Tíminn - 13.01.1984, Síða 8

Tíminn - 13.01.1984, Síða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Rítstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstof ur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavfk. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. : Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Olíusvædin fyrir sunnan ísland ■ Þaö hefur verið ákveðið, að Hans Andersen sendiherra fari til London og Dublin til viðræðna við stjórnarvöld þar um yfirráð líklegra olíusvæða á hafsbotninum, sem markast . af íslandi, Færeyjum, Skotlandi og íslandi, utan efnahagslög- sögu ríkjanna. Þetta mál er búið að vera á dagskrá síðustu árin, án þess að nokkuð hafi þokazt í samkomulagsátt milli viðkomandi ríkja. Þó fer það að verða aðkallandi, því að æskilegt væri að ' málið leystist áður en til sögunnar kemur sú alþjóðastofnun, sem samkvæmt hafréttarsáttmálanum á að sjá um stjórn á nýtingu á auðæfum hafsbotnsins utan efnahagslögsögu ríkj- anna. Sú stofnun gæti hæglega gert tilkall til umrædds svæðis, ef viðkomandi ríki væru ekki búin að ná samkomulagi um stjórnun þess. Það væri ánægjuleg lausn, ef umrædd ríki kæmu sér saman um að leysa þessa deilu á svipuðum grundvelli og íslendingar og Norðmenn leystu deiluna um Jan Mayen. Sá grundvöllur var lagður í yfirlýsingu stjórna íslands og Noregs, sem hljóðaði á þessa leið: „Fjallað verður um afmörkun landgrunnsins á svæðinu rnijli íslands og Jan Mayen í framhaldsviðræðum. í þessu skyni eru aðilar ásáttir um að skipa svo fljótt, sem verða má, sáttanefnd þriggja manna og skal hvor aðili tilnefna mann, sem er ríkisborgari þess lands. Formaður nefndarinnar er tilnefndur með samkomulagi aðilanna. Hlutverk nefndarinnar skal vera að gera tillögur um skiptingu landgrunnssvæðisins milli íslands og Jan Mayen. Við gerð slíkra tillagna skal nefndin hafa hliðsjón af hinum miklu efnahagslegu hagsmunum íslands á þessum hafsvæð- um, svo og landfræðilegum og öðrum sérstökum aðstæðum. Nefndin setur sér sjálf starfsreglur. Samhljóða tillögur nefndarinnar skulu lagðar fyrir ríkisstjórnirnar svo fljótt, sem verða má. Aðilar miða við að tillögurnar verði lagðar fram innan fimm mánaða frá skipun nefndarinnar.“ Að sjálfsögðu þyrfti sáttanefndin, sem fjallaði um olíusvæðin fyrir sunnan ísland að verða fjölmennari en Jan Mayen-nefndin, þar sem þar eiga fjögur ríki hlut að máli í stað tveggja í Jan Mayen-deilunni. Þá þyrfti einnig að haga orðalagi um verkefni nefndarinnar-talsvert á annan veg, þar sem að verulegu leyti er ekki um hliðstæð mál að ræða. Hitt er hins vegar sameiginlegt, að þetta deilumál þarf að leysa með samkomulagi, og til þess að ná því takmarki er engin leið án efa vænlegri en sú, sem var farin í Jan Mayen-málinu. Skíðaskálinn Fyrir nokkru var hér vitnað í grein eftir Gerði Steinþórs- dóttur um Skíðaskálann í Hveradölum, en hún lagði til að hann yrði endurbættur og grundvöllur lagður að því að skíðaiðkun yrði haldið þar áfram. Síðan hefur orðið nokkur breyting á afstöðu borgaryfir- valda í þessu máli, en þarf þó að verða meiri. Að þessu vék Gerður Steinþórsdóttir á síðasta borgarstjórnarfundi og sagði þá m.a.: „Eins ogfram kom í ræðu borgarstjóra 15. des. verðurekki varið krónu til Skíðaskálans í Hveradölum. Gerður hefur verið kaupleigusamningur við Veislumiðstöðina h/f til 5 ára. Vegna andstöðu minnihlutans við upphafleg samningsdrög hefur honum verið breytt þannig að borgin getur að leigutíma liðnum ákveðið hvort hún vill halda skálanum eðaselja hann, en í fyrri drögum gat leigutaki tekið þessa ákvörðun. Þetta er vissulega til bóta. Samningurinn ber þó vott um áhugaleysi borgaryfirvalda á Skíðaskálanum í Hveradölum á sama tíma og varið er miklu fjármagni til kaupa á enn einni stólalyftu í Bláfjöllin. Er það von mín að afstaða borgaryfirvalda eigi eftir að breytast á þessum 5 árum, sem framundan eru, og augu þeirra opnist fyrir hinum stórkostlegu möguleikum til útivistar, öryggishlutverki skálans og menningarlegu gildi hans.“ " Þ.