegn
kommúnismanum, eins og gjarnan var
talið fyrstu árin eftir útkomu hennar en
Orwell sjálfur neitaði. Vitanlega er bók-
in þó árás gegn kommúnismanum - og
enginn þarf að fara í grafgötur um að
Stóri Bróðir og Goldstein eiga sér fyrir-
myndirnar Stalín og Trotskí, rétt eins og
■ „George Orwell hefur verið tekinn í
hóp spámanna Gamla testamentisins...“
Napóleon og Snjóbolti í Dýragarði - en
hún er líka árás gegn fasismanum, sem
Orwell brúkar einnig óspart í bókinni,
og gegn öllum alræðiskenndum sem gera
vart við sig í þjóðfélaginu, hvaða nafni
svo sem þær nefnast. Og ekki má gleyma
því að Orwell sjálfur ætlaði sér hvorki
meira né minna en að skrifa satíru -
kannski ekki af ósvipuðu tagi og Gúllí-
verssögur Swifts - en lesendur gleymdu
því fyrr en varði; þerr vildu líta á
Nítjánhundruðáttatíuogfjögur sem
spádóm, sem ógnarlegan reiðilestur yfir
öllu því sem þeim sjálfum mislíkaði, sem
bölbæn hrópandans í eyðimörkinni yfir
syndum spilltum heimi. Orwell vargerð-
ur að eins konar spámanni Gamla testa-
mentisins og megnaði ekki að bera hönd
fyrir höfuð sér, því hann lést sem
kunnugt er aðeins fáeinum mánuðum
eftir útkomu bókarinnar.
En hvernig heppnast þá satíra
Orwells? Jú, víst var hann ótrúlega
skynugur á þá þætti sem ómannlegastir
geta talist í nútímasamfélagi og þeim
húrraði hann öllum saman í bók sína.
Hin ólánlega söguhetja bókarinnar
ræðir við kvalara sinn:
„Paó er ógerningur að grundvalla
menningu á ótta, hatri og grimmd. Hún'
mun aldrei standa lengi.“
„Hvers vegna ekki?“
„Hana mundi skorta lífsþrótt. Hún
mundi grotna niður - fremja
sjálfsmorð.“
„Þvaður. Þú heldur, að hatur sé meira
þreytandi en ást. Hvers vegna ætti það
að vera? Og hvaða máli skipti það, þótt
svo væri? Setjum svo, að við ákveðum
að slíta sjálfum okkur út fyrr. Setjum
svo, að við hröðum framvindu mannlífs-
ins, uns maðurinn yrði elliær um þrítugt.
Hvaða máli skipti það? Getur þú ekki
skilið, að dauði einstaklingsins er ekki
dauði? Flokkurinn eródauðlegur." (Bls.
195.)
Athugið að ef einhver virk merking á
að vera hér í orðinu „Flokkurinn“ þá
þurfum við að hugsa okkur annað og
meira en stjórnmálaflokk...
„Newspeak“
Ástarsaga bókarinnar, saga Winston
Smiths og Júlíu, er vitanlega hvorki fugl
né fiskur í sjálfu sér þótt endir sambands
þeirra sé ógnvekjandi. Sá kraftur og þau
áhrif sem stafa af þessari bók liggja
umfram allt í því að Orwell, fremur en
flestir aðrir, sá Ijónin á veginum, sá
hætturnar sem framtíðin ber í skauti
sínu, hann sá það sem við gætum orðið
ef við höfum ekki allan vara á. Eitt ártal
býttar svo sem engu til eða frá og bókin
mun vafalaust halda áfram að vera
lifandi þótt árið 1984 líði eins og önnur
ár. Bókin er ein þeirra sem ættu að vera
skyldulesning. Hún er það víst ekki,
ekki fremur en svo margar aðrar bækur
sem ættu slíkt skilið...
Á það skal minnst að enda þótt þýðing
þeirra Hersteins Pálssonar og Thorolfs
Smith sé yfirleitt góð, þá hefur þeim
gersamlega mistekist að koma til skila
eðli „newspeak“ eða „nýmálsins“ sem
stjórnvöld Eyjaálfu eru að koma á.
Eftirmála ensku útgáfunnar - eins konar
fræðiritgerð um „newspeak" - er sleppt
en hann miðast mjög við engilsaxneska
tungu svo það er að vissu leyti skiljan-
legt. Hins vegar eru orð eins og „tví-
hyggja" og „hugrenningaglæpur“ alls-
endis ómöguleg yfir hugtökin „doublet-
hink“ og „crimethink" og koma beinlínis
í veg fyrir að lesandi skilji kjarna þessa
nýja tungumáls - en það er einhver
áhrifamesti partur bókarinnar. Ef orði
eins og „frelsi“ hefur verið útrýmt úr
tungunni, hættir þá frelsið að vera til?
