Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR .1984 3 f réttir ■ PIPARSVQNAR MIKLU UEGRA LAUNAMR EN PÐRSEM ERU GIFT* ■ Meðallaun á hvert ársverk hér á landi árið 1982 reyndust 179 þús. krónur sem er hækkun um 53% frá árinu áður. Á sama tíma hækkaði framfærsluvísitala um 51% og kauptaxtar um tæplega 49%. Þessar upplýsingar koma fram í ritinu „Yinnumarkaðurinn 1982“ frá Framkvæmdastofnun, sem hefur unnið þær upp úr launamiðum og eigenda- framtölum. Til að átta sig betur á upphæðinni má geta þess að árslaun samkvæmt fiskvinnslutaxta (dagvinna) Dagsbrúnar voru rétt um 80 þús. krónur árið 1982. í fyrrnefndum tölum eru laun í land- búnaði ekki talin með, þar sem upplýs- ingar um þau eru ekki taldar fyllilega sambærilegar við aðrar upplýsingar. Upplýsingar um laun í landbúnaði séu t.d. ekki fengnar af launamiðum yfir raunverulega greidd laun heldur reiknað samkvæmt reglum skattstjóra. Meðal- laun á ársverk í landbúnaði eru talin 101 þús. krónur. Meðallaun allra karla eru tæplega 52% hærri en meðallaun allra kvenna fyrir hvert ársverk. Ársverk karlanna gaf að meðaltali af sér 199 þús. krónur en kvennanna aðeins 131 þús. krónur. Hjá konunum virðist þar á heildina litið ekki skipta máli hvort þær eru einar eða hafa fengið sér „fyrirvinnu“, en hins vegar er mikill munur á launum hinna kvenmannslausu karla og þeirra kvæntu. Meðallaun þeirra síðarnefndu fyrir hvert ársverk voru 217 þús. (um 67% hærri en giftra kvenna), meðan piparsveinarnir urðu að láta sér nægja 166 þús. að meðaltali. Hæstu meðallaunin hefur fólk á aldr- inum 25 til 44 ára að aldri, bæði karlar og konur. Kvæntu karlarnir eru þar enn á toppnum með 229 þús. að meðaltali á ársverk, eða 38 þús. meiraen piparsvein- arnir sem hafa 191 þús. Dæmið snýst hins vegar við hjá konunum. Þær ein- hleypu á þessum aldri náðu 147 þús. kr. að meðaltali á ársverk, en hinar giftu aðeins 135 þús. krónum. -HEI ■ í fjarskiptaherberginu. Skipherrann, Vladimir Uzolin, sýnir blaðamanni veðurkort frá því í ofsaveðrinu sem gerði suðaustur af landinu fyrir skemmstu. Við hlið skipherrans er vísindalegir leiðangursstjóri Vladimir Romantzov, að baki þeim er sovéski sendiherrann á íslandi og næst er ritari sovéska sendiráðsins í Reykjavík. Rússneskt rannsókna skip í Reykjavíkurhöfn ■ Um fjögurleytið í gær kom til hafnar í Reykjavík stórt rússneskt rannsóknar- skip, Professor Zubov. Skipið hefur verið við rannsóknir á hafínu milli Is- lands og Noregs í 7 vikur og fer héðan til rannsókna norður á bóginn. Frétta- mönnum gafst kostur á að skoða skipið í gær og fræðast um þær rannsóknir sem þar eru stundaðar. Professor Zubov er í eigu Heim- skautarannsóknastofnunarinnar í Len- ingrad, en sú stofnun ræður yfir flota 6 rannsóknaskipa. Professor Zubov var smíðaður í Austur-Þýskalandi 1967 og hefur síðan farið 36 rannsóknaleiðangra bæði í norðurhöf og til Antarktíku. Höfuðrannsóknaefni eru annars vegar sjórinn.ástand hans og hegðun og hins vegar eru stundaðar um borð umfangs- miklar veðurfræðilegar athuganir. Veðurathuganirnar felast bæði í dag- legum mælingum og tilraunum með langtíma veðurfarsspár, byggðar á at- hugunum á loftslagi og samspili sjávar og lofts. Niðurstöður daglegra rann- sökna eru sendar nærverandi skipum og veðurstofum. Vísindamenn frá mörgum þjóðum hafa tekið þátt í rannsóknum á Professor Zubov, enda eru margir leið- með tvær 4000 hestafla aðalvélar og flókinn öryggisbúnað. Um borð er 80 manna áhöfn(þar af eru 60 vísindamenn. Nú eru liðnar um 7 vikur frá því skipið lét úr höfn í Leningrad og á eftir að vera í hafi u.þ.b. 9 vikur enn. -JGK ■ Professor Zubov við Reykjavíkurhöfn angrar liðir í alþjóðlegum rannsókna- verkefnum í haf- og veðurfræði. Má þar nefna sameiginlegt rannsóknaverkefni Bandaríkjamanna og Sovétmanna sem komið var á laggirnar árið 1973 og gekk undir nafninu Overflow. Professor Zubov er afar vel búið skip Ófaglærðir starfsmenn Álverksmiðjunnar í Straumsvík: HAFA HÆSTll MEÐAL- TEKJUR í HÓPI ÓFACr L/ERÐRA í LANDINU ■ Ófaglærðir starfsmenn Alverk- smiðjunnar í Straumsvík höfðu um 263 þús. króna meðaltekjur fyrir hvert ársverk árið 1982. Eru það miklu hærri meðaltekjur en hjá nokkrum öðrum hópi ófaglærðra, að sjómönnum undanskildum. Árið 1982 skiluðu ReyknesingarSU ársverkum f Álverk- smiðjunni, en