Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1984 ®hnttm 9 ■ Fyrri hluti ræðu Gerðar Steinþórs- dóttur borgarfulltrúa, er hún flutti við aðra umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var birtur í biaðinu í gær. Síðari hluti ræðunnar fer hér á eftir: Næst vík ég að Borgarbókasafninu. Á liðnu ári varð hrikalegur niðurskurður á fé til bókakaupa og er það borgaryfir- völdum til lítils sóma, hækkunin nam 20% á síðasta ári, og í þessari áætlun er miðað við sömu prósentu þ.e. 20% á sama tíma og bókaverð hefur hækkað um 80-100%. Borgarstjóri sagði í ræðu sinni á síðasta borgarstjórnarfundi að haldið yrði í horfinu. Þar á hann við að bók komi í stað bókar sem afskrifuð er. En í raun er hér um að ræða stórlega skerðingu á allri þjónustu. Fyrir nokkrum dögum leit ég inn í lestrarsal- inn í Þingholtsstræti og bað um að fá að sjá nýju bækurnar. Mér voru sýndar 15 bækur. Rökin sem ég hef heyrt fyrir því að draga úr bókakaupum eru þau að útlánum hafi fækkað. Stefna borgaryfir- valda er kjörin til að draga úr áhuga á safninu og -fækka bókalánum. Fólk þreytist á að koma í bókasafn þar sem bækur eru annað hvort ekki til eða menn þurfa að bíða eftir þeim svo mánuðum skiptir. Við gerum tillögu um það að. hækka fjármagn til bókakaupa um 1.2 millj. Einnig gerum við tillögu um 40% hækkun á gjaldskrá í stað 100% eins og meirihlutinn gerir. 40% eru í samræmi við tillögu borgarbókavarðar og meiri- hluta stjórnar Borgarbókasafns. Áætlað er að innrétta safnið í Menningarmið- stöðinni við Gerðuberg. en verja ekki krónu til bókakaupa. En hvað er bóka- Gerður Steinþórsdóttir, borgarfulltrúi: MIKILVÆG BARNAVERND í NÚTÍMASAM FÉLAGI safn án bóka? Til að minna á þennan þátt geruni við tillögu um hálfa milljón til bókakaupa i Gerðubergssafnið. Ein tillaga okkar hefur fallið niður, því miður. Hún er um aðstoðarfor- stöðumann við Námsflokka Reykjavík- ur, og til vara ráðningu fulltrúa. Tillögu þessa bar ég upp í fræðsluráði en hún hlaut ekki afgreiðslu. Nemendafjöldi við Námsflokkana var á haustönn 1430, kennarar voru 75 auk fyrirlesara og starfsemi er á 10 stöðum í borginni. Til að reka þessa starfsemi er forstöðumað- ur sem hefur einn skrifstofumann og 2 hlutastörf svo vitnað sé til greinargerðar með frumvarpinu. Það gífurlega vinnu- álag sem lagt er á forstöðumanninn ætti að vera borgarfulltrúum íhugunarefni, og spurning um það hversu lengi hann helst í starfi við þessar aðstæður. Yrði þá skarð fyrir skildi. Hörmungarástand í dagvistunarmálum Verður nú vikið að dagvistarheimil- um. Samkvæmt áætlun meirihlutans verður varið 22 millj. kr. til bygginga dagvistarheimila og er hlutur borgarinn- ar 16.3 millj. kr. sem samsvarar kostnaði við byggingu eins 3 deilda heimilis. Á þessu ári bætist við skv. áætluninni eitt 3ja deilda heimili við Hraunberg og skóladagheimili í Laugarnesskóla, sem átti að taka til starfa í haust en það hefur dregist. Þetta gera 57 pláss fyrir 97 börn. Þá er áætlað að hefja byggingu eins nýs heimilis. Tillaga okkar um 12 millj. kr. hækkun miðar að því að hafin verði bygging tveggja nýrra heimila sem ekki hafa komist á blað nema í félagsmálaráði: þriggja deilda heimili á Eiðsgranda og 3ja deilda heimili í Árbæjarhverfi. Skipt- ist upphæðin milli þessara tveggja heim- ila. I Vesturbæ eru 200 börn á biðlista og í Árbæ eru 100 á biðlista. í Árbæ er leikskóli fýrir 110 börn í lélegu> leku húsnæði og dagheirpili í sumarhúsi fyrir 17 börn. Áhugahópur ræddi hörmungar- ástandið sem ríkti í dagvistarmálum hverfisins og sendi borgarstjóranum og félagsmálaráði bréf. Þar segir m.a.: „Þess má geta að íbúar Árbæjarhverfis voru í des. 1982 4.688. Þeim hefur fjölgað verulega á síðasta ári og mun enn fjölga verulega á næstu mánuðum, þar sem nú er verið að byggja upp tvö ný hverfi Selás og Ártúnsholt. - Þessi tregða borgaryfirvalda að reisa nýtt dagvistarheimili er óskiljanleg með öllu ef litið er á biðlista fyrir leikskóla í hverfinu'*. Síðar segir að á fundi fram- farafélags Árbæjarhverfis 9. nóv. hafi borgarstjóri lofað því að nýtt dagvistar- heimili .yrði á fjárhagsáætlun þessa árs. Undir bréfið skrifa 1000 manns. Nú spyr ég borgarstjóra. Hvað með loforðið? Þörf að