Tíminn - 11.03.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.03.1984, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 11. MARS1984 6i „Nei, ég var aldrei einmana,“ segir frú Karen. Deginum var heldur ekki alltaf lokið þegar Pétur var búinn að syngja, því þá var það mjög oft að við fórum út að borða með ýmsum sönglistarmönnum og þar var auðvitað gjarna glatt á hjalla. Pétur hafði það fyrir sið að borða sem minnst áður en hann fór að syngja og því varð hann að gera það eftir á. Oftast smurði ég brauð handa honum og átti tilbúið þegar hann kom heim. Hann borðaði annars hádeg- ismatinn klukkan eitt, en síðan ekki nema kaffi áður en hann fór í óperuna eða í hæsta lagi eggjarauðu til þess að mýkja röddina. Svo hafði hann alltaf brjóstsykur hjá sér í sama tilgangi. En' ástæða þess hve við fórum oft út var líka sú að fjölskyldur okkar beggja voru svo langt í burtu, mín í Danmörku og hans á íslandi. Þú ert dönsk, Karen „Já, ég er fædd í Kaupmannahöfn árið 1898 og verð 86 ára í apríl nk. Ég bjó í Kaupmannahöfn þar til ég var 21 árs. Annars er ég líka af þýskum ættum, en langafi minn, sem hét Köhler, flutti til Danmerkurfrá Königsberg. Sonurhans, afi minn, var byggingameistari og byggði m.a. Kgl. leikhúsið ogdönsku postulíns- verksmiðjurnar. Faðir minn rak hins vegar músteinsverksmiðjur. „Fredriks- holms Teglværk" sem voru rétt utan við Kaupmannahöfn. Þetta voru góð ár, árin í Danmörku. Ég var alltaf í Smá- ■ Margrét, dóttir Pétura, ásamt méður sinni, frú Karen Louise Jénsson. (Tímamynd Ámi Sæberg). „Pétnr fékk gjafir frá óþekktum aðdáendum rftir nær hvuja sýningu” Rætt við frú Karen Louise Jónsson, ekkju Péturs Á. Jónssonar ■ Vestur á Kaplaskjolsvegi 63 býr frú Karen Louise Jonsson, ekkja Péturs Á. Jóns- sonar, óperusöngvara og í húsinu við hliðina býr dóttir þeirra, Margrét. Það lá því beint við að fara þess á leit við mæðgurnar að þær ræddu við okkur um Pétur Á. Jonsson, árin í Þýskalandiog árin sem hann söng og starfaði hér heima. Þær urðu vel við þessari beiðni okkar og við spurðum frú Karen fyrst að því hvort það hefði ekki verið einmanalegt að vera kona manns sem jafnan var öll kvöld úti uppi á óperusviði. löndum í Svíþjóð á sumrin og þar undi ég mér vel, því þar gat ég farið á skyttirí, skaut bæði héra og fugla. Ég var miklu meiri strákur í mér en stelpa og var satt að segja strákurinn hans pabba, en hann átti aðeins tvær stelpur, mig og eldri systur mína. Fátæktin var mikil í Smá- löndunum á þessum árum og ég man að pabbi gaf manni einu sinni tvær krónur. Hann gladdist mjög mikið og hélt að pabbi væri ógurlega ríkur maður. Hann hafði það fyrir sið að geyma ýmsa smámynt í poka og deildi henni út á meðal barnanna á járnbrautarstöðinni þegar hann fór heim. Það var eins og það væru jólin hjá börnunum þá.“ Var mikil tónlist iðkuð á þínu heimili? „Já talsvert, enda var móðir mín konsertpíanisti og vildi láta mig læra á píanó, en ég vildi fremur læra á fiðlu og reyndi að fela mig fyrir píanókennaran- um. Þó lærði ég á píanó í átta ár. Systir mín var miklu meiri músíkant en ég, því hún hafði ágæta söngrödd og sá frægi stórsöngvari Comelíus kom henni á framfæri við skóla í Berlín. En hún nennti ekki að gera sér neitt úr þessum hæfileikum. í Berlín hittust þau Pétur og eins og margir munu vita þá varð hún fyrri kona hans. En þau skildu og örlögin réðu því að ég varð síðari konan hans. Það kom til af því að eftir skilnaðinn stóð Pétur einn uppi með börn þeirra ■ Karan og Pétur á géðri stund. Pétur átti ákaflega annríkt