Tíminn - 04.12.1983, Page 22
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
Dúkkuvagnar og kerrur
í miklu úrvali
Póstsendum
Kreditkortaþjónusta
Leikfanga
húsið Sími 14806
SkólavörðustíglO
KAUPMENN
KAUPFÉLÖG
VIÐ BJÓÐUM EFTIRTALDAR VÖRUR:
SUBSTRAL blómaáburð
Z-brautir, trékappa, plastkappa og tilheyrandi
!§| newell kappastangir, þrýstistangir og yfirstangir
dan-lflt ömmustangir
HAR^fON lamir, rennilokar, huröar-
jfgggQ) stopp, snaga og fieira á spjöldum og í lausu
•EVOSTIM lím
Jowafc lím
STORMKING þéttiefni
EINNIG BJÓÐUM VIÐ EFTIRTALDAR
SMÁVÖRUR
fÚbgÍIil..SUPER GLUE“ tonnatak
DEVCON 2ton lím
GARDÍNUGORMA, KRÓKAOG LYKKJUR
REX steinbora
FIX-SQfatalím_______________________
BÆTT OG AUKIN ÞJÓNUSTA
HAFIÐ SAMBAND
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
ÍSLErtZKA VERZLUnARFÉLACiln HP
VV UMBOÐS- & HEILDVERZLUN
ÁRMÚLA24-P.0. BOX 1391
<=ST — 77 SÍM119943
105 REYKJAVlK
■ Freddie í Queen
■ Danska kvennastórsveitin HEXEHYL hefur mikinn áhuga á að koma til íslands og spila hér seinnipart vetrar 1984 og
er nú verið að kanna möguleikana á þessu.
Hljómsveitina skipa 26 kvenmenn þar af eru þrjár af íslenskum ættum Nína Björk Elíasdóttir básúnuleikari yst til vinstri
á myndinni, Marianne Rottböll trommuleikari yst til hægri og Lindís Mikkelsen bassaleikari næstyst til hægri.
HEXEHYL hefur verið starfandi undanfarin 4 ár og er tónlist þeirra blanda af ýmsu, inniheldur m.a. jazz, rokk, fönk
o.fl. og þær hafa komið fram í Montmarte, Vognporten, Roskildefestival 79, Copenhagen Jazz Festival 81 og s.l. sumar
voru þær á hátíðum á Miöfjóni, Mön og í Gilleleje. Fyrir utan það hafa þær komið fram bæði í danska útvarpinu og
sjónvarpinu. -FRI
Úr erlendu popppress-
unni
■ Við höfum vín, við höfum for-
drykki, við höfúm snittupinna, já
hljómsveitin Queen hélt partý í Holly-
wood, ekki eina af þessum þekktu
drykkjuveislum hljómsveitarinnar þar
sem þjónarnir voru alltof önnum kafnir
við að gefa nafnspjöld sín ljósmyndur-
um og fulltrúum karl-módelsamtaka
til að geta staðið mikið í að bera fram
áfengið. Veislan var haldin í tilefni
þess að Queen hefur sagt upp samning
sínum hjá Elektra Records og samið í
staðinn við Capitol.
Meðal gesta voru Roy Thomas
Baker, Fast Eddie Clark, Howie úr
Heart og Lita Ford, en allt gestaliðið
var langt á undan gestgjöfunum hvað
drykkjuna snertir því flestir þeirra
voru að koma beint úr AC/DC tónleik-
unum í Forum þar sem þeir renndu úr
glösunum í stríðum straumum í hópi
manna á borð við Slim Jim, og Britt,
Mötley Crúe og Glen Hughes.
• Hvað er að gerast. Hefur Bob
Dylan uppgötvað kaþólikka. Hann
hefur að undanfömu starfað með
Austur L.A. sveitinni The Plugz og
virðist hafa frett af henni í gegnum Bill
Graham. Trommuleikari hljómsveit-
arinnar hefur þegar komið fram í nýju
Dylan videói og gítarleikarinn vinnur
við nýju lp plötu Dylans.
