Tíminn - 31.01.1984, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984
f réttir
Alþingi:
Sverrir Hermannsson;
ef hAlaunamenn sprengja rammann
A RÍKISSTJÓRNIN AÐ SEGJA AF SÉR
■ „Ég var í forsvari fyrir verkalýðs-
sambandi í 15 ár“, sagði Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðherra í utandag-
skrárumræðum á þingi í gær, „en 3.
þingm. Reykvíkinga hefur aðeins verið
færilús á því skinni.“
Ráðherrann var að svara fyrirspurn-
um, sem fram komu vegna ummæla hans
og annarra ráðherra um kjaradeiluna í
Straumsvík er hann gerði þessa samlík-
ingu. Hann var þungorður vegna kröfu-
gerðar starfsmanna og sagði að starfs-
menn hjá ÍSAL ættu heimtingu á að vita
afstöðu sína í þessu efni, en hún er, „að
ég mun standa gegn því með öllum
ráðum að þeir brjótist þannig í gegn að
það yrði fyrirmynd fyrir alla aðra."
Ráðhcrrann sagði að starfsmenn ÍS-
AL hefðu 32-40 þús. kr. á mánuði sem
væri meira en helmingur þess sem
Guðmundur J. Guðmundsson væri fær
um að ná fram fyrir sitt fátæka fólk.
Hann sagði forkólfa ASÍ beita þessum
hálaunamönnum fyrir vagninn og Þjóð-
viljinn skýrði svo frá að þeir eigi að
brjóta ísinn og takmarkið sé að koma
ríkisstjórninni frá. En hann muni beita
sér af fullri hörku gegn því að slík
ósvinna nái fram að ganga.
Iðnaðarráðherra sagði að ef þeir
Alusuissemenn væru færir um að borga
hærra kaup mundi hann þegar í stað
heimta að þeir greiddu hærra verð fyrir
orkuna, það væri mikil þörf fyrir það til
að greiða því fólki hærra kaup sem
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Bjarni
Jakobsson berðu fyrir brjósti. En það
þyrfti ekki endilega að ganga til há-
launamanna sem hafa 30-40 þús. kr. á
mánuði.
Um aðild ÍSAL að VSÍ sagði iðnað-
arráðherra að það sé sjálfsagt og sam-
kvæmt lögum um félagafrelsi að fyrir-
tækið sé í samtökum atvinnurekenda og
að ekki komi til mála að auðhringur úti
í Sviss hafi úrslitaáhrif á íslenskt atvinnu-
líf.
Sverrir Hermannsson sagði að ef sá
rammi sem ríkisstjórnin hefur sett í
efnahagsmálum verður sprengdur og
slíkt tilræði nái fram að ganga sé það sín
skoðun að ríkisstjórnin eigi þegar í stað
að segja af sér. Þá hafi henni mistekist
ætlunarverk sitt.
Þess vegna hafi hann talað opnum
munni og sagt hreinskilningslega frá því
til hvaða ráða yrði gripið og hverjum
ráðum beitt. Og hann skammaðist sín
ekki fyrir það.
Hann kvaðst endurtaka öll þau um-
mæli sem eftir honum hafa verið höfð
undanfarið og legði margfalda áherslu á
þau.
- Mcnn mega svo halda því fram að
þau hafi orðið til að spilla samningum.
Þau hafa þá náð tilgangi sínum, ef
samningarnir hefðu orðið til þess að
sprengja vinnumarkaðinn upp.
- Efað þeir ÍSAL -menn þola ekki að
heyra það sem ég meina án þess að það
styrki þá sérstaklega í baráttunni fyrir
sanngjörnum kjörum eins og þeir kalla
sjálfir, þá verður svo að vera.
-OÓ.
