Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 11
íþróttir Nýárssund fatlaðra og þroskaheftra: SIGRIÍN PÉIDRSDOmR NAÐI BESTUM ARANGRH ■ Sigrún Pétursdóttir náði bestum ár- angri samkvæmt stigatöflu í 50 metra baksundi á nýjárssundi fatlaðra og þroskaheftra barna og unglinga sem fram fór um síðustu helgi. Sigrún fékk alls 482 stig og fyrir afrek sitt hlaut hún Sjómannabikarinn fyrir besta afrek mótsins. Árangur Sigrúnar er undir Ólympíulágmarki því sem alþjóðaólym- píunefndin setur til þátttöku á Ólympíu- leikum fatlaðra síðar á þessu ári. Stefnt er að því að nýjárssundið verði haldið árlega í framtíðinni. Úrslitin í nýárssundinu 1983 voru að öðru leyti á þessa leið: 50 m flugsund pilta. Þorskaheftir (Þ) og heyrnarlausir (H). No 1 í fl. þroskah.: Sigurður Péturss. 40,18 sek (íslm.) No 1 í fl. heyrnarlausra: Þröstur Friðþjófsson 45,51 sek. 50 m baksund stúlkna. Þorskaheftir og heyrnalausir. No 1 í fl. þroskaheftra. Sigrún Viðarsdóttir. 1:06,24 mín. (Stúlknam.) No 1 í fl. heyrnadaufra. Ragnheiður Þorgilsdóttir 56,12 sek. 50 m baksund stúlkna. Hreyfihamlaðir. (R). No 1 í fl. R-2. Sigrún Pétursdóttir 1:35.49 mín. No 1 í fl. R-3. Ásdís Úlfarsdóttir 1:38,05 mín. No 1 i fl. R-5. Kristín Rós Flákonardóttir 1:01,81 mín. (ísl.m.) 50 ni. baksund pilta. Hreyfihamlaðir (R) og sjúnskertir (B-2) No 1 í fl. R-5. Eysteinn Guðm'undsson 56,5 sek. (piltamet) No 1 í fl. B-2. Gunnar Valur Gunnarsson 57,34 sek. (piltamet) 50 m baksund pilta. Þroskaheftir og heyrnalausir No 1 í fl. þroskaheftra.Sigurður Pétursson 43,77 sek. No 1 í fl. heyrnarlausra.Bcrnharður Guðmundsson 50,39 sek. 50 m bringusund stúlkna. Þroskaheftir, heyrnalausir og sjónskertir No 1 í fl. B-2. Karen Viðarsdóttir 1:16,04 mín. (Stúlknamet) No 1 í fl.. H. Ragnheiður Þorgilsdóttir 53,55 sek. (Stúlknamet) No 1 í fl. Þ. Sigrún Viðarsdóttir 56,77 sek. (Stúlkna met) 50 m bringusund stúlkna. Hreyfihamlaðir (R). No 1. í fl. R-2. Oddný Óttarsdóttir 2:23,94 mín. No 1. í fl. R-3. Ásdís Úlfarsdóttir 1:54,93 mín. No 1. í fl. R-5. Kristín Rós Hákonardóttir 1:11,90 mín (Stúlknamet) 50 m bringusund pilta. Fl. þroskah., heyrnarl. og sjúnsk. No 1 í tl. B-2 Gunnar Valur Gunnarsson 58,8 sek. No 1 í fl. H. Þröstur Friðþjófsson 48,33 sek. No 1 í fl. Þ. Sigurður Pétursson 42,75 sek. 50 m skriðsund pilta. Hreyfihamlaðir (R-5) No 1. í fl. R-5. Eysteinn Guðmundsson 41,87 sek. (Piltamet) 50 m skriðsund stúlkna. Flokkar þroskaheftra, heyrnarl. og sjónsk. No 1. í fl. B-2 Karen Viðarsdóttir 1:18,46 mín.(Stúlknamet) No 1 í fl. Þ. Sigrún Huld Hrafnsdóttir 46,78 sek. (Stúlknamet) No 1 í fl. H. Ragnheiður Þorgilsdóttir 44,72 sek. (Stúlknametl 50 m skriðsund stúlkna. Hrcyfihamlaðir (R) No 1. í fl. R-2 Sigrún Pétursdóttir 1:31,71 mín No 1. í fk. R-3 Ásdís Úlfarsdóttir 2:25,94 mín. No 1 í fl. R-5 Kristín Rós Hákonardóttir 1:12,75 mín. (Stúlknamet) Trimm- keppni á skídum ■ Skíðasamband Islands hefur ákveðið að koma á Trimmlandskeppni á skíðum 1984, sem er einskonar framhald al Norrænu fjölskyldulandskeppninni sem háð var síðastliðinn vetur. Keppnin hefst