Tíminn - 11.03.1984, Blaðsíða 22

Tíminn - 11.03.1984, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 11. MARS 19M ■ „Mér finnst ég vera tvær manneskjur. Sú glaða og sú hrygga. Sú glaða lyftir mér í hæðir þar sem ég sé lífið í öllum sínum fjölbreytileik og finn hamingjutil- finningu streyma um mig. Sú hrygga. Hún dregur mig niður í dýpsta hyldýpi. Hún einangrar mig í myrkri þar sem hvorki von né nokkur ánægja nær inn. Mér finnst ég vera að yfirbugast. Dauð- inn er þá eftir- sóknarverðastur af öllu. Hann virð- ist eina leiðin til þess að sleppa frá hugsunum sínum... Stundum líður mér illa en hættuleg er ég ekki Björg Aaseby er ákaflega lagleg kona. Hún er nú 37 ára gömul. Fyrir fimmtán til tuttugu árum mátti segja að mynd af henni hefði birst á forsíðum allra hinna þekktustu tískublaða. Þá var hún fræg fyrirsæta en nú er hún 100% öryrki. Sjúkdómsgreiningin er geðklofi. - Var það fyrirsætustarfið sem gerði mig geðsjúka? Ég veit ekki svarið. Ef til vill er það einhver reynsla úr æsku minni sem úrslitum réði. Ég man ekki hvenær veikin byrjaði... Hún er há kona, 180 sentimetrar. Hárið er svart og stuttklippt og hún greiðir það aftur. Munnurinn ber vott um viðkvæmni og hreyfingar hans koma upp um tilfinning- ar hennar, þegar hún talar. En það eru þó augun, sem eru sér- stökust við þetta andlit. Þau eru dökk- græn og lýsa skaphita. Augun eru spegill sálarinnar og þau sýna að Björg hefur lifað margt um st'na daga. Ekki allt skemmtilegt. Sjáöldrin eru víð, vegna lyfjanna sem hún verður að hafa, til þess. að halda sjúkdómi sínum í skefjum. Nefið er fallegt. Það hlýtur það líka að vera, því þegar hún var fræg fyrirsæta velti hún því fyrir sér hvort það væri ögn of stórt. Lét hún því leggja sig inn á sjúkrahús, þar sem hún gekkst undir fegrunaraðgerð. Björg er viðkvæm kona og hún lifir á landamærum tveggja ólíkra heima. En hún má líka kallast postuli vonarinnar í augum þeirra sem eiga við sama vandann að stríða. Hún hefur sannað að geðsjúkl- ingur sem á við mikla erfiðleika að stríða, getur vænst þess að sjá Ijósið. Rænd allri sjálfsvirðingu Björgu hefur lærst að sætta sig ekki lengur við þunglyndisköstin og óttann. Töflurnar halda henni réttu megin við strikið. En það lætur hún sér ekki nægja. Hún hefur byrjað á námi sem mun krefjast allrar hennar athygli næstu árin. Hún ætlar að verða sálfræðingur. „Ef til vill hljómar það skrýtilega að manneskja sem á við geðveiki að stríða skuli ætla að hjálpa öðrum. En það er einmitt það sem ég trúi á að sé hægt. Ég bý yfir reynslu, sem enginn sálfræðingur annar hefur svo ég viti. Ég þekki hvernig það er að vera lokaður inni á hæli. Að sitja í einangrun, þar sem einu húsgögnin eru stóll og borð. Það er sú tilfinning að vera undirmálsmanneskja. Að vera svift allri sjálfsvirðingu. En það er af fleiri ástæðum sem ég vil afla mér staðgóðrar menntunar. Ég er nefnilega orðin ástfangin af geðlækn- inum mínum. Hann hefur verið einstak- lega iðinn að hvetja mig áfram. Skyndi- lega fékk ég þrek til þess að fara að gera íbúðina mína hreina. Ég hef sökkt mér niður í námið. Nú sæki ég reglulega tímana í háskólanum. Það er allt honum að þakka. Hann hefur veitt mér