Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.01.1984, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1984 7 erlent yfirlit ■ Nú þykir alveg útséð um, að það eigi eftir að gróa um heilt með Ursulu Andress og barnsföður hennar Harry Hamlyn. Það, sem endanlega þótti sanna að allt væri búið milli þeirra, var heim- sókn Harrys á fínan veitingastað í London með ungri stúlku, sem við reyndar þekkjum vel. Var þar komin Melissa Gilbert, sem fer með hlutverk Láru í Húsinu á sléttunni. Kunnugir segja, að vinskapur Melissu og Harrys eigi sér nokk- uð .Ianga sögu, þó að þau hafi ekki viljaö láta sjást til sín saman opinberlega fyrr en þetta. En ■ Nú er Ursula Andress orðin einstæð móðir og þarf að berjast áfram án hjálpar með son sinn, Dimitri. Ursula Andr- ess orðin einstæð móðir — harnsfaðir hennar róinn á önnur mið einmitt þessi tímamótaatburður sanni það, að Harry hafi hreint ekki í hyggju að snúa aftur til Ursulu. Ursula Andress, sem er orðin 46 ára, hefur aðeins einu sinni gifst á sinni viðburðaríku ævi. Hún var fyrsta kona hins þekkta Johns Derek, sem er sérfræð- ingur í að giftast fallegum, ómót- uðum, ungum stúlkum og gera þær að bráðglæsilegum, þrosk- uðum konum, áður en hann lætur þær sigla sinn sjó. Auk Ursulu hafa Linda Evans og Bo Derek gengið í þann skóla. Seinna átti Ursula um margra ára skeið vingott við franska leikarann Jean Paul Belmondo, en síðustu árin hefur maðurinn í lífi hennar verið Harry Hamlin, sem er 10 árum yngri en hún. Þau hafa búið saman um nokk- urra ára skeið og fyrir 3 árum fæddist þeim sonurinn Dimitri, en eftir fæðingu hans fór að síga á ógæfuhlið í sambandi þeirra Ursulu og Harrys, og nú virðist sem sé, eins og það sé endanlega úr sögunni. ■ Harry Hamlin yngdi heldur betur upp hjá sér, þegar hann yfirgaf Ursulu, sem orðin er 46 ára, og tók að gera hosur sínar grænar fyrir Melissu Gilbert, sem er aðeins 19 ára. Ólafur sagði að þá þyrftu mengunarvarnir að gera saman- burð á mengun í umhverfi, frá því áður en að fyrirtæki tóku til starfa og eftir að starfsemi væri hafin. Núna væri tii dæmis verið að framkvæma rannsóknir aust- ur á Reyðarfirði, með fyrirhug- aða kísilmáimverksmiðju í huga. Mælt væri hversu mikið af meng- unarefnum þeim sem búist væri við að myndu breytast, þegar verksmiðjan hefði tekið til starfa, væru í umhverfinu núna. Síðan yrði aftur gerð mæling þegar verksmiðjan hefði tekið tii starfa. - Hve margir starfa hjá meng- unarvörnum? „Við erum fjögur sem vinnum við þessa deild sem nefnist meng- unarvarnir, en auk þess heyra geislavarnir undir þessa deild, og þar starfa tveir menn, þannig að alls erum við sex.“ - Eruð þið nógu mörg tii þess að sinna mengunarvarnahlut- verkinu sem skyldi, eða þurfið þið jafnvel að kaupa utanaðkom- andi aðila til þess að framkvæma ákveðnar mælingar eða kannan- ir? „Við höfum bara ekki gert meira en við höfum getað annað - svo einfalt er það nú.“ - Þurfið þið að starfa í nánu samstarfi við Vinnueftirlit ríkis- ins? „Samstarf þarf auðvitað að vera gott, en það er fremur undantekning að starfssvið okk- ar skarist, því Vinnueftirlitið hefur með mengun þá að gera, sem hugsanlega er á vinnustað, þannig að þeir hugsa um áhrif mengunar á manninn, en við um áhrif á umhverfið. Það er miklu frekar að skilin á milli okkar verksviðs og Náttúruverndar- ráðs séu ekki eins skýr. Við erum náttúrlega hluti af stærra kerfi, sem er heilbrigðiseftirlits- kerfið. Þaðeru heilbrigðisnefnd- ir úti í héruðunum, sem eru frumeftirlitsaðilinn. Við erum ekki eftirlitsaðili, nema ef um sérhæft verkefni er að ræða. Við vinnum því þessa sérfræðilegu tæknivinnu, en heilbrigðisnefnd- ir sjá um daglegt eftirlit.