Tíminn - 23.12.1983, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983
■ Heidi Bohay sagðist hafa haft gaman af að leika í auglýs-
ingum, en þetta væri stórtstökk fvrir sig, að vera nú
komin í kvikmynd.
„Bette Davis er dásamleg“
sagði Heidi Bohay,
sem „hoppaði“ úr augiýsingamynd —
í hlutverk í sjónvarpsþáttunum HOTEL
með Bette Davis o.fl. frægum leikurum
■ -Ég á frama minn því að
þakka, að stjórnandi „Hotels“
sá tannkremsauglýsingu, þar
sem ég kom fram sem hin „ekta.
ameríska stúlka" - og svo því, að
Bette Davis leist vel á mig“,
sagði Heidi Bohay nýlega í blaða-
viðtali. Hún hreppti hlutverk í
sjónvarpsþáttum sem nefnast
HOTEL, en framleiðandi og
stjórnandi þeirra er Aaron
Speiling.
Heidi Bohay sem er 22ja ára
Ijóshærð og lagleg fyrirsæta
leikur þarna unga afgreiðslu-
stúlku í móttöku hótels, sem
heitir Megan Kendall. Megan
þessi er kynbomba hin mesta í
myndinni, og er Heidi nú allt í
einu orðin fræg hjá sjónvarps-
áhorfendum sem slík. Sjálf segir
Heidi, að hún sé engin „sex-
bomba“ - eða það fínnst mér
ekki sjálfri. Ég lít í spegil á
morgnana og hugsa sem svo: Jú,
þú ert alls ekki sem verst, og ég
er alveg ánægð með það.
Fyrsta atriðið, sem Heidi lék
í, var með Bette Davis, sem átti
að vera að hella skömmunum
yfir hana fyrir einhver mistök í
afgreiðslu.
■ Bette Davis er ótrúleg leik-
kona, og augu hennar, vá...
sagði hin fyrrv. tannkremsaug-
lýsandi Heidi.
-Ég átti að vera „alveg í rusli“
sagði Heidi, - og ég var það líka,
því ég skalf í hnjáliðunum og varð
að hafa mig alla við að muna
hvað ég átti að segja. Þið munið
eftir laginu “ Bette Davis Eyes“
(Augu Bette Davis) það kom í
huga mér þegar þetta atriöi var
leikið, þið hefðuð átt að sjá
augun í henni! En hún er dásam-
leg að vinna með, og ég tel mig
hólpna að hafa fengið þetta tæki-
færi, sagði hin nýbakaða stjarna
ánægð.
„Ég efast um að þeirra þáttur
sé stór. Hitt er annað að þau
koma til með að hækka vöruverð
í framtíðinni. Þarna er kominn
nýr milliliður, sem krefst hárrar
þóknunar, sem neytandinn verður
að borga. Ég held að það hafi
verið misráðið hjá stjórnvöldum
að gefa þetta frjálst - að minnsta
kosti hvað almenna verslun
varðar.“
- Ert þú með greiðslukorta-
þjónustu í þinni verslun?
„Ég hef ekki tekið hana upp
ennþá. Enda er mér óheimilt að
hækka mína vöru í samræmi við
það sem þessi nýi milliliður
krefst. Svo finnst mér alls ekki
sanngjarnt að sumir kúnnar fái
greiðslufrest í allt að 40 daga
meðan aðrir þurfa að stað-
greiða“, sagði Sigurður.
- Heldurðu að fólk fari flatt á
greiðslukortunum-eyði um efni
fram?
„Ég veit það satt að segja
ekki. Það fersjálfsagt mikið eftir
þeim reglum sem greiðslukorta-
fyrirtækin setja sér. Ég held til
dæmis að VISA-ÍSLAND fari
varlega af stað. Gefi til dæmis
ekki misferlismönnum kost á að
komast yfir kort.“
- Ber meira á búðahnupli fyr-
ir jólin en á öðrum árstímum?
„Ösin er náttúrulega meiri og
þess vegna þarf verslunarfólk að
vera varkárara gagnvart hnupli.
En tilfellið er að það eru aðeins
örfáir sem leggjast svo lágt að
hnupla úr búðum. Vandamálið
er kannski aðallega það að erfitt
er að þekkja þá úr,“ sagði Sig-
urður.
- Nú hafið þið, kaupmenn við
Laugaveginn bundist samtökum
um að hafa opið lengur fram á
kvöld í nokkra daga fyrir jólin?
