Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1984 fréttir Fjármálaráð herra kærður fyrir að halda hund í Reykjavík: „ÉG BÝ EKNILÖG- REGLURÍKl ÍSLANDS" — segir Albert Guðmundsson, fjarmálaráðherra, sem treystir því að sjálfstæðismeirihlutinn í borgarstjórn gæti hagsmuna hans, en íhugar ellegar búferlaflutninga af landi brott. ■ Nú hcfur það gerst, að Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, hefur verið kærður fyrir að halda hund í Reykjavík. Kærandinn er Rafn Jónsson, fréttamaður útvarps. Alhert upplýsti Tímann í gær að hundur hans, Lucy, sem er gömul tík, færi aldrei út af lóð hans, og raunar mjög sjaldan út. A'bert sagðist ekki skilja hvatir þær sem lægju að baki svona kæru, því hann vissi ekki til þess að umræddur fréttamaður hefði nokkru sinni séð hund hans, hvað þá að hann hefði oröið fyrir ónæði af völdum hans. Hér byggju því augljóslega aðrar hvatir að baki. „Þessi maöur, Rafn Jónsson, hefur ckki komið nálægt mínu heimili, og því síður tíkinni minni, þannig að hann hefur ekki yfir neinu að kvarta," sagði Albert Guð- mundsson, fjármálaráöhcrra, er Tíminn ræddi við hann í gær um kæru þá sem komin er fram á hann fyrir hundahald. Albert sagðist engan veginn geta gert sér grein fyrir því hvað byggi að baki svona kæru, og sagðist hann reyndar ekki vera einn um slíkt skilningsleysi. „Það er hart í mínum augum, ef íslend- ingar geta ekki fengið að búa við sömu réttindi, hvar sem er á landinu,“ sagði Albert, „og það er nú Sjálfstæðisflokkurinn sem stendur vörð um frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Þessi flokkur hefur meirihluta í borgarstjórn og hann hlýtur að sjálfsögðu að gæta minna hagsmuna. Að minnsta kosti reikna ég með að flokkur hinna frjálsu líti á það sem sjálfsagðan hlut að gæta hagsmuna einstaklingsins." Hver verður afstaða þín, ef þér verður gert að greiða sekt? „Ég mun ckki greiða hana. Slíkt kemur ekki til greina. Frckar flyt ég í burtu. Ég hef nú vcrið með það í huga að flytja af landi brott, alveg síðan ég kom til baka, og hvort það verður einu árinu fyrr eða seinna sem ég fer skiptir ekki máli. Ég bý ekki í lögregluríki íslands." - Kom þessi kæra þér gjörsamlega í opna skjöldu? ,Já, það verð ég að segja. Hér var skilningur, þegar ég var í borgarstjóm og þessi mál vom rædd. Þá var talað um það að lögregluvaldi yrði ekki beitt, heldur að þau dýr sem væru í eigu borgarbúa, fengju að renna sitt æviskeið, en menn fengju hins vegar ekki að endumýja, ef svo má að orði komast. Það er ákveðin mannvonska í því að taka gæludýr frá mönnum, að ég tali nú ekki um frá bömum, sem ég er sannfærður um að íslendingar almennt geta ekki liðið.“ Svo má náttúrlega benda á það, að ýmsir aðilar hafa fengið leyfi til þess að hafa hund, frá því þessi reglugerð um hundahald tók gildi hér í Reykjavík. Ég fékk leyfi til þess að hafa varðhund í Tollvömgeymslunni, Securitas hefur leyfi fyrir varðhundum, blindir mega hafa hunda, lögreglan er með hunda, sendiráðsmenn geta komið með sín dýr erlendis frá og fleira. Það er því ekkert hundabann í gildi, það er aðeins bannað fyrir Rcykvíkinga að halda hunda. Þetta nær náttúrlega ekki nokkurri átt. Annað hvort er bann fyrir alla, og þá ástæður að baki bannsins þannig að allir skilji, eða þá að það er ekki bann". Albert sagði: „Borgaryfirvöld geta með því að meina mér að halda hund, meinað mér búsetu hér í Reykjavík. Ef mér verða sett skilyrði um að annað hvort láti ég aflífa hundinn eða fiytja úr borginni, þá flyt ég tvímælalaust. Hundurinn er í fjölskyldunni, og þeir geta ekki skipað mér að drepa einn af fjölskyldumeðlimunum.“ -AB ■ Lucy fékk í fyrsta sinn að stíga upp í sófann hjá Albcrt í gær í tilefni myndatökunnar. Tímamynd: Róbert Eyjólfur Friðgeirsson stjórnarformaður Laugalax um skýrslu Hollustuverndar TÖLUR MIÐAST VIÐ HÁMARKS Á- LAG OG ENGAN HREINSIBÚNAÐ ■ f Tímanum í gær cr gert grein fyrir skýrslu Hollustuverndar ríkisins um hugsanlega mengun samfara laxeldisstöð við Apavatn. Formaður stjórnar Lauga- lax h/f, Eyjólfur Friðgeirsson fiski- fræðingur kom að máli við blaðið í gær og óskaði eftir að blaðið birti eftirfarandi athugasemd vegna fréttarinnar í gær. Skýrsla HoIIustuverndar ríkisins er sérfræðiskýrsla, nokkuð ítarleg, en mjög varfærin. Tölur um hugsanlega mengun frá