Tíminn - 31.01.1984, Blaðsíða 7
MUÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984
iiHl'.i1!
■ Oft er þetta þvi miður ema
RÁÐHLAÐ
ÞAGGA NIÐUR í
KIM MASGJÖRNU
■ Á vegi okkar allra hafa ein-
hvem tíma orðið blaðurskjóður,
fólk sem virðist ekki geta haldið
sér saman stundinni lengur. Oft
er þetta vænsta fólk, en fómar-
lömbunum finnst það samt sem.
áður heldur hvimleitt, þegar þau
lenda í klónum á því. Enda geta
blaðurskjóðumar eyðilagt heilu
samkomumar, eða a.m.k. komið
fólki í illt skap. Svo að ekki sé
minnst á, að þær koma algerlega
í veg fyrir að hægt sé að einbeita
sér að því, sem verið er að fást
við, og t.d. á vinnustað er það
ekki litið hým auga.
En nú hefur sálfræðingur einn
í Bandaríkjunum riðið á vaðið og
gefið mönnum góð ráð um hvem-
ig þeir geta hrist af sér þetta
málgefna fólk, hvort heldur er
með illu eða góðu. Hér fylgja
nokkur þeirra:
Setjið tímamörk á samræður
við þá, sem endalaust vilja vaða
elginn. Með því móti má slíta
talinu án þess að vera ókurteis.
Látið h'ta út fyrir að þið séuð
önnum kafin upp fyrir haus, þegar
kjaftatífan gerir sig líklega til
árásar. Gerið ykkur grein fyrir,
hvenær búast má við, að hún hafi
bestan tima til umráða og skipu-
leggið ykkur eigin annir sam-
kvæmt því.
Ef málrófumar skilja ekki,
þrátt fyrir fínlcgar ábendingar, að
nærvem þeirra sé ekki óskað
lengur, teymið þær þá út fyrir dyr
undir einhverju yfirskini, t.d. að
þið ætlið að sýna þeim eitthvað
óvenjulegt.
Takið allt í einu andköf lítið á
úrið og lýsið því yfir, að allt í einu
munið þið eftir einhverju mikil-
vægu stefnumóti.
Bindið enda á vaðalinn til að
hlífa skrafskjóðunni sjálfri. Segið
einfaldlega, að þið hafið verið að
sóa tíma hennar og biðjist af-
sökunar, þar sem ykkur sé vel
ijóst, að hún hafi annað að gera
en að standa og láta dæluna
ganga.
Það er alveg óhætt að tala skýrt
og skorinort við margmálugt fólk,
þegar nóg er komið. Það er t.d.
einfalt að segja: Ég þarf alveg
nauðsynlega að hringja og ég vil
vera einsömul.
Sálfræðingurinn segist gera sér
grein fyrir að sumar ráðlegg-
ingamar séu ekki beint sem allra
kurteislegastar, en nauðsyn brjóti
lög og oft dugi ekki minna til en
að ganga hreint til verks til að
losna við ágengni masgefins fólks.
Er mikill skákáhugi í Svíþjóð
um þessar mundir?
„Hann er ekki sérlega mikill
þótt hann fari vaxandi. Og ekk-
ert í líkingu við það sem er hér
• á íslandi. Heima er skákþáttur í
útvarpinu einu sinni í mánuði og
mjög lítið fjallað um skák í
blöðunum.en hér eru blöðin full
af fréttum frá mótinu og alltaf
fullt af fólki að fylgjast með
umferðunum. í Svíþjóð eru
nokkrir góðir skákmeistarar en
þar fyrir utan veit fólk lítið um
skák og sýnir henni ekki áhuga.
Það var búið að segj a mér frá því
áður en ég kom hingað hvers
konar áhugi ríkti hér á skák svo
að það kom mér ekki beint á
óvart.en það er mjög gaman að
tefla hérna. Nei, áhorfendur
trufla mig ekki neitt, maður
gleymir öllu öðru en skákinni
þegar maður er að tefla.
Annars er farið að iðka skák
meira í skólunum í Svíþjóð held-
ur en var og þeir sem verða góðir
þar halda áfram eftir að skólun-
um lýkur, svo að þetta fer
kannske að koma. Svo vex áhugi
á íþróttinni þegar koma fram
mjög góðir einstaklingar. Mér er
til dæmis sagt að Friðrik Ólafs-
son hafi verið nánast þjóðhetja
hér á íslandi, þegar hann var
sem bestur.“
Af hverju heldurðu að konur
hafi ekki náð meiri styrkleika í
skák en raun ber vitni?