sunnudaginn 15. janúar og lýkut 30. apríl. Miðað er við að keppnin verði milli héraða og bæja hér innanlands og er liður í þeirri viðleitni íþróttasamtakanna að efla almenningsíþrótt í landinu og koma til móts við þá mörgu sem óska eftir að keppa að einhverju ákveðnu marki þó þeir séu ekki í keppnisíþrótt- um. Jafnframt er höfð í huga hollusta þess að hver og einn stundi einhverja íþrótt við sitt hæfi og er þessi keppni m ,a. framlag skíðasambandsins í þá átt. Framkvæmd keppninnar er í stórum dráttum sú að yfirstjórn er í höndum trimm-nefnda SKÍ en innan hvers íþróttasamband er framkvæmdin falin héraðssamböndum, íþróttabandalögum og skíðaráðum og munu þessir aðilar skipuleggja keppnina með aðstoð stjórn- ar íþrótta-og ungmennafélaga hinna einstöku byggðalaga. Trimmnefndin mun leitast við að fá upplýsingar úr héröðum með jöfnu milli- bili og gefa upp tölur um þátttöku meðan á keppninni stendur. Þátttökureglurnar eru þrjár: Hver þátttakandi þarf að fara 5 sinnum á sktði, I klukkustund í senn; keppandi þarf að fylla út skráningarspjald; og hann sendir síðan spjaldið strax og skilyrðunum er fullnægt til skíðafélags- ins á staðnum eða til Trimmnefndar SKÍ, pósthólf 546, 602 Akureyri. Þrenn verðlaun eru veitt á mótinu: bikar fyrir bcstu þátttöku í kaupstað sem hefur 10.000 íbúa eða fleiri; bikar fyrir bestu þátttöku í kaupstað með 2000- 10.000 íbúa; ogbikarfyrirbestu þátttöku hjá héraðssambandi. Blakmót trimmara ■ Blakmót fyrir trimmara var haldið í nýja íþróttahúsinu í Kópavogi sl. laug- ardag í tilefni af 10 ára afmæli blakdeild- ar H.K. Keppt var bæði í karla og kvennaflokki og tóku 5 lið þátt í hvorum flokki. 1 karlaflokki sigraði HK örugg- lega, sigraði álla keppinauta sína; og í kvennaflokki sigraði Á-lið Víkings jafn örugglega, fékk fullt hús. í frétt frá blakdeild HK segir að á mótinu hafi konur í fyrsta sinn í sögu blakíþróttarinnar á íslandi ekki verið færri en karlar á blakmóti. Þá hafi einnig í fyrsta sinn verið spilað samtímis á þrem blakvöllum samtímis í sama íþróttasal, en í íþróttahúsinu í Kópavogi komast auðveldlega 3 kcppnisvellir fyrir. Flestir þátttakendur í mótinu voru eldri blakiðkendur, en unglingar allt niður í 14 ára voru einnig með, og var leikgleðin látin sitja í fyrirrúmi. -GSH Gudmundur Ólafsson þjálfar Breiðablik ■ Guðmundur Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá íslandvog bikarmeist- urum Breiðabliks í kvennaknattspyrnu fyrir næsta keppnistímabil. Guðmundur er íþróttakennari að mennt, hefur m.a. stundað nám við íþróttaháskólann í Osló, og kennt við íþróttakennaraskóla íslands, og fleiri skóla. Guðmundur var á sínum tíma í fremstu röð íslenskra blakmanna en undanfarið hefur hann unnið ötullega að fræðslu og þjálfaramálum hjá ÍSÍ. ■ Ámi Benediktsson, framkvæmda- stjóri Framleiðni. Tímamynd Róbert „Ég vildi nú kannski ekki nota orðið afbrýðissemi, það er kannski ekki rétta hugtakið, en ég held að það sé alveg augljóst mál að þetta sé allt tilkomið vegna þess að Iceland Seafood tók frumkvæðið. Coldwater Seafood Corp- oration hefur