“ -AB ■ í NEWSWEEK, sem kom út 9. þ.m., birtist alllangt viðtal við Fidel Castro í tilefni af því, að 25 ár eru liðin síðan hann kom til valda með góðum stuðningi Bandaríkjamanna, sem töldu þáverandi einræðisherra Kúbu, Batista, svo spilltan að þeir vildu losna við hann. Að dómi margra Bandaríkja- manna nú tók þó ekki betra við, þegar Castro fór að sýna hvert hann stefndi, en því hafði hann haldið leyndu meðan hann var að steypa Batista af stóli. Það er óneitaniegt, að á þeim aldarfjórðungi, sem Castro hefur stjórnað Kúbu, hafa orðið þar merkar umbætur á sviði ýmissa félagsmála, eins og uppeldismála og heilbrigðismála, og mikil al- menn fátækt er þar minni en í tíð Batista. Margt hefur þó mistek- izt hjá Castro, en hann getur afsakað sig með því, að við- skiptahöftin, sem Bandaríkin hafa lagt á Kúbu. hafa verið Kúbumönnum rnikill fjötur um fót. Sennilega hefðu þessi höft orðið Castro að falli, ef hann ■ Sir Eric Gairy. hendinni af honum. Bretar töldu yfirráðin þar vera sér fremur til þyngsla en hið gagnstæða og sinntu því ekki viðvörunum fréttamannanna. Grenada fékk sjálfstæði og síðar inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar. Umrædd- ur flokksforingi, Eric Gairy, tók sér jafnframt óbeint einræðis- vald, þótt hann léti kosningar haldast áfram að nafni til. Til þess að treysta völd sín kom hann sér upp 180 manna öryggis- liði, sem til viðbótar fámennri lögreglu þótti nægja til að halda íbúunum í skefjum, sem eru taldir frá 100-120 þús. Margar skrýtnar sögur hafa gengið um Sir Eric, en svo var hann kallaður eftir að Breta- drottning hafði aðlað hann að eigin ósk, en Grenada lýtur enn formlega brezku krúnunni, þótt önnur stjórnarfarsleg tengsl við Bretland hafi verið rofin. M.a. hefur Sir Eric haft mikinn áhuga á ýmsum fyrirbærum eins og fljúgandi diskum, sem hann telur hættulega öryggi mannkynsins. Hann hefur látið fulltrúa Gren- ada hjá Sameinuðu þjóðunum Verður Sir Eric aftur for- sætisráðherra á Grenada? Fljúgandi diskar yrðu þá aftur til umræðu hjá S.Þ. hefði ekki notið mikils fjárhags- legs stuðnings Rússa. Andstæðingar Castros benda á það, að þótt ýmsar félagslegar framfarir hafi orðið á Kúbu í tíð Castros, ríki þar hrein einræðis- stjórn, sem beitir andstæðinga sína fyllsta harðræði. Fylgjendur Castros benda á, að þctta hafi ekki verið betra í tíð Batista. Ótti margra Bandaríkja- manna við umbótahreyfingar í Mið-Ameríku er ekki minnst sprottinn af því, að þeir óttast, að þróunin þar gæti orðið svipuð og á Kúbu. Þess vegna kjósa þeir heldur af tvennu illu að styðja hinar spilltu einræðisklíkur þar. I áðurnefndu viðtali við Castro spyr blaðamaður hann m.a. um aðdraganda byltingarinnar á Grenada, þegar fyrri samherjar Bishops drápu hann og auðveld- uðu Bandaríkjamönnum þannig að gera innrásina. Castro játar, að þessir atburðir hefðu komið honum og stjórn hans á óvart. Sendiráðsmenn Kúbu á Grenada og aðrir Kúbu- menn þar hafi ekki gert sér næga grein fyrir hvað var að gerast á bak við tjöldin í deilum þeirra Bishops, sem Kúbumenn studdu, og Coards, sem þeir vantreystu. Aðeins degi áður en Bishop var drepinn, lét hann sendiráð Kúbu vita af því, að líf hans gæti verið í hættu. Margt bendir til, að CIA hafi vitað betur en Castro um það, sem var í aðsigi á Grenada. Til