Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 20
Opið virka daga / 9-19 V Laugardaga 10-16 HEDDf , 1 Skemmuvegi 20 Kopavogi ( Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 N j n Varahlutir M Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð a ollu Kaupum nýlega ^ bíla til niðurrifs SAMVINNlir^f'l tryggingarLxnJ & ANDVAKA <-6rX ARMULA3 SIMI 81411 'ig Ciabriel .<ó p'HÖGGDEYFAR ITÍ UQJvarahlutir
Ritstjorn 86300 — í kuglysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306
TflPIÐ A BUR SBASTA AR
VARD TVÖ ÞÚSUND KRÓNUR
Á HVERN HÖFUÐBORGARBÚA
■ Tapið á rekstri Bæjarútgerð-
ar Reykjavíkur nam tæpum 160
milljónum króna á nýliðnu ári.
Launagreiðslur fyrirtækisins
voru á milli 160 og 170 milljónir,
eða örlítið hærri en tapið, þannig
að reksturinn stóð aðeins undir
örlitlu broti af launakostnaði,
sennilega 5 til 10 milljónum.
Þessar upplýsingar fékk blaðið
hjá Brynjólfi Bjarnasyni, ný-
ráðnum framkvæmdastjóra
BÚR, í gær. Brynjólfur sagði að
vissulega væru þessar tölur Ijótar
og að engum þyrfti að dyljast að
afkoma fyritækisins væri afar
slæm. Hins vegar mætti það ekki
gleymast, að málið snérist ekki
eingöngu um rekstrartölur.
Velta fyrirtækisins í fyrra hefði
verið um 600 milljónir og hjá því
ynni fjöldi fólks og verðmæta-
sköpunin væri mikil.
Bæjarútgerðin ereign Reykja-
víkurborgar og ef tapinu af
rekstri hennar í fyrra hefði verið
deilt niður á alla borgarbúa
hefðu nálægt 2.000 krónur kom-
ið í hlut hvers og eins, en Reyk-
víkingar eru rúmlega 86 þúsund.
Útsvarsgreiðendur í borginni
voru á milli 53 og 55 þúsund og
ef tapinu hefði verið deilt niður
á þá, hefðu um 3.000 krónur
komið í hlut hvers að meðaltali.
í fyrra fékk fyrirtækið 25 millj-
óna lán úr Framkvæmdasjóði
Reykjavíkurborgar og miðað við
stöðu þess má búast við að þessi
upphæð verði aldrei endur-
greidd. í ár er búist við að BÚR
fái 60 milljónir úr sjóðnum,
þannig að í hverri viku greiða
Reykvíkingar 1,1 milljón til
fyrirtækisins, beint.ef gengið er
útfrá því að lánin verði ekki
endurgreidd.
Vanskil fyrirtækisins í fyrra
voru um 120 milljónir króna.
- Sjó
WÓFARNIR FESTU
ST0LNU BIFREIÐ-
INA í SNJÓSKAFLI
— áttuðu sig
ekki á því að
hún var á
sumarhjól-
börðum
■ Óboðnir gestir heimsóttu
heildverslun Ingvars Helgason-
ar aðfaranótt miðvikudags og
skoðuðu sig unt í bílasalnum.
Þar fundu þeír farskjóta sem
þeim leist vel á og ákváðu því
að bregða sér í túr um bæinn á
honum.
Gestunum láðist þó að at-
huga hjólabúnað bílsins, sem
var á sumarhjólbörðum og
voru því ekki komnir langt
þegar Vetur konungur tók í
taumana.Bíllinn festist í skafli
rétt við húsið og segir því ekki
meir af því ferðalagi.
- GSH
Sf!
Hfcnj5ͮfl
HÆKKAÐ
■ Vísitala framfærslukostn-
aðar hækkaði um 0,72% frá
byrjun desembermánaðar til
byrjunar janúarmánaðar, sam-
kvæmt útreikningum kauplags-
nefndar. Miðað við hlutfalls-
lega sömu hækkun á heilu ári
jafngildir þessi hækkun um 9%
verðbólgu.