• Svo við komum aftur að Forum þá
lék Robert Plant þar nýverið og hefur
víst aldrei verið betri. Því í anskotan-
um hékk þá eftirtalið lið á barnum í
gegnum alla tónleika hans, hinir seku:
Pat Benatar, Rod Stewart og sveit (NT
vill skjóta því inn í hér að nafn númer
tvö kemur honum síður en svo á
óvart), Alex Van 'Halen, flestir úr
Queen og Mötley Crúe en strákarnir
þar virðast í méira lagi félagslyndir.
• Bæði BBC og ITV sjónvarpsstöðv-
arnar í Bretlandi hafa bannað vídeó-
mynd Rolling Stones sem fylgja átti í
kjölfar nýju smáskífu þeirra „Under
Cover Of The Night“. Myndinni er
leikstýrt af Julian Temple og tekin upp
í Mexíkóborg. í henni sést maður með
andlitshulu tekinn af lífi og bíl er ekið
í gegnum kirkju og mun myndin vera
innblásin af tilfinningum Mick Jagger
gagnvart politísku ofbeldi í Suður-
Ameríku. Þar sem meðal löggumynd í
sjónvarpi hefur að geyma meira of-
beldi en þetta videó telur NME tíma-
ritið að ástæður bannsins séu fremur
pólitískar en vegna innihaldsins. Hvar
eru skotin af Jagger að drepa í sígar-
ettustubbum á nöktum líkama Keith
Richards...?
•Boy George er víst fjúkandi vondur
út í gamlan vin þessa dagana þar sem
sá mun hafa selt gamla mynd af
Hetjunni til Scum tímaritsins. Á mynd-
inni mun „Strákurinn" víst vera án
andlitsfarða og flest annars sem söku-
dólgurinn er víst Jeremy Fantayzee og
myndin fór á 250 pund.
• Svar Kim Fowley við Goth-City
Rockers at the Cave of Bats er „Fra-
nkenstein And The All Star Monster
Band“ (hann er að grínast - hann hlýtur
að vera að grínast). Samkvæmt heimild-
armanni NME „á staðnum" mun sveit
þessi vera einhverskonar blendingur at
Bobby „Boris“ Pickett And The Crypt
Kickers og Kraftwerk. Nokkrar stað-
reyndir: Þeir hafa fimm ára gamla stelpu,
Dorothy Dinosaur sem étur skriðdýr á
sviðinu, Frankenstein sjálfur er 167 ára
gamall og þau hafa nýlega tekið upp
videómynd í Houdini húsinu í L.A. Þau
komast aldrei út úr Bandaríkjunum.
Allavega vonum við það. Annað mundi
þýða alltof mikið verkefni fyrir Helgar-
Tímann.
• Eftir yfirlýsingar Johnny Rotten -
Lydon um að ný tækni hefði stórlega
bætt kynlíf hans, það er nú fimm mínútur
af stunum í stað tveggja og hálfrar áður,
kemur uppljóstrunin um að „þýska
ljóskan með stóru tútturnar“ sem hefur
víst æft hann í nýju tækninni, er engin
önnur en móðir Ári Upp söngvara Slits
nefnilega hin fertuga Nora Maier.
Hin vellauðuga Nora byrjaði á föstu
með Johnny strax á Sex Pistol dögunum
og þá á hann að hafa stolið henni af
Steve Jones þar sem hann var heillaður
af skrýtnum uppátækjum hennar eins og
að fara á hjólaskautum um London á
svipuðum tíma og skemmtistaðir hér-
lendis loka um helgar.
• Og hvert hefur pólitísk meðvitund
Gang Of Four farið. Þeir áttu nýlega að
koma fram á tónleikum í British Col-
umbia háskólanum. Er þeir komu þang-
að beið þeirra varðlína verkfallsmanna
en háskólastarfskraftar voru í verkfalli.
Þeir fóru í gegnum línuna og héldu
tónleikana og meðan verkfallsfólkið
breytti kröfuspjöldum sínum í „Gang Of
Scabs...“