jafnan lagt geysilega áherslu á að hafa frumkvæði í verðlagn- ingu á Bandaríkjamarkaði, enda hefur frumkvæði á þessum markaði býsna mikið að segja. Ég held að það skipti ekki neinu meginmáli í sambandi við söluverðin sjálf, og það sem fyrirtækin geta skilað heim, enda er það að sjálf- sögðu kappsmál þeirra beggja að geta skilað sem allra mestu heim. Það hefur hins vegar meginþýðingu í afkomu fyrir- tækjanna fyrir vestan: Það er margt sem kemur til, t.d. það að ef menn ráða tímasetningu verðlagn- inganna, þá hafa þeir jafnframt mögu- leika á að búa sig undir, búa viðskipta- vinina undir og búa fyrirtækin undir minnkun eða aukningu af völdum verð- breytingar, og þetta getur haft mjög mikil áhrif á afkomu fyrirtækjanna. Miðað við það sem áður heíur gerst, þegar Iceland Seafood hefur tekið frum- „Frumburðarréttur fyrir baunadisk“ - Telur þú að skoðanaágreiningur á milli forráðamanna Coldwater annars vegar og forráðamanna Sölumiðstöðvar- innar hins vegar, hafi leitt til þess að Þorsteinn Gíslason kausað láta af starfi? „Nú er ég ekki í neinni aðstöðu til þess að meta það, en með tilliti til þeirrar miklu áherslu sem Coldwater hefur jafn- an lagt á að halda frumkvæði í verðlags- málum, þá er það náttúrlega augljóst eftir að Sölumiðstöðin er búin að semja um fast verð til Long John Silver’s til fimmtán mánaða, að það er mjög and- stætt þeim reglum og þeim vinnubrögð- um sem Þorsteinn hefur notað og beitt sér fyrir. Það fer því varla hjá því að hann líti á samninginn við Long John Silver’s þeim augum að frumburðarrétt- urinn hafi verið látinn fyrir baunadisk." - Þetta stríð um frumkvæði á Banda- ríkjamarkaði, á milli íslensku sölufyrir- tækjanna, - hefur það hugsanlega orðið til þess að bæði íslensku fyrirtækin hafi misst frumkvæði í verðlagningarmálum yfir til bandarískra fyrirtækja? „Það er ljóst, eins og staðan er núna, að íslensku fyrirtækin geta ekki haft verulegt frumkvæði. Það er nú ríkjandi sem kallað er kaupendamarkaður, þ.e. að kaupendur hafa meiri tök á að stjórna markaðnum heldur en seljendur. Þessi samningur hefur sjálfsagt mótast talsvert af því. Ég hef ekki trú á því að frumkvæði íslensku fyrirtækjanna hafi glatast til frambúðar. Það gefst nú' fimmtán mánaða umþóttunartími, og ég efast ekkert um að forráðamenn fyrir- tækjanna muni ná út úr því þeirri bestu stöðu sem hægt er.“ - Ef svo fer að frumkvæði í þessu máli glatast íslensku fyrirtækjunum, og þau verða að setjast að samningaborði um verðið við fyrirtæki sem einnig skipta við Kanadamenn - er þá ekki hætt við því að verðmunur íslensks fisks og kana- dísks minnki? „Það er ekki hætt við því, nema því aðeins að gæðamunurinn minnki. Það er auðvitað höfuðnauðsyn nú, eins og ávallt, að við höldum uppi fullum gæðum. Þeim mun betri gæðum sem okkur tekst að halda uppi, þeim mun hærri verð fáum við. Ég held að það hafi lang mest að segja um framvindu sölu- mála, að við náum hærri verðum og að við náum þeim fljótt, að við höfum framleiðsluna héðan af eins og hingað til í eins góðu lagi og kostur er.