Fyrrnefnd hækkun varð að
lang mestu leyti (um 0,5%)
vegna hækkunar á verði áfeng-
is og tóbaks í fyrri hluta des-
ember. Að öðru leyti var um
smávægilegar verðbreytingar
að ræða til hækkunar eða lækk-
unar sem svara til um 0,2%
vísitöluhækkunar. Til gamans
má gcta þess, að0,2% vísitölu-
hækkun miðað við heilt ár
mundi jafngilda um 2,5% verð-
bólgu.
Hækkun á vísitölu vöru og
þjónustu á sama tímabili
reyndist örlítið meiri, cða
0,74%. - HEI
VERÐBÓLGAN
2.5% EF
BRENNIVÍNIÐ
HEFÐIEKKI
VERIÐ
■ Færeysku og íslensku aðilarnir á fundi í Ráðherrabústaðnum síðdegis í gær. Tímamynd GE
FALLAST Á AÐ HÆTTA VEIÐUM ÍTVOMÁNUÐI
■ „Við skýrðum Færeyingun-
um frá okkar stöðu og ástæðun-
um fyrir því að við sögðum
þessum samningi upp,“ sagði
Halldór Asgrímsson sjávarút-
vegsráðherra er Tíminn spurði
hann fregna af gangi viðræðn-
anna við Færeyinga sem lauk í
gær.
„Samkvæmt þeim samningi
sem er í gildi, þá eiga þeir rétt á
að veiða hér fram til 13. júní á
þessu ári,“ sagði sjávarútvegs-
ráðherra, „en um það náðist
samkomulag á fundinum, að þeir
myndu ekki stunda veiðar í
landhelgi okkar, á þeim tveimur
mánuðum sem líða nú, þar til
næsti fundur verður haldinn, en
það var ákveðið að ósk þeirra."
Sjávarútvegsráðherra sagði að
í flota Færeyinga, sem gerir út á
íslandsmið, væru skip sem engar
aðrar veiðar stunduðu, en veiðar
í okkar landhelgi og því sæktu
Færeyingar að sjálfsögðu á um
að fá að halda þeim veiðum
áfram.
Sjávarútvegsráðherra vildi
engu spá um hver niðurstaða
; næsta fundar með Færeyingum
yrði, en Tíminn hefur heimildir
1 fyrir því að ólíklegt sé að Færey-
ingum takist á fundinum í mars
■ að herja út nokkur veiðileyfi.AB
dropar
Fljúgandi
brauðrist
■ Tveir írskir bændur stóðu í
túni annars og ræddu eilífðar-
málin er herþota frá nálægum
flugvelli flaug þar yfir. Kvikn-
að hafði i þotunni og réði
flugmaðurinn ekkert við cldinn
og tók á það ráð að skjóta sér
út úr þotunni. Bændurnir
fylgdust með þessum aðförum
og svo segir annar þeirra við
hinn:
„Ekki veit ég hverju þeir
finna upp á næst.Paddy. Ég
gæti svo svaríð aö þarna fór
fljúgandi brauðrist um“.
Skýringin á
forsetafram-
boði Alberts?
■ Hundaliald Albcrts Guð-
mundssonar fjármálaráðherra
er nú orðið að fjölmiðlamat
eftir yfirlýsingar hans sjálfs þar
um í útvarpi og svo kæru Rafns
Jónssonar, fréttamanns á út-
varpinu, þar í kjölfarið. Drop-
ar hallast enn að þeirri skýr-
ingu sem nefnd var í gær að
fjármálaráðherra sé heimilt að
halda fjárgæsluhund vegna
ríkissjóðs og því falli hann alls
ekki undir títtnefnd ákvæði
lögreglusamþykktar borgar-
innar sem leggur blátt bann við
hundahaldi í borginni.
Aðrir glöggskyggnir menn
hafa hins vegar viljað leita
lengra aftur í tímann, og telja
að orsaka forsetaframboðs Al-
berts megi rekja til fyrrnefnds
hundahalds hans og þeirrar
áráttu að vilja lifa í sátt við lög
og menn. Því hefði hann borið
sigurorð af öðrum frambjóð-
endum myndi búseta á Bessa-
stöðum hafa fylgt í kjölfarið,
og þar með hefði Lucy vinkona
hans af hundaætt orðið lögleg
því hundahald mun vera leyft í
Bessastaðahreppi.