trúna á sjálfa mig og ég vil sýna honum hvað ég get. Björg var aðeins fimmtán ára, þegar einn nágranni hennar tók mynd af henni og sendi hana til myndamiðlunar í Osló, sem hét „Sohlbergfoto." Það varð upp- hafið á ferli hennar sem fyrirsæta. „Ég hlaut margbrotið uppeldi. Ég hafði áhuga á að verða teiknari. Sextán ára gömul sótti ég um á listaháskólanum, en mér var hafnað vegna þess hve ung ég var. Þess í stað fór ég að læra saum, ásamt því sem ég stundaði fyrirsætustarf- ið. Ógift móðir En nú hafði hún líka eignast unnusta. Hann hét Tore og hún var mjög ástfangin af honum. Þau höfðu þekkst frá fimmtán ára aldri. Hún var rétt sautján ára, þegar hún varð ólétt. Dóttir var það og hún var skírð Monica og þótt foreldrarnir væru ungir þá voru þau hamingjusöm að hafa eignast barnið. Monica var því velkomin í heiminn. En Tore var lítt þroskaður enn og að lokinni herþjónustu fór hann á sjóinn. Ég var ein eftir með barnið. Það þótti ekki gott árið 1965 í Noregi að vera ógift móðir. Á fæðingardeildinni gerði yfirhjúkrunarkonan allt sem hún gat í því skyni að láta mig gefa barnið frá mér. Á rúminu mínu stóð að ég væri ógift móðir og ein af systrunum neitaði að koma nálægt mér. Hún gat ekki átt neitt við svo synduga manneskju saman að sælda. Nokkrum mánuðum eftir fæðinguna fór ég burt með barnið og fékk inni á mæðraheimili. Það var upphafið aðólán- inu... Monica var eins árs, þegar ég hitti nýjan mann. Hann hét Janners. Eg bjó nú heima hjá foreldrum mínum. Við giftum okkur og eftir að við höfðum búið í eitt ár í Kaupmannahöfn, þar sem hann var teiknikennari, fluttum við til Gauta- borgar. í Gautaborg hófst ferill Bjargar sem fyrirsæta fyrir alvöru. Þessi tággranna stúlka vakti mikla hrifningu í París. Hún þénaði tvö þúsund norskar krónur á dag og lifði í bílífi. Hún var á sífetldum ferðalögum á milli stærstu borga í Evrópu. Hún vann eina keppnina á fætur annarri. Janners þótti það prýði- legt hve konu hans gekk vel. Hann sætti sig því vel við að annast uppeldi dóttur- innar, meðan hún var úti að vinna. Eftir tvö ár slitnaði upp úr hjónaband- inu. Þau skildu 1971. Bjó hvort að sínu eftir það. „Þetta misheppnaða hjónaband hafði mikil áhrif á mig. Ég varð þó ástfangin aftur og í þetta sinn af ítölskum Ijós- myndara. En þegar hann sveik mig og kom ekki til Osló, eins og um var talað, fannst mér lífið ekki þess vert að lifa því. Nú vildi ég bara deyja. Á mörkum líffs og dauða Björg varð sér úti um töflur og tók risaskammt eitt kvöldið. Hún lá í rúminu heima hjá foreldrum sínum og beið eftir „frelsuninni". En Monica litla kom að henni og gerði foreldrum Bjargar aðvart. Líf hennar hékk á bláþræði. Það var dælt upp úr henni en á síðustu stundu og mátti litlu muna að hún dæi. Nú var hún nauðug sett á geðveikra- hæli. Allt gekk eins og venjan var það skiptið. Hver sem reyndi að fremja sjálfsmorð var lagður inn, hvort sem viðkomandi vildi það eða ekki. En Björgu var haldið inni í fjóra mánuði. Það var henni ógleymanleg reynsla því hún hafði á tilfinningunni að hún væri alls einskis virði. Foreldrar hennar sáu um Monicu. Björg segist hafa dugað lítt sem móðir á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.