Tíminn - 11.03.1984, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.03.1984, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 11. MARS 1984 íslenskum ferðamönnum í London, þá koma oft upp hinar skemmtilegustu kringumstæður á flugvellinum, Schiphol í Amsterdam, þegar ég tek á móti íslendingum. Til dæmis gerist það oft að fólk stoppar hjá mér horfir á mig og segir: „Hvað í ósköpunum ert þú að gera hér?“ og ég svara „Ég vinn hérna" og fæ svar til baka „En þú átt að vera í London." Þetta er oft mjög skemmtilegt, einkum vegna þess að ég hef kynnst svo mörgum Islendingum á liðnum árum að þegar ég er hér á landi, skrepp í Broadway eðá á einhvern annan skemmtistað, þá heyri égsömu upphróp- anirnar: „Hæ, hvað ert þú að gera hér.“ Það er skemmtilegt að kynnast íslend- ingum, þó að þeir geti oft á tíðum látið mann fá yfrið nóg að gera. íslendingar eru svolítið sér á parti, eða það fannst mér alltaf. Ég man þegar ég vann í London, og var kannski á göngu um miðborgina, þá gat ég alltaf sagt til um það hverjir væru íslendingar án þess að heyra í þeim - ég einfaldlega sá það, þeir skáru sig úr. Þegar ég svo kom aftur til Amsterdam og hugist beita leynilög- regluhæfileikumínum, sem voru svo til óskeikulir, þá einfaldlega tókst það ekki lengur. Ég gat ekki bent á mann og fullyrti að þar væri íslendingur á ferð- inni. íslendingar og Hollendingar eru einfaldlega miklu líkari þjóðir en íslend- ingar og Englendingar. Þar er ég ekki eingöngu að tala um útlitið, heldur lífsmáta og skoðanir. Við erum fremur hlédrægir, a.m.k. til að byrja með, en þegar okkur fellur við einhvern, þá hverfur hlédrægnin líka á augabragði og eru mjög~ Jákvæðar. Það er reynt að tengja þetta því, í fréttum og freftaskýr- ingum, að 1982 hafi Arnarflug hafið áætlunarflug til Amsterdam , og síðan hafi fjöldi Islendinga á faraldsfæti í Hollandi aukist jafnt og þétt.“ - Hvernig hefur þú skýrt það að íslendingar í svo auknum mæli hafi sótt land ykkar heim? „Nú, við byurjum nú á því að segja okkar eigin landsmönnum að þeir van- meti landið okkar Holland. íslendingar sæki okkur heim því þeir hafi komist að raun um að Hollendingar séu vingjarn- legt og elskulegt fólk, Holland sé mjög miðsvæðis, og því auðvelt aðferðast um, og komast til margra þekktra staða, enginn eigi í erfiðleikum með að tjá sig á ensku, því svo til allir Hollendingar tali ensku og auk þess hafi hið frábæra sumar í fyrra, en veðrið var beinlínis stórkostlegt allt sumarið, orðið til þess að íslenskir ferðamenn sem voru hjá okkur hafi farið heim til íslands með nýja og jákvæðari mynd af landi okkar í huga sér, en þeir höfðu áður. Síðasta ár fóru um 6 þúsund íslendingar um Holland, án þess þó að dveljast allir í Hollandi. Um 3 þúsund íslendingar dvöldu í sumarhúsum, og hin 3 þúsundin komu til Amsterdam, dvöldu í hótelum, fengu sér bílaleigubíl og þar fram eftir götum, en eftir því sem við komumst næst var heildarfjöldi íslendinga um 6 þúsund á liðnu ári og við gerum okkur meira að segja vonir um að fjöldinn frá íslandi á þessu ári verði meiri, og höfum það fyrir okkur í þeim vonum að pantan- ir nú þegar eru orðnar ótrúlega miklar, þú vilt, þannig að það er engin þörf á því að hvolfa í sig, áður en lokað verður. Þú getur hvenær sem er fengið það sem þú vilt að drekka." - Heldur þú að fjölgun íslenskra ferðamanna í Hollandi muni hafa þau áhrif að fjölda hollenskra ferðamanna á Islandi fjölgi verulega á næstunni? „Eg er ekki svo viss um að bein tengsl séu eða verði þar á milli, en það er hins vegar staðreynd að áhugi Hollendinga á íslandi fer vaxandi nú, eins og reyndar áhugi Hollendinga á öllum Norðurlönd- unum. Við erum með út um allt Holland nú fram á vorið sýningar frá Norðurlönd- unum í öllum stærstu borgum og bæjum Hollands. Þar sýnum við bæði slides- myndit og kvikmyndir frá Finnlandi, Noregi, Svíðþjóð og íslandi. Við erum nýbyrjuð með ísland í þessum kynning- um, og við finnum að áhuginn á landinu ykkar vex geysilega ört. Ég hef tekið þátt í nokkrum af þessum kynningum, m.a. í Amsterdam. Það var afskaplega skemmtileg kynning sem við vorum með í Amsterdam, og upp komu hinar hælgilegustu kringumstæður. Til dæmis kom til mín fólk, horfði á mig halfvandræðalega og sagði síðan: „Ég er með afskaplega einkennilegá spurningu sem mig langar að bera upp.