Tíminn - 31.01.1984, Blaðsíða 11
„BRASIUUMAÐURINN
FRA fSLANDI”
- Frá Gísla Ágúst Gunnlaugssyni, íþrótta
fréttamanni Tímans I V-Þýskalandi:
■ Ásgeir Sigurrinsson og Svíinn Dan
Corneliusson áttu báðir stórleik með
Stuttgart gegn Kaiserslautern í v-þýsku
Búndeslígunni um heigina. Leikið var
á Necker Stadion, heimavelli
Stuttgart. - Dan Corneliusson, sem
illa hefur gcngið að vinna sér sæti í liði
Stuttgart og sannfæra íþróttafrétta-
menn um ágæti sitt sem knattspymu-
manns, átti sinn besta leik með liðinu
og skoraði 3 mörk í leiknum, öll eftir
fyrirgjafir frá Ásgeiri Sigurvinssyni.
„Conni“ þakkaði svo fyrir sig rétt fyrir
leikslok með því að gefa á Ásgeir sem
lék á tvo varnarmenn Kaiserslautern
rétt utan vítateigs, lék inn í teiginn og
skaut af um 14 metra færi góðu skoti í
markhornið fjær án þess að Svíinn
HM
■ Pétur Pétursson
Waterschei.
skoraði gegn
Ronnie Hellström ætti möguleika á að
verja.
Já, Ásgeir átti sannarlega snilldar-
leik með Stuttgart, líklega sinn besta
leik með liðinu frá upphafi. Þulur
þýska sjónvarpsins, sem sýndi frá
leiknum á laugardag, átti naumast orð
til að lýsa frammistöðu hans. Sagði
hann Ásgeir pottinn og pönnuna í leik
liðsins. „Þegar Ásgeir leikur vel leikur
allt Stuttgartliðið vel, leikur þess
stendur og fellur með honum."
„Hvaða lið í Þýskalandi á stjórnanda
sem getur skotið og platað eins og
Ásgeir,-gefið 40-50 metra langar send-
ingar sem lenda beint á tánum á
samherjum, getur breytt hraða leiksins
eftir þörfum og sett varnarmenn and-
stæðingsins út af laginu með einleik?",
segir í umsögn Kickers um Ásgeir, en
blaðið nefnir hann Brasilíumanninn
frá Islandi. Kicker útnefndi Ásgeir
mann dagsins í gær, og valdi hann í
fjórða sinn í lið vikunnar í vetur.
Ásgeir fékk einkunnina 1, heimsklassi,
hjá flestum blöðum V-Þýskalandsfyrir
frammistöðuna, m.a. hjá Kicker og
Welt Am Sonntag, og hann var í liði
vikunnar hjá öllum þeim blöðum sem
fréttaritari sá. Norðurljósin í Stuttgart
skína skært, hljóðaði ein fyrirsögn
þýsku blaðanna.
Stuttgart hafði annars yfirburði í
Ieiknum allt frá upphafi. Corneliusson
skoraði fyrsta mark leiksins með
þrumuskoti á 18. mínútu. Hann bætti
svo öðru við á 30. mínútu, í þetta sinn
með skalla eftir skemmtilegan undir-
búning Ásgeirs, sem hafði leikið á
hvern varnarmann Kaiserslautern af
öðrum inni í vítateig. Staðan í hálfleik
var 2-0, en á 55. mínútu bætti Reichert
við þriðja marki liðsins. Corneliusson
gerði svo þriðja mark sitt í leiknum og
fjórða mark Stuttgart á 79. mínútu, og
á 89. mínútu leiksins náði Thomas
Allofs að minnka muninn í 4-1. -
Ásgeir skoraði svo mark sitt á lokamín-
útu leiksins, og valdi þýska sjónvarps-
stöðin ARD það mark dagsins í
íþróttaþætti sínum á laugardag.
Það vakti mikla athygli hversu mjög
leikur Stuttgart hafði tekið framförum
frá því á laugardaginn var, er liðið
tapaði 0-1 í Braunschweig, jafnvel þó
að gegn Kaiserslautern vantaði fjóra af
fastamönnum liðsins, báða Förster-
bræðurna, Kelsch og Kempe. Fjarvera
þeirra virtist lítið koma að sök, og
sýnir það hversu varnarmenn liðsins
eru sterkir. Blöðin telja því aðþjálfara
Stuttgart sé vandi á höndum í kvöld,
þegar velja skal liðið sem leikur gegn
Hamborg í 16 liða úrslitum bikar-
keppninnar. Bernd Förster er laus úr
keppnisbanni, og líklegt er talið að
Karl Heins Förster og Walter Kelsch
hafi náð sér af flensu sem plagaði þá í
síðustu viku. „
-GAG/SOE
■ Ásgeir Sigurvinsson - lék sinn besta leik með Stuttgart til þessa og vann
hugi allra knattspyrnuunnenda í V-Þýskalandi. Tímamynd Kóbert
Danfel í
hörkuformi
Pétur skoradi
gegn Lárusi
— Antwerpen sigradi 4-2
■ Pétur Pétursson og félagar hans í
Antwerpen í Belgíu sigruðu Water-
schei, iið Lárusar Guðmundssonar 4-2
í belgísku meistarakcppninni í knatt-
spyrnu um helgina. Pétur skoraði eitt
sisrká Áníwerpen.