“ - AB ■ Sigrún Pétursdóttir hampar Sjómannabikarnum sem forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir afhenti. Sitthvoru megin við Sigrúnu sitja Ásdís Úlfarsdóttir og Oddný Óttarsdóttir sem voru næstar Sigrúni í stigatölu. ■ Enn cru ckki öil kuri komin til grafar, hvað varðar stríð íslensku fyrír- tækjanna í Bandaríkjunum Iceland Sea- food og Coldwater um frumkvæði í verðlagningarmálum, því eins og glöggt kemur fram hér á eftir, þá er forsaga máisins öll mun flóknarí og með öðrum hætti en látið hefur veríð í veðri vaka. Það er Árni Benediktsson framkvæmda- stjóri Framleiðni sf. sem í viðtali við Tímann varpar Ijósi á málið, og rekur forsögu þess. - Árni, mig langar til þess að spyrja þig álits á því sem fram kemur í viðtali mínu við Guðmund H. Garðarsson í Tímanum þann 11. þessa mánaðar, m.a. um að breyttar kringumstæður hafi ráðið því að Coldwater ákvað nú 10 centa lækkun á fimm punda flökum sínum, er fyrirtækið gerði stóran sölusamning við Long John Silver’s? „Já, þú minnist á Guðmund. Allt er þetta mál þannig vaxið að mér og fleirum af mönnum sem standa nálægt mér hefði þótt best að þetta mál væri dautt og grafið, og það fyrir löngu síðan, en það virðist sem Guðmundur vilji halda því áfram og halda áfram að fara með nokkuð hæpnar fullyrðingar. Guð- mundur lætur að vísu ekki standa sig að beinum ósannindum. Hann segir í upp- hafi viðtaisins við þig: „Það var mat forráðamanna Colwater á þessum tíma, um mánaðamótin ágúst september sl. að það væri ekki tímabært að lækka verðin“. Þetta er að sjálfsögðu rétt, að það var opinbert mat þeirra á þessum tíma, að ekki bæri að lækka verðin. Hins vegar var það skoðun þeirra um mánaða- mótin næstu á undan, að það bæri að lækka verðið. Það var mat þeirra allt þangað til Iceland Seafood lækkaði verðin. Höfuðustöðvar Coldwater Seafood Corporation Nýju ijósi brugðið á verðstríd íslensku sölufyrirtækjanna vestan hafs: Coldwater vildi lækka verðið - Hvaðáttuviðmeðþessumorðum? „Markaðshlutdeild íslendinga í þorsk- flökum hefur farið minnkandi á Banda- ríkjamarkaði á undanförnum árum. Þetta hefur vissulega verið sameiginlegt áhyggjuefni beggja íslensku sölufyrir- tækjanna. Bæði fyrirtækin töldu að snú- ast yrði til varnar, og sitt í hvoru lagi komust þau að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt og óhjákvæmilegt væri að lækka verðið. Long John Silver’s er stærsti kaupandi íslenskra þorskflaka í Bandaríkjunum og það var því eðlilegt að fyrst væri rætt við það fyrirtæki. Coldwater Seafood reið á vaðið og hóf viðræður við Long John Silver’s um verðlækkun og söluaukningu. Atvikin höguðu því aftur svo, að Iceland Seafood varð fyrr til að tilkynna Long John Silver’s um verðlækkunina, en þá snéri Coldwater við blaðinu og hóf vægðar- lausar árásir á Iceland Seafood í ís- lenskum fjölmiðlum.” - Hvers vegna koma þessar upplýs- ingar nú fyrst fram í dagsljósið? „Við höfum talið að þessi mál ættu ekki að vera til þeirrar umræðu sem þau hafa verið - við höfum reyndar viljað hafa þessa umræðu sem minnsta, og þá auðvitað verið með íslenska hagsmuni í huga. í öðru lagi þá hefur það verið mjög góð regla að skýra ekki frá neinu, fyrr en hlutirnir hefðu frést úr tveimur mis- munandi áttum, sem er sú regla sem Watergate blaðamennirnir notuðu. Af minni hálfu hafði þessu skilyrði ekki verið fullnægt, fyrr en Sölumiðstöðvar-. menn voru komnir heim af fundi Long John Silver’s nú um daginn.