taka hraust- lega á byggingu dagvistarheimila Það er athyglis- og umhugsunarvert að þrátt fyrir lítið fjármagn til dagvista- heimila í fjárhagsáætlun virðast borgar- yfirvöld ekki geta eytt fjárhæðinni, af 9 m. árið 1983 eru þrjár óhreyfðar, eða voru þær notaðar í annað? Ávallt gætir sömu tregðu, dregið er í lengstu lög að bjóða út fyrirhuguð heimili. Hvað veldur? Skýringin er önnur en blankheit yfirvalda, svo mikið er víst. Stafar þetta af skilningsleysi cða eiga ráðamenn erfitt með að sætta sig við að horfast í augu SÍÐARI GREIN ■ Gerður Steinþórsdóttir við breytta stöðu kvenna. Það er þörf á því að taka hraustlega á í byggingu dagvistarheimila. Hér ér um mikilvæga barnavernd að ræða í nútímasamfélagi. Þróun verður ekki snúið við heldur þarf að koma til móts við breyttar aðstæður af skynsamlegu viti. Ég vil leyfa mér að vekja athygli borgarfulltrúa á orðum borgarstjóra í ræðu hans 15. des. þar sem hann tekur sérstaklega fram hvað hvert barn kosti borgina á þremur heimilum í Rvík, og býsnast mjög yfir því. Hvergi er hins vegar gctið um kostnaðinn við drcifbýlið í Grafarvogi, hvað vegagerðin kostaði, brúin og pípulagningar. Þetta er þó ærið á hvern Reykvíking. Er ekki tímabært að breyta verðmætamatinu um spönn? Hér er einnig gerð tillaga um starfsemi í þágu unglinga í Scljahverfi og skiptist kostnaður til hclminga á félagsmálaráð og æskulýðsráð, - 920 þús. á livort ráð. Vísast í þessu sambandi til tillagna samstarfsnefndar þcssara ráða. Engin þjónusta er fyrir unglinga í hverfinu og þar eru erfið félagsleg vandamál. Varðandi beiðni um nýja stöðu full- trúa í hvcrfi II. Austurbæ er rétt að taka fram að engin aukning hefur orðið á starfsliði þar sl. tíu ár. Til að gefa hugmynd um verkefnin má nefna að árið 1981 voru 504 mál einstaklinga og fjöl- skyldna þar til meðferðar og gefur það auga leið að þrír starfsmenn ráða lítt við mörg og erfið mál. Tillögur framsóknarmanna Varðandi félagsmálaþáttinn erhérað lokum lítil tillaga um 50 þús. kr. til bókaflokkunar. Talið er nauðsynlegt að F.R. hafi fagbókasafn til að geta fylgst með nýjungum á sviði félagsmála. Fjöldi bóka og tímarita hefur glatast þar sem engin sér um bókasafnið eða veitir þjónustu. Má nefna að fræðsluskrifstof- an hefur fagbókasafn. Ef fjármagn feng- ist til flokkunar mætti síðan koma á kerfi sem ekki krefst mikillar vörslu. Varðandi böð og búningsklefa í Laug- ardal gerum við tillögu um 6 millj. kr. hækkun til að Ijúka hluta þeirra fram- kvæmda á þessu ári t.a.m kvennaálmu? Varðandi aðgangseyri að sundstöðum cr gerð breytingatillaga þcss cfnis að hann hækki ekki frá því sem nú er. Þetta þýðir að sjálfsögðu mirmi tckjur fyrir borgarsjóð um tæpar 3 millj. kr., þ.e. að í stað 8.875 mill. kr. komi 5.916mill. kr. Við gcrum tillögu um lækkun á nokkrunt liðum, samtals aö upphæð 29 milljónir kr. sem færist á cignabreyting- ar. Fyrst ber að nefna lið 09-001. Tillaga er um að lækka vaxtagjöld um 15 milljónir. I síðustu fjárhagsáætlun voru þau áætluö rúmar 53 milljónir. í þessari áætlun éru þau hækkuð í 70.6 millj. þrátt fyrir það að vextir hafa verið að snar- lækka og m unu halda áfram að lækka á þessu ári. Þó á að grynna á skuldum verulega og er áætlað til þess hvorki meira né minna en 220 millj. til afborg- ana. í lið 09-051, svokölluð óviss útgjöld. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins gera tillögu um 6 millj. kr. í stað átta í áætluninni. í síðustu áætlun voru 5 millj. kr. á þessum lið. Liður 10. Gatna og holræsadeild. Þar sem greinilega verður nokkur samdrátt- ur í gatna- og holræsagerð á árinu leggjum við til að upphæðin verði 5 milljónir, en í áætluninni er gert ráð fyrir 7 millj. á aðkeypta verkfræðivinnu. Liður 11. Nýbygginggatna og holræsa. Undir liðnum 4 og 5 í áætlun um gatna- og holræsaframkvæmdir eru yfir 20 undirliðir með samtals 72 m. Tillaga okkar gerir ráð fyrir lækkun um 10 m. Við teljum eðlilegt að borgarráð meti þegar kemur fram á árið hverju réttast er að fresta til næsta árs. Við borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins gerum tillögu um það að fram- lag til Framkvæmdastjóðs hækki um hálfa milljón.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.