Tíminn - 31.01.1984, Blaðsíða 22

Tíminn - 31.01.1984, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 19»4 Þjónn og meistari frá Prag ástarsögur: sögu Jakohsogsögu meistar- ■ Stúdentaleikhúsið: JAKOIt OG MEISTARINN eftir Milan Kundera. Þýöandi: Friðrik Rafnsson. Lcikstjóri: Sigurður Pálssoii. i.eikmynd og búning- ar: Guðný B. Riohrrds I vandaöri leikskrá seuir aö Milan Kundera sé einn uesu rithöiundur Evrópu um þessar mundir. Hvað sem því líöur er hér á ferö kunnáttusamur höfundur, n því er enginn vafi. Hann er Tékki, var se'oir í hann ofiir innrás Sovétmanna l%8 og hraktist síðar úr landi.til Parisar. Skommuelti. innrásina samdi hann þetta leikrit, Jakob og meistarann, upp úr frægri sögu frá átjándu öld. Jakoh örlagatrúarmaður eftir Diderot, franska fjölfræðinginn og heimspekinginn. Hvers vegna skyldi þetta verk Didcr- ots hafa höfðað svo mjög til bannfærðs höfundar í Tékkóslóvakíu 1968? í leik- skrá er birt athyglisverð grein eftir Kundera. Inngangur eða tilbrigði, þar sem hann lýsir afstöðu sinni til verksins sem hann kallar „tilbrigði til heiðurs Diderot". Hann segist hafa reynt að ljá gamanleik sínum þetta frelsi í forminu sem skáldsagnahöfundurinn Diderot fann upp en leikskáldið Diderot kynntist aldrci. Jakob og meistarinn eru á ferðalagi og segja sögur. Þarna er um að ræða þrjár ans sem eru samfellur. ou söbu Aldin- fríðar markgreifynju. Kunder.i blandar þessum sögum þremursaman, þæi veróa tilbrigði hver við aðra. Og í leikinn er kvaddur annar meistari, Diderot sjálfur sem segir til um hvað eigi að gerast, persónurnar vita sjálfar hvað þær skulu segja samkvæmt boðinu sem út var gefið í efra. Hins vegar hvarflar stundum að þeim að meistarinn í efra sé vont skáld. Jakob og mcistarinn er fyndið leikrit, fullt af íróníu. Saga Diderots er skyld Don Kíkóta og eóða dátannm Svejk, einsogaöervikiö i fyrrnefndri leikskrár- grein. Jakob er meistara smum jafnan klókari. Hann er burðarás verksins. Meistarinn er að vísu enginn Don Kík- óti, en þeir geta ekki hvor án annars verið frekar en riddarinn og skjald- sveinninn í verki Cervantesar. Jakob og meistarinn var ásjáleg og haglega sviðsett sýning undir stjórn Sig- urðar Pálssonar. Líklega hefur Stú- dentaleikhúsið ekki fyrr ráðist í jafn erfitt viðfangsefni og hér. Til að valda gamanleik eins og Jakob og meistarinn þarf í rauninni afburða-leikkrafta. Þeim hefur Stúdentalcikhúv-ð að vísu ekki á að skipa. En með útsjónarsemi leikstjór- ans, næmieika a numor og þokka verks- ins sjálfs tókst að búa til sýningu sem hafa mátti ósvikna ánægþi af. Sviðs- myndin í Tjarnarbæ er einföld og stíl- færð að nútímahætti og búningar leik- enda vel formaðir. Sýningin er mann- rnörg og kröfuhörð til allra krafta leik- hússins. Hér veltur mest á forustu leik- stjórans og hún bregst ekki. Helgi Björnsson er sá sem mest mæðir á í hlutverki Jakobs. Hann er léttvígur leikari, óefað álitlegur. Hins vegar var hann of einhæfur í raddbeitingu og framgöngu, ekki nógu útsmoginn til að leika á alla strengi hlutverksins. Sama er að segja um Arnór Benónýsson sem mejstarann, og framsögn hans er greini- lega ábótavant. Þessir tveir eru á sviðinu allan tímann, báðir gervilegir menn, en skortir reynslu til að skila hlutverkum sínum samkvæmt þeim ströngu kröfum sem verkið gerir. En þær er líklega ósanngjarnt að reisa hér, og vissufega var sitthvað vel um meóferð þeirra. Af öðrum hlutverkum eru stærst hlut- verk húsfreyjunnar á Stóra hirtinum, Aldinfríðar markgreifynju, riddarans Sankti Venna og Skramba yngra. Áslaug Thorlacius var sköruleg húsfreyja og það sópaði að Ingileifi Thorlacius sem markgreifynjunni scm vefur markgreif- anum um íingur sér í kvennamálum hans. Hann fór Bjóm Kaiisson með og hallaðist ekki á með þeim hjónum. Kjartan Bjargmundsson var hæfilega skoplegur riddari og Ari Matthíasson heimóttarlegur í hlutverki Skramba yngra. sem Jakob kokkálar án þess að hann gruni neitt. Um aöra leikendur cr tæpast ástæða til