Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 6
■ - Ó svei mér þá, ég heyri eitthvað! sagði leikkonan Barbi Benton, þegar hún hitti Connie Seiiecca á síðasta mánuði, áður en hún eignaðist soninn Gib. Þær eru báðar miklir sprellugos- ar og hafa gaman af að grínast fyrir Ijósmyndarana. / / / NUMER EIH A SKJANUMIBANDARIKJUNUM NYJU SIONVARPSÞÆTTIRNR, SLÁÚT BfEEH DALLASOG DYNASTY ■ Stjórnandi sjónvarpsþátt- anna HOTEL er Aaron Spelling, sem er þekktur fyrir að vera snjall og finna alltaf eitthvað sem „slær í gegn“. Hann segist vera með mörg tromp á hendi til að þessir þættir vinni fyrsta sæti í Bandaríkjunum hjá áhorfend- um. Stöðugt koma nýir gesta- leikarar inn í þættina, því að auðvitað koma alltaf nýir gestir á hótel, og því er hægt að spinna spennandi söguþráð um þá. Margir frægir leikarar koma þarna fram sem gestir, en eigandi Hótelsins er Bette Davis, hin aldna leikkona. Hún hefur verið á sjúkrahúsi að undanförnu, en hún gekkst undir skurðaðgerð vegna krabbameins í brjósti. Á meðan Bette Davis var forfölluð vegna veikindanna hef- ur leikkonan Anne Baxter tekið að sér stjórn hótelsins sem frænka hótelseigandans. En ■ Heidi Bohay er ný leikkona, sem hefur vakið mikla athygli í HOTEL og nú standa henni allar dyr opnar við kvikmyndirn- Bette hefur sent öllum stjórn- endum og starfsfólki við þættina bestu kveðjur og sagðist koma mjög fljótt til starfa. Leik- stjórinn ætlar þá að halda mikla hátíð. Spelling leikstjóri hefur marg- ar stjörnur í sigti sem gesti í HOTEL-þættina, t.d. Elizabeth Taylor, Richard Burton, Sophia Loren, Fred Astaire, - og meira að segja Joan Collins úr DYN- ASTY. Jane Wyman hefur ný- lokið við þátttöku í einum þætti. HOTEL hefur fengið orð fyrir að þar sé að finna fyrsta flokks fólk á öllum sviðum: Stjórnend- ur, leikarar, gestastjörnur, rit- höfundar, sem koma með hug- myndir að nýjum og nýjum at- riðum, og þá ekki síst búninga- hönnuðir og tískuteiknarar, og er sagt, að sumir horfi ekki síst á þættina til að fylgjast með tískunni, sem þar kemur fram. ■ Aðalleikararnir í HOTEL: James Brolin sem leikur hótel- stjórann og Connie Sellecca er honum til aðstoðar (á milli þeirra kvjknar ást) og Bette Davis, sem er eigandi hótelsins. ■ Connie Sellecca er í einu aðalhlutverkinu í HOTEL. Hér sést hún ásamt manni sínum, Gil Gerard, sem hefur leikið í geim- ferðamyndum. Þau þvkja sér- staklega failegt par. LINDA EVANS UOSTR- AR UPP LEYNDARMÁLI ■ Linda Evans liefur til þessa búið yfir miklu leyndarmáli, sem hún hefur nú látið upp- skátt í blaðaviðtali. Hún er ineð útgengin bein við stóru tærnar og segist því mjög ófús lil að ganga berfætt eða í opnum skóm! Þetta er rcyndar vandamál, sem fjöldi fjólks þarf að kljást við. Þessi uppljóstrun kom mörgum aðdáendum Lindu á óvart, þar scm hún þykir með fcgurri konum og bera sig af óvanalegri reisn. Enda ku hún fást við þetta vandamál sitt af mikilli skynscmi, klæðist heppilegum skófatnaði og hirði fætur sína vel. Sjálf segist Linda geta þakk- að fyrrum eigimminnf sínum Jolin Derek, að henni hefur tekist að komast yfir minni- ináttarkennd, sem hún hafi vcrið altekin af, og það sé henni til mikillar hjálpar i sambandi við þctta fótarmein. Hann leggi mikla áherslu á, að konurnar hans líti sem best út, og ef þær sýni sjálfar viðleitni til að vinna að því, sé hann ekkert nema hjáipsemin og uppörvunin. Linda segist hafa lært fleira gott hjá John Derck. T.d. sé það hreint eitur, ef kona stend- ur í þeirri trú, að hún sé farin að eldast. - Ef kona trúir því, að hún sé orðin gömul, er hún orðin gömul, segir hún - það eina rétta er að skoða sjálfa sig i spegli og segja: Gott og vel, hvað get ég gert til aö bæta úr þcssu? Það er engin ástæða til að iíta ekki vel út, sama á hvaða aldri konan er, bætir hún við. Sjálf er Linda ágætis dæmi um gildi þessarar kenningar sinnar. Hún er orðin 41 árs gömul, en hefur aldrei verið fegurri né notið meiri vel- gcngni. vidtal dagsins Olafur Pétursson, forstöðumaður mengunarvarna Hollustuverndar ríkisins: ,FYl£HJMST MEÐ MENGUN OG REYN- UM AÐ FYRIRBYOGIA' ■ Ólafur Pétursson forstöðu- maður mengunarvarna Holl- ustuverndar ríkisins situr fyrir svörum í dag, og greinir lesend- um Tímans í hverju störf þessar- ar deildar Hollustuverndarinnar felast einkum, en Tíminn snéri sér til hans m.a. vegna þe;-ra afskipta sem mengunarvarnir hafa haft af fyrirhugaðri laxeidis- stöð við Apavatn, og spurði nánar út í hlutverk mengunar- varna. „Okkar starf er í grófum drátt- um að fylgjast með mengun og reyna að fyrirbyggja mengun í umhverfinu. Við vinnum mjög mikið í sambandi við starfsleyfisveitingu og í sambandi við stóriðju. Okk- ur er gert að vinna starfsleyfi fyrir fyrirtæki sem talin eru mengandi, en það er fyrst og fremst tæknileg vinria, þar sem við reynum að aflU' upplýsinga um staðla og stöður annars stað- ar og ver-a inn í því hvaða mengunarvarnabúnaði er mögu- legt að beita hverju sinni. Síðan er það okkar hlutverk að fylgjast með hver mengunin er, þegar starfsemi er komin af stað, og hversu árangursríkur ákveðinn mengunarvarnarbúnaður reynist vera." ■ Ólafur Pétursson forstöðumaður mengunarvarna Hollustuvcrnd- ar ríkisins. Tímamynd - G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.