Tíminn - 04.12.1983, Side 17
bækur
Cassino eftir Sven Hassel. Svo segir á
baksíðu bókarkápu. Monte Cassino er talin
ein sú besta af bókum Sven Hassel. í hersveit
hinna fordæmdu sem samansett var af úr-
hraki þýska hersins voru líka „menn" er vildu
lifa en ekki deyja. Þeir fórnuðu öllu til þess,
en þeir virtu ekki reglur hersins og létu illa
að stjórn. Þeir voru ætíð í fremstu víglínu og
þar með í návígi...
Halldór Laxness
Gerska ævintýrið
Minnisblöð
Komin er út hjá Helgafelli önnur útgáfa af
Gerska ævintýrinu eftir Halldór Laxness, en
fyrri útgáfan kom út hjá Heimskringlu 1938.
Höfundur skrifar sjálfur formála að 2. útgáfu
oe seeir bar m.a. að Gerska ævintýrið hafi
verði einna fljótust bóka sinna bæði að verða
til og hverfa, og eftir hvarfíð hafi verið
látlaust falast eftir því um 45 ára skeið, að
hún yrði endurprentuð, og því hafi hann nú
gefið „plaggið laust til annarrar prentunar“.
Sven Hassel
Sven Hassel
Monte Cassino
Ægisútgáfan hefur gefið út bókina Monte
Halldór fFD Ql/'A
Laxn&ssxJfílj l\k31VTk
VANTAR ÞIG
JÓLAGJÖF?
ÞAÐ ERU 4750
BÓKATITLAR í
MARKAÐSHÚSI
BÓKHLÖÐUNNAR
Laugavegi 39 Sími 16180
OPIf) ÖLL KVÖLIJ T1LKL.8.
SHNDUM í PÓSTKKÖKU I M
ALLT LA.M)
r(=
okhLaðan
L A* 11 JLX J
SS-foringinn
Ægisútgáfan hefur gefið út SS-foringjann
eftir Sven Hassel. Á bókarkápu segir svo:
Þeir sem komust lifandi frá bardögum í
fremstu víglínu eiga enga viðurkenningu
skilið. Þeir sem féllu eiga allan heiðurinn
(Adolf Hitler)
Fyrir þýska herinn er sat um Stalingrad
voru hvatningarorð Hitlers „berjist til síðasta
manns, þar til síðasta skot hefur verið
notað", staðfesting á því að þeir væru
dauðadæmdir. Hungraðir, útkeyrðir og
niðurbrotnir biðu leyfar þýska hersins dauða
síns, þar til SS-foringinn, einn af hetjum
Hitlers kom.
Sven Hassel
Barist til síðasta manns
Hjá Ægisútgáfunni hefur komið út bók Sven
Hassel Barist til síðasta manns. Bókin er
kynnt á baksíðu bókarkápu á þennan veg:
Þeir voru hersveit hinna fordæmdu. Öllum
var sama um hvort þeir lifðu eða dæju. Þeim
var líka sama hver mundi vinna stríðið, það
eina, sem þeir stefndu að, var að lifa
hörmungarnar af til stríðsloka.
Þeir börðust eins og dýr, ekki bara við
óvininn, heldur líka hvor við annan. Hitler
kom þeim ekkert við, Þýskaland kom þeim
ekkert við, enda kærði sig enginn um þá.
MARTRÖÐ UNDANHALOSINS
Sven Hasscl
Martröð undanhaldsins
Ægisútgáfan hefur gefið út bók Svens Hassel
um bardagana í Rússlandi í síðari heimsstyrj-
öldinni, sem heitir Martröð undanhaldsins.
Svo segir á bókarkápu:
Og þeir voru sendir.í hina brjálæðislegu
orustu á víglínunni í Rússlandi. Yftrmenn
þýska hersins vildu hafa þá fremsta því
enginn hafði áhyggjur af þeim. Þeir voru
meðhöndlaðir eins og dýr og höguðu sér eins
og dýr. Þegar undanhaldið hófst þjáðust þeir
mest því síðast var hlúð að þeim. Hér er lýst
hrikalegum en sönnum atburðum frá loka-
átökunum í Rússlandi. .