„Það koma örugglega til fé-
lagslegar ástæður og uppeldi.
Svo er venja að konur tefli sér og
karlar sér og það leiðir af sér að
konur eiga erfiðara með að ná
miklum styrkleika en karlarnir,
vegna þess að þær sem verða
góðar fá ekki næga keppni. Ég
er vön að taka þátt í blönduðum
mótum, þar sem eru bæði konur
og karlar. Ég held að það sé
einungis hægt að ná mjög góðum
árangri með því móti.“
Lítur þú á þig sem fulltrúa
kvenkynsins þegar þú teflir,
finnst þér að árangur þinn skipti
máli fyrir jafnrétti karla og
kvenna?
„Ég stilli málunum aldrei
þannig upp, skákin sjálf skiptir
mig höfuðmáli, ég held að ég
tefli bara með sama hugarfari og
karlkynsskákmeistarar. Nei, ég
er engin sérstök áhugamann-
eskja um kvennabaráttu, ég hef
lítinn áhuga á pólitík yfirleitt.
-JGK
7
erlent yfirlit
■ Jens Evensen og Ame Treholt saman á fundi.
Norsku íhaidsblöðin reyna
að koma höggi á Evensen
Einnig sótt hart að ýmsum flokksbræðrum Treholts
■ SKRIF norskra íhaldsblaða
um Treholtsmálið benda til þess,
: að það eigi eftir að verða mikið
hitamál í Noregi.
Margir af uppvaxandi leið-
,togum Verkamannaflokksins
hafa verið góðkunningjar Tre-
holts um lengra skeið, þótt held-
ur drægi úr því eftir að hann fór
til New York 1979 og dvaldi þar
í þrjú ár. Það er ekki gefið í
skyn, að þessir menn séu sam-
sekir Treholt, en hins vegar látið
að því liggja, að hann hafi haft
áhrif á skoðanir þeirra.
Hörðustu hríðinni hafa íhalds-
blöðin beint gegn Jens Evensen.
Fyrst eftir að uppvíst varð um
njósnir Treholts, var nafn Even-
sens nær ekkert minna á dagskrá
en nafn Treholts.
Reynt var að leiða rök að því,
að Evensen hafi verið undir
áhrifum Treholts, þegar Norð-
menn og Rússar sömdu um „gráa
svæðið", og sitt hvað tínt til því
til sönnunar.
Gegn þessum fullyrðingum
hafa komið mikilvæg mótrök,
eins og þau, að margir embættis-
menn og sérfræðingar hafi fjallað
um málið, ásamt Evensen, áður
en látið var til skarar skríða.
Niðurstaðan hafi orðið sú, að
bráðabirgðalausn væri skársti
árangurinn, sem hægt var að ná
á því stigi. Með henni væru
hendur Noregs ekkert bundnar
til framtíðar. Núverandi ríkis-
stjórn Noregs hefur frjálsar
hendur til að segja þessu sam-
komulagi upp, en hefur enn ekki
talið það heppilegt.
EINNA mest hefur nafn Evens-
ens verið á dagskrá í sambandi
við hina umtöluðu ræðu, sem
hann hélt á þingi Norsk Kjemisk
Industriarbeiderforbund 8.
október 1980. Þar lýsti Evensen
sig eindregið fylgjandi að
Norðurlönd yrðu lýst kjarna-
vopnalaust svæði.
Norsku íhaldsblöðin hafa
reynt að koma þeim orðrómi á
kreik, að Treholt hafi verið höf-
undur þessarar ræðu og að
Evensen hafi flutt hana fyrir
áeggjan hans.
Formaður áðurnefnds verka-
lýðssambands, ArthurSvensson,
hefur upplýst, að Treholt hafi
hvergi komið þar nærri, þegar
farið var þess á leit við Evensen,
að hann flytti ræðu á þingi sam-
bandsins.
■ Einar Förde.
Það hafi verið niðurstaða hans
og samstjórnanda hans, að það
myndi vekja aukna athygli á
þinginu, ef eins þekktur og
viðurkenndur maður og Jens
Evensen héldi þar ræðu um
ástand og horfur í alþjóðamál-
um, en fjallaði þó aðallega um
kjarnavopnin og hættuna, sem
stafaði af þeim.