stöðinni eru að mestu lcyti byggðar á ítarlegum útreikningum á efnainnihaldi vatns frá stöðinni miðað við fyrirhugað- an rekstur. Allar þær tölur eru hafðar í hærra lagi, en auk þess cru tölur Hollustuverndar ríkisins miðaðar við þann mánuð, sem mest álag er á stöðinni og engan hreinsibúnað eða eyðingu á rennslisleiðinni frá stöðinni að Apa- vatni. Allar þær tölur m.a. viðmiðun við skólp frá mönnum, sem slegið var upp í Tímagreininni, eru því vísvitandi alóhagstæðustu tölur við verstu skilyrði og enga hreinsun. Einaf sér gefa þær því alranga mynd af raunverulegri mengun- arhættu. Allt mat á virkni hreinsibúnað- ar og eyðingu mengandi efna er aftur á móti mjög varfærið í skýrslunni. Sam- hengislausar tilvitnanir í skýrsluna í blaðagrein geta því gefið mjög villandi mynd af raunverulegum niðurstöðum. Varfærnislegir útreikningar, sem birtir eru í skýrslunni. sýna að miðað við enga virkni hreinsibúnaðarins á uppleyst efni í frárennslisvatninu, nema köfnunarefn- is- og fosfórsambönd, sambærileg t.d. við túnáburð, innan við einu tonni á ári, sem er lítið miðað við hugsanlega skolun túnáburðar í vatn við áburð á vorin í vætutíð. Rannsóknir, sem fyrirhugaðar eru á Apavatni og við höfum fallist á að láta framkvæma miðast við að kanna hvaða áhrif þessi áburðarefni gætu haft á vatnið. Sé núna um mcngunarálag á vatninu að ræða, má gera ráð fyrir, að Náttúruverndarráð og Hollustuvernd ríkisins kanni hvaða orsakir eru fyrir þeirri mengun. Það er ekki rétt, eins og sagt er í greinarfyrirsögn í Tímanum, að stöðin sé við Apavatn. Vatn frá stöðinni mun renna yfir 5 km leið um skurði og læki áður en það kemur í Apavatn. Það er því langsótt þegar því er haldið fram í umfjöllun um stöðina, að það áburðar- magn, sem gæti komið frá stöðinni, ef hreinsibúnaðurinn virkaði illa, skili sér allt í vatnið. Að okkar mati mun það nýtast og eyðast á hinni löngu leið niður í Apavatn. Umræður um þetta mál hafa vafalaust verið hollar og þarfar og sjálfsagt að huga vel að mengunarmálum við Apa- vatn og víðar. Von okkar aðstandenda Laugarlax hf. er að þeir aðilar, sem valda eða gætu valdið mengun á um- hverfi sínu, hafi sama andvara á sér á því sviði og taki þau mál jafn föstum tökum og við höfum gert. Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur, stjórnarformaður Laugalax. ■ Rafn Jónsson Jréttamaður útvarps, „Þetta er fyrst og fremst spurning um prinsip." Tímamynd Róbert ■ „Ég kæri af tveimur ástæðum. 1 fyrsta lagi þeirri að Albert Guðmunds- son er einn af mönnunum sem setja lög í landinu - hann á að vera öðrum borgunum fyrirmynd. í öðru lagi vegna þess að hann lýsir því yfir í útvarpi að hann brjóti landslög," sagði Rafn Jóns- son fréttamaður útvarps er Tíminn spurði hann í gær hverjar hefðu verið forsendur þess að hann kærði í fyrradag Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra fyrir að halda hund í Reykjavík. Rafn sagði jafnframt: „Þetta er fyrst og fremst spurning um prinsip. Ef lög eru í landinu, þá á að halda þau. Ef mönnum finnst þau óréttlát, þá á að reyna að breyta þeim, en það á ekki að brjóta þau.“ - Er Albert Guðmundsson þá eini maðurinn sem þú þekkir, sem er lög- brjótur? „Nei, hann er hins vegar eini maður- inn sem er alþingismaður sem hefur lýst því yfir í útvarpinu að hann eigi hund í Reykjavík." Rafn sagðist geta fullvissað alla um að engar annarlegar hvatir lægju að baki þessari kæru. Hann sagði í því sambandi: „Ef það hefði komið maður í útvarpið og hann hefði lýst því yfir að hann héfði svikið 150 þúsund krónur undan skatti, vegna þess að honum þætti skattálög- gjöfin óréttlát, hefði sá maður verið látinn í friði? - Er það heilagt hlutverk þitt að halda uppi lögum og reglum í landinu? „Nei, það er alls ekki heilagt hlutverk mitt. Ég er almennur borgari sem hlusta á útvarpið heima hjá mér, og þetta eru mín viðbrögð. Ég hef borgaraleg rétt- indi, álít þetta borgaralega skyldu mína að vekja athygli á lögbroti sem þessu.“ Rafn sagði jafnframt: „Það er spum- ing hvort þessi kæra á hendur Alberti Guðmundssyni verði ekki til þess að reglunum verið breitt enda brýn þörf. - AB „Borgaraleg skylda mín að vekja athygli á lögbroti þessu“ — segir Raf n Jónsson, fréttamaður sem kærði f jarmálaráðherra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.