þess bendir m.a. undirbúningur innrásarinnar. Blaðamaðurinn lagði þá spurningu fyrir Castro, hvort innrás Bandaríkjamanna á Grenada hefði ekki verið álits- hnekkir fyrir Kúbu. Castro svar- aði á þann veg, að innrásin hefði orðið mestur álitshnekkir fyrir Bandaríkin, en auk þess hefði hún haft áhrif sem viðvörun og hvatning í Nicaragua og hjá byltingarsinnum í E1 Salvador. FRÉTTIR frá Grenada benda til, að hægt gangi undirbúningur að myndun lýðræðisstjórnar, en henni hafa Bandaríkjamenn lofað. Sumar heimildir benda til, að Bandaríkjastjórn óttist, að eins og ástatt sé þar nú sé ekki flytja tillögu um sérstaka rann- sókn á þessunt fyrirbærum og þegar hann heimsótti Carter í Hvíta húsið var þetta mál aðal- umræðuefni þeirra. Sir Eric gerðist eigandi eða meðeigandi flestra arðvænlegra fyrirtækja á Grenada og flutti gróðann úr landi samkvæmt staðhæfingum andstæðingahans. M.a.varhann éigandi stærsta vinbarsins, sem hefur gefið ;if sér drjúgar lckjur, þvi aö ferðamannakomur hafa aukizt mjög í seinni tíð. lðulega gerðist það, að Sir Eric bauð fjáðari gestum sínum á barinn, en lét þá síðan borga reikning- inn, sem mörgum þeirra fannst orðinn óeðlilega hár. FYRIR nokkrum dögum brá Sir Eric sér til New York. Erindi hans var að ræða um fljúgandi diska á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Áöur en hann fór að heiman, hvatti hann öryggislið sitt til að halda vel vöku sinni í fjarveru hans. Fyrirliðar þess töldu það ólíklegt, að nokkuð myndi gerast fyrstu nöttina, sem Sir Eric væri að heiman. Það mátu þeir hins vegar rangt. Leiðtogar Jewel-hreyfingarinnar töldu að byltingarvonir þeirra byggðust á því að koma örygg-' isvörðunum á óvart. Þeir voru flestir í bólunum og ráðherrarnir einnig, þegar byltingarmenn komu og handtóku þá viðspyrnu- lítið. Aðeins einn maður féll í þessum átökum, þegar hann reyndi að verja vopnabúr örygg- isvarðanna." Eins og eftirminnilegt er vegna blaðaskrifa um innrás Banda- ríkjanna á Grenada, var það Maurice Bishop, sem stjórnaði Jewel-hreyfingunni og sjtórnaði valdatöku hennar 1979. Síðan hefur Sir Eric dvalið í Bandaríkjunum og haft nægan tíma til að auka þekkingu sína á fljúgandi diskum. Nú hyggur hann á heimkomu og þátttöku í væntaniegum kosningum. Að ýmsu leyti voru uppgangstímar á Grenada, þegar hann fór með völd. Bandaríkjamenn þora því ekki að útiloka, að hann gæti orðið sigursæll. Sumir þeirra vilja því kyrrsetja hann í Banda- ríkjunum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ■ Maurice Bishop. útilokað, að einræðisherrann, sem Bishop steypti þar af stóli, Eric Gairy, gæti sigrað í kosning- um, ef þær yrðu nú. Hoi'um hefur því enn ekki verið leyft að fara til Grenada. Bretar veittu Grenada heinia- stjórn 1967 og fullt sjálfstæði 1974. Frá stjórnarfari á Grenada á árunum frá 1974 til ly79, þegar Bishop gerði byltinguna, var nokkuð sagt hér í blaðinu í marz 1979, og er ekki úr vegi að rifja það upp, ef Sir Eric skyldi aftur heíjast til valda á Grenada: „Það var nokkuð gagnrýnt af fréttamönnum, sem heimsótt höfðu Grenada, þegar Bretar veittu eyjarskeggjum fullt sjálf- stæði. Síðan Grenada hafði feng- iö heimastjórn sjö árum áður, höfðu völdin verið í höndum flokks, sem var undir stjórn manns, er augljóslega stefndi að því að verða einræðisherra. Hann hafði beitt andstæðinga sína harðræði í sívaxandi mæii og þótti líklegur til að auka það eftir að Bretar slepptu alveg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.