á þessum ámm. Því auk þess sem hann söng við óperuna í Darmstadt var sífellt verið að biðja hann um að syngja hingað og þangað í ýmsum minni óperam, einkum Wagneróperum auðvitað. Þetta voru mikil ferðalög, því þá voru ekki flugvél- amar og mest ferðast í járnbrautum. Einu sinni hafði lestinni seinkað eitthvað og þegar hann kom í ákvörðunarstað stóðu allir fyrir utan húsið og biðu eftir honum. Hann átti að syngja „Tristan". Þá var ekki um annað að ræða en að snarast inn, hafa búningaskipti og fara beint upp á sviðið. Svona var þetta þá, Jú, ég fór stundum með honum, en hvergi nærri alltaf“. Hafðir þú alltaf jafn gaman af að hlusta á þessar löngu Wagner-óperur? „Það var misjafnt. Einu sinni fór ég með vinkonu mína á sýningu á „Parsif- al“, en það var þegar Pétur söng hjá „Volksoper“ í Berlín, við höfðum litla stúku og ég man að stúlkan steinsofnaði undir sýningunni. Eins man ég eftir því þegar Lauritz Melchior kom til Bremen og átti að syngja Lohengrin. Hann bauð mér á sýninguna, en ég sagðist ekki nenna að fara, sagði að ég hefði heyrt þetta svo oft. Líklega hef ég móðgað hann. En oft var það dásamlegt að vera á þessum óperusýningum og söng konsert- ■ Margir mlnnast voidugrar raddar hotjutenéraln* enn i dag, tl diamts á 17. i n__1.1_ít. JMi UHMIIMM I nVJrVljærMi tvö, tveggjaogfimmára.ogégfórsuður . árið 1922. Við giftum okkur svo árið til Darmstadt að gæta þeirra. Það var 1927. um. Ég man að einu sinni heyrði ég í tveimur ungum stúlkum í hléinu og heyrði að önnur sagði „Ó, heyrðirðu hvernig hann söng, „Meipe Mutter"? Auðvitað gladdi það mánn að heyra slíkt. Segja mátti að eftir hverja einustu sýningu bærust gjafir til Péturs, oftast frá einhverju fólki sem við þekktum ekki neitt. í Kiel var honum einu sinni send bók, bundin inn í silki, og í henni voru ljóð sem öll vora ort til hans. En sérstaklega er mér það minnisstætt að alltaf voru að koma til hans dýrar gjafir, silfurborðbúnaður og fleira, frá einhverjum sem nefndu sig „Islandsfre- unde“, (íslandsvinir). Við vissum ekkert hverjir gerðu þetta, en eitt kvöldið var hringt og við spurð hvort við vildum koma út að borða með þessu fólki. Þá kom í ljós að þetta vora tvær kennslu- konur við menntaskóla, sem voru svona hrifnar af Pétri og fslandi. Varð það úr að Pétur bauð i.þeim að koma og borða hjá okkur. Þær hétu Martha Timpe og Thea Stahlknecht og urðu ævivinir okkar, enda var tryggð þeirra einstök. Þær fóra til fslands áður en við fluttum þangað og síðar komu þær aftur að heimsækja okkur til Reykja- víkur. Þær voru guðmæður Margrétar og sendu henni gjafir alla tíð.. Þegar stríðið skall á bað Marta, sem var kaþólsk, bróður sinn að senda Margréti gjafirnar í sinn stað. Hann hét Georg Timpe, var kaþólskur prestur og bjó í Washington". Hvernig fór Pétur að því að læra þessi löngu og erfiðu hlutverk? „Satt að segja spurði ég hann aldrei að því. En hann æfði sig auðvitað ákaflega mikið, oftast á morgnana. Við bjuggum í einbýlishúsi í Bremen og þótt hann syngi ekki nema af hálfum styrk, þá var ekki óalgengt að fólk færi að hlusta úti á götunni og sumir hringdu bjöllunni og vildu mega koma inn að hlusta. Jú, þetta vora geysilega mörg hlutverk sem hann kunni utanað. Ég veit satt að segja ekki hvaða óperu ég sjálf hélt mest upp á, en líklega hefur það verið „Ot- hello“. Pétur var afskaplega góður „Ot- hello“. og það var stórkostlegt að sjá hann í því hlutverki, því hann bókstaf- lega „átti“ sviðið. Það var svo mikil reisn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.