að ræða, en allir skiluðu sínu eins og til stóð undir leiðsögn leikstjórans. Jakob örlagatrúarmaður er einn af ódauðlegum þjónum heimsbókmennt- anna. Milan Kundera hefur blásið í hann nýju lífi. Hann segir í grein sinni í leikskrá að síðustu: „Þjónninn og hús- bóndi hans hafa þrammað í gegnum alla nýöld Vesturlanda. í Prag, borg hinnar miklu kveðju. heyrði ég hlátur þeirra fjarlægjast. Af ást og í angist var mér annt um þennan hlátur, líkt og manni er annt um brothætta og hverfula hluti, hluti sem eru dæmdir til að glatast." - Þetta er nokkuð þunglyndislegt, ogólík- legt þykir mér að þeir kumpánar, þjónn og húsbóndi, glatist úr bókmenntunum í bráð. - Hvað sem um það er hefur Stúdentaleikhúsið leitt okkur fyrir sjónir þessa franskættuðu félaga frá Prag. Þótt sýningin sé ekki með ótvíræðum snilldar- brag er hún nýr vottur þess hvar þessa stundina er að finna góandann í leikhúsi okkar. Gunnar Stefánsson ■ U i skrifar um leiklist Óskað er eftir tilboðum í múrverk í hluta áfanga 2A Fjórðungssjúkr- ahúss á Akureyri. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík og hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Glerárgötu 36, Akureyri, gegn skilatryggingu kr. 2.000.- og skal tilboðum skilað til Innkaupastofnunar ríkisins eigi síðar en kl. 11.00 f.h. þriðjudaginn 7. febrúar n.k. og verða þá opnuð i viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUFASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 28644___ SNJ OMOKSTUR Tökum aö okkur allan snjómokstur. Bjóöum fullkomnar traktorsgröfur og hjólaskónu. Upplýsingar i sima lilU Aðalfundur Samtaka grásleppuhrognaframleiðenda verður haldínn í Gróubúð, húsi Slysavarnafélagsins Grandagarði, laugardaginn 11. febr. n.k. kl. 2. Stjórnin Hestamenn Maður óskast til tamninga og sauðfjárhirðingar. Upplýsingar í síma 99-6931. Andrews hitablásarar fyrirgaseðaolíu erufáanlegtrífjölmörgum stærðumoggerðum Algengustu gerðireru nú fytitiiggjandi Skeljungsbúðin < SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 STERKASTI HLEKKURINN E H NÝIR KAUPENDUR (j HRINGIÐ! SÍMI 86300 ÍJuiJ / JM ILADiD rEMUR m hæl. mMr LWm 2-12-05 Kvikmyndir SALUR 1 Frumsýnir stórmyndina Daginn eftir (The Day After) Perliaps The Most Important Rlm Evcr Made. Heimslræg og margumtöluð stór- mynd sem sett helur allt á annan endann þar sem hún hefur veriö sýnd. Fáar myndir hafa fengiö eins mikla umfjöllun i pmiðlum, og vakiö eins mikla athygli eins og THE DAY AFTER. Myndin er tekin i Kansas City þar sem aðalstöðvar Bandaríkjanna eru. Þeir senda kjamorkuflaug til Sovétríkjanna sem svara i sömu mynt. Aðalhlutverk: Jason Robards, Jo- beth Williams, John Cullum, John Lithgow. Leikstjóri: Nicholas Meyer. Sýnd kl. 5,7.30 og10 Ath. breyttan sýningartíma Bönnuð börnum innan 12 ára. Hækkað verð. SALUR2 ’ Nýjasta James Bond myndin Segðu aldrei aftur aldrei Hinn raunverulegi James Bond er mættur aftur til leiks i hinni splunkunýju mynd Never say nev- er again. Aðalhlutverk: Sean Conrtery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Max Von Sydow, Kim Basinger, Edward Fox sem „M“. Byggð á sogu: Kevin McClory, lan Fleming. Framleiðandi: Jack Schwartzman. Leikstjóri: Irvin Kershner. Myndin er tekin i Dolbv Sterio. Sýnd kl. 5,7.30 og 10 Ath. breyttan sýningartíma „ SALUR3 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikka mús Einhver'sú aifrægasta grínmynd sem gerð hefur verið. Jungle Book hefur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega líf Mowglis. Aðalhlutverk: King Louie, Mowgli, Baloo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathi Kaa. Sýnd kl. 5 og 7. Píkuskrækir Djörf mynd. Tilvalin fyrir þá sem klæðast f rakka þessa köldu vetrar- daga. Bónnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 9og11 SALUR4 Zorro og hýra sverðið Sýnd kl.5, 9 og 11 La Travíata Sýnd kl. 7 Hækkað verð Ath: Fullt verð í sal 1 og 2 Afsláttarsýningar í sal 3 og 4 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.