“ C0UWA1ER HOF VIÐRBAJR UMVERD- UEKKUN Á UNDANICELAND SEAF00D — „Atvikin höguðu því aftur svo, að lceland Seafood varð fyrr til að tilkynna Long John Silver’s um verðlækkunina, en þá sneri Coldwater við blaðinu og hóf vægðarlausar árásir á lceland Seafood í íslenskum f jölmiðlum", segir Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri Framleiðni Coldwater missti frumkvæðið - Eru með.þessu að segja að Coldwat- er hafi bara orðið afbrýðissamt út í Iceland Seafood, fyrir að verða fyrr til? ■ Guðmundur H. Garðarsson, blaða- fulltrúi SH. „Guðmundur lætur að vísu ekki standa sig að beinum ósannindum.“ kvæði í verðlagninu, þá liggur það beint við að álíta að viðbrögð Coldwater Seafood hafi nú verið til þess að mæta því að Iceland Seafood hafi orðið á undan og að þeir hafi ætlað sér að ljúka málinu í hvelli, með því að hefja hér mikinn áróður í blöðum hér heima. Meiningin hafi verið að reyna að knýja Icelandi Seafood til þess að hækka verðið aftur, en þá hefði Coldwater að sjálfsögðu getað lækkað verðið og sagt að þá væru breyttar aðstæður, eins og menn eru að segja í dag.“ - Hvers vegna misheppnast þá þessi fjölmiðlaatlaga, eins og þú nefnir hana, að þínu mati? „Ég hygg að meginorsökin hafi verið sú, að þau rök sem lögð voru fram voru þaðgagnsæ að ég held að varla nokkrum manni hafi dottið í hug að taka mark á þeim, til dæmis þýðir ekki að bjóða íslendingum upp á röksemd sem þá, að söluverðið hafi ekkert að segja. Að það seljist ekki meira magn ef verðið er Iækkað. Þaðan af síður er hægt að bjóða íslendingum upp á röksemd sem þá að engu máli skipti með þennan markað, ■ Þorsteinn Gíslason, fráfarandi for- stjóri Coldwater. „Það fer varla hjá því að hann líti á samninginn við Long John Silver’s þeiin augum að frumburðar- rétturínn hafi veríð látinn fyrir bauna- disk.“ það sé allt í lagi að glata honum. Þetta er okkar mikilvægasti markaður, og náttúrlega skiptir það okkur öllu máli að halda honum og áuka hlutdeildina." „Það lækkar enginn verð að gamni sínu“ - Gæti það hafa haft áhrif, í þá veru að atlaga þessi misheppnaðist, að sam- starfsmenn Þorsteins Gíslasonar, for- stjóra Coldwater, hér heima studdu ekki við bakið á honum. „Nú vil ég ekki leggja neinn dóm á það. Það er Ijóst og hefur komið betur á daginn nú upp á síðkastið, að þeir hafa ekki verið honum fyllilega sammála og undir þeim kringumstæðum hefur hann náttúrlega átt örðugra um vik. Það sem ræður mestu að Coldwater er að lækka verðið núna, er það að markaðsverð hafði í raun lækkað og það var ekki hægt að selja án þess að lækka verð. Það gerir það enginn að gamni sínu að lækka verð, en menn verða að viðurkenna staðreynd- ir.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.