Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 19tU Fyrsti samlestur á „Súkkuladi handa Silju”: ÝMIST SKELLIHLEGIÐ - EÐA LOFTIÐ TITRAÐI AF DRAMA” Annasamur dagur í lífi leikhússtjóra Ring-ring-ring! Ég opnaði augun mcð crfiðisniunum, cn hringdi síminn! Hvað var klukkan? Hálfníu og cg hafði ckki vaknað við vckjaraklukk- una. Nú varð cg að drífa mig fram úr áður cn allt liðið vaknaöi. Ring, ring. Loksinstókst mcrað komast í símann. „Góðan daginn. Þetta cr hjá Flug- leiðum. Kristín Bjarnadóttir og Hall- dór Magnússon (vinir frá Rcykjavík í heimsókn á Akurcyri) áttu pantað far mcð fyrstu vél. En það er ekki flugfært núna. Viö athugum aftur' kl. II. Guði sé lof, hugsaði ég og kvaddi. Ég stðkk upp í rúmið á nýjan leik og ætlaði að sofna, cn áhyggjur af skyldum dagsins björguöu mcr. Þetta var fyrsti vinnudagurinn á árinu. og fyrsti samlestur á leikritinu „Súkkulaði handa Silju" eftir Nínu Björk Árna- dóttur átti að verða klukkan eitt. Nóg að gera — daginn eftir nýársfagnað Viö höföum haldiö upp á nýja og gamla árið með gestum okkar aö sunnan. samstarfsfólki úr leikhúsinu og fjölda annarra á miklum nýársfagn- aði í Sjallanum kvöldið áður, þar sem m.a. lcikfélagsmcnn höföu veriö með ýmis skemmtiatriði. Til dæmis hafði Theodór Júlíusson lcikið atriði úr Friðlaranum á þakinu og Passíukórs- meðlimir sungið lagasyrpu úr My Fair Lady blessaðri. Ég hafði verið með boð bæði fyrir og eftir skemmtunina, svo það þurfti aldeilis að taka til hendinni áður en ég legði af stað út í ófærðina þennan annan dag ársins. Einn leikarinn hafði skilið eftir bíl- inn sinn um nóttina, svo ég byrjaði útivistina á að ná í hann til að taka hílinn. Þá tilkynntu Flugleiöir, að reynt yröi að .fljúga, svo ég fór að sækja fyrrncfnda vini mína úr Reykjavík í íbúð Iðnaðarbankans. scm þau gistu í, til að fcrja þau með skíði og annan farangur út á völl. Þau áttu líka tvö börn hjá mcr í svefnpokum, en ég komst að samkomulagi unt að þau fengju að vera hjá mér út vikuna og sofa áfram. Annað erindi mitt á flugvöllinn var að taka á móti nýju starfsfólki Leikfélags Akureyrar, sem komið var til að vinna við Súkkulaði handa Silju. Áður en ég hélt af stað í mannflutn- ingana fór ég reyndar upp á skrifstofu leikhússinsog hringdi í þá, sem áttu að mæta á samlesturinn. Ekki man ég öll símtölin, cn yfirleitt hringir síminn stöðugt á skrifstofunni. og ég nota símann mikið til að leysa ýmis vanda- mál. M.a. hringdu nokkrir árrisulir- ferðamenn, sem vildu vita um næstu sýningar á My Fair Lady. Á þremur sólarhringum: Skíðaferð, leikhús- ferð, Sjallaferð, heimboð o.fl. Þegar við Kristín og Halldór komum út á flugvöll var þar fjöldi manns, eins og á járnbrautarstöð í útlöndum. Þau kváðust ánægð með dvölina, enda höfðu þau náð á þrcmur sólarhringum, skíðaferð, leikhúsferð, Sjallafcrð, nokkrum heimsóknum og svo að sjálf- ■ Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri L.A. sem hún nefnir Kotru. sögðu heimilislcgu gamlárskvöldi upp á gamla móðinn heima hjá okkur mcð börnunum (matur, sjónvarp, drykkur, útvarp, flugeldar, símtöl við fjarstadda vini og ættingja. innibombur og úti- bombur...) Það stóðst á endum, að ég var að Ijúka við að kvcðja þau. crvélin lendir og með henni kemur skrautlegt leikhúsfólk strcymandi inn úr norðan- næðingnum. Það voru leikstjórinn Haukur Gunnarsson. Icikmyndar- hönnuðurinn Guðrún Sigríöur Har- aldsdóttir, leikararnir Edda V. Guð- mundsdóttir. Ragnheiður Tryggva- dóttir og Gunnar Rafn Guðmundsson ogsvo rúsínan í pylsuendanum: Skáld- ið Nína Björk Árnadóttir, vinkona mín, sem ætlaði að gista hjá mér þessa fyrstu viku ársins. Þctta var glaðlegur hópur og ég hlakkaði til að vinna með þeim og hafði líka góða reynslu.af sumum þeirra. Þráinn Karlsson, leikari var líka - en auk þess sér hún um