Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 1
Nýjuíjósivaipaðáverðstríðsölufyrirtækjaokkarvestan hafs: OOUWATERVARÐ FYRRTTLAÐ BIÓÐA VERDUEKKUN Á ÞORSN! ■ Coldwater var reiðubúið til þess að bjóða Long John Silver’s verðlækkun á síðastliðnu sumri, áður en Iceland Seafood bauð 10 centa verðlækkunina, að því er fram kemur í viðtali Tímans í dag við Árna Benediktsson framkvæmdastjóra Framleiðni sf. og segist Árni hafa heimildir fyrir þessu úr tveimur ólíkum áttum. Árni segir m.a. „Atvikin hög- uðu því þannig til að lceland Seafood varð fyrr til að tilkynna Long John Silver’s um verðlækk- unina, en þá snéri Coldwater við blaðinu og hóf vægðarlausar ár- ásir á Iceland Seafood í íslensk- um fjölmiðlum." Árni rekur í viðtalinu að orsök þessara viðbragða Coldwater, og forstjóra fyrirtækisins Þorsteins Gíslasonar sé einkum sú að Coldwater hafi með þessu misst frumkvæðið um verðákvarðanir í hendur Iceland Seafood, en Coldwater hafi jafnan lagt geysi- lega áherslu á að hafa frumkvæð- ið í verðlagningu á Bandaríkja- markaði, þar sem það geti haft mjög mikil áhrif á afkomu fyrir- tækjanna. Aðspurður um hverjar hann telji ástæður þess að Þorsteinn Gíslason forstjóri Coldwater kaus að láta af starfi, í kjölfar þeirrar verðlækkunar sem ákveðin var á þorskflökum sem Coldwater selur Long John Silver’s næstu fimmtán mánuð- ina, sagði Árni m.a. „það er augljóst að eftir að Sölumiðstöð- in er búin að semja um fast verð til LJS til 15 mánaða, að það er mjög andstætt þcim reglum og þeim vinnubrögðum sem Þor- steinn hefur notað og beitt sér fyrir. Það fer því varla hjá því að hann líti á samninginn við LJS þeim augum að frumburðarrétt- urinn hafi verið látinn fyrir baun- adisk." -AB Sjá viðtal við Áma bls. 10 til 11. Dagskrá rlkisf jölmidlanna — SJá bls. 13 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 13. janúar 1984 11. tölublað - 68. árgangur Sidumula 15—Postholf 370Reykjavik—Ritstjorn86300—Augtysingar 18300— Afgreidsia og askríft 86300 - Kvóldsimar 86387 og 86306 TVÖ HUNDRUÐ STARFSMÖNN- UMBÚRSAGT UPP STÖRFUM ■ Um 200 starfsmönnum Bæjarútgerðar Reykjavtkur hef- ur verið sagt upp störfum frá og með 20. þessa mánaðar vegna hráefnisskorts. Að sögn Bryn- jólfs Bjarnasonar, framkvæmda- stjóra BÚR, er þess vænst að fólkið verði ráðið fljótlega aftur, en dagsetningar þar að lútandi gat hann ekki nefnt. „Það hefur ckkert vcrið að gera t' vinnslustöðvunum frá því 2. janúar, en þá var allt hráefni búið. Fólk hefur komið til vinnu, stimplað sig inn og farið síðan heim. Laun til þessa fólks eru um 150 þúsund krónur á dag og fyrirtækið getur ekki borgað þetta fé meðan engin verðmæta- sköpun á sér stað,-‘ sagði Bryn- jólfur Bjarnason í samtali við. Tímann í gær. „Útgerðin hcfur gengið mjög erfiðlega undanfarið, skipin hafa verið úti og komið inn með 40 til' 60 tonn eftir túrinn. Það er ekkert sem komið hefur fram, sem bendir til að ástandið batni á næstu dögum. Togararnir hafa verið að senda skeyti og tilkynna að afli væri nánast enginn.** Brynjólfur nefndi sem dæmi um erfiðleikana, að nýlega hefði Ingólfur Arnarson, einn togara BÚR, landað og aflaverðmætið hefði verið rétt um 600 þúsund krónur, en oitan hefði kosta 612 þúsund. „Togararnirtapahundr- uðum þúsunda í hverjum túr um þessar mundir og það er í raun- inni enginn grundvöllur til að gera þá út á þessum árstíma,“ sagði Brynjólfur. Hann kvaðst ekki vita annað cn starfsfólkið tæki uppsögn- unum með skilningi þar sem því hefði vcrið staðan ljós frá ára- mótum. Það fengi núna bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði, sem að hluta til væri haldið uppi af fyrirtækjunum í landinu. -Sjó Hjónin á Þingvallastræti 22: BORIN Úr Á ÞRHUUDAfilNN ■ Dómi Hæstaréttar í útburð- armálinu svokallaða verður full- nægt n.k. þriðjudag, en bæjar- fógetinn í Akureyri hefur ákveð- ið að þá verði þau Ólafur Rafn Jónsson og Danielle Sommers Jónsson borin út úr íbúð sinni við Þingvallastræti 22 á Akur- T!rWt:: WM !ÍH SíiSSÍÍÍ eyri, ásamt börnum sínum. „Það cr ekkcrt meira um þetta að segja," sagði Sigurður Eiríks- son fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri í gærkvöldi, „Hæstirétt- ur hefur dæmt og þeim dómi verður að framfylgja.“ -JGK ■ „Hún Lucy mín er ein af fjölskyldunni, og henni farga ég ekki,“ sagði Albert Guðmundsson, Qármálaráðherra er Tímamenn litu við hjá honum á Laufásveginum síðdegis í gær, en hann og Lucy sátu þá jnni í stofu og „ræddust“ við að afloknum starfsdegi fjármálaráðherra. J f Tímamynd Róbert FREnMWÐUR inVORPS KŒRR FHRMSUIMfr HERRAFYnR MNMHAU) Rafn Jónsson fréttamaður útvarps kærði í fyrradag Albert Guðmundsson fjármálaráðherra fyrir að halda hund í Reykjavík. Albert Guðmundsson segir í viðtali við Tímann í dag að hann skilji ekki þær hvatir sem búi að baki kæru fréttamannsins, og segir hann að Rafn hafi aldrei komið nálægt heimili sínu, og aldrei séð hundinn, þannig að hann geti ekki haft yfir neinu í sambandi við hundinn að kvarta. Hér hljóti annað að búa að baki. Albert segir jafnframt að hann muni fremur flytja af landi brott, en að Iáta aflífa hundinn. Segist hann treysta því að Sjálfstæð- isflokkurinn, sem haldi vörð um frelsi einstaklingsins til orða og athafna gæti réttar hans í þessu máli. Rafn Jónsson, fréttamaður útvarps, sagði í samtali við Tím- ann er hann var spurður um forsendur kæru hans að hér væri um prinsipinál að ræða. í fyrsta lagi sagðist hann hafa kært Albert, vegna þess að Albert væri einn af mönnunum sem setja lög í landinu, og í öðru lagi vegna þess að Albert hefði lýst því yfir í útvarpi.að hann bryti lög. Hann hefði því litið á það sem borgaralega skyldu sína að vekja athygli á lögbrotinu með því að kæra. -AB Sjá nánar bls. 4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.