alls skiluðu ófaglærðir Reyknesingar 9.663 ársverkum það ár. Meðaliaun á þau ársverk öll voru 161 þús. kr. eða 102 þús. krónum lægri en í álinu. Upplýsingar þessareru fengnar úr ritinu Vinnumarkaðurinn 1982, sem unnið var af Framkvæmdastofnun upp úr launamiðum vegna skattframtala. Til samanburðar má geta þess að árslaun samkvæmt hæsta fiskvinnslu- taxta voru um 80 þús. krónur árið 1982. þannig að ársverk ófaglærðra í Álverksmiðjunni skilaði þá 228,7% hærri tekjum. Mánaðarlaun sam- kvæmt hæsta fiskvinnsiutaxta nú í janúar eru 11.053 krónur. Hafi sama hlutfall haldist væru mánaðartekjur starfsmanná í Straumsvík röskar 36 þús. krónur nú í janúar. Ársverk í ál- og járnblendiiðnaði árið 1982 eru talin 936 á öilu landinu. Par af eru 859 ársverk (um 92%) unnin af ófaglærðum, 29 af faglærðum og 29 af skrifstofufólki. Meðaltekjur allra þcssara hópa eru um 260 þús. krónur árið 1982, með þeirri undantekningu að 87 ófaglærðir á Vesturlandi (vænt- anlcga í Járnblendiverksmiðjunni) höfðu „aðeins“ 214 þús. kr. á ársverk. Sjómenn í hópi ófaglærðra yfir allt landið komust örlítið upp fyrir álstarfs- menn, eða í 268 þús. kr. meðaltekjur á ársverk. Engar aðrar stéttir skiluðu ófaglærðu fólki yfir 200 þús. króna tekjum þetta ár og vantaði þar raunar mikið á. Þær iðngreinar sem næstar komust voru: Steinefnaiðnaður 175 þús., fiskiðnaður 154 þús. og málm- og skipasmíði með 152 þús. krónur á ársverk að meðaltali. Ófaglærðir í þessum þrem stéttum voru alls nær 10 þús. manns. -HEI Verkfallsboðunin í Straumsvík: FÉLAGAR í VH EKKI MEÐ — rafiðnaðarmenn samþykktu verkfallsboðun. Deilan fer til sátta- semjara ■ Félagar í Verzlunarmannaféiagi á það við stjórnir sinna félaga að þær Hafnarfjarðar höfnuðu því á fundi í boðuðu til verkfalls þann 27. gær að taka þátt í verkfallsboðun í Deilu starfsmanna og ísal hefur nú Straumsvik 27. janúar n.k. ef ekki verið vísað til sáttasemjara ríkisins, en kæmi til samninga. Rafiðnaðarmenn nær 500 manns liafa nú í allt boðað til hjá ísal, bæði félagar í Svcinafélagi verkfalls, aðcins félagar i Verslunar- rafeindavirkja og Félagi íslenskra raf- mannafélagi Hafnarfjarðar og mat- virkja ákváðu hins vegar að fara fram sveinar eru undanskildir. -JGK „EF VIÐ HÆTTUM FRIÐUNAR- AÐGERÐUM MÁ BÚAST VIÐ AÐ Þ0RSKURINN HVERFI“ — segir Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur, vegna hugmynda um að taka fyrir smáfiskafriðun ■ „Ef við hættum þessum friðunarað- gerðum og förum að drepa smáþorsk í stórum stíl má búast við að fljótlega verði allt fullt af loðnu í sjónum og að þorskur hverfi eða svo gott sem. Enda eru þessar hugmyndir settar fram af manni sem byggir á reynslu af heiðar- vötnum þar sem allt aðrar aðstæður ríkja en í hafinu," sagði Jakob Jakobs- son, fiskifræðingur, þegar Tíminn ræddi við hann um hugmyndir Jóns Kristjáns- sonar, fiskifræðings, sem fram komu í einu dagblaðanna í gær, um að hægari vöxtur þorsksins stafi af smáfiskafriðun. Telur hann að grisja þurfi stofnana til að fæðan í sjónum skiptist á milli færri fiska svo að þeir nái að vaxa eins og hagkvæmast verði að teljast. „Við höfum dæmi um hvernig farið getur þegar um gengdarlaust smá- fiskadráp er að ræða. Norsk-íslenski síldarstofninn var stærsti síldarstofn í víðri veröld. í byrjun sjöunda áratugar- ins náðu Norðmenn tökum á meiri síldveiðitækni en þekkst hafði áður. Þeir juku smásíldarveiðarnar stórlega og sögðu alltaf að nóg væri til af henni í sjónum. Afleiðingarnar eru öilum ís- lendingum kunnar, þessi gríðarlega stóri stofn hrundi og við íslendingar erum enn að súpa seyðið af því næstum tuttugu árum seinna,“ sagði Jakob. - Liggur eitthvað fyrir sem sannar ágæti smáfiskafriðunarinnar? „Ég er alveg sannfærður um það að friðunaraðgerðir áttu mikinn þátt í þessum mikla afla sem var 1980 og 1981. Þá var þorskstofninn helmingi stærri en hann er núna og nægur matur fyrir hann allan. Þegar stofninn er stór dreifir hann sér meira og eltir fæðuna víðar. Flestum er til dæmis í fersku minni að í fyrra rak dauða loðnu á land, meira að segja fyrir framan gluggana hjá okkur á Hafrann- sóknarstofnun. Þeim göngum fylgdi ekki einn einasti þorskur einfaldlega vegna þess að það vantaði þorskinn en ekki fæðuna,“ sagði Jakob. -Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.