Tíminn - 31.01.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.01.1984, Blaðsíða 6
6f______________ T spegli tímans flféjmirm þriðjudagur 31. janúar 1984 ■ Úr 200 ára afmælismyndinni um byggð INDHNMN „ULFSFOTUR" ER ■ Duane Loken er fallega vaxinn og vígalegur Indíáni, en það keinur ekki af sjálfu sér. Þjálfun og íþróttir eru nauðsynlegar til þess að geta haldið sér sem Indíáninn „Úlfsfótur". ■ ... - svo er hann líka í popp-bransanum ■ „Ulfsfotur“ er hann Duane Loken kallaður í sjónvarpsþáttunum „Villta vestrið“, og sem Ulfsfótur varð hann frægur sem ekta Indíáni, - en það er hann reyndar ekki, því að afi hans og amma í föðurætt höfðu ættarnafnið Jacobsen og voru ættuð frá Löken í Nittedal í Noregi, en fluttu til Ameríku. Seinna breyttu þau nafni sínu í Löken (eftir heimabæ sínum), en í munni Ameríkana varð það að Loken, og það er ættarnafn Indíánans Duanes Loken „Ulfsfotar“. Móðir Úlfsfótar eróblandaður Indíáni af Comancheættflokkin- um, svo það er í móðurætt sem Duane hefur sótt indíánaútlit sitt. Hann hefur leikið í kvik- myndum, bæði í „Villta vestr- inu“ og einnig lék hann í kvik- myndinni, sem gerð var í tilefni 200 ára afmælis stofnunar Bandaríkjanna, en þar er saga byggðarinnar rakin og samskipt- in við frumbyggja landsins. Duane Loken átti að koma til prufuupptöku, er hann sótti um að leika sem „Úlfsfótur" í Villta vestrinu. Þá hafði hann um morguninn verið í sínu venjulega morguntrimmi í skógi nálægt kvikmyndaverinu, Loken leggur áherslu á það, að það þurfi stöðuga þjálfun til þess að leika Indíána-kappa. Það verður að æfa eins og fyrir íþróttamót, segir Duane. Þarna um morgun- inn, þegar hann var að hlaupa úti í skógi, rakst hann á stúlku og mann í skóginum, og maðurinn hafði ráðist á stúlkuna og reyndi að nauðga henni. Hann ógnaði henni með hnífi og var hinn vígalegasti. Duane var ekki lengi að hugsa sig um, en réðist á ofbeldismanninn og bjargaði stúlkunni úr klóm hans. I viður- eigninni fékk hann hnífstungu í handlegginn, en hún var ekki alvarleg, og hann hélt beint á fund framleiðanda myndarinnar um „Úlfsfót“. Þegar stjórnendur kvikmynd- arinnar sáu Duane Loken sögðu þeir: „Við þurfum ekki að leita lengur, - hér er Úlfsfótur kominn!“ Duane Loken „Úifsfótur“ hefur þrisvar komið til Noregs, og síðast sl. sumar. I þessari þriðju ferð hans til heimalands föður síns kom hann til Noregs sem popp-stjarna. Hann ferðað- ist með norskri hljómsveit í mánuð og tróð upp víðs vegar. Duane Loken varð frægur „á einni nóttu“ eins og sagt er. Það byrjaði í Svíþjóð þegar Duane var þar á ferð 1980 til þess að auglýsa sjónvarpsmyndir sínar. Fólk stoppaði hann á götu og vildi fá eiginhandaráritun hans, og lá við að fötin væru rifin utan af honum af aðdáendum. Þá komu til sænskir spekúlantar og sáu að þetta var réttur tími til að notfæra sér þessa frægðar- bylgju hans, og létu Duane syngja eitt lag inn á plötu. Lagið hér „Only Love“ og var eftir tvær vikur komið á toppinn í Svíþjóð. í sumar kom út stór plata með söng hans og heitir hún „Running Hot". vidtal dagsins ,3ÁKÁHUGI SVÍd EKN f ÚNNGU VIÐ ÞAD SEM HÉR GERIST" — rætt við sænsku skákkonuna Piu Cramling ■ Búnaðarbankamótið í skák er komið í fullan gang. Eins og venjulega þegar alþjóðleg skák- mót fara fram á íslandi fyllast áhorfendasvæði af mönnum sem fylgjast stíft með sínum mönnum, skákmenn á íslandi þurfa ekki að kvarta yfir því að í þrótt þeirra eða list sé sýnt áhugaleysi. Nú hefur hins vegar farið svo að einn útlendu kepp- endanna hefur nánast stolið sen- unni frá íslendingunum, það er sænska stúlkan Pia Cramling. Hún er eina konan meðal kepp- enda og þegar þrem umferðum er lokið er hún ein í efsta sæti með2Vivinning. Hún vannJón L. Árnason í 26 leikjum, gerði jafntefli við Knezevic í annarri umferð og vann Shamkovic í þeirri þriðju, en þeir tveir síðar- nefndu eru stórmeistarar og Jón er stigahæstur allra íslenskra skákmanna um þessar mundir. „Jú ég er auðvitað hæst ánægð með árangurin hingað til“, sagði Pia, þegar blaðamaður spjallaði við hana í gær, „hann er betri en ég átti von á, því að þetta er sterkasta mót sem ég hef tekið þátt í. Jón L. tefldi veikt gegn mér í fyrstu umferðinni, en í skákinni við Skamkovic átti ég við mörg vandamál að etja, þeg- ar hann lék ónákvæmt og mér tókst að ná frumkvæðinu.“ Þú stefnir auðvitað að sigri á mótinu? „Nei, það get ég ekki sagt, ég er ánægð með hvern hálfan vinning, sem ég fæ.“ Fari nú svo að þú verðir ekki sigurvegari, hver heldurðu að sé sigurstranglegastur? „Það er erfitt að segja, en ég álít de Firmian og Helga Ólafs- son sigurstranglega. Og Alburt að sjálfsögðu. Hvenær byrjaðir þú að tefla? Ég held ég hafi byrjað þegar ég var 10 ára. Bróðir minn er góður skákmaður, svo að þetta er í fjölskyldunni. Faðir minn teflir raunar líka, þótt hann sé ekki sérlega sterkur. ■ Pia Cramling. Á borðinu fyrir framan hana er biðstaðan úr skák hennar við Shamkovic, sem stórmeistarinn ákvað að gefa án þess að tefla hana frekar. Tímamynd Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.