Tíminn - 11.03.1984, Blaðsíða 4
4
SUNNUDAGUR 11. MARS 1984
PÉTURLJÓNSS
0 ^
I ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Péturs A. Jónssonar. Helgar-
Tíminn rifjar hér upp nokkra þætti frægðarferils stórsöngvarans
■ Enn bregður Ijóma yfir andlit margra
þegar nafn Péturs Á. Jonssonar, óperusöngv-
ara ber á góma. Þeir sem muna eftir söng
hans hér heima hin síðari ár hans minnast
Ijóðrænnar hetjuraddar hans með töfrandi
sönggleði, karlmannlegum þrótti og drama-
tískum krafti hins mikla söngvara. Sjálfsagt
eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar
íslensku söngvararnir sem náðu slíkri frægð
og áliti og hann, en Pétur söng í áratugi í
óperum í Þýskalandi og þá einkum í óperum
Wagners, sem eru hinar erfiðustu fyrir söng-
vara.
Á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu
Péturs Á. Jónssonar, en hann var fæddur
þann 21. desember 1884. Það er því vel við
hæfi að rifja hér upp frægðarferil hans, þótt
stiklað verði á stóru.
Á óperusviði i Bremen.
Fullu nafni hét hann Pétur Árni Jóns-
son og var fæddur í Reykjavík, sonur
hjónanna Jóns Árnasonar, kaupmanns
og konu hans Júlíu Bjarnasen,- Foreldrar
Jóns kaupmanns voru Árni Einarsson á
Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum,
nafnkunnur atorkumaður og alþingis-
maður og kona hans Guðfinna dóttir
séra Jóns Austmanns. Foreldrar Júlíönu
voru Pétur Bjarnasen, verslunarstjóri í
Vestmannaeyjum og kona hans Jóhanne
Rasmunssen, dóttir dansks skipstjóra.
■ í hlutverki „THstans".
„Slíkur var allur hans
persónuleiki og glæsileiki”
— segir Magnús Jónsson, óperusöngvari, sem var nemandi
*
Péturs A. Jónssonar
■ Magnús Jónsson, óperusöngv-
ari var einn margra nemenda Péturs
Á. Jónssonar og er ásamt Guðmundi
Jonssyni óperusöngvara, sá þekkt-
asti þeirra. Við hríngdum til Magn-
úsar og báðum hann að segja okkur
frá kynnum af Pétrí á námsárunum.
„Já, mér er alveg sérstaklega Ijúft að
ræða um Pétur Á Jónsson," sagði
Magnús. „Það hefur verið á árunum
1948-1950 sem ég lærði hjá honum og
það verð ég að segja að hann ásamt
Stefáni íslandi var sá besti kennari sem
ég nokkru sinni hef haft. Ég á honum
afskaplega mikið að þakka og ég held að
Guðmundur Jónsson mundi segja það
sama.
Um kynnin af Pétri erþað í stuttu máli
að segja að hann var stórkostlegur
maður, slíkur var allur hans persónuleiki
og glæsileiki. Þeta var töfrandi maður.
Þótt fólk hlusti á hann af plötu, þá er það
ekki nema brot af því hver hann var sem
söngvari. Þótt röddin væri stórkostleg,
þá var það framkoman og glæsimennsk-
an sem hreif fólkið svo ákaflega.
Ég lærði svo ótalmargt af honum, þar
á meðal það að menn geta verið nervösir,
þótt þeir séu gamalreyndir stórsöngvar-
ar. Það var þegar við Guðmundur og
Bjarni Bjarnason, læknir, héldum kons-
ert með honum á 65 ára afmælinu hans.
Við tókum leigubíl niður í Gamla bíó og
komum við hjá Pétri, til þess að taka
hann með. Sjálfur var ég auðvitað ógur-
lega nervös, en varð geysilega hissa,
þegar ég komst að því að Pétur var það
líka, - þessi veraldarvani maður. En
þetta kom mér til góða og síðan vissi ég
það að þótt menn verði reyndir söngvar-
ar aukast bara kröfurnar sem þeir gera
til sín og þeir geta því verið nervösir sem
áður. En ég þarf ekki að taka fram að
um leið og Pétur var kominn upp á
sviðið, þá átti hann húsið og heillaði
áhorfendur gjörsamlega að vanda.
Pétur fylgdist með mér alla tíð meðan
hann lifði, skrifaði mér og gaf mér holl
ráð og þótt ég væri miklu yngri maður
eignaðist ég vináttu hans. Það var mér
mikils virði. Ég held að hann hafi fylgst
á sama hátt með Guðmundi og stundum
sögðum við í gamni að að við værum svo
samrýmdir, þar sem við vorum allir
Jónssynir. Pétur kynntist líka foreldrum
mínum og heimili og kom oft heim og síst eftir að hann varð blindur, en Pétur
fékk hjá okkur saltkjöt og baunir, ekki var blindur hin síðustu árin.
■ Þrír ungir nemendur ásamt meistara sinum, Pétri Á. Jónssyni, óperu-
söngvara. Ungu mennimir eru þeir Guðmundur Jónsson, óperusöngvari,
Bjarni Bjarnason, lasknir og Magnús Jónsson, óperusöngvarí.
Nú er ég að kenna ungum nemendum
við söngskólann og ég hef orðið furðu
lostinn þegar ég hef komist að því að
margir þeirra þekkja ekki Pétur Á.
Jónsson, þótt þeir þekki vel ýmsa er-
lenda söngvara. Það sýnir okkur að það
er sannarlega mál til komið að skrifuð sé
íslensk tónlistarsaga“.
AM
■ Árið 1911 fór Pétur með
dönskum stúdentakór til Bandaríkj-
anna. Hér er hann ásamt ameriskrí
mill jónaradóttur, miss Ohlson á Mð-
inni vestur um haf.
i