útvarpsþátt, mættur á völlinn til að hjálpa mér að ferja fólkið. Hann tók alla nema Nínu og Eddu. Edda var meö mikinn farang- ur, því hún átti að fá íbúð, sem skorti potta og pönnur og þess háttar, og hafði hún því allt sem til eldamennsku og neyslu þarf meðferðis. Þetta er oft sígaunalíf hjá lausráðnum leikurum og átti eftir að koma enn betur í ljós seinna um daginn. Var músafaraldurinn úr sögunni? Einn er sá höfuðverkur, sem oft þjakar okkur hjá L.A. og hann er að koma lausráðnum starfsmönnum fyrir. Eddu hafði verið ætlað gamalt leigu- húsnæði skammt frá leikhúsinu og fylgdum við Nína henni þangað. Svo mikill snjór hafði lagst yfir brattar tröppur hússins, að þær litu út eins og dálagleg skíðabrekka, en með þraut- seigju tókst okkur þcssum þremur „veikbyggðu" konum að drösla far- angrinum upp. Eddu leist ekkert illa á íbúðina, en hrökk þó í kút er hún sá tóma músagildru á eldhúsborðinu. Ég kvaðst hafa lesið í Degi sama dag að músafaraldurinn mikli sem hrjáð hcfur Akureyringa í vetur, væri nú úr sög- unni og fylgdi það fréttinni aö mýsnar væru líklega allar dauöar úr kulda. En þaö er kuldalegt að koma að auðri íbúð svo ég bauð Eddu heim með okkur Nínu í hádegissnarl. Þegar . heim kom voru börn og unglingar á náttfötum um alla íbúð, því þrír næt- urgestir höfðu verið af þeirri kynslóð auk barna minna þriggja. Fyrsti samlestur er alltaf spennandi Síminn hringdi um 10 sinnum í hádeginu, en við komum okkur í leikhúsið tímanlega fyrir samlestur. Fyrsti samlestur á leikriti er alltaf dálítið spennandi. Þótt flestir hafi lesið leikritið áður, hefur fólkið ekki unnið saman áður sem heild og þótt margir varist að „leika" á fyrsta samlestri getur maður ekki látið hjá líða að gera sér vissa mynd af því, hvernig leikarinn eigi eftir að túlka hlutverkið. Samlesturinn fór fram uppi í litlum sal í leikhúsinu, þar sem bæjarstjórnar- fundir voru haldnir í gamla daga. Þar voru mætt auk áðurnefnds leikstjóra, leikmyndarhönnuðar og höfundar, ljósameistarinn Viðar Garðarson og leikararnir Sunna Borg, Þórey Aðal- steinsdóttir, Theodór Júlíusson, Þrá- inn Karlsson, Gestur E. Jónasson (öll fastráðin), Guðlaug Bjarnadóttir. Ragnheiður Tryggvadóttir, Gunnar Rafn Guðmundsson og Edda V. Guð- mundsdóttir. Eftir stutt ávörp frá okkur Hauki var lesið í gegnum leikinn. Sá iestur kom öllum skemmtilega á óvart. Það var ýmist skellihlcgið eða loftið titraði af drama. Greinilega hafði vel tekist til með hlutverkaskipun og ekki sakaði að skáldið las sjálf ljóðin sem síðar verða sungin í leikritinu. Það eina sem fólk saknaði í umræðunum á eftir var að lcikritið skyldi ekki vera lengra, því þau vildu gjarnan halda áfram. Haganleg leikmynd í Sjallanum Síðan sýndi Gunna Sigga okkur módclið að leikmyndinni. Nú var mód- elið ckki af leiksviðinu í gamla Sam- komuhúsinu okkar, eins og við eruni vön. heldur Sjallinn sjálfur í smækk- aðri mynd og svo haganlega gerður, að hægt væri að taka hann í sundur á skemmtilegan hátt. Gert hafði verið ráð fyrir að nýta eiginleika hússins að hluta, þar scm senur gerast á skemmti- stað, en einnig að byggja framlengingu við sviðið. Þetta virtist hin haganleg- asta leikmynd og spunnust frá henni ýmsar umræður um hvernig Sjallinn yrði bcst nýttur og honum breytt fyrir leiksýningar, sérstaklega varðandi áhorfendapalla og lýsingu. Nú tíndust allir hver í sína áttina. Mín leið lá beint niður á skrifstofu til að hringja í Ella leikmyndasmið, for- stjóra Sjallans, búningameistarann, tónlistarmanninn, dagblöðin og fleiri og svara um leið símhringingum, einkum pöntunum á My Fair Lady, sem miða- sölustjórinn hún Guðrún létti af mér. þegar hún mætti til vinnu klukkan 4, en við höfum sama símanúmerið. Mýsnar dönsuðu á gólfinu! Um kvöldið var von á Önnu mág- konu minni og fjölskyldu