“ Og ég svaraði: „Hver skyldi hún nú vera?“ Og þá kom þessi makalausa spurning: „Við vildum gjarnan ferðast til Islands. Held- ur þú að það sé nokkur möguleiki á því?“ Og ég svara, alveg án þess að skella upp úr: „Þetta ér alls ekkert einkennileg spurning. Sjáið bara kynn- 15 ( Finnsk leðursófasett 3 títir Verð aðeins kr. 46.800.- settið Húsgögn og Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simí 86-900 Handbók bænda 1984 í henni er að vanda margvíslegur fróð- leikur nauðsynlegur öllum þeim sem vinna við landbúnað. Handbók bænda 1984 er komin út og kostar 250.- kr. eintakið. Nokkrir eldri árgangar eru til á hagstæðu verði. Sendum gegn póstkröfu. Bændur geta vitjað bókarinnar hjá for- mönnum búnaðarfélaga. Búnaðarfélag íslands Bændahöllinni Sími 19200. Jörð til sölu Jörðin Eystri-Hóll, Vestur-Landeyjahreppi, Rang- árvallasýslu er til sölu. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fannbergs sf. FANNBERGs/fT> Þrúóvangi 18, 850 Hellu. Sími 5028 — Pósthólf 30. þú býður viðkomandi heim til þín, og vilt gera svo til hvað sem er fyrir hann. Mér finnst að svipaða sögu sé að segja af íslendingum, því þeir eru hálffrá- hrindandi við fyrstu kynni a.m.k. hlé- drægir, en um leið og ísinn hefur verið brotinn, þá er eins og um aldagamla vini og kunningja sé að ræða.“ - Er það rétt að Hollendingar séu steinhissa á hinum mikla straumi ferða- manna héðan til Hollands? „Já, það er satt, og raunar vægt til orða tekið. Þeir eru yfir sig hrifnir og hreyknir vegna þeirrar staðreyndar að íslendingar streyma til Hollands. Ég hef nú síðustu vikur þurft að veita mörg viðtöl í blöðum, útvarpi og sjónvarpi vegna þessa, þar sem fréttaskýrendur á sviði ferðamála hafa leitað svara við spurningunni - hvers vegna sækja íslend- ingar svo skyndilega til Hollands? Þar að auki eru blöðin mjög iðin við að skrifa um ferðamannastrauminn frá íslandi til Hollands, og þetta eru fréttir sem falla hollenskum lesendum mjög vel, því þær og Arnarflug er flug eftir flug fullbókað til Amsterdam. Þetta er ótrúlega snemmt. Ég átti t.d. að fljúga heim á morgun, en þá kom í Ijós að vélin var fullbókuð og einhver biðlisti." Eins og ég sagði áðan, þá held ég að andlegur skyldleiki þjóðanna sé mikill, og hvað varðar aðdráttarafl Hollands fyrir íslendinga, þá held ég að það vegi nokkuð þungt að í Hollandi tíðkast þessi þægilegu óformlegheit. Þú getur farið allra þinna ferða, þarft ekki að halda þig við ákveðnar leiðir eða götur, í Amster- dam getur þú ávarpað hvern sem er án þess að þurfa að verða vandræðaleg/ur. Nú, þetta kann að hljóma hálfilla í eyrum íslendinga, en svona er þetta. Annað sem kann að hljóma illa, en hefur samt sem áður notið vinsælda, ómældra vinsælda hjá ykkur íslendingum, sem hafa hrósað Hollandi fyrir meira frjáls- ræði en Bretlandi, það er opnunartími ölkránna. Það er enginn banntími um miðjan daginn, eins og er í London. Þú getur drukkið hvenær sem er hvað sem ingarbæklinginn okkar um ísland.“ Og þá fyrst hefjast nú upphrópanirnar, vaín, sjáðu, ohh, þetta er stórkostlegt og þar fram eftir götum.“ Eins og fyrr segir kom Anneke hingað til lands til þess að skipuleggja eina allsherjar Hollandskynningu, sem verð- ur á Hótel Sögu og í Háskólabíói um næstu helgi. Hingað koma hollenskir blómasérfræðingar, hótelhaldarar, veit- ingamenn, ferðamálafrömuðir, Schip- holsflugvallarfólk, fulltrúar skemmti- garða, fulltrúar sumarhúsa o.fl. o.fl. Það verður heilmikil dagskrá á þeirra vegum, og hyggjast þeir m.a. setja upp eins konar hollenskan markað í anddyri Háskólabíós, þar sem sköpuð verður „hollensk atmosfera" boðið upp á fjöl- skylduskemmtanir og fleira og fleira. En ef til vill meira um það síðar. Ég kveð Anneke að sinni, þess fullviss að það sé í hæsta máta skiljanlegt að hún með brosi sínu og skemmtilegum frásagnar- máta geti talið fólk á að gera svo til hvað sem er fyrir sig. Útgerðarmenn - skipstjórar Hraöfrystihús Keflavíkur hf. Keflavík leitar eftir aö komast i'samband viö útgerðarmenn sem hyggj- ast gera báta sína út á humarveiðar næsta sumar. Vinsamlegast hafið samband við framkvæmdar- stjóra i síma 92-2095 og á kvöldin í síma 92-3918 og gefur hann allar nánari upplýsingar. Hraðfrystihús Keflavíkur hf. Keflavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.