Pétur kom Antwerpen í 2-1, og
síðan skoraði Ungverjinn Fazekas 3-1.
Waterschei minnkaði muninn í 3-2, en
Fazekas innsiglaði sigur Antwerpen
4-2 skömmu síðar. Lárus Guðmunds-
son kom inn á í leiknum, en hann hefur
undanfarið átt 1 deilum við þjálfara
Waterschei. Hefur þjálfarinn „fryst"
hann, og Lárus því ekki fengið tækifæri
í nokkurn tíma fyrr en nú.
Sævar Jónsson og félagar í CS •
Brugge töpuðu 0-2 fyrir Standard
Liege, og var Sævar rekinn útaf í
Iðilrni i m
IVIMIUIII.
Anderlecht, lið Arnórs Guð-
johnsen, gerði jafntefli við FC Brugge
1-1.
Beveren er nú efst í Belgíu með
34 stig, Seraing hefur 28. Anderlecht
26, Standard Liegc 25 og FC Brugge
24 stig.
-SÖE
Cari Lewis:
SEITINÝTT
HEIMSMET
- í langstökki innanhúss
■ Carl Lewis, sprettharðasti
hlaupari heimsogbesti langstökkv-
arinn einnig, setti um helgina nýtt
heimsmet í langstökki innanhúss.
Carl stökk hvorki meira né minna
en 8,79 metra, en það er jafnlangt
besta árangri hans utanhúss. Eldra
metið innanhúss, sem Carl átti
sjálfur, var 8,56 metrar síðan í
janúar 1982.
Lewis setti metið á Millrose-
leikjunum í Madison Square-Gar-
den í New York á föstudagskvöld.
Lewis virðist nú til alls vís í
langstökkinu, enda segist hann ætla
-aA vinna fiórfalt á Olvmníuleit'nn-
um í Los Angeles í sumar, og rjúfa
9 metra múrinn. Heimsmetið utan-
húss er 8,90 metrar og það á landi
Lewis, Bob Beamon, setti það á
Olympíuleikunum í Mexíkó 1968.
Oft hefur verið sagt að það met
verði aldrei slegið. -SÖE
■ Daníel Hilmarsson Dalvík stóð sig
best piltanna í íslenska landsliðshópn-
um í alpagreinum skíðaíþrótta um
helgina, en alpagreinafólkið keppti á
mótum í Frakklandi og Austurríki.
Daníel komst ekki í hóp íslensku
ólympíufaranna, sem vaiinn var í
síðustu viku.
Daníel varð nr 37 af 140 í svigi í
Leermoos í Austurríki á sunnudag, á
86,85 sekúndum, en sigurvegari varð
Dietmar Kronbichler Austurríki á
79,63 sekúndum, en annar varð hinn
frægi austurríski skíðakappi Christian
Orlainsky. Fjórði varð ekki ófrægari
kappi en Klaus Heidegger Austurríki.
Guðmundur Jóhannsson varð í 40.
sæti á 87,34 sek., en Árni Þór Árnason
var dæmdur úr leik.
í stórsvigkeppni á laugardag í
Wéngle í Austurríki varð Daníel 1 36.
sæti af 140 keppendum á 1:35,07, en
sigurvegari þar varð Frank Wörndl frá
Austurríki á 1:25,54 mín. Guðmundur
Jóhannsson varð í 40. sæti á 1:35.72
mín, en Árni Þór féll úr keppni.
Sigurður Jónsson tók ekki þátt, hann
er kominn til íslands.
Nanna Leifsdóttir varð í 34. sæti af
90 keppendum í stórsvigi á Bellecont í
Frakklandi um helgina. Nanna fékk
tímann 2:22,14 mín, en sigurvcgarinn
Anna Melander frá Svíþjóð var á
2:12,22 mín. Mótið var allsterkt, í
öðru sæti varð Karol Merl frá Frakk-
landi, þriðja Anne Flor-Ray Frakk-
landi, og rétt á undan Nönnu var
Fabienne Serrat Frakkland: -SÖE
Sviptingalaust
— íblakinu um helgina
■ Engar stórbreytingar urðu á ís-
landsmótinu í blaki um helgina, efri
liðin sigruðu þau neðri.
í 1. deild karla voru tveir leikir.