aftur norður. en ég hafði bíl þcirra að láni og hafði lofað aö líta eftir húsi þeirra og blómahafi á meðan þau eyddu jólum fyrir sunnan. Mér lætur afar illa að minnast þess, að blóm þurfi rcglulega vökvun. og hennar blóm höfðu ekkert fengið hjá mér síðan á þriðja dag jóla. Ég skrapp því þangað og gusaði ókjör- um af vatni yfir skrælnuö blómin. Er heim kom hringdi í mig Þráinn, hús- vörður og leikari. Hafði hann litið við hjá Eddu með dót í íbúðina. Þar hafði hún setið í hnipri uppi á stól. Tvær mýs dönsuðu á gólfinu. Þeirri þriðju hafði hún komið aö í gildrunni og fleygt hcnni, gildrunni og fægiskúffunni út í tunnu skömmu áður. Eddu var komið fyrir annars staðar yfir nóttina og hringdi hún í mig skömmu seinna og sagðist vera endanlega farin úr íbúð- inni. Þau vandræði leystust sem betur fer daginn eftir. Er heim kom réðist ég á vinnuher- bergi okkar Óla, þar sem miðpunkt- arnir eru ritvél og teikniborð, en allt flaut í pappírum, bókum, leikföngum og jafnvel fötum til þerris. Ég tók svo vel til þar, að ég vissi að á eftir myndurn við Óli iða í skinninu að fara að nýta herbergið af viti, en sávarekki tilgangurinn. Þetta átti að vera svefn- og vinnustaður skáldsins Nínu í viku og veit ég ekki betur en hún hafi skrifað þar einn þátt í leikriti og sofið vel. Ég var með 8 manns í mat, en það voru engin vandræði, þó búðir væru lokaðar vegna vörutalningar, því nóg var eftir af London-lambinu og ýmsu öðru góðgæti síðan á gamlársdag. Skrafað við Nínu Kvöldið var rólegt. Við Nína höfðurn margt að skrafa og vorum bjartsýnar á Súkkulaðið hennar eftir þennan fyrsta samlestur. Ég hringdi suður í Arnar Jónsson leikara til að inna hann eftir komu hans norður. Næsta sýning á My Fair Lady átti að vera á föstudag og ég var ekki í rónni fyrr en þau Ragnheiður Steindórs væru komin norður. Hann fullvissaði mig um að hann kæmi daginn eftir, ef fært yrði á landi eða í lofti. Það var verri saga með Heiðu. Reykvíkingum hafði tekist að smita hana af barkabólgu, en með hjálp einstaks læknis, Einars Sindrasonar, tókst henni að yfirvinna það og komast norður í tæka tíð. Ég greip tækifærið og nýtti samræð- urnar við Nínu til að ræða um frelsið en ég var að undirbúa Kotruþátt um það efni. Þær umræður urðu til þess að ég fékk hana seinna í vikunni í útvarpsviðtal um frelsi listamannsins og náði mér í ýmsar bækur á Amts- bókasafninu, sem hún hafði m.a. bent mér á. Þetta var fyrsta kvöldið síðan vel fyrir jól að fjölskyldan komst í rúmið fyrir miðnætti. Mér leið svo vel eftir þennan ágæta nætursvefn morguninn eftir, að ég lét snjókomu næturinnar ekkert á mig fá, spennti á mig nýju gönguskíðin, sem bóndinn gaf mér í jólagjöf og mætti bjartsýn eftir útiver- una á annan dag starfsársins. ■ Signý Pálsdóttir er faedd í Reykjavík 1950. Hún iauk stúdents- prófi frá M.R. 1969 og giftist Ólafi H. Torfasyni sama ár. Eftir tungumálanám i Háskóla íslands i eitt ár héldu þau til Kaupmanna- hafnar með fyrsta barnið, þar sem Signý stundaði nám i leikhús- fræðum og kultursociologi frá 1970-1974. Hún lauk prófi í leikhúsfræðum i jan. 1975, kom þá heim og leikstýrði hjá áhugaleik- félögum og átti sitt annað barn. Þau hjón voru svo kennarar i Stykkishólmi frá 1975-1982, en þar sinnfi Signý jafnframt kennsl- unni ýmsum leiklistarstörfum eins og leikstjórn, leikritaþýðingum, formennsku leikfélagsins Grimnis og leiðbeinendastörfum i leiklist. Hún sat i stjórn B.Í.L. (Bandalags isl. leikfélaga) frá ’77-’82, en er þá ráðinn leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, og á Akureyri hafa þau Ólafur búið síðan með þremur börnum sínum. Signý sér einnig i vetur um vikulegan útvarpsþátt, sem hún kallar Kotru. Dagur r lífi Signýjar Pálsdóttur, leikhusstjóra hjá L.A.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.