„Fólk hefur tekið því mjög
vel. Það hefur verið talsvert um
að vera hjá mér milli 6 og 8 á
kvöldin. Enda hefur veðurblíðan
verið með eindæmum það sem af
er mánuðinum og margt fólk á
ferli hér við Laugaveginn“.
-Sjó
■ Forsetarnir þrír, sem hafa veríð ákærðir; (talið frá vinstri) Leopoldo Galtieri, Jorge Videla og Roberto Viola
Alfonsin kærir þrjá for-
seta fyrir réttarfarsbrot
Málaferli gegn þeim munu vekja mikla athygli
■ MIKIL hátíðahöld voru víða
í Argentínu um fyrri helgi, en þá
tók hinn nýkjörni forseti, Paul
Alfonsin, við forsetaembættinu.
Margir erlendir þjóðarleiðtog-
ar voru viðstaddir, þegar Alfons-
in vann forsetaeiðinn og tók
formlega við forsetaembættinu.
Meðal þeirra voru forsætisráð-
herra Spánar, Portúgals og ítal-
íu, Bush varaforseti mætti fyrir
hönd Reagans forseta.
Frá löndum rómönsku Amer-
íku mættu forsetar Kólombíu,
Perú, Costa Rica, Bolivíu og
Equador, en þeir hafa allir verið
kosnir á lýðræðislegan hátt. Þá
mætti formaður þeirrar stjórnar-
nefndar, sem fer með völdin í
Nicaragua. Einnig mætti Mejia
Victores hershjöfðingja, sem er
forseti Guatemala, en hann tók
völdin fyrr á þessu ári, þegar
annarri hershöfðingjastjórn var
velt af stóli.
Hershöfðingjastjórnirnar í
Chile, Brasilíu og Uruquay
sendu háttsetta fulltrúa, en eng-
inn af leiðtogunum mætti. Senni-
lega hefur það stafað af því, að
einhverju leyti, að Alfonsin
hafði boðið sérstaklega leið-
togum stjórnarandstöðunnar í
þessum löndum.
Þótt allir þessir gestir vektu
vissa athygli, beindist þó athygl-
in mest að einum fyrrverandi
forseta Argentínu, Isabel Peron.
Hershöfðingjarnir höfðu steypt
henni af stóli 24. marz 1976 og
farið með völd síðan. Fyrst hafði
Isabel verið höfð í stofufangelsi,
en síðar dæmd til fangelsisvistar.
Þeim dómi var þó ekki fullnægt,
heldur fékk hún leyfi til að
dveljast í útlegð á Spáni. Þaðan
kom hún í boði Alfonsins forseta
og var sýnd öll sú virðing, sem
fyrri stöðu hennar hæfði.
Isabel vildi þó ekki setjast að
í Argentínu að sinni, heldur hélt
aftur til Spánar eftir fáa daga.
Hún er enn formlegur leiðtogi
flokks Peronista, þótt hún hafi
ekki tekið opinberlega þátt í
störfum flokksins um skeið.
Isabel virðist ekki hafa áhuga
á að taka við fullri forystu flokks-
ins að sinni. Hún mun ætla að
bíða átekta og sjá hvernig Al-
fonsin vegnar. Gangi honum illa
er líklegt, að hún hverfi heim
aftur og reyni stríðsgæfuna í
næstu kosningum.
( Yfirleitt eru fréttaskýrendur
sammála um, að hún sé eini
leiðtoginn, sem geti sameinað
Peronista og tryggt þeim sigur í
kosningum.
Svo sterk eru áhrif Perons enn
í Argentínu.
■ Isabel Peron óskar Alfonsin til hamingju eftir að hann hefur
unnið forsetaeiðinn.
ALFONSIN lét þess ekki lengi
bíða eftir að hann tók við forseta-
embættinu að grípa til róttækra
aðgerða. Hann fyrirskipaði strax
margháttaðar ráðstafanir í verð-
lagsmálum og launamálum, sem
miða að því að draga úr verð-
bólgu og bæta kjör þeirra, sem
lakar eru settir. Frekari ráðstaf-
anir í þessa átt bíða þingsins, en
Alfonsin hyggst leggja róttækar
tillögur fyrir það.
Af þeim víðtæku og róttæku
ráðstöfunum, sem Alfonsin hef-
ur boðað hefur mest athygli
beinzt að þeim, sem eiga að
stefna að því að koma á réjtlátu
stjórnarfari í landinu.