Þróttur sigraði Fram á afar öruggan
hátt 3-0, 15-9, 15-6 og 15-5. Framarar
náðu aldrei að veita Þrótti neina mót-
spyrnu að ráði, og leikurinn var
stuttur. Þá sigraði HK Víking einnig
örugglega, 3-0. Eftir að Víkingar
höfðu bitið frá sér í fyrstu hrinu,
sigruðu Kópavogsmenn 16-14, og síð-
an var áframhaldið létt, 15-6 og 15-5.
í 1. deild kvenna voru þrír leikir,
Bi'éiöabiik sigraði Þrótt 3-2, ÍS vann
Víking 3-0, og Völsungur vann KA
3-0.
í annarri deild karla sigraði Sam-
Itygð HK á Selfossí 3-0, og í norður-
landsriðli sigraði i'.eynivík Skautafélag
Akureyrar 3-0.
-SÖE
Urgur er íforráðamönnum Þórs og KA vegna framkomu HSI:
JBÍ DM) HÍIK HÉR A ASNAEVRUNIir
Ef Bogdan rædur öllu - af hverju segir ekki Friðrik af sér?
■ „Forráðamenn Handknattlciks-
sambands lslands skulda bæði okkur,
sem unnum að undirbúningi leiksins,
og áhorfendum, sem voru fíflaðir fram
og aftur, skýringar á framkomu sinni.
Og það er eins gott að þær skýringar
verði góðar, ef þeir hafa cinhvern
áhuga á því að eiga samstarf við okkur
í framtíðinni", sagði Guðmundur
Lárusson hjá Handknattleiksdeild
KA, er það var Ijóst að ekkert yrði úr
landsleik íslands og Noregs á Akurevri
um hclgina, eins og fyrirhugað hafði
vcrið.
Það voru forráðamenn KA og Þórs .
sem önnuðust undirbúning fyrir leik-
inn, og forráðamenn félaganna eru
æfir út í HSÍ vegna þcss hvernig
sambandið stóð að málunum um helg-
ina. “Það var ákveðið klukkan 13 á
laugardag að enginn leikur yrði á
Akureyri, en þá var ekki komið flug-
veður", sagði Guðmundur. „Hálftíma
síðar, þegar við vorum búnir að koma
auglýsingu í útvarp um endurgreiðslu
á 800 miðum sem selst höfðu 1 forsölu,
hringdi Friðrik Guðmundsson formað-
ur HSÍ, og sagði að leikurinn yrði á
sunnudag klukkan 14, ef við vildum,
og var það auðsótt mál. Sagði Friðrik
að það eina sem ætti eftir að gera væri
að ræða við þjálfara liðanna og for-
ráðamenn norska liðsins. Friðrik bað
mig að hringja í sig klukkan 16, sem ég
gerði. Ég heyrði þá að hann var að
ræða víð norska þjálfarann, sem sagði
að það væri sjálfsagt að fara norður.
Þeir voru þá búnir að fá staðfestingu á
flng' n ciinnudeginum. oe veðurstofan
haföi gefið upplýsingar um 100% flug-
veður bæði norður og suöur aftur á
sunnudag.
Hálftíma síðar komu upplýsingar
um að Bogdan landsliðsþjálfar.i neitaði
að fara noröur, en Friðrik lofaði að
hringja í mig strax eftir leikinn 1
Hafnarfirði, en sveik það. Ég náði hins
vcgar 1 Jón Erlendsson varaformann,
sem sagði mér að búið væri að ákveða
að afpanta flugið norður á sunnudegin-
um að beiðni Friðriks formanns. Karl
Harry stjórnarmaður HSÍ hringdi svo
í mig um kvöldiö og tilkynnti mér þetta
formlega. Hann vildi kenna Norð-
mönnum' um, en gaf að öðru leyti
engar skýringar á þessari framkomu,
þótt ég krcfðist þeirra.
- Við viljum hins vcgar fá þessar
skýringar. Það er búið aðjeggja heil-
mikla vinnu í þetta her fyrir norðan,
útvega niðurfellingu á gjöldum í Höll-
inni, og ganga frá öllu tilheyrandí fyrir
og eftir leikinn. Þá var búið að gefa út
lcikskrá. Fólkið hérna var dregið á
asnaeyrunum fram og aftur, og viö
viljum skýringar á þessari framkomu.
- Ef Bogdan landsliðsþjálfari ræður
öllu hjá HSÍ, af hverju segir þá ekki
Friðrik Guðmundsson formaðuf af
sér? Hann ætti að íhuga .það mál",
sagði Guðmundur.
Þess má geta að geysilegur áhugi var
fyrir leiknum á Akureyri og í ná-
grannabyggðununt. Þannig höfðu selst
800 miðar í forsölu sent fyrr sagði, og
það var Ijóst að húsfyliir yrði á
leiknum, sem hefði tryggt HSÍ 70-80
þúsund króna hagnað
-gk Akureyrí.