Steingrímur Hermannsson:
Ef þeir tekjuhæstu fá launa
hækkanir verdur erfitt ad
neita láglaunafólki um þær
Á ábyrgð atvinnurekenda ef þeir sprengja rammann
■ í fyrslu grein efnahagsmálakafla
stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar
segir: Festa verði sköpuð með raunhæfri
gengisstefnu sem ásamt aðhaldsamri
fjármála- og peningastefnu myndi um-
gerð ákvarðana í efnahagslífinu. Að
loknum aðlögunartíma bera aðilar
vinnumarkaðsins ábyrgð á kjarasamn-
ingum í Ijósi opinberrar stefnu í gengis-
og kjaramálum. I stefnuyfirlýsingunni er
jafnframt fjallaö ítarlega um fram-
kvæmd á þessum atriðum. Á aðlögunar-
tíma þeim sem nú er iokið hefur ríkis-
stjúrnin náð þeim markmiðum sem hún
setti sér með bráðabirgðalögunum síðan
í maí s.l. Tekist hefur að ná verðbólgunni
úr um 130% í um 15%, og er það betri
árangur en búist hafði verið við. Tekist
hefur að draga úr viðskiptahalla sem var
Harður
árekstur á
Akureyri
■ Harður árekstur varð á mótum
Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis á
Akureyri um helgina. Þar rákust tveir
bílar saman og kastaðist annar bíllinn
síðan á þann þriðja sem kom aðvíf-
andi. Barn, sem var í einurh bílnum,
var fíutt á sjúkrahús með handleggs-
brot en önnur meiðsl urðu ekki á fólki.
Bílarniræru allir töluvert skemmdir á
eftir.
GSH
10% 1982 í 2.5%. Sömuleiðis hefur
tekist að halda erlendum skuldum í
undir 60% af þjóðarframleiðslu og vextir
hafa verið lækkaðir um meira en helming
og eru nú yfirleitt 20% eða lægri af
flestum lánum.
Hins vegar er það stefna ríkisstjórnar-
innar að skapa þann ramma sem aðilum
vinnumarkaðsins er ætlað að starfa
innan. Gengi mun ekki verða breytt um
meira en 5% sem er hámark, nema að
einhverjar sérstakar utanaðkomandi
ástæður valdi. Það er einnig stefnan að
ná verðbólgu niður í 10% eða lægra í lok
þessa árs. í þjóðhagsáætlun er gerð
grein fyrir hvernig ná megi þessum
markmiðum.
Þetta sagði Steingrímur Hermannsson
manna-
eyjum
■ Viðgerð stendur nú yfir á Eiðinu í
Vestmannaeyjum en eins og fram kom í
fréttum tók stóran hluta þess út í óviðri
og sjógangi fyrir skömmu. Efni úr nýja
hrauninu hefur undanfarið verið ekið í
Eiðið en varanleg viðgerð er ekki hafin
þar sem beðið er eftir skýrslu sem nú er
unnið að hjá Vita- og Hafnarmálaskrif-
stofunni um heppilega úrlausn.
Að sögn Sighvats Arnarssonar bæjar-
tæknifræðings hafa nokkrar hugmyndir
um varanlega endurbót Eiðisins verið
ræddar, þar á meðal að styrkja Eiðið
sjálftog einnig að gera brimbrjót fyrir
utan svo ekki mæði cins mikið á Eiðinu
forsætisráðherra er hann svaraði fyrir-
spumum frá Guðmundi Einarssyni og
Svavari Gestssyni um samningamái, en
það voru einkum samningarnir við ÍSAL
sem þeir vildu fá fréttir af. Hinn fyrr-
nefndi vísaði til ýmissa ummæla ráðherra
um að halda frelsi til samninga í hefðri
og jafnframt að þeir teldu sjálfsagt að
ríkisstjórnin hefði afskipti afsamningun-
um með því að ráðherrar lýstu því yfir
að ekki kæmi til mála að samið yrði um
laun sem væru mun hærri en stjórnar-
stefnan gerir ráð fyrir.
Hann spurði einnig um heimild þá
sem ríkisstjórnin gaf til að ÍSAL fengi að
ganga í Vinnuveitendasambandið.
Svavar Gestsson átaldi mjög afskipti
ráðherra af samningunum og sérstaklega
heimildina til ÍSAL um að fá að ganga í
í sjógangi.