Það gerðist um vorið 1980, að
Evensen tók að sér að halda
umrædda ræðu. Hann ber ekki
aðeins eindregið á móti því, að
Treholt hafi samið ræðuna eða
haft einhver áhrif á hana. Þeir
Treholt hafi ekkert haft
saman að sælda haustið 1980.
Aftenposten hefur nú grafið
upp, að þeir Evensen og Treholt
hafi báðir dvalizt í Genf sumarið
1980. Treholt hafi verið þar frá
29. júní til 18. ágúst. Hann sat
þar fundi efnahagsnefndar Sam-
einuðu þjóðanna. Á þessum
tíma hafi verið haldinn fundur í
Genf í sambandi við hafréttar-
málin, sem Evensen hafi tekið
þátt í.
Á þennan og annan hátt er nú
reynt að bendla þá Treholt og
Evensen sem mest saman og
vekja tortryggni og andúð gegn
þeim síðarnefnda.
Þetta kemur raunar ekki á
óvart. Evensen hefur átt marga
öfundarmenn, sem finnst hann
hafa hlotið oflof fyrir frammi-
stöðu sína í sambandi við haf-
réttarráðstefnuna og samning
Noregs við Efnahagsbandalagið,
en Evensen var aðalsamninga-
maður Norðmanna í viðræðun-
um við Efnahagsbandalagið.
Þá hafa hægri menn lagt
Evensen í einelti vegna áður-
nefndrar ræðu hans haustið
1980, en hún vakti mikla athygli
og reyndist friðarhreyfingunni í
Noregi mikill styrkur.
Evensen er ekki einn um það
að vera lagður í einelti í sam-
bandi við Treholtsmálið. Spjót-
Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjori, skrifar
um er einnig beint að ýmsum
leiðtogum Verkamannaflokks-
ins, ekki minnst Einar Förde,
varaformanni flokksins, en þeir
Treholt voru nánir samherjar í
æskulýðssambandi flokksins og
báðir mjög róttækir.
Svo langt hefur þessi áróður
gengið. að sá gagnáróður virtist
vera farinn að hafa áhrif, að
fordæmanlegt sé að reyna að
sakfella alla, sem einhvern tíma
hafi umgengist Treholt og jafn-
vel verið góðir kunningjar hans.
Slíkt sé í ætt við McCarthy-
ismann, sem setti óhugnanlegan
svip á Bandaríkin á sinni tíð og
margir Bandaríkjamenn tali nú
um sem martröð.
ALLT bendir til að Treholtsmál-
ið verði mikið umræðuefni í
Noregi í náinni framtíð. Það
hefur einnig vakið mikla athygli
annars staðar á Norðurlöndum,
en hins vegar verið rætt um það
á verulega annan hátt. Þar hafa
Evensen og leiðtogar Verka-
mannaflokksins sloppið við get-
sakir.
Utan Norðurlanda hefur Tre-
holtsmálið ekki vakið meiri at-
hygli en venjuleg njósnamál,
sem embættismenn hafa verið
viðriðnir. Slík mál eru orðin
mörg. Umræða um Treholtsmál-
ið á alþjóðlegum vettvangi mun
' í framtíðinni ráðast af endan-
legum upplýsingum um hversu
víðtækar njósnir hans hafa verið.
Sennilega er forsíðan á Inter-
national Herald Tribune fyrra
mánudag nokkuð táknræn um
fréttamat stórblaða heimsins.
Þar birtist grein á miðri sínu um
Treholtsmálið undir tvídálkaðri
fyrirsögn: Norway Diplomat
Held, Faces Charge of Spying.
Aðeins neðar á síðunni, en að
mestu leyti við hliðina á Tre-
holtsgreininni, er önnur grein,
þar sem ísland kemur við sögu,
sem er óvenjulegt á forsíðu þessa
blaðs. Hún er undir þrídálkaðri
fyrirsögn, sem hljóðar á þessa
,,leið: Reykjavík Politics: A Real
■ Dogfight.
í greininni segir frá hinni 13
ára gömlu tík Alberts Guð-
mundssonar, Lucy, og viðureign
hans við yfirvöldin, sem geti
endað með því að hann hrekist
af landi brott.
Það má glöggt af þessu sjá
hversu þekkt þau Albert og Lucy
eru orðin. <■