Segja má að ráðstafanimar
séu tvíþættar. í fyrsta lagi á að
koma fram refsingu á hendur
þeim, sem hafa gert sig seka um
mannréttindabrot og löglausar
hefndaraðgerðir í tíð hershöfð-
ingjastjórnarinnar. í öðru lagi
verða lagðar fyrir þingið víðtæk-
ar breytingar á hegningarlög-
gjöfinni, sem eiga að koma í veg
fyrir misbeitingu á henni.
Langmesta athygli vekja að-
gerðir þær, sem Alfonsin boðaði
í sjónvarpsræðu, sem hann flutti
á miðvikudaginn í síðastliðinni
viku.
Samkvæmt þeim verður höfð-
að mál á hendur þeim níu hers-
höfðingjum, sem sæti áttu í
hershöfðingjanefnd þeirra, sem
var eins konar yfirstjórn landsins
frá 24. marz 1976 og þangað til á
síðasiliðnu sumri, þegar ný
nefnd tók við til að undirbúa
kosningar. Þeir, sem áttu sæti í
henni, sleppa við málshöfðanir.
Meðal hershöfðingjanna níu,
sem mál verður höfðað gegn,
eru þrír menn, sem hafa gegnt
forsetaembættinu til skiptis. Þeir
eru Jorge Videla, Roberto Viola
og Leopoldo Galtieri, sem
stjórnaði innrásinni á Falklands-
eyjar.
w
Þorarinn
Þorarinsson,
ritstjori, skrifar KtM
Allir eru þessir menn ákærðir
fyrir margvísleg réttarafbrot.
Herdómstóll mun í fyrstu fjalla
um mál þeirra, en ætlun Alfons-
ins er að fá þingið til að gera þær
breytingar á lögunum, að úr-
skurðir herdómstóla verði ekki
endanlcgir. heldur megi vísa
þeim til hæstaréttar, sem fellir
þá endanlegan dóm.
Jafnhliða þessu tilkynnti Al-
fonsin að mál yrði höfðað gegn
sjö tilgreindum leiðtogum vinstri
sinnaðra skæruliða, scm hafi gert
sig seka um hryðjuverk. Flestir
þessara manna eða jafnvel allir
dvelja enn í útlegð og er talið
hæpið að þeir hverfi heim að svo
stöddu.
Þá tilkynnti Alfonsin að hafin
yrði víðtæk rannsókn til að upp-
lýsa hvarf þúsunda manna, sem
hurfu á tímum hershöfðingja-
stjórnarinnar og yfirleitt er talið
að hafi veriö myrtir. Þessi rann-
sókn getur leitt til fjölda máls-
höfðana.
ALFONSIN hefur að sjálf-
sögðu gcrt sér Ijóst, að þessar
ráðstafanir hans myndu mælast
misjafnlega fyrir innan hersins.
Hann lét það því verða eitt fyrsta
verk sitt að skipta um menn í
öllum æðstu stöðum hersins. Þar
sitja nú menn, sem eru taldir
honum hliðhollir og hafa ekki
tekið þátt í þeim réttarbrotum,
sem hershöfðingjarnir níu hafa
verið ákærðir fyrir.
Það þykir sennilegt, að þessar
ráðstafanir Alfonsins mælist vel
fyrir og þyki merki um, að hann
vilji standa við loforð sín fyrir
kosningarnar. Margir töldu þó
vafasamt, að hann myndi efna
þau.
Sennilega verða það þó efna-
hagsmálin, sem ráða mestu um,
hvernig stjórn Alfonsins farnast.
Þau eru í kalda koli eftir sjö ára
stjórn hershöfðingjanna, sem
höfðu að mestu látið markaðs-
lögmálið ráða ferðinni.
Bæði ríkisbúið og þjóðarbúið
eru sokkin í botnlausar erlendar
skuldir. Alfonsin hefur óskað
eftir að fá sex mánaða greiðslu-
frest meðan verið er að semja
um greiðslu á þeim.
Lánardrottnarnir hafa sagt, að
þeir séu tilbúnir að veita greiðslu-
frest á afborgunum en ekki á
vöxtum. Það nægir Alfonsin hins
vegar ekki, því að útflutnings-
tekjurnar munu vart nægja fyrir
vöxtunum.
Slíkur var viðskilnaður hers-
höfðingjanna og markaðshyggj-
unnar.