Sighvatur sagði að milii tvö og þrjú-
þúsund tonnum af efnj yrði ekið í Eiðið
til að tryggja að ekki komi skarð i það
VSÍ og taldi slíkt leiða til afskipta
erlendra auðhringa af samningamálum
á íslandi og opna þeim dyrnar til póli-
tískra afskipta.
Steingrímur sagði að svigrúmið til
launahækkana væri nú 4%. Hann neitaði
ekki að ríkisstjórnin væri að skipta sér af
kjaramálum, en sagði að það væri bein-
línis skylda hennar að birta þær forsend-
ur sem aðilar vinnumarkaðsins gætu
farið eftir,og þeir kjarasamningar sem
ganga langt yfir þau mörk samrýmast
alls ekki þeim markmiðum sem stjórnin
hefur sett sér.
- Þámunumviðekki náverðbólgunni
niður í 10%, viðskiptahallinn mun auk-
ast að mun og erlendar skuldir verða
ekki innan við 60% ef samið er langt út
þó sjógangur verði. Sighvatur sagði að
þó þetta væri í sjálfu sér aðcins bráða-
birgðalausn væri þessi uppfylling einnig
innlegg í framtíðarskipulag Eiðisins.
Þrjú þúsund tonn
um af hraungrýti
ekið í Eiðið í Vest
■ Um tíma var lalin hætta á að skarð kæmi í Eiðið á Vestmannaeyjum og sjór flæddi
yfir athafnasvæði Skipalyftunnar þegar óveðrið gekk yfir Vestmannaeyjar. Á
myndinni sést Eiðið fyrir miðju en til hægri sjást bátar sem bíða þess að vera teknir
til viðgerðar. 1 baksýn er Heimaklettur.
Tímamynd Guðmundur Sigfússon.
fyrir þann ramma sem settur hefur verið.
Forsætisráðherra ítrekaði að það væru
þessar yfirlýsingar sem hann hafi gefið
og hann muni halda áfram að segja það.
Hann ítrekaði einnig að semji atvinnu-
rekendur út fyrir rammann sé það á
þeirra eigin ábyrgð og að því verði ekki
mætt með nýrri gengisfellingu. Ef út-
flutningsatvinnuvegirnir treysta sér til
að semja um meira án gengisfellingar þá
þeir um það og mun ekki verða staðið á
móti því, en ríkisstjórnin mun standa á
móti því að viðskiptahallinn verði mciri
en að er stefnt.
Ef fyrirtæki.sem hafa bolmagn til að
greiða hærri laun.fara út fyrir þann
ramma sem settur hefur verið.verður
erfitt að standa gegn því að þeir sem hafa
langtum lægri laun fái svipaðar hækkan-
ir. Það verður erfitt að neita þcint
lægstlaunuðu um hækkun ef þeir í
Straumsvík fá 20-40% hækkanir, en þeir
sem þar starfa eru með tekjuhæstu
mönnum í þjóðfélaginu.
Ef launaramminn verður sprengdur,
sagði Steingrímur, skulum við ekki tala
um 10% verðbólgu í lok ársins, heldur
20-40% eða Ufnvel miklu meira. Um
heimildina til ÍSAL til að ganga í samtök
atvinnurekc,ídu sagoi Steingrímur, að
hann gerði mikinn mun á að félagið fengi
að gann:i í Fél í.!. iðnrekenda en ekki
eiga beina aðilda að VSÍ, en ÍSAL hefur
verið aitui aó ríl síðan 1977. nema að
því er snertir kjarasamninga. ÍSAL er ekki
að gerast áhrifamikill aðili að VSl. Það
var ekki rétt ákvörðun 1966 að meina
ISAL að gerast aðili að samtökum
atvinnurekenda. Ég er þeirrar
skoðunar að það sé langtum betra að
launaákvarðanir hjá þessu fyrirtæki scm
er í erlendri eigu verði í samræmi við það
sem ákveðið er á íslenskum vinnumark-
aði. Ég er ekki þeirrar skoðunar að það
sé heilbrigt að erlendur auðhringur
ákveði sín ágætu laun sem hann greiðir
í fyrirtæki sínu hér á landi án þess að
taka tillit til þess hvað tíðkst á hinum
almenna vinnumarkaði.
OÓ