Fæðist hugsunin andvana ef orð er ekki
til yfir hapa? (Ekki segir kötturinn minn
það!) Það er galli á þessari nýju útgáfu
að „nýmálið" skyldi ekki hafa verið
bætt. Reyndar er þess hvergi getið hvað
útgáfan heitir, nema hvað á kreditsíðu
stendur: „Einkaréttur á íslandi:
LEIKMANN." Leikmann? Er þetta
„newspeak"? -ij
Sænskar ferðaminn-
ingar frá 19. öld
Nils 0:s»n Gadde: íslandsferð sumarið
1857. Úr minnisblöðum og bréfum frá
Nils 0:sun Gadde. Samantekt og for-
máli: Ejnar Fors Bergström. Efírmáli:
Olov Isaksson. Þýðing: Gissur Ó. Erl-
ingsson.
Hörpuútgáfan 1983.
165 bls.
■ Nítjánda öldin má með nokkrum
rétti kallast fyrsta ferðamannatímabilið
í íslenskri sögu. Þegar litið er til þess,
hvernig ferðalögum manna var háttað á
milli landa í Evórpu á þessum tíma,
verður ekki annað sagt, en að furðulega
margir erlendir ferðalangar hafi lagt leið
sína til íslands. Voru þær ferðir þó bæði
langar og strangar og engan veginn
hættulausar.
Langflestir þeirra útlendinga, sem
komu til íslands sem ferðamenn á 19.
öld, voru vísinda- eða fræðimenn, sem
lögðu upp í ferðina yfir Atlantsála til
þess að kanna náttúrufyrirbrigði eða
sögueyjuna. Ótrúlega margir þeirra
settu saman og gáfu út ferðabækur er
heim kom þar sem þeir sögðu frá því,
sem á dagana hefði drifið og fyrir augun
borið á íslandi. Hafa margar þessara
bóka verið þýddar á íslensku og eru
sumar þeirra merkar heimildir um land
og þjóð á þeirri tíð.
Bókin, sem hér liggur fyrir er ekki
ferðabók í eiginlegum skilningi. Hún er
byggð á minnisblöðum Nils 0:son
Gadde, en hann kom hingað árið 1857 í
fylgd með Otto Torell og var það fyrsti
vísindaleiðangurinn, sem sænskir menn
fóru hingað til lands. Höfðu sænskir
vísinda- og fræðimenn þó komið hingað
áður, en þá í fylgd með mönnum af öðru
þjóðerni.
Þeir félagar ferðuðust hingað frá
Kaupmannahöfn og tóku land norður á
Langanesi. Þaðan ferðuðust þeir suður
um land allt til Reykjavíkur og þaðan
norður fjöll, norður í Skagafjörð, Eyja-
fjörð og Þingeyjarsýslur og héldu utan
frá Akureyri. Höfðu þeir þannig um það
er lauk farið um allmikinn hluta landsins.
Tilgangur ferðarinnnar var einkum sá
að kanna náttúrufar á íslandi, m.a. að
safna heimiidum um sjávardýr. Eftir
frásögninni að dæma virðast þeir hafa
náð góðum árangri á því sviði, auk þess
sem þeir fengust við aðrar rannsóknir.
urðu m.a. fyrstir manna til að mæla
skriðhraða íslensks jökuls, svo kunnugt
sé.
Frásögn þessarar bókar er lipur og
léttilega skrifuð og það er höfuðkostur
hennar. Heimildagildi hennar er næsta
lítið, hún bætir litlu sem engu við
þekkingu okkar á íslandi og íslensku
þjóðlífi á þessum tíma, þótt alltaf sé
fróðlegt að kynast því, hvemig land og
þjóð komu erlendum gestum fyrir augu.
Verður þá einnig að geta þess, að
Gadde, sem virðist hafa verið alveg
sæmilega ánægður með sjálfan sig, var
greinilega ærið trúgjarn. Hann hefur
lagt trúnað á ýmsar upplýsingar, sem
voru í meira lagi vafasamar, að ekki sé
meira sagt, og á stundum fer hann með
hreinar vitleysur.
Bókin er prýdd miklum fjölda mynda
og eru þær allar fengnar úr öðrum
ferðabókum, flestar úr ferðabók Gai-
mard. Þær standa vissulega vel fyrir
sínu, en eru velþekktar fyrir.
Öll er þessi bók smekklega unnin frá
útgáfunnar hendi og þýðing Gissurar Ó.
Erlingssonar er lipur og læsileg.
Jón Þ. Þór.