Þ. Taugakerfið að komast í lag Valur Arnþórsson segir í viðtali við Dag, að efnahagslíf- ið hafi verið orðið sjúkt en taugakerfi þess sé nú að komast í lag og telji hann enga ástæðu til svart- sýni þegar litið er til framtíðarinnar þótt nú sé við tíma- bundna erfiðleika að stríða. Viðtalið við Val fer hér á eftir: „Mér finnst síð- asta ár hafa endað betur en ég átti von á, velta í þjóðfélag- inu varð meiri en búist hafði verið við og fjárskil betri en reiknað hafði verið með. Ég býst við því að opinberir aðilar og eins stærri fyrir- tæki hafi staðið betur heldur en menn bjuggust við fyrir nokkrum vikum. Efnahagsaðgerðirn- ar eru farnar að hafa þau áhrif að það virðist vera meiri ábyrgni af hálfu ein- staklinga og fyrir- tækja. Manni virðist efnahagslífið núna vera að komast í vissan endurbata eins og taugasjúkl- ingur sern hefur fengið sterka með- ferð hjá hæfum læknum. Efnahags- lífið hér var orðið sjúkt á taugum í þessari óðaverð- bólgu sem hér ríkti og nú er eins og taugakerfið sé loks- ins að komast í lag,“ sagði Valur Arn- þórsson, kaupfélags- stjóri, þegar hann var inntur álits á nýbyrjuðu ári og því sem á undan er gengið. „Þetta er ákaflega þýðingarmikið fyrir áframhaldandi þró- un og að þessu leyti er ég bjartsýnn fyrir þetta nýbyrjaða ár. Mér finnst eins og það sé búið að skapa vissan siðferðis- grundvöll með þjóð- inni svo hægt verði að hefja endurreisn- arstarf. Hitt er ann- að mál að þróunin fer ákaflega mikið eftir því hvernig tekjustraumarnir verða inn í þjóðfé- lagið og þeir koma á næsta ári til með að iráðast fyrst og fremst af aflabrögðum. Glæðist afli aftur og tekjustraumar auk- ast getum við verið hóflega bjartsýn. Ég tel ekki ástæðu til að óttast að erl- endir markaðir breytist mikið okkur í óhag á næsta ári. Það sem síðan að öðru leyti ræður miklu um þróun efnahagsmálanna er það, að íslendingar gæti þess að eyða ekki umfram tekjur. Þar ráða mestu kjarasamningarnir sem koma til með að verða gerðir á árinu. Þar þarf að halda á málum með mikilli gætni og hófsemi um leið og reynt verður að rétta, að svo miklu leyti sem hægt er, hag hinna verst settu í þjóðfélaginu. Atvinnuástand fer ákaflega mikið eftir því hvernig afla- brögð verða og verði þau léleg er ákaflega lítið sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir tímabundið atvinnuleysi víðs vegar um landið. Ef þau hins vegar batna eru talsverðar vonir til þess að atvinnu- leysi verði hverf- andi. Ég tel að ekki sé nein ástæða til að vera svartsýnni fyrir hönd þessa svæðis en annarra landshluta. Hins vegar er mikilvægt fyrir sið- ferðisþrekið hér að mennfari að sjáfram á stærri uppbygg- ingu,“ sagði Valur Arnþórsson að lokum. Nú þarf að halda í horfínu Jón Kristjánsson ritstjóri Austra skrif- ar um ástand og horfur í þjóðmálun- um í forystugrein og segir m.a.: Það er ekki um það deilt að nú hafa þáttaskil orðið í efnahagsmálum og heilsum við nú nýju ári með minni verð- bólguhraða en verið hefur um nokkurt árabil. Deilt er um það hverjir hafa fært mestar fórnir til þess að ná þessum ár- angri. Vissulega á hinn almenni launa- maður hér drýgstan þátt, en hér er líka tilnokkurs að vinna.. Takist að halda verðbólgunni í skefjum og varðveita þennan árangur sem náðst hefur, verður grundvöllur atvinnu- lífsins í landinu allur annar, en á öflugum og vel reknum at- vinnuvegum byggj- ast lífskjör launa- fólksins. Ýmis bata- merki hafa þegar komið í ljós. Gengi hefur verið stöðugt síðari hluta ársins og fjármagnskostnaður hefur farið lækk- andi. Lækkandi fjármagnskostnaður kemur bæði atvinnu- lífinu og einstakl- ingum til góða. Nú er mest um Vvert að halda í horf- inu. Það svigrúm sem við höfum til launahækkana, sem því miður er tak- markað, ber að nota til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Mesti vandinn sem við stöndum frammi fyrir á nýju ári er sá að í sjávarútvegi blasa við stórkostleg vandamál, þau að skipta minnkandi afla niður á fiski- skipaflotann þannig að hægt sé að reka skipin og atvinna sé tryggð í landinu. Þetta er hið vanda- sama verkefni sem unnið er að fyrstu vikur ársins ogallt er undir því komið að vel takist til. Sjávarútvegsráð- herra hafði forustu um að hart var brugðist við vandan- um í sjávarútvegi og samþykkti Alþingi lög um kvótaskipt- ingu í fiskveiðum síðustu dagana fyrir jól. Á grundvelli þessara laga er nú unnið að því vanda- sama verkefni að skipta aflanum niður á flotann og eins og áður segir eru mjög mörg sjónarmið sem þarf að taka tillit til í því sambandi. Við þessar aðstæður er lífsnauðsyn að fyllstu hagkvæmni sé gætt í útgerð og fiskvinnslu því sýni- legt er að tekjurnar minnka að mun og minna verður því til skiptanna. Það má segja að gjörbreytt viðhorf séu í sjávarútvegi með hinu nýja fyrir- komulagi og það þurfi önnur hugsun að ríkja hjá þeim sem draga fisk úr sjó. Nú verður magnið ákveðið fyrirfram og því eru möguleikarnir í því að skara fram úr fólgnir í því að skila sem bestum afla á land. Undirtektir við þær miklu breytingar sem í kvótalögunum felast sýna það að fullur skilningur er á því að við vandann þarf að glímá með nýjum aðferðum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.